Leita í fréttum mbl.is

MÁNUDAGSBLÁMI

bvv

Ég vaknaði í morgun blá og föl! Eða: ég vaknaði í morgun í víðtækum bláma og mánudagur í þokkabót.  Það er kannski ekki í frásögur færandi, sumir dagar eru góðir aðrir minna góðir eins og gengur.  Í mínu tilfelli er það hættulegt að vera dán.  Bannað, máekki, loklokoglæsásollisgeðslag.  Sem óvirkur alki er það án gamans ávísun á seinni tíma vandræði ef ekkert er að gert.

Þessi vanstilling á geðslagi sem ég er að upplifa núna lýsir sér t.d. á eftirfarandi hátt:

...fíflunum fjölgar all-svakalega í kringum mig, svei mér þá ef meginþorri fólks eru ekki raknir hálfvitar bara.

...fólk sem engu eða litlu máli skiptir mig getur komið út á mér tárunum.  Ég er svoooo viðkvæm.

...allir hlutir virðast erfiðir, einföldustu verkefni hrúgast upp hjá mér og taka á sig skrýmslismynd.  Hvernig á ég að komast yfir þetta ALLT sem ég þarf að gera?  Verkefnin sem ég er að  lýsa eru eftirfarandi stórvirki: Þvo upp og moppa yfir íbúðina.  Ganga frá þvotti fyrir tvo sem kemst fyrir í einum innkaupapoka.  Elda mat um sex-leytið áður en húsbandið fer í vinnu. Lesa AA-fræðin og muna eftir að mæla blóðsykur og sprauta mig með insúlíni.  Þar með er listinn tæmdur.  Allt búið! Það má sjá að ég ER ekki í lagi í dag.

...ég fyllist sjálfsvorkun í þessu ástandi.  Allir vondir við mig.  Enginnnnnnn skilur mig, ég er vanmetinn snillingur (reyndar ekki rétt ég er æðisleg og það er almenn vitneskja víða um heim) og búhú ekki kjaftur á byggðu bóli hefur það eins erfitt og ég. 

Ef ég sæti ekki uppi með þessa vesælu persónu, af skiljanlegum ástæðum, myndi ég henda henni út.

Ég minni mig á að:

...aa-fræðin eru endalaus uppspretta fróðleiks og algjör vítamínssprauta fyrir fyllibyttu eins og mig.

...ég má vera heppin að hafa svona léttvæg verkefni enda heilsufarinu þannig háttað nú um stundir að ég gæti trúlega ekki flutt fjöll jafnvel bara þúfu.

...að fyrir tæpu ári var ég hálf dauð úr alkahólisma og að nú er hver dagur ævintýri líkastur og ég má skammast mín fyrir aumingjaháttinn (ætla ekki að vera væmin).

...að líðan mín er í mínum eigin höndum og mér væri fjandansnær að fara að sofa á eðlilegum tíma, vanda hugsun mína og hegðun þannig að mér líði vel.

... að ég á ekkert bágt er bévítans lukkunnar pamfíll og þannig er nú það.

Nú hristi ég af mér slyðruorðið hendist í bað og gerir það sem kona þarf að gera til að vera hvínandi edrú í góðum bata.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...farðu vel með þig kelli mín, taktu bara eitt verk í einu og byrjaðu á því sem þér finnst leiðinlegast

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 12.3.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Neibb Hrönnsla byrja á því sem er minnst leiðinlegt og fresta hinu til morguns. Algjört no-no í aa-samtökunum.  Lol.  Það er að taka sig upp gamalt bros í vi. munnviki.  Held að ég muni þiðna fyrir kvöldmat.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 15:30

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúa mín blámi augna þinna er ósegjanlega djúpur.  Svo djúpur að ég get drekkt mér í augum þínum, synt á vit þess ókunnuga, synt í skýjunum og baðað mig í ljóma þeirra.  ARGASTA KLÁM

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband