Miðvikudagur, 28. mars 2007
AÐ KOMA SAMAN FÓLKI
Góð vinkona mín sem var að ræða um það við mig nýlega að hún væri til í að fara í samband eftir nokkra ára piparstúlkulíferni. Hún spurði mig í bríaríi hvort ég þekkti einhvern liggilegan (nei hún sagði reyndar almennilegan mann). Ég fíflið sagði samstundis já, ég þekkti einn, töluvert eldri en hún, töff náungi, firna góður maður og blablabla. Eftirfarandi samtal átti sér stað:
Vinkona: (vk) Hvernig lítur hann út, ég meina er hann stór, lítill, mjór, feitur, sköllóttur eða hvað?
Ég fíflið (éf) Hann er meðalstór, í meðalholdum með fallegt hár og mjög laglegur.
vk: Drekkur hann eða er hann með einhverja fíknisjúkdóma (systir Þórarins Tyrfingssonar??)
éf: Nei en hann fór í meðferð fyrir 10 árum.
vk: Sjitt sem sagt fanatískur vínleysismaður. Allt einhver fíbbl sem þú þekkir. Hvað gerir hann?
éf: Hann er tónlistarmaður og hefur verið síðan ég man eftir er það ekki nógu gott? (allt í einu er ég farin að selja henni þennan mann sem er blásaklaus og hefur kannski ekki minnstu löngun til að fara á séns)
vk. Á hann börn eða margar fyrrverandi hvernig er hann í rúminu og er hann nískur, er hann nokkuð í fjárhagskröggum???
éf: Eitt barn fullorðið, ein fyrrverandi eiginkona, veit ekki, veit ekki og veit ekki (stend mig að því að vera farin að pára niður á blað svo ég geti spurt manninn þessara spurninga. Omg ég get ekki spurt manninn að því hvernig hann er í rúminu)
vk: Er hann góður við börn, á hann íbúð, er mamma hans á lífi en pabbi hans og hvað á hann mörg systkini og skrifar hann og talar almennilega íslensku?
éf: Heyrðu ætlarðu að giftast honum, skrifa um hann grein eða ráða hann í viðgerðir á húsinu.? Égnennesseggi. Bæjó
Síðan er vinkonan búin að fara og taka manninn út. Hún byrjaði á að "gúggla" hann, hringja svo í hann, skoða íbúðina og er núna komin með hann upp á arminn. Ég fer hjá mér þegar þau koma í kaffi, er með einhverja sektarkennd og finnst að þessi vinur minn hafi verið tekinn á sænginni og hann ætti að vita um rannsóknarvinnuna sem liggur að baki þessu sakleysislega sambandi sem hann er nú kominn í fyrir einskæra "tilviljun". Mér líður eins og ómerkilegri stefnumótalínu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:10 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ólafur fannberg, 28.3.2007 kl. 02:17
Ja, hérna, þú finnur einhvern sætan fyrir mig næst ... 35-45 ára! Takk! Inn á hvaða reikning á ég að leggja þóknunina? Múahahhaha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.3.2007 kl. 08:28
Það er "cash" Gurrí mín, ég þekki þennan "45 ára gamla mann í Vatnsmýrinni sem safnar þjóbúningadúkkum"
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2007 kl. 08:34
...tekurður klink?
Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2007 kl. 08:40
Sennilega er hann alsæll með sambandið. Þér hefur örugglega tekist að láta gott af þér leiða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2007 kl. 08:41
Ertu búin að spyrja hana hvernig hann er í beddanum? Hún hlýtur að vilja ræða það.
Ibba Sig., 28.3.2007 kl. 12:37
Ibba búin að því. Fékk "stærð" mannsins upp á sentimeter, bólfimi hans eða var það skortur á henni?
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2007 kl. 12:42
Bíddu nei þetta ert ekki þú þetta er Sigþr....frrruuuuuusssssssssssss
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2007 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.