Leita í fréttum mbl.is

BLOGG FYRIR DÓMI OMG

uy

Var að lesa á blogginu að bloggfærslur yrðu notaðar fyrir dómi!  Það hlýtur að vera í fyrsta sinn í sögunni.  Ég hef allavega aldrei heyrt um það áður.

Það er eins gott að maður fara að gæta sín á hvað maður skrifar.  Þokkalegt ef færslurnar yrðu í framtíðinni reknar upp í nefið á konu þegar hún yrði etv. í vondum málum.

Ég læt mér detta í hug eftirfarandi atburð.  Ég leggst í víðtækt fyllerí, skandalisera gróflega sem ég náttúrlega reikna alls ekki með að gera (7-9-13)

Ég er mætt fyrir dómi og þarf að svara til saka

Löffi: Ertu alkahólisti?

Ég: (ekki svakalega æst í að láta skrá mig sem fyllibyttu í íslenska réttarsögu einkumogsérílagi þar sem dóttir mín, systir og systurdóttir eru löffar) Nei

Löffi: Hefur þú aldrei tjáð fólki að þú sért alki, edrú eða virkur?

Ég. (að færast í aukana) Nei þetta eru sko kjaftasögur hm...

Löffi (sigrihrósandi, rífur upp bloggfærstur og hendir á lofti eins og böðull öxi) Ég er nú hér með bloggfærslur, að vísu svolítið gamlar þar sem þú skrifar mikið um þinn alkahólisma og í athugasemdum með færslunum tjá vinir sínir þig um að þú standir þig vel sem óvirkur alki, kannast þú ekki við það?

Ég: (skíthrædd og lýg eins og sprúttsali) Sko ég var að reyna að auka heimsóknartíðni á síðuna mína, tragedíur eru vinslælt lesefni

Löffi: Þú ert sem sagt ekki alkahólisti?  Er þér batnað?

Ég: (alltaf svag fyrir áktoríteti) Jább (segi aldrei já þegar ég lýg) ég fór sko á trúarsamkomu og það gerðist sko..hm kraftaverk og ég læknaðist

Löffi:(orðinn fremur pissed) Ert þú þá eina tilfellið í heiminum sem fengið hefur varanlegan bata við alkóhólisma ?

Ég: (stórhneyksluð)Nejjjjj  það er einn í Finnlandi líka

Löffi: Þú laugst sem sé á MOGGA-blogginu?

Ég (skömmustuleg, búin afneita blogginu amk tvisvar) jább

Löffi:  Þitt Lokasvar???

Ég: (sjitt komin í víðtækt fár) Jább

Dómur er fallinn í Héraðsdómi Reykjavíkur.  Jenny Anna Baldursdóttir dæmd í þriggja mánaða fangelsi fyrir óspektir á almannafæri. Dómur skilorðsbundin.  Ennfremur er JAB dæmd í fimm ára fangelsi fyrir að ljúga á blogginu og er sá dómur óskilorðsbundinn.

Það er eins gott að stíga varlega til jarðar í bloggheimum.  Færslurnar gætu einn daginn orðið afdrifarík gögn í hinum ýmsu málum.

Bara velta fyrir mér sísonna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahahah þú ert dásamleg

Hrönn Sigurðardóttir, 13.3.2007 kl. 13:19

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er hætt að blogga

Heiða B. Heiðars, 13.3.2007 kl. 13:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já stelpur við verðum að passa okkur.  Ég hætti tam að vera alki strax kl. 10 í morgun þegar ég las þessa frétt

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki hætta að blogga Heiða mín.  Bloggheimar yrðu öllu fátækari ef þín nyti ekki við.  Haltu áfram að vera í ESSINU þínu

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2007 kl. 13:33

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jamm... sæki bara um svona "get out of jail" kort

Heiða B. Heiðars, 13.3.2007 kl. 13:40

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ROFL

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2007 kl. 13:47

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fokk breyti þessu átti að vera óskilorðbundið dem

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2007 kl. 14:15

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Blogg getur verið hættulegt, en .................................... Email er miklu hætturlegri

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2007 kl. 19:59

9 Smámynd: bara Maja...

*GÚLP* nú er eins gott að maður passi sig... hahaha yndislegt.

bara Maja..., 13.3.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband