Leita í fréttum mbl.is

EUROVISION...SÆNSKUR SIGUR Í HÖFN

36

OMG..Eiki er dottinn út og við í xx. sæti eins og venjulega!  Svíar unnu keppnina að vanda skv. sænskum fjölmiðlum.  Sænskir hafa talað.  Ekkert framlag í Eurovision í ár kemst nálægt því að ógna "det svenska bidraget".  Himmel och Pannkaka. Skotheldur sigur Svía í ár.

Mér er annars slétt sama hver vinnur þessa keppni.  Mér finnst bara svo skemmtilega hallærislegur þessi þjóðarrembingur. Bæði þjóðsöngsrembingurinn í Íslendingum og svo Eurovisionrembingurinn í sænskum frændum okkar.

La det svinge la det rock and roll... lalalalala


mbl.is Svíar telja sig sigurstranglega í Evróvisjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

hehe jámm, ég hef ekki enn þorað að horfa á myndbandið með Eika og ég er viss um að svíar vinna

halkatla, 26.3.2007 kl. 10:18

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já AK eigum við ekki bara að draga okkur úr keppni (fáránlegt að keppa í tónlist) og sleppa við hið niðurlægjandi 16. sæti.  Svíarnir hafa jú talað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 10:40

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Æi, reynir maður ekki bara að hafa gaman af þessu þó Svíarnir hafi ljóstrað upp sigurvegaranum fyrirfram.

Ragnar Bjarnason, 26.3.2007 kl. 12:33

4 identicon

Jæja ! Mín bara búin að laga þetta,mikið var :D

RaggaH (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:30

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það sem mér þykir skemmtilegast við Evróvisíon eru samnorrænu þættirnir sem eru laugardagana fyrir keppni. Soldið svona kontrapunkturslegt

Hrönn Sigurðardóttir, 26.3.2007 kl. 13:32

6 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sammála Hrönn.  Laugardagsþættirnir skemmtilegir.  Eurovision dagurinn er svo náttúrulega bara fjölskyldupartýdagur eins góður og hægt er að hafa, svo gaman að keppa í einhverju þar sem ekki er klár "besti" sigurvegarinn.  Verst að það er verið að eyðileggja Eurovisiondaginn með kosningum!!!! Ljóta klúðrið......

Magnús Þór Jónsson, 26.3.2007 kl. 13:44

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Allt fyrir þig Ragga mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 13:55

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Audda er júróvisjón fín afþreying.  Ansans að hana skuli bera upp á sama dag og kosningar. Kosningar eru heilagar á mínu heimili þó það nú væri.

Spjallþættirnir eru bráðskemmtilegir þar ég hjartanlega sammála gott fólk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 14:21

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við náttl. rúllum Svíum upp á loka sprettinum, ekki spurning. Enski textinn er líka svo helv. grúví  unglingar í Evrópu eiga eftir að fíla hann í botn. Er það ekki markhópurinn ? 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2007 kl. 14:21

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Audda rúllum við "Anderson, Petterson och Jönson och jag" upp þ. 12.maí. En vei þeim sem ætlar að hafa Júróvisjón á þegar og ef kosningasjónvarpið verður byrjað.  Neh verður varla svo snemma.  Úps hvað ég hlakka til Ásdís.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 16:48

11 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Nota þeir sömu sílíkonbombuna sem vann Selmu?

Guðmundur Ragnar Björnsson, 26.3.2007 kl. 16:57

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei GRB minn það held ég ekki.  Verð að játa að ég hef ekki séð sönginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2987324

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.