Mánudagur, 19. mars 2007
BÍLARAUNIR
Ég var að taka til í gömlum pappírum í gær og rakst þá á ökuskírteinið mitt. Hvað var það að gera í gömlum pappírum? Jú það er ekki notað. Teinið er í gildi en ég keyri ekki. Það hefur aldrei passað vel við þá ímynd mína að ég sé töffari, sjálfstæð kona sem sé sjálfri mér nóg um flesta hluti að bera þetta ökuleysi mikið á borð. Skekkir dæmið.
Ég var um þrítugt þegar ég tólk bílpróf. Hafði ekki séð ástæðu til að vera með ökuleyfi fyrr. Mér var ýtt út í þetta af umhverfinu á þessum tíma. Allir sögðu að kona yrði að hafa bílpróf, annars gæti hún ekki verið sjálfstæð. Margir sjá nefnilega ekki allt það frjálsræði sem felst í því að vera ekki á bíl. En meira um það síðar.
Ég keyrði í fimm daga eftir bílpróf. Nákvæmlega fimm daga síðan ekki söguna meir. Þegar ég var komin með skírteinið upp á vasann var sænsk vinkona í heimsókn hjá okkur. Ég fór með hana út Norræna Hús á yndisfallegum sumardegi. Hið flennistóra bílastæði var nánast autt. Ég valdi mér stað og.... var um 20 mínútur að leggja í stæði. Bílinn lét ekki að stjórn og var í raun í tveimur stæðum þegar ég var búin að hamast í allan þennan tíma við að ná helv... réttu. Þegar við vinkonurnar stigum út úr bílnum var klappað og veinað. Á þaki Norræna Hússins voru menn að gera við, þeir ýmist lágu eða stóðu og héldu um maga, veinandi af hlátri og þeir klöppuðu hátt.
Daginn eftir á föstudegi var ég ásamt vinkonu og tveimur dætrum mínum í leið í Hagkaup í Skeifunni. Til móts við Kringluna þegar ég var að keyra upp brekkuna þar sem bensínstöðin er gerðist eitthvað. Þetta eitthvað var annað framhjólið sem losnaði undan bílnum og einhvern veginn lenti ég þó út í kanti eftir mikið sjónarspil eldglæringa og hávaða frá bílasnanum þegar hjólið hvarf á braut í einkaerindum. Dætur mínar öskruðu, vinkonan var snjóhvít í framan. Ég sagði við hana að ég hefði þó brugðist rétt við og farið út í kantinn. Hún tók af mér æruna með því að halda blákallt fram að ég hefði tekið höndum fyrir augun og HÚN hefði stýrt okkur út að vegarkanti.
Ég gafst alla leiðina upp og held að það hafi verið rétt ákvörðun. Það er hálf leiðinlegt að vera að leggja svona inn í mýtubankann um konur og bíla, en það er það mesta fordómakjaftaði sem til er. Konur eru nefnilega ábyrgir bílstjórar. Þessi kona kom, sá og sigraði ekki undir stýri og er laus við allar þær raunir sem fylgja því að vera á bíl. Ég læt keyra mig, húsband ofl. ef ég ætla eitthvað. Ég tek leigubíla og strætó. Strætó er æðislegur til að hugsa í.
Ég lagði ökuskírteinið aftur í gömlu pappírana og tók þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að endurnýja það. Kannski í fjarlægri framtíð, þegar ég hætti að verða hissa á að bíll fari í gang eða þegar ég er farin að þekkja tegundir fleiri bíla en Strætó og Benz reyni ég aftur. En það liggur ekki þungt á mér. Alls ekki.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:51 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hvað sem þú gerir EKKI ENDURNÝJA SKÍRTEINIÐ
Heiða B. Heiðars, 19.3.2007 kl. 12:27
ROFL ég lofa Heiða mín, btw komdu í bíltúr ég keyri Muhahahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 12:43
Það er bara ekki allra að keyra bíl, mamma mín tók próf á fertugsaldri og fóru einn sveitarúnt með systur mínar, held þær bíði þess aldrei bætur. Hún kenndi skiptingunni um, svo pabbi keypti sjálfskiptan. Þegar hún var búin að gleyma bílnum tvisvar út í bæ,( Húsavík) þá bara hætti hún þessu. Allir ánægðir með það. Ég er aftur ein af þeim sem get ekki án bíls verið.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2007 kl. 13:18
Veistu það er bara ekkert fyrir alla að keyra bíla og ekkert að því. Líka ekkert þægilegra en að sitja í bíl og láta burra með sig um allar sveitir og vera bara farþegi. Þ.e ef bílstjórinn er góður og traustur. Svo er það náttla alkunna að bílastæði eru hryllilega illa hönnuð og allt of lítil fyrir venjulegar konur...segi það nú bara!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 13:29
Mamma þín hefur verið DÚLLA á rúntinum. Ég skil konu sem gleymir bílnum sínum. Við erum í afneitun viljum ekki vera á bíl. Híhí en auðvitað er fínt fyrir þá sem geta að keyra, við hin eigum að játa okkur sigruð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 13:33
Þig vantar bara æfinguna, heillin! Strákur hefði ekki látið sjá sig á rúntinum nema vera búinn að æfa sig að bakka og leggja ...
Það er enginn munur á strákum og stelpum undir stýri (nema sjálfstraust kannski). Stelpur eru aldar þannig upp að þær eigi að vera svo stilltar og varkárar, strákum er ýtt út í karlmennskuna og einhver hluti ungra stráka glannast einhver ósköp til að byrja með ... en ekki næstum því allir (algjör mýta).
Ef ég æfði mig við akstur, í stað þess að láta ökuskírteinið mitt rykfalla í veskinu þá væri ég snilldarbílstjóri. Ég er nefnilega hætt að trúa á innrætinguna, stóra samsærið ... að konur geti ekki þetta, karlar geti ekki hitt! Eða þannig.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.3.2007 kl. 13:58
Ég lít ekki á þetta sem kynbundið vandamál. Eflaust hefði ég tekið þetta með stormi og látum eins og allt sem ég yfirleitt geri, þe ef mig langar nógu mikið til einhvers. En áhuginn hefur einhvernveginn aldrei verið fyrir hendi í alvöru. Konur eru yfirleitt mjög ábyrgir bílstjórar gagnstætt mýtunni um kjéddlingar undir stýri. Það hafa úttektir tryggingafélaganna margoft sýnt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.