Leita í fréttum mbl.is

HELGIN NÁLGAST!

blogghit

Nú er að bresta á með helgi.  Gaman.  Ég er að reyna að sýnast afslöppuð og yndisleg þrátt fyrir að Maysan, Robbi og Oliver lýsi með fjarveru sinni.  Við vorum búin að undirbúa komu litlu fjölskyldunnar frá London eins og um opinbera heimsókn væri að ræða en hlaupabólan, títtnefnda kom í veg fyrir það.  Nú,  en þá er að einblína á það jákvæða, þau koma í marsmánuði hress og kát og það er fínt.

Barnahelgi

blogg23

Ég bíð alltaf spennt eftir helgunum. Jennslubarnið er hérna oft og stundum gistir hún og núna kemur hún á laugardaginn.  Saran er í London og pabbinn var að vinna í gær og hún gisti hjá Afa í Kefló.  Afi á hestinn Funa og Jennslan fór og heimsótti það eðla hross þegar hún var á opinberri yfirreið sinni um kjördæmið.  Hún bað afa sinn um að fá að "máta" Funa og fékk nottla að setjast á bak. Þetta með að máta kemur mér í opna skjöldu.  Getur verið að móðir barns MÁTI dálítið mikið af fötum og sollis?? Jenny segir að hún og amma séu "binkonur".  Er hægt að fá fallegri ástarjátningu frá tveggja ára snót?

blogg 21

Jökull minn, elsta barnabarnið ætlar að koma í mat um helgina.  Helgan mín er á ráðstefnu í Finnlandi og ömmudrengur heimsækir okkur til að dreifa huganum. Klakinn (eins og móðursystur hans hafa kallað hann frá því í vöggu) er orðinn svo stór og þroskaður að ömmunni finnst tíminn hafa brunað áfram.

Skádóttir mín hún Ástrós ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni líka.  Hún er orðin 15 og er mjög upptekin ung kona, eins og gefur að skilja.  Þessa helgi fáum við félagsskap hennar óskiptan. 

Ég er heppin kona.  Með þessi yndilegu afkomendur bæði beint og á ská.  Svona helgar eru það skemmtilegasta sem ég veit.  Allt í einum dásamlegum hrærigraut.

Hugleiðing um helgar:

Helgar eru:

..spennandi

..fullar af tækifærum

..fljótar að líða

..einu sinni í viku

..fjórum sinnum í mánuði

..fimmtíuogtvisvarsinnum á ári

..Guðveithvaðoftsinnum á öld

..lokkandi

..tækifæri

..góður matur

..nammidagar

..heimsóknardagar

..og fullar af spennandi, skemmtilegum hlutum

Ég bíð í ofvæni eftir aufúsugestum helgarinnar.  Nú hamast vorsólin á gróðrinum, ég er með sólgleraugun vegna ofbirtuCool.  Það er gaman að lifa!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Hvernig er þetta kona, enginn friður fyrir ómegðinni?

Ibba Sig., 2.3.2007 kl. 14:50

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei ómegðin fór bara að nafninu til að heiman.  Ekki nokkur flóafriður

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 14:55

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Betos ég er forrík kjéddling!!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 17:30

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ohhh en frábær helgarsýn! Ég öfundast út í þig og hefði viljað hafa tíma til að hitta mitt fólk og chilla. En fyrst verð ég að flytja dót og drasl á milli húsa og svo fáum við familíhitting. Uppþvottavél???

Það er naumast lúxusinn..þetta bara stoppar ekki hjá þér.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 18:52

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Katrín mín.  Flutningurinn á eftir að ganga eins og í sögu.  Þú átt eftir að chilla feitt þegar þessu er lokið á nýja heimilinu

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband