Leita í fréttum mbl.is

EKKI MATSEÐILL

006

Ég skammast mín fyrir að vera matvönd.  Ég er líka klígjugjörn með afbrigðum.  Hef það úr föðurættinni.  Ég er fædd upp úr miðri síðustu öld.  Það var ekki mikið um mat þá sem gladdi bragðlaukana. Steiktur fiskur, kjötbollur, smásteik, læri og hryggur og lágmarks grænmeti.  Rjúpur á jólum og þar með er fíneríið upp talið.  Mér tókst að vera matvönd þá en hef síðan náð að tileinka mér allskonar nýjungar.  Samt er bannlistinn enn í fullu gildi.  Sumt get ég ekki borðað.

  Ólívur eru efstar á no-no listanum.  Ólivur voru í tísku hérna á bernskuárum hinnar einu og sönnu kaffihúsamenningar.  Enginn var maður með mönnum nema hann úðaði í sig ólívum. Ég á meira að segja tvær vinkonur sem neyddu í sig ólívunum af því þeim fannst það svo menningarlegt og bera vott um þróað bragðskyn.  Ég hef reynt og reynt að koma mér upp ólívusmekk en án árangurs. Ég játa mig sigraða í ólívumálinu alræmda.

Saltfiskur í öllum stærðum, gerðum og eldunaraðferðum.  Ég tel saltfisk eiga að vera dýrafóður, er ábyggilega hollur og góður en bragðverri en sá ljóti sjálfur.  Það skiptir engu máli hvort hann er klæddur í Prada eða Channel, uppruninn leynir sé ekki.Sick. Mínir bragðlaukar fara í víðtækt fár ef ég læt viðkomandi fisk inn fyrir varir mínar.

Pasta er ekki matur að mínum dómi.  Margir jafnaldrar mínir eru mér sammála.  Mér finnst ég vera að borða soðið hveiti sem er ekki einu sinni vel dulbúið.  Pasta var ekki á borðum þegar ég var krakki en það var heldur ekki nær allur sá matur sem ég borða í dag.  Hef aldrei komist upp á lag með pasta en verð þó að játa að ég hef fengið góða pastarétti hjá dætrum mínum og vinkonum.  Held áfram að forðast það og læt pastasnillingana um eldamennskuna.

Avokadó minnir mig á smjör sem farið er að þrána.  Merkilegt með bragðskynið þegar það sendir manni svona undarleg skilaboð.  Eins og þetta er girnilegur ávöxtur.  Margreynt við hann en án árangurs.

Ég gæti talið lengi enn.  Hugleiðing þessi kom til vegna uppskrifta sem ég var að lesa í morgunn og þar voru ólívur eins og krækiber í helvíti og eyðilögðu fyrir mér hvern möguleikann á öðruvísi páskamat á eftir öðrum.

Um páskana ætla ég að hafa td.:

Andabringur, innanlærislambavöðva, kalkúnaskip og sænskar kjötbollur (hehe var í IKEA og keypti þær handa henni Jenny sem gistir hjá okkur í nótt).  Í matnum verða engar ólívur, ekker advokadó og NADA pasta.

Bon apitit

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jæja Jenný mín. Það er aldrei, en getur þú ekki næst komið með upptalningu á því sem þér þykir gott?

Edda Agnarsdóttir, 4.4.2007 kl. 11:14

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda mín birti 300 m lista yfir ætan mat í næstu viku

Dúa: Við erum sammála þarna.  Hefur þú mælt þig í morgunn?  Elsku kerlingin fáðu þér Freyjuhrís

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 11:22

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér með ólafíurnar (Olifurnar) Saltfiskur þykir mér góður með miklum kartöflum og hnoðmör, en borða frekar lítið af honum.  Salt er ekki mjög hollt.  Innanlæris vöðvinn finnst mér æðislegur með því að leggja hann í pækil, sker hann niður í smá teninga og set hann í pækil með olíu, sterkri soyasósu, rjóma og kryddi og hef hann svoleiðis í tvo daga.  Svo er þetta soðið og borðað með hrísgrjónum.  Algjört sælgæti og gott að hafa ef maður er með matarboð og vill ekki hafa mikið fyrir matnum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2007 kl. 11:33

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nammi, namm Ásthildur, set þetta í uppskriftafælinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 11:37

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sem betur fer hafa ekki allir sama smekkinn á mat, en mér þykja olifur afar góðar og allur  Ítalskur matur, Mesíkanskur, bara allur matur nema hrútspungar, hákarl og súr hvalur. mér fynnst hún girnileg uppskriftin hjá þér Ásthildur ég ætla að prufa hana. Hafið þið smakkað hreindírabollur með kaldri sósu þær eru lostæti.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.4.2007 kl. 11:55

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég er að reyna að venja mig á matvendni, er því miður svo ,,vel" upp alin að ég hef látið nánast hvað sem er yfir mig ganga í matarmálum, en nú er nóg komið. Og ummm, matseðilinn hljómar vel.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.4.2007 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2987201

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband