Leita í fréttum mbl.is

NÆTURHUGLEIÐING

Hér sit ég og ....drolla.  Á að vera farin að sofa samkvæmt stundarskrá en fæ mig ekki í rúmið.  Ég lofaði sjálfri mér í dag að koma almennilegri reglu á mig en enn sem komið er sit ég hér með einbeittan brotavilja.  Merkilegt hvað kona getur verið vond við sjálfa sig.  Eins og hún á það líka til að vera almennileg.  Er að velta því fyrir mér hvernig standi á að maður endurtekur neikvæða hegðun þrátt fyrir vitneskjuna um að það komi aftanað manni nánast med det samme!

Var að ráfa um bloggheima og lesa hitt og þetta í rólegheitunum.  Það er ótrúlega fjölbreytt efni að finna á blogginu.  Fínn fjölmiðill. Það er mikið talað um drapplitaða hárið á Eika dúndri á hinum ýmsu bloggum.  Það virðist standa upp úr eftir sýningu myndbandsins.  Er maðurinn enn rauðhærður? Spurning dagsins.  Annars finnst mér Eiríkur eins og hormónabolti sem hefur verið kveikt í þarna í myndbandinu.  Hann er löðrandi í þokka (hm kyn hvað?)

Það er alls staðar verið að diskútera feminisma.  Rosalega finnst mér það skemmtilegt.  Það sem er hins vegar ekki jafn skemmtilegt er heiftin og planið sem þessar umræður fara gjarnan á.  Á ekki að fara að brúa gjána? Ég bara spyr.

Ég les flesta bloggvini mína.  Fylgist náið með skrifum þeirra, hvenær kemur nýr pistill og hendist svo inn og les.

Eh er bara að ryðja úr mér áður en ég halla mér og hverf inn í tómið.  Ég held að ég geri það núna.

Góða nóttHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.