Mánudagur, 12. mars 2007
FLOTTAR STELPUR - HLEYPA ÖLLU Í BÁL OG BRAND
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að það er einhver uppsveifla í kvennabaráttunni í dag. Allir eru að tala um feminisma og nú er stemmari fyrir róttækri kvennapólitík. Grípum daginn. En það er samt ótrúlegt hversu margir telja sér ógnað vegna umræðu feministanna, stefnumál þar á bæ og áherslur. Ég veit ekki hversu margar bloggsíður ég hef lesið þar sem andstæðingar feminisma fara um með óhemjuskap og eru búnir að persónugera baráttuna og yfirfæra skoðanir sínar á kvennapóitík á þekkustu talsmenn baráttunnar, tam þær Katrínu Önnu og Sóleyju Tómasdóttur og ráðast að þeim með heift og nánast hatri stundum, svei mér þá.
Við hvað eru menn hræddir?
Ég hef nú komið nálægt kvennabaráttu og var oft hissa á hinum hörðu viðbrögðum margra karla og sumra kvenna við eðlilegri kröfu um jafnrétti. Þetta hefur greinilega ekki breyst. Þær mega varla bjóða góðan daginn á bloggsíðum sínum, ungu baráttukonurnar án þess að fá yfir sig fúkyrðaflaum frá ólíklegustu mönnum. Eitthvað hljóta stelpurnar að vera að gera rétt, ofsinn væri annars ekki svona mikill. Það er hræðsla í gangi. Þeir sem hafa völd sleppa þeim ekki svo auðveldlega Stundum lýtur maður höfði þegar konur fara í haminn með þeim. Ekki að allar konur eigi að vera sammála um áherslur ég er ekki að meina það. En þær konur sem standa í baráttunni eiga þó að lágmarki skilið að fá ekki yfir sig úr hlandkoppum kynsystra sinna.
Þar til fyrir ekki svo löngu var almenn deyfð yfir kvennabaráttunni og hafði verið um nokkurt skeið. Nú er í henni rífandi gangur. Mér finnst þessar stelpur (ungar og gamlar) sem barist hafa fyrir sjálfsögðum og eðlilegum rétti kvenna og barna æðislegar og þær þurfa að vera töff. Það hefur aldrei verið auðvelt að hnika karlveldinu og verður það sjálfsagt ekki enn um sinn.
Áfram stelpur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 22
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 2987361
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Svo samála Beta og nú er að bretta upp ermar á ÖLLUM vígstöðvum
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 22:01
Ég sé hvergi karlahatur í þessum færslum. Hvers vegna verða sumir karlar alveg óðir yfir þessu sem Sóley skrifaði? Eina sem hún sagði var að það hefðu átta karlar verið í Silfri Egils og engin kona. Ekkert annað. Hún er sökuð um karlahatur ... skringilegt hvað hægt er að lesa út úr orðum hennar.
Ekki hef ég neitt á móti körlum, nema síður væri og skil ekki þessi brjáluðu læti!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 22:14
Auðvitað fara þessar elskur í vörn, Þeir eru vanir að fá hærri laun og betri stöður upp í hendurnar án þess aðvera hæfari svo lengi. Sumir karlmenn hafa svo litla trú á sjálfum sér og kynbræðrum sínum að þeir treysta þeim ekki í heiðarlega samkeppni. Sem betur fer er þetta ekki meirihluti karlmanna, en þeir geta jú alveg verið kjaftaglaðir þessir fáu háværu og það er oft gaman að takast á við þá. Mér finnst ekki vera svo mikið um dónaskap en skil vel að þær konur sem þeir jagast í endalaust verði þreyttar.
Ég er ánægð með alla umræðu um feminisma og trúi því að þessi óvæga aðför að sumum feministum muni líka skila árangri. Það hefun nefnilega sýnt sig að í lang flestum tilfellum standa þær eins og klettar og og svara málefnalega.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 12.3.2007 kl. 22:39
Jabb folks þetta kemur með kalda vatninu
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 22:48
Ég beinlínis elska karlmenn, alveg á hreinu. Meira að segja pabbi minn,bróðir og húsbandið eru karlmenn svo að það fari nú ekki á milli mála!! lol
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 22:53
Það er ótvíræð vísbending um að komið sé við snöggan blett þegar harkaleg viðbrögð skjóta upp kollinum. Mér finnst feminismi stundum vekja þessi viðbrögð, þótt það sé alveg frábært hvað margir eru farnir að lýsa sig feminista opinberlega, bæði konur og karlar. Ennfremur fer stundum allt í bál og brand í stóriðjuumræðu, það er eins og verið sé að taka snuð af barni ;-) þegar mælt er fyrir minnkandi stóriðju. Sem sagt, þetta eru málið sem eru heit, og það er út af fyrir sig jákvætt.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.3.2007 kl. 23:36
Ég er sammála því að stóriðja er líka eitt af þeim málum sem gerir allt vitlaust!
Sófus að Sóley hafi sagt "fólk" túlkaði ég nú bara að hún væri að vísa til viðmælenda sinna í þættinum. Það er hvert einasta orð sem feministar segja vegið og léttvægt fundið. Hvað heldur þú að það sé oft talað um að "menn" séu að gera og að "menn" verði að átta sig og að "menn" séu að undirbúa sig?? Mér dettur ekki í hug að ætla að það sé verið að tala niður til mín sem konu þó þetta hljómi sífellt í eyrum mínum. Það hins vegar sannfærir mig um að hin karlæga sýn er því miður allt of ráðandi í öllum umræðum.
Ég er viss um að þarna talar Sóley ekki niður til fólks. Alveg viss
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 23:47
Held það sé tekið mun harðar á konum í pólitík t.d. Sóley, Sif og Ingibjörg Sólrún hafa verið rakkaðar niður hvað eftir annað, án þess að nokkur standi með þeim, nema nokkrir samherjar í eigin flokki.
Tómas Þóroddsson, 13.3.2007 kl. 01:14
já Tommi stelpurnar virðast ögra sumum all-svakalega sérstaklega mtt að nú er árið 2007, ætti að vera frítt fram fyrir konur í pólitík sem og annarsstaðar.
Gaman að sjá þig og ykkur öll
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2007 kl. 01:20
Já en við skulum samt ekki gleyma hvernig er talað um Ingibjörgu og Sif og hvernig var talað um Möggu Frímanns. Ég held að Sóley sé að lenda í því sama og þær hafa lent í.
Tómas Þóroddsson, 13.3.2007 kl. 01:33
Hin gamla karlmennskuímynd er að renna sitt skeið á enda og upp rís samruni hins karl og kvenlega í okkur sjálfum. Hið gamla veit ekki hvernig á að bregðast við þessum breytingum og er í tómu pati -- ekkert forrit til ennþá ........
Vilborg Eggertsdóttir, 13.3.2007 kl. 02:17
Ég held að það sé rétt hjá þér Vilborg að þetta maskulín dæmi sé á undanhaldi. Réttara sagt þá er ég viss um það. . Forritið er til en það á eftir að finna það híhí
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2007 kl. 02:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.