Færsluflokkur: Ferðalög
Laugardagur, 4. ágúst 2007
ERILL Í BORGINNI
Ég hef það frá fyrstu hendi, að ekki var að sjá í nótt, að þeir veisluglöðu hefðu yfirgefið borgina. Nú staðfestir Mogginn það. Heimildarmaður þessa fjölmiðils, sem vinnur í hringiðunni sagði mér að í fyrsta skipti í mörg ár, væri miðbærinn ekki eins og dauður bær um þessa helgi.
Allt var sum sé við það sama. Ég er farin að trúa því að einhver breyting sé að eiga sér stað, því Mogginn segir líka frá því að rólegt hafi verið bæði í Vestmannaeyjum og á Akureyri.
Flott og ég vona að helgin verði slysalaus og allir komist heilir heim.
Þið á djamminu í borginni, slakið á í hátíðarhöldunum. Hinsegin dagar eru næstu helgi og helgina þar á eftir er menningarnótt. Algjör óþarfi að láta eins og það sé að skella á áfengisbann eftir helgi.
Hagið ykkur og skammist ykkar elskurnar mínar.
Rokkið og rólið í stuði með Guði.
Úje.
![]() |
Erill í miðborginni í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 4. ágúst 2007
TÉKKLISTI
Eftir standa:
Bóhem
Óðal
Kampavínsklúbburinn og
Vegas.
Baráttan hefur skilað árangri. Nú bíðum við meðan fjarar undan þeim klúbbum sem eftir eru.
Mér segir svo hugur um að biðin verði ekki löng að þessu sinni.
Læfisbjútífúl!
Úje
![]() |
Nektarsýningar liðin tíð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 3. ágúst 2007
DÆTUR MÍNAR ALLAR ÞRÁR Á FERÐI OG FLUGI
Það eru allir einhvers staðar. Sara fór til Englands í dag, fyrst til Manchester að hitta Eddu vinkonu sína og sjá glænýja barnið hennar hann Kjartan. Helga frumburður og Jöklinn minn eru í París og fara til Maysu og Robba í Londres á laugardaginn. Maysan fer að vinna á einhverri tískuviku í Belgiu akkúrat þegar Helga er á leiðinni en þær hittast auðvitað strax eftir helgi ásamt Söru. Loksins hittast dætur mínar allar saman.
Errrik Quick pabbi hennar Jennyjarrr Unu Erriksdótturrr er að spila úti á landi með henni Ragnheiði Gröndal og húsbandið er að vinna. Jenny er hjá afa sínum í Keflavík og kemur til ömmunnar á morgun. Ég er sko alein og algjört fórnarlamb. Er það ekki dæmigert að allir skuli þeytast í allar áttir á sama tíma? Ég vil hafa alla á réttum stað. Segi svona.
Ég hlakka samt svakalega til þegar haustar að, kertaljósasísonið byrjar og allir eru hættir á flandrinu mikla.
Svei mér þá hvað það verður notalegt.
Súmígörls!
Föstudagur, 3. ágúst 2007
STRÍÐSFRÉTTIR FRÁ EYJUM
Það er eins og að lesa fréttir frá vígvelli að lesa hana þessa. Eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi að:
"Fangageymslur lögreglunnar voru fullar í nótt. Mikil ölvun var í bænum og aðstoðaði lögregla marga við að komast heim eða í fangageymslur. Engin alvarleg slys eða ofbeldi átti sér stað að sögn lögreglunnar."
Sem sagt enginn alvarlega slasaður þrátt fyrir að fólk sé búið að drekka á sig óþrif.
Er þetta normal ástand eða hvað? Ég á ekki krónu. Spurningin er hvernig þessu vindur fram ef ástandið er orðið svona ÁÐUR en þjóðhátíðin er sett.
OMG
Súmí.
![]() |
Engin alvarleg slys eða skemmdir í Eyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 3. ágúst 2007
VERSLUNARMANNAHELGIN BROSTIN Á..
..og þegar ég vaknaði í morgun þá leist mér betur á að láta kjöldraga mig frekar en að æða í tjald úti á land.
Tilhugsunin um ísbað, göngutúr á glóandi kolum og fallhlífarstökk virkaði sjarmerandi í samanburði við útivist úti í hinni fögru náttúru Íslands í veðri dagsins. Hrollkuldi.
Halló, halló! Það er komið haust.
Súmí!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 06:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
ÁSTRÁÐUR Í STÍFRI VINNU..
..um verslunarmannahelgi, Hinsegin dögum og á Menningarnótt í Reykjavík, en Ástráður er forvarnastarf læknanema. Ástráður ætlar að dreifa smokkum til fólks sem er á leið út á land yfir helgina. Auðvitað er það þarft framtak. Samt er eitthvað "dekadent" við þá staðreynd að það skuli vera litið á það sem eðlilegan hlut að allir verði gerandi það út um allt, eins og ekkert sé. Að það sé ekkert athugavert við þetta rosalega dodo-festival. Það er eitthvað ferlega undarlegt við að það skuli talið vera normið, en fyrst svona er þá er auðvitað betra að horfast í augu við staðreyndir og láta liðið fá smokka.
Mér finnst einhvernvegin eins og það sé einhver fjöldageðveiki í gangi fyrir þessi helgi. Svona örvæntingarfull ofsakátína. Það verður að vera svo gaman, svo mikið fyllerí svo mikið allt. Á mánudeginum er svo sýnt frá sviðinni jörð, rusli út um allt, brenndum tjöldum og öðru drasli. Þá dettur mér í hug að það sé eitthvað mikið að í þjóðarsálinni.
OMG
Súmí.
![]() |
Ástráður dreifir smokkum um Verslunarmannahelgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
A-B-C OG DOROTHY
Ég á fósturdóttur. Hún heitir Dorothy Nakawunde, er 12 ára og býr í Uganda. Frá 9 ára aldri hefur hún verið stelpan okkar. Foreldrar Dorothy eru bæði látin, úr AIDS. Hún á sex systkini og hún býr í litlu þorpi hjá elstu systur sinni, sem vart er af barnsaldri, á 5 börn og maðurinn hennar er látinn, úr AIDS.
Það kostar mig heilar 1950 kr. á mánuði að leggja til með stelpunni minni. Fyrir það fær hún að vera í skólanum, fær heita máltíð á hverjum degi, föt, læknisþjónustu, skólabækur og annað sem til fellur. Hún hefur fengið tækifæri til að lifa af. Það besta er að hún er hluti af ABC fjölskyldunni sem er að bjarga börnum út um allan heim og hún verður aldrei nafnlaust fórnarlamb fátæktar eða sjúkdóma, við þekkjum hana og fylgjumst með.
Ég fæ myndir af henni reglulega. Ég held að hún sé á myndinni hér fyrir ofan, þekki skólabúninginn. Einkunnaspjöldin berast mér reglulega fyrir utan jólakort og slíkt. Það er nóg fyrir mig. Þessi leggjalanga dóttir mín stækkar og stækkar. Það sé ég þegar ég fæ myndirnar af henni tvisvar á ári.
Ég átti aðra dóttur á Filipseyjum, sem bjó hjá móður sinni við sorphaugana í Madrid. Hún var 4 ára. Einn daginn fékk ég bréf frá ABC. Þær mæðgur voru horfnar. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað af þeim varð. Upphæðin sem ég borgaði til þeirrar litlu var líka skammarlega lág.
Núna þegar það er í fréttum að það sé brjálað að gera í hjólhýsakaupum og kaupum á öðrum varningi þá velti ég því fyrir mér hvort við getum ekki staldrað aðeins við. Höfum við það ekki gott? Er ekki lag að setjast niður og forgangsraða smá? Við berum ábyrgð hvort á öðru. Ég sé á fréttabréfi ABC að þeim sárvantar fleiri foreldra bæði í Kenýa og Pakistan. Sara dóttir mín og skólasystur hennar hafa fengið hjálparstarfsáfanga við sinn skóla en þær hafa safnað fyrir skóla í Pakistan. Það er búið að kaupa lóð og bygging skólans hefst í desember. Þessar stelpur hafa lagt nótt við dag að safna peningum.
Það kostar sem sagt ekki mikið að bjarga lífi barns. Ég hvet fólk eindregið til að skoða síðu ABC, www.abc.is. Hjá ABC fer hver króna til barnsins engin aukakostnaður í "eitthvað" eins og svo oft er í hjálparstarfi.
Þessu langaði mig að deila með ykkur á þessum fyrsta degi mánaðarins þegar flestir eiga peninga.
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
HROKI, HEIMSKA EÐA GRÆÐGI?
Svei mér þá, en stundum þegar ég les eða hlusta á fréttir þá trúi ég ekki mínum eigin eyrum/augum. Í dag er forsíðufrétt á Fréttablaðinu um að karlahópur Femínistafélagsins þurfi að borga sig inn, þar sem þeir eru að vinna sjálfboðaliðastarf á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem er auðvitað ómetanlegur liður í baráttunni gegn nauðgunum.
Eins og það sé ekki nóg, að allir sjálfboðaliðar á svæðinu, skv. Tryggva M. Sæmundssyni, borgi sig inn fullu verði, þá segir Tryggvi að listamennirnir sem koma fram á hátíðinni borgi sig inn líka. Það sé yfirleitt dregið af laununum þeirra.
Fyrir mér eru það ekki fréttir að það sé sums staðar borin lítil virðing fyrir listamönnum þessarar þjóðar. A.m.k. þá hef ég heyrt ófáar sögurnar af því hvernig farið hefur verið með tónlistarmenn, svo dæmi sé tekið. En getur verið að þessi aragrúi listamanna sem fram kemur um helgina í Vestmannaeyjum sé meðvitaður um að þeir séu að borga sig inn í vinnuna? Að þeir hafi ekkert við það að athuga? Mikið skelfing langar mig til að fá svar við þessu. Ekki er Tryggvi, sem er einn talsmanna Þjóðhátíðar, að fara með staðlausa stafi?
Ef svo ótrúlega vill til að þetta sé rétt sem maðurinn segir eru þeir þá ekki aðeins of peningagráðugir mótshaldararnir þarna í Eyjum?
Anybody?
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
AF VEÐRUÐUM BLOGGURUM
Þið sem hélduð að hér ætti að fara að ráðast á annarra manna blogg hafið verið TEKIN. Ekkert slíkt stendur til. Sussu-sussu, maður er aldrei andstyggilegur fyrr en eftir kl. 10,00 á morgnanna. Það stendur í Bibbu Biblíu. Stranglega bannað.
Þegar ég er að lesa á blogginu rekst ég auðvitað á allskonar blogg frá fólki sem ég hef ekki tekið eftir áður og það eru oft fyrirsagnirnar sem fanga athygli mína. Það eru mörg blogg þessa dagana sem fjalla um eftirfarandi:
Fríið búið - Vinna á morgun - Okkur rigndi niður í Englandi- Við hefðum betur setið heima- og fleira í þessum dúr. Dúa vinkona mín skrifaði um bloggmeðvirkni um daginn og ég var ekki sammála henni um hennar skilgreiningu á fyrirbærinu (www.dua-athugasemd.blog.is), en hvað varðar svona blogg þá er ég svakalega meðvirk. Ég dauðvorkenni fólkinu sem er búið að vera í sumarfríi og hefur ekki farið úr stígvélunum allan tímann, er komið á Penisilín og er með bullandi bronkitis. Ekki nóg með það heldur er fríið búið og vinnan handan við hornið, sem yfirleitt er hið besta mál, en ekki alveg, þegar fríinu hefur verið eytt í vatnsaustur og kvefpestir. Fríið attbú og vesalings fólkið á ekki svo mikið sem einn dag eftir í fríi til að jafna sig eftir ósköpin.
Svo blasir við sú staðreynd, að eftir næstu helgi er ekki einn einast rauður dagur á almanakinu fyrir en 24. desember.
Það er eins gott að bretta upp ermar, láta sér batna og vona að fríið takist betur næst.
Æfílforðesökkers!
Úje
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 29. júlí 2007
SVÖRT HELGI
Tveir menn hafa fallið í valinn um þessa helgi. Annar í umferðarslysi og hin var myrtur á kaldrifjaðan hátt, hreinlega tekinn af lífi um hábjartan daginn í borginni. Ég er bara svo óendanlega hrygg.
Ég sendi aðstandendum beggja mannanna samúðarkveðjur.
En hvað er svosem hægt að segja? Mig setur hljóða.
![]() |
Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2987761
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr