Leita í fréttum mbl.is

AÐ VANTA BÆÐI SMÁTT OG STÓRT

687

Ansi mikið stress í dag, svona fyrripartinn.  Úff ég fór í IKEA með Sörunni. Hef ekki farið áður í nýju búðina.  Margir hafa sagt mér að það sé hreint ótrúlega stressandi að ganga í gegnum þessa risaverslun, mikið skvaldur og óróleiki í loftinu.  Þetta fólk hefur rétt fyrir sér.  Ég fór þarna inn með það í huga að kaupa eldföst mót (hehe) og gardínustöng. Ég fór í annarlegan ham, hlýtur að vera loftræstingin og lyktin af sænsku kjötbollunum.  Saran fór aðallega til að kaupa sturtuhengi.  Við gengum hvern kílómetran á eftir öðrum um endalausa ganga verslunarinnar og sáum auðvitað fullt af áhugaverðum hlutum.  Það er mjög nytsamlegt að fara í búðir eins og IKEA, ég hafði tam ekki hugmynd um að mig vantaði eftirfarandi: flísteppi, barnalampa, hnífapör, grillpönnu, páskablóm, diskaþurrkur, smáhnífa ofl. ofl., en allt þetta vantaði mig sárlega.  Úpps hvað hefði ég gert ef ég hefði nú ekki slysast til að drífa mig í þennan verslunartúr? Ég má ekki hugsa þá hugsun til enda.

Það má hins vegar liggja á milli hluta að gardínustöngin gleymdist.  Sturtuhengið hennar Söru gleymdist líka.  Það er hið besta mál við drífum okkur aftur á morgun. Ég er viss umm að það er fleira smálegt sem mig vantar, þarf bara að skreppa í IKEA til að komast að því.  Á morgun flýg ég á vit húsgagna- og smávöruverslunarinnar.

 

Ingvar "puss och kram från mig"Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er komin með svo mikinn stórverslana þroska að ég get labbað í gegn án þess að kaupa neitt, nema kannski það sem mig vantar, ef það er þá til.  Annars hef ég bara farið einu sinni þarna í gegn og mér finnst það horrible.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Fyndið að öllum finnst agalegt að fara í IKEA en samt er alltaf troðið af fólki þar?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 22:16

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúa Dökka: Þetta er Ingvar hinn sænski, eigandi IKEA aulinn þinn

Ásdís: Það er horrible í svona stórri búð, ég er líka alltaf svo hrædd um að mér sjáist yfir eitthvað´

Katrín: Give it a rest.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Resting.......

Samt skritið!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 00:02

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Meira að segja dreyfbýlistúttan ég hef komið þarna í nýju verslunina.  Hún er meira að segja jafnstór eða stærri en Ikea í Vínarborg, hvar ég fór með dóttur minni og kærasta því þau voru að kaupa allskonar fyrir litla barnið sem var að fæðast.  En það er sama hvar maður fer í Ikea, sænsku kjötbollurnar klikka sko ekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2007 kl. 11:41

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe Ásthildur þær sænsku standa alltaf fyrir sínu.  Mér er sagt að okkar IKEA sé nærst stærsta verslun þeirra í heiminum.  Hvað sem satt er nú í því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2987201

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband