Færsluflokkur: Löggæsla
Föstudagur, 5. júní 2009
Stórmál
Maður deyr í vörslu lögreglu.
Fremur sjálfsmorð.
Svo horfði ég á fréttir á báðum stöðvum.
Ekki orð um málið.
Mér finnst þetta stórmál.
Er ég ein um þá skoðun?
Fannst látinn í fangaklefa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Gerum eitthvað!
Margir ungir krakkar í neyslu lenda í að verða burðardýr til að greiða upp skuldir sínar.
Þau hafa val um það eða alvarlegar líkamsmeiðingar á eigin kroppi eða það sem verra er, sínum nánustu, eins og ég þekki dæmi um.
Þetta unga fólk er sent til fjarlægra landa, eða Evrópu, skiptir ekki öllu nema þegar þau nást, og eftir situr spikfeitur eiturlyfjabaróninn ósnertanlegur með öllu en líf ungrar manneskju er eyðilagt fyrir lífstíð.
Við teljum okkur vera góðar manneskjur Íslendingar og ég held að við séum það svona meira og minna.
Við getum ekki vitað af þessum manni þarna, þrátt fyrir að hann sé sekur um alvarlegan hlut og látið hann rotna þarna í ógeðsfangelsinu í Brasilíu ef nokkur möguleiki er á að grípa inn í.
Það meiðir mig inn í hjarta að lesa blogg fólks sem hlakkar yfir örlögum þessa unga manns.
Hversu ljótt og siðlaust er það?
Þetta gerir fólk sem er réttu megin við siðferðisstrikið og á að heita með eðlilega dómgreind.
Ég skil þetta ekki, hvaðan kemur þessi óþverraháttur?
En hvað um það.
Íslensk stjórnvöld verða að grípa inn í, reyna að koma Ragnari E. Hermannssyni til hjálpar.
Svo má setja allt á fullt við að finna bölvaðan glæpahundinn sem selur og flytur inn dóp og notar ánetjaða fíkla í skuld til að leggja líf sitt undir meðan hann gengur um í samfélagi manna óáreittur.
Gerum eitthvað!
Ég á eftir að deyja hérna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (89)
Þriðjudagur, 5. maí 2009
Fitjastefnan og Útlendingalögreglan
Ég er komin með upp í kok af kerfiskörlum sem virðast hafa lög og reglur í hjartastað og beita þeim óspart fyrir sig þegar reynt er að benda þeim á að þeir eru að fjalla um líf og örlög fólks.
Útlendingastofnun er held ég sú ómanneskjulegasta stofnun sem hér hefur verið búin til og að því er virðist til þess eins að koma fólki úr landi sé þess nokkur kostur.
Ég vil ekki hafa þetta svona, og ég er svo sannarlega ekki ein um það.
Haukur Guðmundsson, forstjóri Útlendingastofnunar er jafn mannlegur og grjótmulningsvél (að vanda) þegar Morgunblaðið spyr hann um hvort undirskriftalistar íbúa Seyðisfjarðar til stuðnings Japsý Jacob, sem þar býr og starfar en á nú að henda úr landi, hafi áhrif á mál hennar og svarar með eftirfarandi hætti:
"Það er engin heimild í lögum til þess að gefa út dvalarleyfi á grundvelli undirskriftalista, það er bara svo einfalt."
Það vantar bara að hann bæti við: Nananabúbú, aularnir ykkar.
Hafið þið heyrt það fallegra: "Bara svo einfalt"?
Útlendingastofnun sem reyndi að flikka upp á ímynd sína með því að hætta að heita "Útlendingaeftirlit" hefur ekkert breyst.
Svörin frá Hauki Guðmundssyni eru nákvæmlega í takt við þau svör sem við fengum eftir að hann flutti Paul Ramses úr landi í skjóli nætur í fyrra.
En þar beittu borgararnir þrýstingi.
Það er Útlendingastofnun sem á heiðurinn að hönnun og hugmyndafræði Fitjastefnunnar þar sem hælisleitandi fólk er haft í félagslegri einangrun mánuðum, jafnvel árum saman, á meðan þeir tjilla lesandi lög og reglugerðir á stofnunni.
Þetta er okkur ekki sæmandi gott fólk.
Ég vænti þess að nýr dómsmálaráðherra, hver sem hann verður, fari í að lofta út úr þessari mannfjandsamlegu stofnun þar sem Haukur Guðmundsson og hans líkar ráða ríkjum.
Útlendingastofnun á að heita Útlendingalögreglan til að standa undir nafni.
Köllum bara skóflu, skóflu.
Svei mér þá.
Engin lög um dvalarleyfi á grundvelli undirskrifta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 30. apríl 2009
Við hvern er að sakast?
Þó ég verði þúsund ára gömul mun ég aldrei skilja ofbeldi.
Fyrirfram útpælt ofbeldi framið af hóp á einum einstaklingi er þó það ljótasta sem ég heyri um.
Ég spyr hinna hefðbundnu spurninga út í loftið eins og við gerum þegar okkur er fyrirmunað að skilja það sem gengur á í kringum okkur.
Hvernig getur þetta gerst?
Hvernig verða börn og ungmenni fær um að fremja svona voðaverk?
Ég fæ verk í hjartað við að hugsa til þessarar stúlku og fjölskyldu hennar.
Það verður að bregðast við þessu með afgerandi hætti.
Aldrei aftur.
Stúlka varð fyrir líkamsárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Sunnudagur, 19. apríl 2009
Með kjaft og attitjúd
Ég er ekki eins og fólk er flest, ég veit það og er sátt við það.
Þetta kemur fram í því, til dæmis, að ég nenni ekki svona byssuogbófalöggæslu og skrúfa niður í sjónvarpinu.
Auðvitað er frábært að dópið sé tekið, því komið í lóg (vonandi) og þeir sem reyna að smygla því fái sín maklegu málagjöld.
Málið er að það eru bara sjaldnast þeir sem fjármagna og verða milljóna(jarða)mæringar sem nást, bara milliliðirnir, undirsátarnir, oft náungar sem eru í skuld við dópgreifana.
Samt er alveg látið eins og það hafi tekist að uppræta valmúaakrana í Langburtistan, eins og þeir leggja sig, ekki að ég sé að gera lítið úr þessu magni og allt það.
Löggan verður svo dramó (munið þið síðustu stóru sendingu sem þeir náðu í? Settu á langborð og stelpulöggur beint úr Worldclass sitthvoru megin við borðið? Vó, heví stöff).
Áhuginn er gífurlegur, eltingarleikur sem berst um landið og miðin, löggan fær raðfullnægingar af spenningi og það eru jólin.
Ég geispa og hugsa, jájá, bráðum kemur næsta sending og hún fer í gegn.
Þann dag sem sjálfu frumógeðinu verður skellt á bak við lás og slá skal ég fylgjast með af áhuga.
Á meðan skipti ég um stöð og andvarpa í hljóði dálítið þakklát fyrir fíkniefnalögregluna.
Þ.e. þegar hún er ekki að fara hamförum gegn sprotafyrirtækjunum í borginni (djók).
Gat verið, segið þið, að helvítis tuðmajan hafi getað fundið eitthvað neikvætt við stórkostlegar hamfarir löggunnar í eltingaleik við dópsalana í dag.
Hm.. hún kann ekki að skammast sín.
Hún játar, skammast sín ekki rassgat og er með harðsnúið attitjúd og ætlar að vera fram yfir kosningar.
Hún ætlar að rífa kjaft svo hjálpi henni Óðinn, Þór og Freyja.
Yfir 100 kg af fíkniefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Laugardagur, 18. apríl 2009
Haldið til haga..
og hér með fært til bókar.
Þessir þrír sögðu nei við nýjum lögum við banni á kaupum á vændi.
Hvað er það við miðaldra (og yfir) jakkafataklædda karlfauska og úrelt kvenfjandsamleg gildi?
Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Takið Fríkirkjuveginn takk!
Lögreglan gengur erinda peningamannanna í þessu tilfelli.
Réttinn til að eiga, láta drabbast niður, verða að slysagildru, hann verður absólútt að virða. Óeirðalöggan réðst grá fyrir járnum inn í húsið á Vatnsstíg þar sem hústökufólkið var fyrir.
Það var allur pakkinn af hernaðarlegum útbúnaði, enda stór-hættulegt fólk þarna á ferð.
Eruð þið ekki að fokking kidda mig?
Svo var gas-gas-gasið notað í tilefni verkefnisins, auðvitað, hvert tækifæri notað til að kitla gasfingurinn og nota birgðir fyrir síðasta neysludag.
Lögreglan sagði fyrir ekki svo löngu síðan að gasið væri notað í neyð.
Hústökufólk sem kastar lauslegum hlutum, er innikróað og kemst hvergi er nátturlega að búa til neyðarástand sem stefnir mannslífum í voða.
Við náum þessu alveg lögreglustjóri.
Löggan er ekki afturenda að ganga erinda peningaaflana í þessu þjóðfélagi. Nei, nei.
Löggan er að vernda borgarana fyrir stórhættulegu fólki sem situr og prjónar á Vatnsstíg 4.
Hvað er að þessum fíflalega yfirmanni við Hverfisgötuna?
Þarf hann ekki að hitta einhvern út af þessu og tala úr sér agressjónirnar?
Svei mér þá.
Og hér er ég að átta mig á einu, bara þar sem ég sit og lem lyklaborðið.
Fyrst að það er hægt að senda lögguna í svona sendiferðir til að verja EIGNIR manna þá er best að við gott fólk, pöntum hana í dag eða á morgun, til að ná hinum ýmsu eignum okkar skattgreiðenda af þeim sem hafa stefnt okkur í skuldir.
Ég sting upp á að löggan fari og nái Fríkirkjuvegi 11 aftur í eigu fólksins í Reykjavík.
Þó það sé auðvitað ekki nema dropi í hafið út af Icesave málinu.
Lögga: Fylla á gasbrúsa og brýna kylfur takk.
Þið eruð svo agalega til þjónustu reiðubúnir.
Lögregla rýmir Vatnsstíg 4 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (53)
Mánudagur, 30. mars 2009
Rasískt og fasískt
Fyrst langar mig að hnykkja á þeirri skoðun minni að við eigum frábæran dómsmálaráðherra.
Hún var snögg að afturkalla brottrekstur nokkurra hælisleitenda sem átti að senda til Grikklands.
Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt lönd til að senda ekki hælisleitendur þangað að svo komnu máli vegna slæmra aðstæðna.
Hafi hún þakkir fyrir.
Ég er algjörlega sammála fólkinu sem hitti Rögnu í gær fyrir framan húsið hennar, og í morgun á fundi.
"Á fundinum afhenti hópurinn ráðherra áskorun þar sem m.a. segir að Útlendingastofnun hafi starfað á rasískum og fasískum grunni að undanförnu. Þá segir að þar sem ekki virðist lengur jafn fjarstæðukennt og áður að Íslendingar geti þurft á hjálp umheimsins að halda, ættu Íslendingar nú að skilja betur en nokkru sinni þörfina fyrir samhjálp."
Ég held að okkur væri nær að koma almennilega fram við fólk sem hingað leitar og þá meina ég ekki að við eigum að bjóða öllum dvalarleyfi sem hingað koma heldur eigum við að hafa mannúð að leiðarljósi og leyfa fólki að lifa með reisn á meðan það bíður. Allt annað er óásættanlegt.
Ég vil að ömurlegum dvalarstað hælisleitenda að Fitjum í Njarðvík verði lokað.
Þetta er ekki fólki bjóðandi.
Svo mætti stytta afgreiðslutíma mála ef kostur er.
Eins og þessum málum er fyrirkomið nú er það okkur til skammar.
Húrra Ragna.
Segja Útlendingastofnun starfa á rasískum grunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 7. mars 2009
Dokjúmentasjón um ekki neitt
Svei mér þá ef öll íslenska pressan hangir ekki í raðfullnægingum yfir Fáfni, þarna plebbafélaginu.
Þeir eru búnir að standa og fylgjast með hvort vítisenglar séu með þessari og hinni flugvélinni síðan á fimmtudag, ég legg ekki meira á ykkur.
Ekki að þeir séu sunnudagaskóladrengir í Hell´s angels, en fyrr má nú vera áhuginn.
Sjaldan hefur verið jafn mikið skrifað á stuttum tíma um partígesti sem ekki eru í partíinu.
Nú hangir blaðamaður Moggans með ljósmyndara fyrir utan Fáfnisfélagsheimilið og dokjúmenterar einhverja mótórhjólanörda í sígópásu fyrir utan hús.
Vá, spennandi.
Stundum læt ég mér detta sú fásinna í hug að pressan bíði spennt eftir að allt fari í bál og brand.
Að minnsta kosti tel ég að henni væri það ekki á móti skapi.
Cry me a river.
Fáfnismenn fagna í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Ekkert betra að finna?
Nú get ég ekki annað en skellihlegið, mitt í allri kreppunni og biðinni eftir að Framsókn fari að gera vinnu nýrrar ríkisstjórnar framkvæmdafæra og hætti að draga lappirnar.
En þetta er brjálæðislega fyndið - nú eða sorglegt ef fólk er ekki enn búið að átta sig á að við búum við afskaplega knappt lýðræði.
"Bannað að vera með læti á almannafæri" sendur í bleðli sem löggan dreifir til Búsáhaldabyltingarsinna fyrir utan Seðlabankann.
Halló, vinna á Alþingi var stöðvuð og stjórnin féll undir áslætti byltingarsinna við húsið dögum saman!
Engum datt þessi viska í hug á meðan það gekk yfir.
Hvaða snillingur dró þessa reglugerð upp?
Það er svo margt bannað ef út í það er farið.
Það er bannað samkvæmt gamalli reglugerð að vera úti á götu á nærbolnum. Ha!
Hvernig ætlar löggan að sansa þetta ákvæði með hávaðann í miðbænum um helgar, t.d. þegar fer að vora og ekki stendur steinn yfir steini þar vegna fólks í alsherjar vímufögnuði sem kemur þar saman?
Við vitum líka að það er bannað að pissa á almannafæri, löggan tók rispu í því í fyrra og sektaði mígandi menn í miðbænum en svo var það búið.
Bannað að vera með læti á almanna færi!
Fannst virkilega ekkert betra en það?
Grátið mér stórfljót!
Sturlu bannað að þeyta lúðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr