Leita í fréttum mbl.is

ÞUMALFINGURSREGLAN

kSkelli hérna inn gamalli færslu um þumalfingursregluna fólki til fróðleiks.

Þumalfingursreglan "the rule of thumb"

Þar sem ég skrifaði um kynlægt ofbeldi í dag finnst mér tilvalið að láta þennan fróðsleikmola fylgja með.

Þumalfingursreglan svokallaða er talin eiga uppruna sinn á Englandi en þar finnst hún fyrst skjalfest árið 1692. Þumalfingursbreidd kaðals eða annars bareflis var talin leyfileg stærð fyrir eiginmenn sem vildu refsa konum sínum með barsmíðum.

Það mun hafa verið Sir Francis Buller sem fyrstur mun hafa kveðið á um þetta.  Hann var því fyrir vikið kallaður Þumall dómari að því er sagnir herma. 

Maður gekk um í mörg ár og talaði um þumalfingursregluna hingað og þangað án þess að hafa grænan grun um að þar lægu að baki kvenlegir harmar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ja hérna, ég er ekki frá því að hafa heyrt þetta áður en var búin að steingleyma því. En það er nú  margt í málinu sem hefur orðið vanabindandi eins og "Sjaldséðir hvítir hrafnar" og þykir tilvísun í kynþáttafordóma!

Edda Agnarsdóttir, 5.3.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er rétt Edda en svona út frá feministisku sjónarmiði þá er þetta merkileg staðreynd og lýsir tíðarandanum á þessum tíma

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.3.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....ekki vissi ég þetta, hugsa mig örugglega um áður en ég nota þetta orðasamband næst

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2007 kl. 08:12

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn ég kemst ekki inn á síðuna þína. Sendu mér meil á jenny_anna48@hotmail.com

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband