Leita í fréttum mbl.is

SKÍRDAGSMORGUN

098

Hér var vaknað fyrir allar aldir eða kl. 07,30, þar sem lítil prinsessa er til gistingar hjá ömmu og Einarrrri.  Það hlýtur að vera unaðsleg tilfinning að vera tveggja ára og vakna úthvíldur og fullur orku. 

Jennslan sagði um leið og hún opnaði augun: "Amma, Jenny búin sofa lengi, lengi og sólin er úti.  Koma frrrrram".  Fram fórum við og Jenny er búin að afreka ýmsilegt.  Hún er búin að borða vatnsmelónu og egg, fá einn pínulítinn ís, mála með tússlitum, skreyta egg, horfa á barnaefni og er nú á leið í bað.  Hún blæs ekki úr nös enda dagurinn rétt að byrja.  Amma fylgir á eftir og yngist upp um 30 ár eða svo.

Svo koma mamma og pabbi að sækja Jenny og fara með henni og gera skemmtilega hluti.  En fyrst æltar Jenny að baka pönnukökur með ömmu og gefa gömlu ásamt kaffi. Ég hef verið að reyna að koma barninu í skilning um að amma heiti líka Jenny en hún hlær bara að þessari vitleysu og segir: "amma heitir amma og Jenny heitir Jenny Una Errrriksdóttirrrrr".

P.s. Þeir sem taka eftir rispunni á nebbanum hennar Jenny upplýsast hér með skv. barni að: "Það var hann Olav sem var vondur við Jenny og hann má ekki meiða Jenny". Heyrirðu það Olav??? Og skammastín!!

SíjúgæsHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: bara Maja...

Ynnndislegur dagur !

bara Maja..., 5.4.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Rosalega er hún mikið krútt! Heppin þú að fá hana lánaða stöku sinnum. Örugglega mjög gaman!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 17:26

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldeilis falleg lítil nafna sem þú átt þarna, það gleður mann endalaust að fá þessa litlu afleggjara til að leika við og passa svona af og til

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2007 kl. 20:01

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

RÚSÍNA!

Edda Agnarsdóttir, 5.4.2007 kl. 20:29

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fæ hana aldrei nógu oft hehe.  Mikið gaman hér í dag, frumburður ásamt syni og svo skádóttir og allir í páskakaffi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2007 kl. 20:39

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Júbbs Dúa mín kona er búin að baka pönnukökur 3 helgar í strekk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2007 kl. 00:01

7 Smámynd: Ester Júlía

Kræst hvað þetta er fallegt barn!  Þvílíkt krútt ...langar að klípa og kreista ..

Ester Júlía, 6.4.2007 kl. 01:54

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg alveg hreint.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 11:22

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur mínar "ekki killa, ekki klípa" segir hún sjálf þegar maður hamast í henni. Sorry hands off

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2007 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband