Leita í fréttum mbl.is

FAMILIA GRANDE

71

Ég las á blogginu hans Sigmars stórskemmtilegan pistil þar sem hann segist vera sérfræðingur í samsettum fjölskyldum.  Það er greinilega rétt.  Þessari sérfræðikunnáttu deilir Sigmar með velflestum íslendingum.  Að vera í samsettri fjölskyldu til hægri og vinstri er sú besta þjálfun í félagslegri færni sem hægt er að hugsa sér.´

Elsta dóttir mín á einn son, pabbi hans á 3 dætur. Sú elsta á kærasta, hann á tvö börn.  Tvö barnabörn á ég til viðbótar en feður þeirra komu barnalausir til leiks.  Pabbi elstu dóttur minnar á fimm stelpur.  Þær eru skásystur allra dætra minna en ég á þrjú börn með tveimur mönnum.  Flókið? Núverandi eiginmaður á fjögur börn með tveimur konum.  Hehe.  Einu sinni vorum við með jólaboð og allan fjöldann í einu.  Það boð var á við meðalfermingaveislu og ef skynsemin hefði verið með í för myndum við hafa leigt undir fjölskylduna eins og eitt félagsheimili.

Ég er heppin.  Börnin "okkar" hafa vandræðalaust náð fínum tengslum.  Í því efni hafa aldrei komið upp vandræði.  Börn á öllum aldri eru reyndar aldrei vandamál, það er fullorðna fólkið sem sér yfirleitt um að skapa þau.  Það er mín reynsla. Barnabarna-möguleikinn er stór og það verður spennandi þegar þau fara að birtast eitt af öðru.  Það er eitt það skemmtilegast sem ég hef upplifað að fá að vera í félagsskap þeirra barnabarna sem ég þegar á.

Datt þetta svona í hug þegar ég las pistilinn hans Sigmars.  Ég er rík kona.

blogg31


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

A ha og það er ennþá verið að kenna og hafa fyrir börnum í skólum landsins að grunnfjölskyldan/(kjarnafjölskyldan) sé mamma pabbi börn og bíll! En ekki mömmur, pabbar, börn og bílar! Þetta er sama dæmið eða mjög líkt þvi og þegar við vorum í skóla og allir teiknuðu torfbæi af því að allir í sveitum landsins bjuggu í svoleiðis húsi! Já það er lengi að taka við sér kerfið og skólarnir oft hættulegastir í íhaldseminni. En til lukku með þína teyjufjölskyldu og ég er líka í einni.

Edda Agnarsdóttir, 23.3.2007 kl. 14:29

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rétt Edda mín.  Þegar ég var í Meló þá voru 2 krakkar í bekknum sem áttu fráskilda foreldra. Það þótti vægast sagt merkilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2007 kl. 14:46

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að ég hafi verið eina "fráskilda" barnið í mínum bekk!

Kaupmáttur launa var svo miklu betri þarna á sjöunda áratugnum að mamma var með ráðskonu sem mætti á morgnana, eldaði morgunmat, síðan hádegismat, gaf okkur kaffi og fór svo c.a. hálftíma áður en mamma kom heim. Allt hreint og fínt og börnin södd. Maður þyrfti aðeins meira en yfirhjúkkulaun í dag til að geta þetta!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.3.2007 kl. 15:09

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Ein kunningjakona mín (f.´68) sagði eitt sinn við mig; "ég er úr svona venjulegri fjölskyldu"!  (Ekki skilnaðarbarn)  Ég horfði bara á hana með undrunarsvip og sagði; "Nei, þú ert EKKI úr venjulegri fjölskyldu!"!!!  Og við hlógum mikið!!

SigrúnSveitó, 23.3.2007 kl. 18:27

5 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Til hamingju með ríkidæmi þitt.

Til marks um breytingarnar heyrði frá einum ungling fyrir 3 árum að hann ætti tvo alforeldra.

Ragnar Bjarnason, 23.3.2007 kl. 20:12

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góður Ragnar með alforeldrana Dúa mín góður punktur hjá þér elskan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2007 kl. 23:57

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Svo er bara spurning um hvernig börnum finnst að eiga raðforeldra og rað ömmur og afa og raðæettingja. Man eftir þætti í sjónvarpi þar sem talað var við sálfr´ðinga sem héldu fram að nútímamaðurinn væeri ekki h´fur í langtímasambönd og raðsambönd væru málið. Mér varð bara hugsað til baran asem þurfa stöðugt að kynnast nýjum ættingjum og eiga sér ekki fastan samastað. Vera bara raðbörn. Einndaginn er þetta fósturmamman..fósturfræankur og afar og ömmur og hinn daginn allt annað fólk í þeim hlutverkum. Má ég bara biðja um ömmu mína og afa og systkyni mín..mína mömmu og minn pabba. Ég er ekki í þessu nútimaformi...en kannski er kona bara að talka út frá reynsluleysi. Hvernig þróast svo þessi sambönd inn í framtíð??? Á reyndar einn skáson og ská barnabarn...en það er alveg nóg fyrir mig að díla við. Þeir eru æði...spurningin er bara hvernig er að vera raðbarn og raðbarnabarn og frændraðbarn og allt þetta rað sem fullorðna fólkið flækir svolítið??? Bara spurning frá einfaldri konu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 00:24

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég get ekki svarað fyrir aðra en hef aldrei orðið vör við annað en að þau börn sem að mér standa séu ósköp ánægð með það sem næst þeim stendur. Ég ítreka að þetta þarf ekki að vera flókið, að vandamálin er sjaldnast að finna hjá börnunum enda eru þau í eðli sínu bæði víðsýn og fordómalaus.  'Eg hef meiri áhyggjur af fullorðnu fólk

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 00:37

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já alveg rétt Jenný mín...fullorðna fólkið á það til að flækja þess mál alltof mikið. En spurningin hjá mér er kannski um hvernig tekst þessum snillingum litlu að mynda dýpri og náin tengsl við allt þetta fólk? Ég segi fyrir mig að ég ætti fullt í fangi með það. En kannski fara þau bara létt með það þessar elskur þar sem þau eru opnari og lifa og hrærast í þessu nútímaumhverfi sem er svona...þekkja ekkert annað.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.