Leita í fréttum mbl.is

SÍÐHVÖRF

te

OMG ég er í síðhvörfum.  Síðhvörf eru seinni tíma fráhvörf hjá óvirkum ölkum.  Þau geta komið löngu eftir að fólk er hætt að drekka.  Ég er enginn sérfræðingur í fyrirbærinu og ekki datt mér í hug, fyrr en seint í gærkvöldi að það væri þetta sem væri að hrjá mig.

Hjá mér lýsir þetta sér þannig að ég er utan við mig.  Ekki að það sé eitthvað nýtt í mínu tilfelli ég á það til að gera hina undarlegustu hluti þegar ég er annars hugar.  En ég hef verið að stelast til að vaka lengur en ég á að gera.  Ekki fengið mína átta tíma.  Er búin að vera stressuð út af einu og öðru (eitur fyrir alka og reyndar mannkynið í heildFrown).  Hvað um það ég er einfaldlega ekki búin að fara eftir dagskrá sem ég verð að gera til að halda jafnvægi í sálu og sinni.

S.l. daga hef ég tam. "lent" í  eftirfarandi.

Að læsa mig inni í þvottahúsi, húsbandið var heima og kom og náði í mig þegar hann var farið að lengja eftir konu.  Ekki mjög háður mér,  það leið klukkutími.  Arg... (ef hann hefði ekki verið heima hefði ég væntanlega þurft að bíða öllu lengur).

Ég gat ekki kveikt á sjónvarpinu þannig að vel væri.  Kann ekki á þessar aukagræjur og sollis sem kalla á þrjár fjarstýringar og alls konar seremóníur.  Hafði með naumindum lært þetta en sjá.... ég var búin að gleyma aðferðinni.

Fór ca 10 sinnum úr stofu fram í eldhús til að ná í eitthvað sem mig bráðvantaði, þegar í eldhús var komið var ég í blakkáti, mundi ekki hvert erindið var algjörlega blanco.

Ég setti mjólkina inn í kústaskáp.  Leitaði í ískápnum og allsstaðar (nema í kústaskáp að sjáfsögðu) að lífsvökvanum en án árangurs.  Ný mjólk keypt og ég fann þá gömlu í morgun þegar ég átti erindi í kústaskáp.  Viðkomandi kúasafi glennti sig framan í mig ósvífnislega og ég roðnaðiBlush.

ky

Kaffi eykur steitu.  Ég er hætt að drekka kaffi.  Fór þó á kaffifyllerí í vikunni vegna tíðra heimsókna fólks á menningarheimilli mitt hér í borg (hehe).  Legg það á lóðarskálar líka.  Ég ælta að fá mér göngutúr á eftir og haga mér eins og nýskeindur básúnuengill mtt. heilbrigðs lífernis. bloggac

Þessi mynd lýsir ástandi mínu í vikunni afskaplega vel

Over and out.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ha ha ha...og ég hélt að þetta væri bara að koma fyrir mig að vera svona utan við mig. En þú veist vonandi að miklar orkubreytingar ganga núna yfir veröld okkar bláu og valda alls konar aukaverkunum meðan við umrbeytumst í opið og gott mankyn? Að vera utan við sig er ein þeirra og svo sú að tala helt ekkert neitt. Það er ok..maður bloggar bara þess meira á meðan?

Bráðskemmtileg færsla Jennsl mín. Ég hef aldrei tengt pólitíkusa við kynþokka....en það er samt viðurkennd staðreynd að flestum konum finnst valdið sexý. Kannski eru íslenskir pólarar bara svona valda lausir?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 12:36

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gott að það eru breytingar í vændum.  Ég er kannski ekkert í síðhvörfum

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 12:45

3 Smámynd: gua

haha skemmtileg færsla, ég er nú ekki alki eða þannig en get verið mjög furðuleg samt og utanvið mig  

gua, 15.3.2007 kl. 20:32

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe ég held líka að maður þurfi ekki að vera alki til að vita ekki hvort maður er að koma eða fara

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband