Leita í fréttum mbl.is

OG SKÝIN HRANNAST UPP

rt

Æskuvinkona mín Ragnheiður er dáin.  Hún dó á föstudag en ég fékk að vita það í dag.  Rosalega er vont þegar einhver hverfur svona sem hefur fylgt manni meira og minna frá því í bernsku. Það var töluverður tími síðan við töluðum saman og hún hafði verið veik. Þetta var engu að síður sviplegt fráfall.  Úff..vont.

Ég hefði viljað segja henni svo margt, nýta tímann betur, vera betri vinkona en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á.  Það er svo merkilegt með okkur manneskjurnar hvað dauðinn er alltaf fjarlægur nema þegar hann heggur skarð í fjölskyldu- og vinahópinn.

Í dag hef ég verið þung, þetta er svo óvænt, ég átta mig ekki alveg á þessu ennþá.  Það er smá léttir að setja þetta niður á blað, aðeins að blása.

Það er þó fjölskyldan hennar vinkonu minnar sem á um sárt að binda.

Ég sendi þessari æskuvinkonu sem aldrei hvarf úr lífi mínu, þakklæti mitt í huganum og bið almættið að vernda hana og hennar fólk.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: bara Maja...

Samhryggist innilega

bara Maja..., 13.3.2007 kl. 21:57

2 identicon

samhryggist þér innilega mín kæra!

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 22:30

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Ég samhryggist þér.

Tómas Þóroddsson, 13.3.2007 kl. 23:03

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

"Og samt óttumst við dauðann

en elskum lífið"

Já bara ef...

Fallegar minningar um fallega stúlku fljúga í gegn núna.

Hugsaðu vel um þig Jenný mín, þú átt alla mína samúð.

Edda Agnarsdóttir, 13.3.2007 kl. 23:38

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Innilega samúð, ég veit það er erfitt að kveðja, en fallegar minningar lifa.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.3.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband