Leita í fréttum mbl.is

Krunk - krunk

yt

Ég var að lesa viðtal við Ingva Hrafn Jónsson í Blaðinu frá í gær.  Ég hef lúmskt gaman af karli, finnst hann kynlegur kvistur, en hreinn og beinn.  Maður er ekki í vafa með hvar Hrafninn stendur og þrátt fyrir að himinn og haf sé á milli skoðana okkar í pólitík, þá er fróðlegt að fylgjast með þegar hann lætur gamminn geysa.

Um forsetann sem Ingvi Hrafn hefur ekki verið mjög hrifin af í gegnum tíðina, segir hann þó að Ólafur Ragnar eigi sér ekki jafnoka í því að kynna Ísland.  Honum finnst presidento þó vera athyglissjúkur! Hm.. "it takes one to know one"

Ingvi Hrafn á sinn eigin lúseralista.  Ég nefni hér nokkra af lúserum hans:

Frjálslyndi flokkurinn er lúser

Margrét Sverrisdóttir er lúser

Jakob Frímann Magnússon nottla lúser

Ómar Ragnarsson orðinn lúser

Fyrir utan hvað lúser er fyrnaljótt slettiorð þá er það niðurlægjandi og vont.  Ég finn ekkert orð í íslensku sem kemur í stað fyrir lúser nema ef vera skyldi "halloki".  Ingvi Hrafn útskýrir vel og vandlega hvers vegna hann hefur sett þetta fólk á lúseralistann.  Fólk verður að lesa viðtalið.  Ég tek fram að mér finnast allir ofannefndir, að undanskildum Frjálslyndaflokknum nottla, vera mætar manneskjur og til góðra verka líklegar.

Það sem vakti athygli mína og gerði það að verkum að ég er að tjá mig um viðtalið er þegar Hrafninn tjáir sig um kvennaflóttann frá Samfylkingu, Framsókn og Sjálfstæðisflokki.  Myndrænar lýsingar á ástæðum þess að konur virðast nú leita til VG.

Hann segir:

Í komandi kosningum munu atkvæði kvenna ráða úrslitum.  Ég held að konurnar sem hafa yfirgefið aðra flokka til að ganga til liðs við Vinstri græna séu að daðra.  Ef karl sýnir konu sinni afskiptaleysi verður konan óánægð og þegar hún fer í næsta boð þá málar hún varirnar aðeins rauðari, setur meiri farða á sig, lyftir pilsinu upp um 2 sentimetra og fer að daðra um leið og hún lítur um öxl til að athuga hvort karlinn sé enn þá jafnsofandi.  ...

Dem, dem, dem stelpur.  Hvernig hefur maðurinn komist að þessu vel geymda leyndarmáli okkar kvenna?  Glyðruháttur kvenna í pólitík og samskiptum við eiginmenn í íslenska lýðveldinu anno 2007 afhjúpaður.  Hver andskotinn.  Við konur erum náttúrulega ekki að skipta um flokka vegna þess að málefni eins flokks höfða betur til okkar en hinna. Ónei, við grípum til þessa ráðs sem við notum jú alltaf ef athyglin fer af okkur.  Við rífum upp um okkur ryðjum á okkur varalit , dinglum augnhárunum og reynum að vera hreint löðrandi í kynþokka í þeirri von að við köllum á athygli flokks eða manns.  Er þetta kvenfyrirlitning eða kvenfyrirlitnging? Eini sannleikurinn úr þessum úrdrætti hér er fyrsta setningin. "Í komandi kosningum numu atkvæði kvenna ráða úrslitum." Þar hefur Ingva Hrafni ratast satt orð á munn.

Annars skemmti ég mér ágætlega við lestur viðtalsins.  Það er alltaf gaman að hlusta á fólk með skoðanir.

Nú, nú, ætla að fara blogghringinn og lesa og ég vona að innleggjum um listakonuna sem var með innsetningaratriði á Skólavörðustígnum í gær fari að linna.  Það eru allir að drepast úr hlátri yfir þessari kvenpersónu þessari ökufreyju og halda að hún hafi óvart bakkað upp í tré.  Konur eru samkvæmt mýtunni svo lélegir bílstjórar.  "BULLSHIT".  Svo er talað fjálglega um að hún hafi stungið af.  Þetta er spurning um hvernig við lítum á hlutina.  Fólk túlkar út frá skoðunum sínum og fullyrðir um þær eins og um heilagan sannleika sé að ræða.

Mín túlkun er einföld:  Stúlkan er nemi í Listaháskóla.  Hún var með innsetningarhappening.  Á meðan fólk velti vöngum yfir því hversu snilldarlega bílinn sat í trénu sat mín á kaffihúsi og tjillaði.  Sínum augum lítur hver silfrið.

88+


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já og jafnvel Frjálslynda líka.  Málið hlýtur að verða einfaldara þá

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2007 kl. 13:13

2 Smámynd: bara Maja...

heyr heyr kona

bara Maja..., 11.3.2007 kl. 13:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Konur eru miklu betri bílstjórar en karlar, það er bara þar eins og annarsstaðar stundum vantar sjálfstraustið.  Og svo þurfa þær náttúrulega að vera 110 % betri en karlarnir til að teljast jafnokar.

Hvað varðar Frjálslynda flokkinn, þá er þar í gangi misskilningur sem gengur illa að leiðrétta.  Ég bendi fólki einfaldlega að lesa málefnahandbókina. 

Til dæmis hérna:

 

 Velferð og mannréttindiBörn og réttindi þeirra • Eldra fólk • Félagsmál • Innflytjendur ogflóttafólk • Jafn réttur karla og kvenna • Málefni fatlaðra og öryrkjaMannréttindi • Táknmál • Velferðar- og skattamál • Mannréttindi  MANNGILDIÐ Í FYRIRRÚMIVirðing fyrir einstaklingnum og fjölbreytileika mannlífsins.Frjálslyndi flokkurinn vill tryggja réttindi einstaklinganna og frelsi þeirra til aðvelja svo framarlega sem það verður ekki öðrum til tjóns.Fólki líður best þegar það býr við frelsi samhliða kröfum um að það beri ábyrgðá gerðum sínum. Fólki ber að taka ábyrgð á eigin lífi. Það hefur einnig ábyrgðarskyldugagnvart öðrum manneskjum og þjóðfélaginu sem það lifir í.Frumskilyrði fyrir sköpun góðs samfélags er að einstaklingarnir finni til persónulegrarábyrgðar til að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Tryggja ber einstaklingumeins mikið frelsi og hægt er til að þeir geti skapað sjálfum sér sembest lífsskilyrði. Þannig skapast verðmæti sem koma þjóðfélaginu til góða.Það er engin þversögn fólgin í því að tala um frelsi einstaklingsins samfara velferðþjóðfélagsheildarinnar. Sterkustu þjóðfélögin eru þar sem fólkið kemursaman af fúsum og frjálsum vilja til að leysa verkefni eða sinna áhugamálum.Þeim sem spjara sig sjálfir ber siðferðisleg skylda til að hjálpa þeim sem hallokastanda í samfélaginu. Bæði með frjálsum framlögum og fyrir tilstilli hins opinbera.Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir samfélagi sem einkennist af umburðarlyndi, réttlætiog jafnræði, þar sem frjálsir þjóðfélagsþegnar eru virkir þátttakendur ogbera ábyrgð á sjálfum sér og samfélaginu. Við trúum því að hægt sé að skaparéttlátara samfélag þar sem auðlindum landsmanna er skipt þeirra á meðal meðsanngjarnari hætti en nú er.Kjarni frjálslyndrar stjórnmálastefnu er að hver einstaklingur viðurkenni rétt annarraeinstaklinga til frjálsrar hugsunar, trúar, tjáningar '6Fg frelsis til að kjósa séreigin lífsstíl. Þetta þýðir ekki að frjálslynd stjórnmálastefna einkennist af stefnuleysi.Frjálslynt fólk berst fyrir því að þeir sem hafa ákveðnar skoðanir standi fyrirþeim, en að þeir verji jafnframt rétt annarra til að hafa aðrar skoðanir.4Grundvallaratriði er að allir landsmenn eigi sama rétt til heilbrigðisþjónustuóháð búsetu og efnahagForvarnastarf á heilbrigðissviði verði eflt og fræðsla aukin um holltmataræði og heilbrigða lífshættiAlmenningi verði tryggður sami réttur til tannlæknaþjónustu og annarrarheilbrigðisþjónustuMálefni geðfatlaðra og annarra öryrkja fái aukið vægi með fjölgunúrræða og bættri þjónustu með áherslu á að þeir geti verið virkir þátttakendurí samfélaginuAldraðir geti valið um stuðning í heimahúsum eða dvöl í vernduðuumhverfiKostnaðareftirlit verði eflt varðandi lyfjakostnað í heilbrigðisþjónustuog þátttöku almennings í lyfjakaupumRannsóknar- og þróunarstarf verði eflt og kannaðir möguleikar á þvíað einhverjir þættir heilbrigðisþjónustu verði markaðsvara og atvinnuskapandialmennt og á alþjóðavísu, þ.e. aukin sjálfbærni heilbrigðiskerfisán þess að minnka samtryggingunaAukin áhersla verði lögð á endurhæfingu eftir sjúkdóma eða slys meðþað að markmiði að færni hvers einstaklings nýtist honum og þjóðfélaginusem bestFjölskyldur langveikra barna fái sérstakan stuðning með þátttöku íkostnaði og atvinnutapi  RÉTTUR EINSTAKLINGSINS TIL FRELSISFólk hefur rétt til að lifa sínu lífi án afskipta annarra, að því tilskildu að lífsmátiþess skerði ekki rétt annarra, eða brjóti gegn lögum og reglum þjóðarinnar.Ávallt ber að standa af árvekni vörð um ákvæði stjórnarskrárinnar er varða réttindieintaklinganna. Ríka áherslu ber að leggja á virðingu fyrir sjálfstæðum réttieinstaklingsins. Sömu réttindi skulu gilda fyrir alla, óháð stjórnmálaskoðunum,trú, litarhætti, kynferði eða kynhneigð.• Opnari og einfaldari stjórnsýslaINNFLYTJENDUR OG FLÓTTAFÓLKLeggja þarf aukna áherslu á íslenskukunnáttu innflytjenda til að auðvelda þeim þátttöku í íslensku þjóðfélagi. Tryggja ber að þessi hópur njóti félagslegs jafnréttis og geti tekið fullan þátt í samfélaginu, öllum til hagsbóta.Íslenskt þjóðfélag mun í framtíðinni að hluta til verða myndað af hópum fólkssem á rætur að rekja til ólíkra menningarheima. Frjálslyndi flokkurinn telur aðtilkoma fólks af erlendu bergi brotið leiði til víðsýni meðal þjóðarinnar og aukisamkeppnishæfni hennar á alþjóðavettvangi.Ísland á ekki að skorast undan ábyrgð í málefnum flóttafólks. Einnig ber Íslendingumað taka þátt í mannúðar- og hjálparstarfi á erlendum vettvangi.

Hvað varðar Margréti Sverris, þá átti hún stóran þátt í að byggja upp stefnu flokksins, þar hefur ekki staf verið breytt.  Þannig að það var ekki málefnaágreiningur sem varð til þess að hún fór.  Henni var líka boðið að taka fyrsta sæti í Reykjavík suður en hún neitaði að taka sætið. 

Hún vildi einfaldlega fara aðra leið.  Tíminn verður svo að leiða í ljós hvert það leiðir hana.  En sjálfviljug fór hún á vit óvissunnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2007 kl. 13:30

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég óska Margréti alls hins besta.   Takk fyrir úrdráttinn Cesil

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2007 kl. 13:34

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhaha, innsetning. Líst langbest á skýringuna þína!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 14:10

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Gurrí mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2007 kl. 14:13

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta með að taka eitthvað óhentugt út úr jöfnunni minnir mig á fyrirlestur prófessors úr háskólanum þar sem verið var að tala um sálfræði. Einn hlustandi spurði hvað þem fyndist um sálina og hvar hún fyrirfyndist í fræðunum. Svarið var að þar sem erfitt væri að hlutgera sálina og skiilja um hvað hún væri væri svokölluðum rakhníf beitt og sálin bara skorin frá og fræðunum svo þau væru ekki að þvælast fyrir. Sálfræði án sálr var sem sagt niðurstaðan og kona spyr sig. Hvers vegna heitir þá sálfræði sálfræði?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.3.2007 kl. 15:23

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætti kannske að heita sálarlaus sálfræði eða sálfræðileysi eða kenningar um slálfræði án sála eða.........?????

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2007 kl. 18:46

9 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já og án þess að brjóta tréið

Tómas Þóroddsson, 11.3.2007 kl. 19:37

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kæru bloggvinir hér með stofnum við aðdáandaklúbb þessarar listakonu með bílprófið.  Megi hún lengi lifa.  Hún fegraði mannlífið á Skólavörðustígnum og fyrir það á hún aðdáun mína alla.

Svo eru einhver karlrembusvín sem eru örgla lélegir bílstjórar (alhæfa kva!) að öfundast út í hana fyrir að hafa ein og óstudd komið innsetningunni fyrir á réttum stað án hjálpar.

Ég elska svona fólk og ég elska syngjandi kökuhnífa sem ég segi ykkur frá við tækifæri og eru fyrirbæri út af fyrir sig.

Jibbí

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband