Leita í fréttum mbl.is

Í TILEFNI DAGSINS.....

99´

... fékk ég rauðbleikar rósir frá eiginmanninum.  Ég er ekki svona gimsteina- og blómakona.  Svo langt frá því.  Hann er ekki svona demanta- og blómamaður heldur en þarna small eitthvað í höfðinu á honum.  Við höfum hingað til verið sammála um að vera ekki að segja það með blómum, ef þið skiljið hvað ég meina. Ég kann betur við að segja það með orðum og stemmara.  Ég myndi hins vegar þiggja peninga fyrir bókum eða fötum.  En nóg um það.  Hann var að gleðja mig á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.  Það tókst.Heart

Systur mínar og mamma sem komu til mín í gærkvöldi gáfu mér líka blóm.  Þær mega gera það.  Það gladdi mig verulega.  Bleikar rósir og engjablóm fékk ég svo að nú lítur stofan mín út eins og blómabúð.  Ilmurinn er EKKI  vondur, það er eins og ég sé komin í himnaríki.

En aftur að manninum, blómunum og deginum.  Je ræt.  Nóg um það.

Ég var með planaða dagsrá, ætlaði að kíkja á Laugaveginn til stelpnanna og fara svo í bíó og þaðan á kaffihús.  Ætlaði sum sé að mála bæinn bleikan.  Búhú; það átti ekki að verða.  Ég vaknaði með hita.  Algjör pestargemlingur.  Ég reddaði deginum með því að hringja í vinkonur mínar og dóttur sem búa í útlöndum, lesa og hanga á netinu.  Núna var ég að ljúka við að horfa á Hús-lækni, haltan og órakaðan úlala.

Yfir heildina litið hefur þessi dagur verið ljúfur.  Blóm og læti.  Annars finnst mér rómans vera það sem gerist á sekúndunni.  Svona ótilkvatt.

Þetta er fínn dagur og ég leggst sátt til svefns (þegar ég loksins hunskast í rúmið).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sko Jenný....njóttu blómanna og láttu þér batna. Ég bætti vatni á túlípanana mína og núna eru þeir að sprella sig um allt. Sofðu vel.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ ljúfan mín slæmt að vera lasinn.  En rósir eru flottar.  Ég held samt að ég hefði gefið þér pottablóm, er meira fyrir svoleiðis, eða bara fjölæring.  Leiðist afskorin blóm.  Þau eru eitthvað svo endasleppt, en ... sýna ást og umhyggju. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2007 kl. 00:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk stelpur ok með afskorin einstak sinnum.  Ásthildur þú lætur ekki jurtir í hendurnar á mér, það deyr allt sem ég snerti á!

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 00:25

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jæja kerlingin, var flensan að gera vart við sig? Vonand leikur hún ekki hart við þig. Þið eigið það þá sameiginlegt gömlu skólasysturnar þú Inga að vera veikar í dag!

Drekktu mikið af jurtaseyði eða tei og þér batnar fljótt vertu viss. Góðan bata.

Kv. ea.

ps. helv... var hann hugulsamur blómagjafinn!

sama 

Edda Agnarsdóttir, 9.3.2007 kl. 00:29

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi Edda ég verð að fara að hringja í hana Ingu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 00:35

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúa ég skall í gólf

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 01:43

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sko til dæmis er voða erfitt að drepa Aloa vera, nema úr ofvökvun.  Svo eru lukkujukkurnar sem standa bara í vatni með berar rætur, og ekkert annað að gera en bæta á þegar vatnið minnkar.  Það er bara spurning um að velja rétt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2007 kl. 09:45

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jenný litla!

Ég sá að þú varst að óska eftir uppskriftum á konukvöldi, veit að ég er aaaaaaðeins of sein - en það er nú bara story of my life..... Gæti hugsanlega fengið mér vinnu hjá Air always too late.......

Hendi hér inn uppskrift handa þér sem ég rakst á, þú getur kannski notað hana/þær þegar þið hittist næst.

1 dós sýrður rjómi, 1 dós majones (má sleppa og nota aðeins meira af sýrðum rjóma, rjóma eða matarolíu) 1/2 dós ananas í bitum,  má líka vera ferskur, 2 rauðar paprikur, 1 piparostur 1 paprikuostur, 500 gr. rækjur, græn eða blá vínber skorin í helminga, smá biti af púrrulauk, smátt skorin.

Öllu blandað saman og borðað með ristuðu brauði eða kexi.

1 stk. gullostur, 3-4 msk. mjólk, 2 1/2 dl. matreiðslurjómi, 1 gul paprika, 1 rauð paprika, 250 gr. sveppir, brokkolí, púrrulaukur, 5-6 skinkusneiðar skornar í bita, 1/2 brauð, olía til hitunar. Skerið allt grænmetið og skinkuna í bita og hitið létt á pönnu. Bræðið gullostinn við vægan hita í örlítilli mjólk og hellið rjómanum saman við. Rífið brauðið niður í eldfast mót. Stráið grænmetinu og skinkunni yfir og hellið að síðustu ostaleginum yfir. Hitið í ofni við 200°´C í 25 mín. Borið fram heitt.

Hrönn Sigurðardóttir, 9.3.2007 kl. 11:25

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg... of seint, of seint.  Neh alltaf gott að fá uppskriftir.  Takk elskan

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2987328

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.