Laugardagur, 24. mars 2007
LAUGARDAGSPÆLINGAR
Það er svo margt sem mig langar að blogga um. Samt er það stundum þannig að hugsanirnar eru eins og rússibani á fullri ferð, láta ekki að stjórn. Þannig hefur það verið undanfarið hjá mér, einfaldlega vegna þess að ég hef látið öllum illum látum með sjálfa mig. Farið fram úr mér, gert of mikið, mæðst í mörgu eins og Marta greyið og hreinlega gleymt að forgangsraða.
Ég var að hugsa um hversu rík þörf er innra með okkur að máta alla skapað hluti við okkur sjálf. Auðvitað er það nauðsynlegt að velflestu leyti, við höfum bara okkar reynslu til að notast við. Það sem er þó að fara í taugarnar á mér er þessi þörf margra til að hafna öllu sem er þeim ekki þóknanlegt.
Áður en ég komst til vits og ára uþb í október á síðasta ári (ekki alveg svona slæmt) þá var ég óþolandi dómhörð oft á tíðum. Ég hafði ZERO tolerans fyrir fólki sem fór aðrar leiðir en ég. Þetta viðurkenndi ég ekki svona opinberlega en ef ég dæmi sjálfa mig af ummælum mínum á þessum sokkabandsárum þroska míns, þá er ég vegin og léttvæg fundin. Ergo: "Guilty as charged". Ég ætla ekki að mála skrattann á vegginn en ég var illa haldin af dómhörku. Einkum og sérílagi upp úr þrítugt. Ég er núna eldri en sjálf erfðasyndin (af hinni friðelskandi blómakynslóð) en sem betur fer hefur mér með víxlsporum mínum í lífinu lærst að hver manneskja er dýrmæt, þrátt fyrir að hún sé etv hundleiðinleg, með allt aðra lífsýn en ég sjálf og að viðhorf hennar minni mig á geimveru.
Til að útskýra hvað ég meina svona blákallt þá kem ég með nokkur dæmi um fullyrðingar mínar:
Alkahólistar eru aumingjar (þarna hef ég greinilega ræst karmalögmálið því ég endaði í meðferð sjálf og fékk upplýsingar um sjúkdóminn alkahólisma frá fyrstu hendi. Ég lærði "the hard way" að alkahólistar eru ekki aumingjar enda hefði ég seint skrifað upp á að ég væri vesalingur)
Fólk sem er ekki sammála mér í pólitík eru hugsjónalausir hálfvitar Þarna varð mér illa á í messunni og fékk að komast að því fullkeyptu að fólk er, án tillits til stjórnmálaskoðana, fyrst og fremst manneskjur sem allar hafa sama útgangspunkt. Þe að betrumbæta samfélagið. Eini munurinn á milli fólks eru leiðirnar að markinu. (verð þó að taka fram að "sumir" virðast löngu hafa gleymt þessari fallegu fyrirætlun og skara bara eld að eigin köku).
Konur sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn eru handbendi kvennakúgunarafla og því með greindarvísitölu langt undir stofuhita Þetta þurfti ég að éta ofan í mig eins og margt annað. Allar konur sem vilja hafa áhrifa á samfélagið eru af hinu góða en eins og áður er nefnt eru leiðirnar að markinu margar og þótt ég sé fullkomlega og algjörlega óssammála þeim þá þýðir það ekki að þeirra hugsjónir séu eitthvað verri en mínar.
Ég tók nú bara svona yfirborðskennd dæmi. Dómharka sem beinist persónulega að fólki er þó verst og ég kom því miður við í þeirri deild líka og dvaldi þar mun lengur en sem nam einum kaffibolla. En ég gengst við vanþroska mínum. Orð og hugsanir hafa ábyrgð.
Í dag ætla ég ætla ég að tala rólega og koma kurteislega fram. Gagnrýna engan. Reyna ekki að bæta eða aga nokkurn annan en sjálfa mig.
Svo mörg voru þau orð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:52 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Sammála enda ekki ætlunin að verða að fiðruðum engli heldur aðeins að þræða hin gullna meðalveg.
Sumir hafa enda fyrirgert forréttindum sínum til að fá að vera í félagsskap hinna dásamlegu og það ER fjörbaugsgarður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 14:26
Bezt ég taki þig mér til fyrirmyndar í dag
Hrönn Sigurðardóttir, 24.3.2007 kl. 14:51
Ég var mjög dómharður frá fæðingu og svona til fimmtán ára aldurs. T.d. þegar ég var fimm ára lamdi ég alla sem ekki voru mér sammála. Hina lamdi ég líka bara til að vera alveg viss.
En með samstilltu átaki foreldra og skóla tókst að laga þennan ósið. Í dag reyni ég að umbera annað fólk eftir bestu getu og án verulegs ofbeldis. Þrátt fyrir þetta umburðarlyndi þoli ég ekki fólk sem lýgur eða svíkur mig.
Björn Heiðdal, 24.3.2007 kl. 16:33
Aldeilis góð færsla. Fólkið sem skilur um hvað það sjálft er og hvernig og hvers vegna...hefur svo langmestu möguleikana á að laga brestina og verða snarfiðraðir englabossar.
Smjúts
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.