Leita í fréttum mbl.is

MEIÐANDI GOÐSAGNIR UM KONUR III

7

Hm.. stjúpmæður það er heill heimur út af fyrir sig þegar kemur að neikvæðum mýtum.  Af nógu er að taka og það er ekki allt jólalegt.

Það fyrsta sem mér kom í hug þegar ég var að hugsa þetta voru ævintýrin sem voru órjúfanlegur hluti bernsku minnar.  Öskubuska og Mjallhvít eru þau eftirminnilegustu í stjúpmóðurlegu tilliti.

Stjúpmóðir Mjallhvítar var hvorki meira né minna en morðingi.  Þeas ekki henni að þakka að Mjallhvít rankaði við sér þannig að brotavilji konunnar var einbeittur.  Stjúpmamma Öskubusku gerði upp á milli barna og vann ötullega að því að Mjallhvít gengi ekki út.  Notaði hana í öskustóna.  Þvílík ekkisens bjévítans mannvonska!

Svo neikvæða merkingu hefur orðið stjúpmóðir að ég hef heldur viljað vera skámamma sem ég og er. Skámamma þriggja barna.  Þessi börn hafa verið í lífi mínu í þrettán ár og við átt í fínu sambandi, meira upp en niður.  Alveg eins og með stelpurnar mínar.  Ég játa hins vegar að þetta var heilmikil aðlögun og full vinna að koma á góðu sambandi.  Enda vel þess virði.

Ég þekki fullt af konum sem eru skámömmur, þeim hefur gengið misvel að aðlaga sig, eins og gengur í flóknum samskiptum fjölfjölskyldunnar.  Ég þori að fullyrða að engin þeirra hefur af mannvonsku og andstyggilegheitum farið fram gegn þeim börnum sem þær hafa fengið í kaupbæti með mönnum sínum. Ég held að flestar líti þær á krakkana sem bónus.

Það sem ég er að velta mér upp úr er einfaldlega hvar þessar mýtur verða til.  Ekki hjá börnunum svo mikið er víst. Ung börn eru tam algjörlega fordómalaus gagnvart fólki. Hvers vegna hefur orðið stjúpmóðir svona neikvæða merkingu?  Ég held að hin nýja kona ógni þá  tilvist fjölskyldunnar.  Hafa ekki allir heyrt um "ævintýrakvendið" sem ætlar sér að komast í örugga höfn?  Sem þykist vera svo góð og yndisleg en er svo hreint skrímsli þegar hún er búin að draga fórnarlambið upp að altarinu?  Hvað þá með þessar kerlur sem  fyrirkoma börnum eiginmannsins af fjárhagslegum ástæðum?  Úpps maður má vera feginn að afkvæmi "hrumans" sem Anna Nichole giftist var orðinn fullorðinn þegar það kvendi krækti í gamla, blásaklausan.Sick

Ég er nú bara að vangaveltast svona að gamni mínu.  Það er samt ekki jólalegt hversu mörg kvenhlutverk hafa neikvæða merkingu og lifa góðu lífi þrátt fyrir staðreyndir um allt annað.

Næst ætla ég að skrifa um nauðganir.  Sá málaflokkur er bláköld alvara.

Er ekki sólin að glenna sig hjá okkur öllum annars?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott hjá þér! Voru það ekki Grimmsbræður sem áttuðu sig á "sannleikanum" um stjúpuna? Kannski þeir hafi verið hart leiknir af ævintýrakvensu.

Ojú sólin lætur eins og vorið sé komið, sem mér fannst nú ekki raunin þegar við, gæludýrið og ég röltum okkur í býtið út í garð að míga

Hrönn Sigurðardóttir, 7.3.2007 kl. 15:28

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já svo eru líka mýturnar um "góðu fallegu konuna" sem skín þarna líka skært.Grey Öskubuska í öskutónni látin vinna öll skítverkin og Mjallhvít gerð brottræk eins góð og falleg hún var Lagðist í eldamennsku og þrif fyrir dvergana og þetta er auðvitað launað með prinsum og gimsteinum. og því að lifa svo hamingjusamr til æviloka. Þarna er nú heldur betur verið að búa til ímyndir fyrir litlu stelpuna sem les og heyrir þessi ævintýri. Vonbrigðin verða hins vegar mikil þegar hún uppgötvar að góðmennska hennar og hlýðni og það að láta yfir sig ganga skilar ekki ævintýrinu sem hún bjóst við. Djöfulsins óréttlæti og hún sem vandaði sig svo mikið. Best ég skrifi smá ævintýri á bloggið mitt um þetta.

Takk Jenný fyrir fínar hugleið'ingar. Kveikir í mér uppreinsarkonuna. En nú verð ég að halda áfram að pússa brauðristina.

Smjúts.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.3.2007 kl. 15:49

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rétt athugað hjá þér Katrín.  Það er svo efni í annan pistil þetta með "góðu, fórnfúsu, fórnarlambs stúlkuna.  Tek það bráðum

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2007 kl. 15:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ ég verð alltaf svo pirruð með þessar blessaðar fórnarlambs stúlkur, sem trúa öllum og treysta, og vonda fólki fer með eins og ég veit ekki hvað.  Það er algjör heimska að láta fara svona með sig.  Þetta er ein mítan, að ungar stúlkur eigi að vera svona saklausar og góðar að þær geti ekki varið sig fyrir svikum heimsins, það verður að vera einhver ofurgóður gaur sem bjargar þeim úr klóm vondu kvennanna eða vondukarlanna.  Gef ekki mikið fyrir svoleiðis. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2007 kl. 16:18

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

En stelpur...Við hlið flestra þessar vondu stjúpmæðra var eiginmaður, oftar en ekki konungur eða óðalsbóndi... og miklu oftar en ekki, svo hræðilegt þunnildi að hann hefði ekki fundið belju þó hann hefði haldið í halann á henni

Heiða B. Heiðars, 7.3.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.