Leita í fréttum mbl.is

SELSKAPSDÖMUR - LISTAMENN

34

Ég var að sjá í fréttunum áðan að "Strawberry Club" (sem ég vissi ekki einu sinni að væri til) hafi sótt um 30 kennitölur nýlega fyrir jafnmargar konur frá Rúmeníu sem eru selskapsdömur í klúbbnum og selja kampavín.  Þetta hlýtur að vera vandasamt verk. Stórkostlegur innflutningur á vinnuafli í kampavínsbransanum.  Allt listamenn frá Balkanlöndum.

Í fréttinni kemur fram að þær koma inn á undnþágu sem listamenn.  Eigendur klúbbsins halda því fram að það séu þær eimitt.  Þær selji kampavín, spjalli við gestina, dansi fyrir þá en fækki ekki fötum (utan á Jarðaberjaklúbbnum eru mjög fáklæddar konur), engin súla er á staðnum (það breytir öllu)  og þegar gestir kaupa kampavín þá fara þær með þeim afsíðis að spjalla!

Þetta er vændi undir rós, leyfi ég mér að fullyrða.  Á þetta að vera hægt?  Ef þetta er svona saklaust hví konur frá Balkanlöndum, er ekki nóg af íslenskum konum sem vilja vinna þessa selskapsvinnu, sem reyndar er ólaunuð að sögn eins eiganda klúbbsins.

Konurnar hafa ekki leyfi til að vinna hér á landi þar sem þær eru á undanþágu sem listamenn en hvenær hefur það að hella í glas og fara afsíðis með fólki haft eitthvað með vinnu að gera?Cool

Stundum skammast ég mín niður í hrúgu fyrir að vera íslendingur.

Lögreglan er að rannsaka málið en með hin nýsamþykktu lög um vændi er það þá nokkur vinnandi vegur að uppræta þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þær koma ábyggilega með tonn af "reynslu" með sér frá Rúmeníu í þessum hádönnuðu fræðum

halkatla, 20.3.2007 kl. 19:24

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Láttu ekki svona! Þær eru ábyggilega með prófgráðu í selskapsfræðum og algjörlega professional!

Heiða B. Heiðars, 20.3.2007 kl. 19:30

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já ég veit stelpur mínar þær eru reynsluboltar með prófskírteini enda ekki allar konur sem geta verið selskapsdömur á kampavínsklúbbi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2007 kl. 20:16

4 Smámynd: Ibba Sig.

Það er nú fínt að þessar selskapsdömur frá Balkan séu með svo góða íslenskukunnáttu að þær geti lokkað menn afsíðis til að spjalla. Eða er verið að tala um "the language of looooove"

Mikið er nú hægt að plata yfirvöld.  

Ibba Sig., 20.3.2007 kl. 21:01

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur er svo sammála ykkur.  Language of freedom and luuuuvvvv

Það er allavega ekki mikið "frelsi" í gangi í Jarðaberjaklúbbnum ha?

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2007 kl. 21:14

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ææ ekki heimfæra það alfarið upp á karla í sjálfst.flokki sem vilji hafa konur þarna, þekki of marga til að vita að það er ekki satt, þú veist að það er blanda í öllum flokkum, en mér fannst alfyndnast (eða ekki fyndið) að þeir fengju að tala við þær privat ef þeir keyptu kampavín, halda þessir menn að við séum algjörir asnar??

Ásdís Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 21:43

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nákvæmlega þetta með að fara afsíðis er svo gegnsætt enda verið að senda yfirvöldum langt nef.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 2987315

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband