Leita í fréttum mbl.is

AÐ FÁ EKKI AÐ SVARA..

78

Á ferðum mínum um moggabloggið rekst ég af og til á síður þar sem lokað er fyrir athugasemdir.  Ok, það er fólki vissulega í sjálfsvald sett hvort það leyfir athugasemdir á sínum síðum eður ei.  Mér persónulega, er svolítið uppsigað við þetta fólk.  Þetta stendur töluvert í mér þegar skrifað er um hitamál og mér finnst ég verða að skrá einhverskonar viðbrögð við skrifunum.

Dæmi:

Ónefnd kona skrifaði í gær um Smáralindarbæklinginn og túlkaði forsíðu hans sem algjört klám.  Þarna fannst mér ansi langt seilst.  Það fauk meira að segja í mig.  Mér fannst ég verða að svara. En.....ekki gert ráð fyrir einhverjum viðbrögðum á síðunni.  Þetta er eins og að láta einhvern tala yfir sér meðan maður er með bundið fyrir munninn!!  Ekki þægilegt. Arg..´

Eitt af því jákvæða við bloggið er eimitt gagnvirkni þess.  Að geta tekið þátt, brugðist við. Jæja það er hátíðisdagur í dag og ég ætla ekki að láta þetta pirra mig meira.

Eru ekki allir með flögg??Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Já ég tók eftir þessu svarleysi hjá umræddum prófessor. Mér finnst það mikill gungu háttur að loka fyrir svör frá lesendum. Þá getur maður kastað fram fullyrðingum og skoðunum en enginn annar getur það. Maður spyr sig af hverju? Hefur hún kannski ekki svör á reiðum höndum? Nennir ekki að lesa skrif óþroskaðra vitleysinga sem kenna henni um ófarir heimsins? Kannski smá af báðu.

Og til lukku með daginn.

Ómar Örn Hauksson, 8.3.2007 kl. 11:38

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú hér  Töfrasprota allavega.

Þetta með að leyfa ekki andsvör getur maður ekki túlkað öðruvísi en óöryggi, og hégómaskap.  Þeir sem ekki vilja fá andsvör hafa ekki sterkan málstað að verja eða hvað ???

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2007 kl. 11:38

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jamm mér finnst einhver hroki falinn í því að vera ósnertanlegur að þessu leyti.  En það kann að vera rang.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 11:42

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....ehemm, ekki það að ég vilji endilega vera sjálfskipaður verjandi þessarar konu, sem ég bæ þe vei, er alls ekki sammála. En kannski er henni alveg sama þótt einhver hafi skoðun á því sem hún segir

 luv

Hrönn Sigurðardóttir, 8.3.2007 kl. 12:40

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

... og til hamingju með daginn öll sömul

Hrönn Sigurðardóttir, 8.3.2007 kl. 12:42

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sennilega er henni sama.  Mér er alveg SAMA Pirrar mig samt!

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 12:51

7 Smámynd: Árný Sesselja

Allavegana er mín skoðun sú að þeir sem ekki leyfa komment á bloggin sín, loka meira að segja gestabókum eins og þessi kona gerir þá myndi ég segja að þeir væru að fela sig á bakvið eitthvað....

Árný Sesselja, 8.3.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband