Leita í fréttum mbl.is

UM AÐ KENNA EÐA FYRIR AÐ ÞAKKA?

14

Ég hef verið að lesa víðsvegar á blogginu í dag um að það sé VG að kenna að ekki náðist í gegn lagabreyting sem heimilar sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum.

 Ææ, voðalegir skemmileggjarar þessi vinstrihreyfing grænt framboð. Að þeir skuli hafa vogað sér að fara fram á almennilega umræðu um þetta þjóðþrifamál (jeræt)l

Ég hef nú eiginlega ekki eldheita skoðun á þessu.  Þeir sem kaupa áfengi kaupa það hvort sem er og það breytir sjálfsagt engu hvar það er selt og hvernig. 

Mér skilst að það hafi verið skiptar skoðanir í öllum flokkum um þetta mál.  Ég tel ef eigi að breyta núverandi fyrirkomulagi þurfi að ræða það almennilega í þinginu áður en það fer í gegn.  Það er einfaldlega þörf á.  Ég vil t.d. geta kynnt mér málið áður en flöskurnar fara að detta í hausinn á mér í Hagkaup þegar ég rúlla þar um með minn dreymandi hillusvip.

Öll spjót standa á VG.  Allt er týnt til. Það virðist ekkert bitastæðara að finna sem ástæðu fyrir árásunum.  Ég er svo viss um að þegar stjórnmálahreyfingar eru að gera eitthvað af viti, ná samhljómi við venjulegt fólk þá er full ástæða fyrir hið rykfallna vald að fara að sperra upp augun og óttast aðeins um öryggi sitt og tilvist.  Það er nú einu sinni almúginn sem gengur að kjörborðinu þ. 12. maí í vor.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Það eru svo sem mörg þarfari mál sem afgreiða má á undan svona frumvarpi að mínu mati. Kvitt.

Ragnar Bjarnason, 19.3.2007 kl. 16:53

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Ragnar, stundum virðist þetta fólk ekki í tengslum við raunveruleika venjulegs fólks.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 16:55

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

fólk hér, fólk þar:  Að ég skuli ekki hafa getað skrifað fólk oftar en tvisvar í þessari örlitlu setningu er nottla bara lélegur stíll. Takk fyrir kvittið Ragnar my main man.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 16:56

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vil kaupa mitt vín í vínbúð, gamaldags?? ef til vill en þetta er alveg o.k. svona, margt annað má miklu betur fara

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2007 kl. 19:03

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo sammála Ásdís, margt sem þarf að laga áður en þetta verður akút.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 19:22

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Mér finnst að það eigi að selja vín í matvörubúðum, þó að ég geri nú minnst af því að kaupa það sjálf. En ég hefði samt viljað sjá ýmis lög afgreidd á þessum síðustu dögum frekar en þessi lög, t.d. nýja jafnréttislagafrumvarpið sem varð að bíða betri tíma.

Svala Jónsdóttir, 19.3.2007 kl. 19:48

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

þá dettur mér í hug þetta með vændi, er svo nauðsynlegt að lögleiða það?

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2007 kl. 21:16

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú virðist mér að það hafi orðið nokkurskonar samkomulag á milli flokka um þessa grein hegningarlagana.  Nú er vændi (þe hvorki að selja eða kaupa) brot á hegningarlögum.  Þekki þetta ekki nógu vel enn til að geta tjáð mig um það.

Ég vil að sjálfsögðu ekki sjá lögleiðingu á vændi.  Finnst það geggjun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 21:23

9 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Mér finnst að vínið eigi bara að vera áfram í vínbúðunum.  Það að það átti að keyra þetta í gegnum þingið á loka klukkutímunum er glapræði, þetta er mál sem þarf mikla umfjöllun ef af þessu á að vera, sem ég vona ekki.  þetta er ekki það léttvægt að hægt sé að henda þvi í gegn á no time.

Sædís Ósk Harðardóttir, 19.3.2007 kl. 22:38

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já eimitt Dúa að hefna sín fyrir bjórinn, enginn er svo vitlaus að trúa því, nema höfundurinn. Finnst líka að þetta þurfi að ræða betur án þess að ég hafi rosa heitar skoðanir á því til eða frá. Finnast eflaust pros og cons á þessu eins og öðru.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2007 kl. 00:21

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að þetta er sjálfsagt hið besta mál í Reykjavík.  En hvað haldiði að gerist úti á landi ? Það verður ein tegund af rauðvíni, það sem selst mest, ein af hvítvíni, það sem vinsælast er, hvaða vodki ætli seljist mest ? Smirnoff sennilega, viský Æ veit ekki hvað tegund, en ég er hrædd um að ég fái ekki Highlander Park eftir þá breytingu.  Og svona má lengi telja.  Úrvalið verður sem sagt ekkert, og sennilega allt miklu dýrara.  Ég vil því ekki fá vínið í matvöruverslanir. 

Hitt er svo annað mál, að það er rosalega fyndin þessi nýja taktik að kenna stjórnarandstöðunni um öll málin sem ekki næst samstaða um á þingi.  Hvenær hafa menn þar á bæ vílað fyrir sér að keyra í gegn frumvörp sem stjórnin hefur meirihluta fyrir.  Annað hvort eru menn farnir að hlaupast meira undan merkjum, eða menn eru einfaldlega ekki jafn forhertir í að samþykkja allann fjandann sem kemur frá þeirra mönnum.  Að þeir hafa einfaldlega ekki meirihluta fyrir hverju sem er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2007 kl. 09:22

12 Smámynd: halkatla

mér finnst nú bara fyndið þetta lið sem notar hvert tækifæri til að höggva í VG, hehe, einsog Bingi litli í gær. Það er einmitt þetta með að gera vínsöluna að stórmáli sem mér finnst líka hvað hallærislegast og ómerkilegt. Ég myndi senda þannig vælskjóðr heim af þingi strax ef ég réði

halkatla, 20.3.2007 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987302

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband