Leita í fréttum mbl.is

ÆÐRULEYSI FYRIR AFGANGINN, TAKK

blogge

Á blogginu mínu hef ég ætlað mér að skrifa það sem mér kemur í huga hverju sinni. Hugsanir mínar um allt og ekkert. Stundum er ég alvarleg, stundum í prakkaraskapi og stundum er ég með einhverja bölvaða játningarþörf. 

Ég er óvirkur alki.  Til þess að verða óvirkur alki þurfti ég fyrst að vera virk í  drykkju.  Svo að fara í meðferð til SÁÁ þar sem ég fékk bestu mögulega aðhlynningu hjá fínu fagfólki og yndislegum manneskjum. Hm.. hljómar einfalt en er það ekki.

Margir hafa bent mér á að leggja mig ekki svona á borðið.  Vera ekki að veifa mínum óhreina þvotti framan í þá sem slysast inn á bloggið mitt.  Hehe  ég skrifa fyrst og fremst fyrir sjálfa mig.  Ég skrifa líka fyrir fjölskylduna mína og bloggvini.  Það er ákveðið aðhald falið í að tala beint út.  Það er heldur engin óhreinatausbragur á mínum afturbata, óekkí.    Ég læt mig heldur ekki dreyma um að nú á þessum upplýstu tímum þyki það tiltökumál að vera alkóhólisti.  Það er töff að vera edrú og ég gengst upp í því. 

Það var "lame" að vera full.  S.l. tvö árin í neyslu, eru sem í móðu.  Ég man í raun ekki mikið.  Langaði þó oft til að hverfa af yfirborði jarðar.  Ég brást sjálfri mér og öllum sem þykir vænt um mig.  En það er að baki.  Allt hefur komið til baka..... svo fljótt í rauninni og ég á svo góða fjölskyldu og vini sem standa með mér og hvetja mig áfram.

Það er gaman að vinna í edrúmennskunni.  Hvort sem það er að fara á fundi, tala við trúnaðarkonuna mína, lesa í AA-bókinni eða öðrum fræðum og að byggja upp nýja framtíð með góðum minningum.  Ég vakna edrú að morgni og er uppfull af hamingju yfir að vera á lífi og eiga allt sem ég á.  Líka fortíðina.  Ég leggst til svefns þakklát fyrir að geta sofnað edrú og að verkefni morgundagsins séu framkvæmanleg.  Ekki ókleyfur hamarinn.

Í nokkur ár fór ég helst ekki út úr húsi.  Ég vildi engan heim til mín.  Var fleiri daga að undirbúa mig ef ég átti von á gestum.  Vildi engan sjá og ekkert heyra.  Að tala um að djamma er ekki rétta lýsingarorðið á ástandinu.  Fjörið lýsti algjörlega með fjarveru sinni og þunglyndið og skortur á lífslöngum voru alsráðandi. 

Attbúiðbless.  E.t.v. er því þannig farið með marga að þeir þurfi að upplifa dýpstu vanlíðan til að kunna að meta vellíðan.  Að eiga yfirborðskunningja til að kunna meta alvöru vini og að þurfa að langa til að deyja til að fá lífslöngunina aftur.  Það er svolítið þannig í mínu tilfelli.

Ég er sumsé alsæl með lífiðWhistling og í kvöld fer ég edrú að sofa.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Meiriháttar hjá þér flotta kona.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 18:54

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

jabb kölluð fyrirtækið conart.unlimited hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 18:58

3 Smámynd: halkatla

mér finnst æðislegt hjá þér að segja frá þessu

ég kalla þetta reynslu, ekki óhreinan þvott. 

halkatla, 2.3.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Anna Karen

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2007 kl. 00:19

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ekkert minna en frábært að heyra í þér.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.3.2007 kl. 20:25

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sömuleiðis Anna mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2007 kl. 21:16

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

"Barátta andans verður aldrei unnin með vörn. Þar verður að vera sókn." Kaj Munk.

Baráttu kveðjur,

Edda

Edda Agnarsdóttir, 4.3.2007 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.