Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 15. júní 2007
FLOTT HJÁ AMERICAN EXPRESS
"Nektardans er klám og klám er ólöglegt" segir American Express um að ekki sé hægt að nota kortið á nektardansstöðum í Danmörku. Flott hjá þeim. Ætli þeir viti af Goldfinger? Rosalega væri það flott ef Visa og Euro færu að dæmi kollega sinna en klám er líka ólöglegt á Íslandi.
Þá gætu karlasvínin sem fara á "Fingurinn" ekki lengur staðið við barinn og sagt: "Étla fá eina Viskí og pakka af vindlum og kjöltudans fyrir afganginn og settu það á Vísa-strjálgreiðslur". Bömmer, það er svo flott að sveifla platínukorti.
Kreditkortafyrirtæki komasoh, þetta er bannað með lögum júsí.
Þessi færsla fer að sjálfsögðu undir "menning og listir". Loksins almenninlegur flokkur fyrir málefnið.
![]() |
American Express sniðgengur danska nektardansstaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 15. júní 2007
DÁSAMLEGUR FÍDUS..
.. sem hún Salvör (www.salvor.blog.is) fann á netinu og gerði þessa dásamlegu kómedíu sem ég stal. En eins og allir þjófar með sómatilfinningu lét ég hana vita af stuldinum.
Tatarara... Geiri mannréttindafrömuður, gjöriði svo vel:
Salvör er bara brilljant!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 15. júní 2007
VINSTRI GRÆN Í KÓPAVOGI FAGNA..
...og þessi vinstri græna kona óskar þeim til hamingju. Nú bíð ég (græn af öfund), með gráti og ekkasogum eftir að Reykjavíkurborg smánist til að gera slíkt hið sama. Merkilegt að Kópavogur sem er með mann eins og Gunnar I. Birgisson í fararbroddi skuli koma frá sér svona þjóðþrifaverki.
Ég er bara svo aldeilis hissa.
![]() |
VG fagnar gjaldfrjálsum Strætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 15. júní 2007
LUTU Í GRAS
Latibær fékk að "lúta í gras" fyrir Sesame-Steet á Emmy verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Iss Sesame, resame. Ef Jenny Una Errriksdóttir fengi að velja þá veldi hún Latabæ, ekki spurning en hún er líka klárari og skemmtilegri en flestir.
Rosalega dáist ég að Glanna Glæp. Það þarf að hafa húmor fyrir sjálfum sér til að vera svona arfaglaður í búningnum eins og hann er. Mér finnst hann DÚLLA!
![]() |
Sesame Street sigraði Latabæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 15. júní 2007
FRÁ GÆRDEGI TIL MORGUNDAGSINS
Ég ætla að fréttablogga, um sjálfa mig. Mitt æsispennandi líf kemur að litlu leyti fram á blogginu. Ég get einfaldlega ekki verið að afla mér öfundarmanna út um alla bloggheima. Líf mitt er svo spennandi að það er ekki fyrir viðkvæmar eða einmana sálir að lesa það.
Farmoran og farfarinn hennar Jenny eru í heimsókn hjá henni. Farmoran hún Anna-Lisa varð sjötug í gær og ég bauð til matarboðs heima hjá Sörunni til að auðvelda mér hlutina (þau eru með uppþvottavél for craying out loud). Ég mætti þar eins og Jólasveinn hlaðin Hagkaupspokum og hóf eldamennsku en hún gekk svo brilljant að ég geri henni ekki skil hér. Jenny lék á alls oddi og fannst EKKI leiðinlegt að hafa Einarrr, ömmu, farmor og farfar með alla athygli á sér. Hún settist upp á borð og ég sagði henni að fara niður og mín horfði á mig með skelmissvip og sagði: "Nei amma, Jenny er VILLINGUR". Fyrst svo var gat ég auðvitað ekki verið að fetta fingur út í borðsetu barnsins þar sem allir vita að villingar sitja á borðum, alltaf. Ég geri mér það að leik að taka í tásluna hennar eða eyrað og spyrja hvort amma megi eiga og þetta stelpuskott sem er svo fullkomlega rökvís og yndisleg, svarar alltaf: "nei amma þú ert með". Sum sé hvaða græðgi er í mér að vera að falast eftir táslunum hennar þegar ég er með mínar eigin tíu?
Á morgun er pabbi hennar Jenny að spila á Jómfrúnni og þangað ætlum við húsbandið ásamt farmor og farfar, Sörunni og Jenny að hlusta á hann spila jazz. Það er svona annar í afmælinu hennar Önnu Lísu. Er hægt að verja laugardegi betur en að hlusta á flotta músík? Kannski koma bloggvinir mínir, þessi með almennilegan músíksmekk, og þá mun ég sitja þar eins og ókrýnd drottning bloggheima og taka á móti trúnaðarbréfum.
Í dag hinsvegar, mun ég fremja myrkraverk og það kemur ekki til með að birtast á þessum fjölmiðli en ég sendi emil þangað sem þess er óskað.
Var það eitthvað fleira?
Læfisbjútífúl!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 15. júní 2007
"HAFÐU SAMBAND"..
...stóð efst á blogghausnum hjá mér þegar ég fór inn í morgun. Ég fór í fár. Hvað hafði ég nú að mér gert? Ég var ekki viss um að það væri eitthvað sem ég hefði brotið af mér (sem Mogginn vissi um) en var jafnframt með það á hreinu að möguleikarnir væru ýmsir. Hafði einhver ýtt á "óviðeigandi tengingu" við frétt? Ég fréttablogga stundum og einhvertímann í fíflagangi hefði ég getað bloggað frá mér og fréttinni allt vit. Hafði einhver Fjóla, Allmannagjáa eða Skæringur lesið nafnabloggið og fyrts við og klagað í Moggann fyrir persónuofsóknir? Ping, pang, það sló mig í höfuðið hvað ég hafði gert mig seka um mest af öllu. Það er flokkunin. Ég flokka grimmt. Ef t.d. er minnst á bók í færslu hjá mér (td. stendur eins og stafur á bók) þá set ég það undir bókmenntir, allt sem ég skrifa fer undir vísindi og fræði þar sem þið vitið að allt er til í heimi vísindanna, líka pistlarnir mínir. Ég sendi sleikjulegt bréf til Moggans, þar sem ég spurði sakleysislega af hverju ég ætti að hafa samband og fékk um hæl svarið að þetta væri ný krækja til að auðvelda okkur bloggurum að hafa samband við höfuðfjölmiðilinn. Þeir eru bara að gera okkur lífið auðveldara þessar elskur. Hugs.. hvernig flokka ég þessa færslu?
Þessi fer beint í spil og leiki því ég er náttúrulega að leika mér með ykkur.
Síjúgæs!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 15. júní 2007
ÞAÐ TÓK TÍMANN SINN...
..en loksins kviknaði á perunni hjá Bandaríkjamönnunum. Fyrst núna er fylgið farið alvarlega að dala hjá Búska forseta en það hefur aldrei mælst minna og eru nú aðeins 29% eru ánægðir með störf forsetans. Mikið skelfilega hefði verið gott fyrir heimsbyggðina ef þetta fylgisleysi hefði verið til staðar fyrir síðustu forsetakosningar.
En betra er seint en aldrei.
![]() |
Stuðningur við Bush aldrei mælst minni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
AUMINGJA KARLINN..
..hann Gunnar Birgisson en hann telur að hann geti ekki haldið áfram að fara á Goldfinger vegna kjaftasagna um sig í Mannlíf og Ísafold.
Er það nema von að manninum sé misboðið. Það eru einhverjir blaðamenn úti í bæ að eyðileggja fyrir honum saklausa skemmtun.
Skömm er að.
![]() |
Gunnar í mál við Mannlíf og Ísafold |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
BOMBA VIKUNNAR...
...fer til Samfylkingarinnar fyrir nýjustu útþynninguna á kosningaloforðum sínum. Ætli það séu margir 70 ára og eldri sem stunda atvinnumarkaðinn? Árlegur kostnaður við þessa breytingu verður 560-700 milljónir króna. Ég kalla það vel sloppið. Ég beini bombunni til Samfylkingarinnar þar sem ég gerði mér væntingar um hana en þar á bæ vill fólk telja sig félagshyggjuflokk. Af íhaldinu bjóst ég ekki við neinu þannig að þeir koma ALLTAF á óvart. Ég tek þó fram að ég er heiftarlegur aðdáandi Jóhönnu Sigurðardóttur en hún er greinilega ekki ein í ríkisstjórninni.
![]() |
Tekjur sjötugra og eldri skerða ekki almannatryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
OG MARTEINN FRÆNDI..
..keypti sér þriggja herbergja íbúð í Breiðholtinu núna í síðustu viku! SÓ??????
![]() |
Jónsi kaupir torfbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 113
- Frá upphafi: 2988332
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 111
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr