Leita í fréttum mbl.is

AÐ KJÓSA RÉTT

22

Það hríslaðist um mig spennu- og ánægjutilfinning núna áðan þegar ég var á hinu hefðbundna vafri mínu um bloggheima.  Margir eru að skrifa um kosningarnar.  Það rann upp fyrir mér hversu stutt er í þær og hvað það er skemmtilegur tími sem er að ganga í garð.  Ég er svo sjálfmiðuð, ef ég má kalla það svo, að finna til mín á fjögura ára fresti og finnast að með atkvæði mínu geti ég lagt mitt á vogarskálarnar.

Hm.. ég velkist ekki í vafa um hvað ég ætla að kjósa.  Hef reyndar sjaldan staðið frammi fyrir því ástandi að vera óákveðin utan einu sinni þegar ég sveik lit.  Fór úr rauðu yfir í gult í borgarstjórnarkosningum hér um árið.  Man ekki lengur hvað hreyfingin hét en hún var ljósrauð og stóð engan veginn undir væntingum.  Niðurstaða:  Ég er óforbetranlegur vinstri maður og það er ekki vottur af sjálfstæðismanni né krataelementi í mér.  Ég er komin af sannfærðum íhaldsmönnum og krötum í báðar og úr þeirri blöndu varð til þessi einlæga staðfesta mín til vinstri.

Ég er á móti persónudýrkun og þá einkum og sérílagi þegar hún myndbirtist í pólitík.  Ég er ein af þeim sem legg áherslu á að flokkurinn sem ég kýs hafi einarða stefnu sem ég get mátað mig við.  Það er toppurinn á tilverunni þegar forystumenn flokksins míns lifa eftir sannfæringu sinni og sýna það í orði sem á borði.  Þar koma vinstri grænir sterkir inn. 

Hvað um það, ég trúi því að þeir sem eru í pólitík (vel flestir amk.) vilji bæta samfélagið.  Að það sé upprunalegt markmið allra.  Leiðirnar að því marki eru bara ólíkar.  Sumir gleyma sannfæringunni á leiðinni og setan við kjötkatla stjórnmálanna verður löng og sumir vilja alls ekki halda áfram á leið sinni og þeir gleyma því sem þeir lögðu upp með. Mitt fólk er með vegferðina á hreinu og margir hjóla meira segja að markinu meðan sumir geysast áfram á eðalvögnum.  Ég er meira höll undir hjólinCool.

Ef ég væri óákveðin myndi ég gera eftirfarandi lista til glöggvunar fyrir sjálfa mig:

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn koma ekki til greina.  Fyrirgreiðslupólitík, valdþreyta og atvinnupólitíkusar hugnast mér ekki.  Skil ekki af hverju vinnandi fólk sem þarf að hafa fyrir lífinu, finnur sig í þessum flokkum.  Þessir flokkar eru stofnanir, þeir rumska fyrir kosningar og sofa þess á milli værum Þyrnirósarsvefni þess sem heldur sig kominn til að vera.

Þar sem ég er ekki frjálslyndur krati (eins og það heitir víst núna, ) kæmi Samfylkining ekki til greina, þrátt fyrir staðfasta og áralanga aðdáun mína á Ingibjörgu Sólrúnu.

Frjálslyndir og Íslandhreyfing eru bara óánægðir hægri menn og nánast allir með tengingu inn í Sjálfstæðisflokk.  Sama þar.  Sé ekki hvers vegna vinnandi fólk ætti að kjósa yfir sig enn eina hægri stjórnina.  Held að báðir þessir flokkar væru ekki lengi að hoppa upp í með íhaldinu.

Vinstri græn eru að mínu mati þau einu sem hafa eitthvað múr- og naglfast upp á að bjóða.  Ég vil ekki stóriðjur og tel að það sé að æra óstöðugan að dúndra fleiri kvikindum í formi risavaxinna virkjana niður í landinu.  VG er kvenfrelsisflokkur og hafa sýnt það í verki.  Það passar við mig. Síðast enn ekki síst þá veit ég að það er eitt af forgangsmálum þeirra að auka lífsgæði venjulegs fólks.  Það vegur þyngst.  Ég arka ótrauð í kjörklefann og kýs þá.

Ég dreg ekki dul á að ég læt mig dreyma um stóran og afgerandi sigur vinstri flokkanna í vor, þe. VG og Samfylkingar.  Ég vona bara að sú verði raunin.  Það þarf að fella stjórnina sem er búin að sitja allt of lengi, mikið lengur en nokkrum er hollt.  Skutlum inn nýjum vöndum, þeir sópa best.

Ajö og takk fyrir mig, bibbidíbabbedíbú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi... mér finnst þetta líka svakalega spennandi tími. En ég fæ smá hnút í magann þegar ég geri mér grein fyrir því hvað ég er hrikalega óákveðin. Kratahjartað mitt finnur barasta enga samsvörun

Heiða B. Heiðars, 10.4.2007 kl. 13:43

2 identicon

Halelúja ég bið bara ég veit ekki hver til þess að afturhaldsöflin komist ekki til valda,það væri martröð að sjá VG liðið í ríkistjórn sem yrði fljót að koma á hér 120% verðbólgu og öll fjármálstarfsemi,og nýsköpun farin úr landi.Ég held að við séum betur sett með stöðurleikan sem er hér og að maður sjái lánin sín lækka en ekki hækka eins og þégar Steingrímur J og co voru hér við völd fyrr á árum.Ég seigi Nei takk ekki vinstri stjórn aftur!!!!!!!!!!

Margrét Gísladóttir (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 13:59

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stöðugleiki er innantómt orð sem einhverra hluta vegna hefur náð til fólks.  Þýðir akkurat ekkert nema stöðugleika í mismunun og stéttaskiptinu.  Takk samt stelpur mínar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2007 kl. 14:05

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hókus pókus

Edda Agnarsdóttir, 10.4.2007 kl. 14:40

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ohh hvað ég hlakka til þegar við fellum ríkisstjórnina og komum á sanngjarnari þjóðfélagsskipan.

Svava frá Strandbergi , 10.4.2007 kl. 16:28

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já stelpur það er handan við hornið.  Happy new year

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2007 kl. 16:50

7 identicon

En elsku systir, af hverju ertu ekki frjálslyndur krati???? ég sé engin rök fyrir því.  En þótt þú sért vinstri græn elska ég þig samt og það er gaman að lesa bloggið þitt, þótt það sé tímafrekt stundum. Grethildur

Greta Baldursdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.