Leita í fréttum mbl.is

ATHUGASEMD BÍÐUR SAMÞYKKIS

,

Ég fór yfir á vísisblogg til að kíkja á síðu þar sem mér hafði verið bent á.  Það er nú svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað, ég með mína tjáningargleði varð að skrifa athugasemd.  Eftirfarandi gerðist þegar ég sendi athugasemdina:

Vinsamlegast skráið nafn (krafist) - ók ég skráði fornafn.  Síðan kom:

Vinsamlegast sláið inn netfangi - hvað ég og gerði.  Þá birtist eftirfarandi

Athugasemd bíður samþykkis!!

Ég tek fram að ég er ekki að kvarta yfir því að þurfa gefa upp nafn og netfang, þó ekki væri. Ætli þetta fari fyrir fund þarna uppi á 365 áður en samþykki er gefið fyrir færslu?  Við hvað er fólk hrætt?

Og ég sem hélt alltaf að það hafi verið erfitt að heimsækja bankastjóra hér í gamla daga.  Að bíða eftir fund hjá stjóra og fá svar upp á gott og vont daginn eftir í besta falli.  Þetta blogg átti vinsæll fjölmiðlamaður.  Kannske eru bara þeirra blogg svona þarna hjá Vísi.  Ég veit það ekki.  Má ég þá heldur biðja um heimilislegt moggabloggið þar sem ég sé ekki að farið sé í manngreinarálit og fólk getur sett inn athugasemdir í beinni!

Æi kannski er þetta bara eðlilegt.  Fjölmiðlungar eru séðir af mörgum sem Guðir nútímans, ekki að ég haldi að það sé skoðun þeirra sjálfra, allavega ekki þeirra fjölmiðlamanna sem halda úti vinsælustu bloggunum hér á moggabloggi og gera það algjörlega í trássi við að sótsvartur almúginn segi skoðun sína.

Ég held áfram á moggabloggi; ekki spurning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sums staðar er boðið upp á þetta ... t.d. á blogspot.com ... og jafnvel á Moggabloggi, man það ekki. Þá þyrftir þú að samþykkja hverja athugasemd. Yrðir að hætta að vinna og allt! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 18:05

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

hehe Gurrí vinn heima og á þegar í fullu fangi með að skila mínu vegna hins lýðræðilega moggabloggs

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 18:13

3 Smámynd: bara Maja...

 samþykkja athugasemdir já þú segir nokkuð...

bara Maja..., 12.3.2007 kl. 18:46

4 identicon

moggabloggið er best .. líka búnað kynnast flottasta fólkinu þar

innlitsknús

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.