Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

RUSLATUNNU VIKUNNAR..

1

..mánaðarins og jafnvel ársins, fær Sveinn Andri, lögmaður Sögunauðgarans, sem lætur sér ekki nægja að fagna sýknudómi yfir skjólstæðing sínum heldur er hann stöðugt að sparka í konuna sem fyrir árásinni varð og síðast núna í Kastljósi kvöldsins.  Að geta setið, uppfullur af réttlætiskennd og verið stórlega misboðið fyrir hönd skjólstæðings síns, vegna þessara skammarlegu málaloka er mér fyrirmunað að skilja. 

Sumir hefðu nú þakkað pent fyrir sig og látið sig hverfa hljóðlega eftir að hafa fengið sýknudóm á vægast sagt vafasömum forsendum.

Ogsveiattann. 


MÉR LÉTTI TÖLUVERT..

1

..þegar ég sá að FÍA hafi sæst á niðurstöður viðræðna FÍA og Iclendair í dag.  Icelandair féllst á að draga til baka uppsagnir 11 fastráðinna flugmanna.

Ég var orðin skíthrædd um að það yrði flogið með "átópælot" þegar ég fer til London í ágúst.

Sjúkkit hvað mér létti.


mbl.is FÍA féllst á samkomulag við Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA SÍMTAL...

1

..átti sér stað áðan á milli mín og konu sem rukkar inn fyrir ákveðið tímarit hér í landi.

Sælar, ég er að hringja frá tímaritinu soandso og greiðslan hefur ekki borist,

Ég: Hvað ertu að segja, ég millifærði þetta s.l. mánudag.  Er það ekki komið inn???

Nei annars væri ég ekki að hringja kona og hef reyndar betri hluti að vasast í en að elta uppi skuldseigar kerlingar eins og þig.

Ég (sko stórlega misboðið og aldrei þessu vant í fullum rétti) Heyrðu góða viltu ekki fara aðeins betur fyrir bókhaldið.  Ég er búin að greiða.

Terroristinn: Hehe gáði að þessu fyrir helgi og svona greiðslur eru ekki sendar GANGANDI úr bankanum (hún var að kafna úr hlátri á eigin fyndni), borgaðu bara og það í kvöld.  Þú hlýtur að vera með heimabanka eins og allur hinn vestræni heimur.

Ég (að tryllast úr reiði) ég er með kvittunina inn á gemsanum mínum af því ég greiddi í heimabankanum fröken Ókurteis, gef mér símann og ég sms-a hana.  Og svo segi ég upp þessu hundleiðinlega tímariti.

Terroristinn þegir þunnu hljóði og safnar kröftum (hélt ég sko). Ræskíræskí, hm fyrirgebbðu góða ég hélt ég væri að tala við aðra konu.

Ég: Muhahahahahaha (í hljóði) þú ættir að fara á lipurðarnámskeið, sko í mannlegum samskiptum og ég segi hér með upp þessum tímaritsfjára.

Terroristinn lágt er ákveðið: Þú þarft að gera það skriflega.

Ég Öskra upp á 10 á Ricther: Afskráðu mig.

Terroristinn: Okokok sorrý, ég geriða ég hélt samt að þú værir önnur en þú ert.

Guð hvað mig langar til að vita hver þessi Önnur er.  Sú hlýtur að lifa spennandi lífi.

Úje einhvernveginn svona fór þetta fram.

 


ÁRANGURSMAT

 Petraeus hershöfðingi, yfirmmaður bandaríska hersins í Írak segir að stríðið muni taka áratugi að leysast.  Í viðtali við BBC segir hershöfðinginn að hann sæi árangur en að stríðið yrði erfiðara áður en það yrði léttara.

Ladídadída... þvílíkur þvættingur.  Hvernig liti út í Írak ef maðurinn mæti að stríðið væri árangurslaust?  Það væru hrein Ragnarök.  Forvitnilegt væri að vita hvernig maður þessi rökstyður árangurinn sem hann telur að hafi náðst.  Fólk er sífellt að týna lífinu þarna og engin lausn er í sjónmáli.  Það þarf hins vegar að halda vopnaverksmiðjum USA frá verkefnaleysi og svo þurfa bandaríkjamenn auðvitað að fá enn stærri ítök í olíuparadísinni þarna niður frá.

Mér er óglatt.  Meiri bölvaðir hræsnararnir. 


mbl.is Íraksstríðið mun taka áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG HENGI MIG UPP Á AÐ SUMARSTARFSMAÐURINN...

1

..er fullur eða þunnur.  Enn einn ganginn enn virðast tvær fréttir blandast saman.  Að þessu sinni er það tilraunin til að bragðbæta lambakjöt með hvönn, sem er mér tilefni til þessara skrifa en þegar farið er inn á fréttina til að lesa meira þá stendur "Riðuveiki fannst í kindahræi á afrétti".  Ég fékk vatn í munninn.  Svo ákaflega passandi við bragðbótatilraunina.

Ok, en hvað um það.  Ég er með hugmynd.  Hvönn er ekki sérstaklega góð að mínu mati, en rósmarín t.d. fer unaðslega með lambakjöti, blóðberg og estragon líka.

Hugmyndin er að beita meme á rósmarín og blóðberg.  Það myndi spara mér mikla vinnu við að mylja og steyta og troða í kryddholur. 

Hvönnin er hins vegar fín til reykinga, eins og flestir vesturbæingar á mínum aldri geta vitnað um.

Síjúgæs.


mbl.is Tilraun til að bragðbæta lambakjöt með hvönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FRAMHALD FRÁ LONDRES

 

Andrea Maysuvinkona var í heimsókn rétt áður en Oliver brákaði fótinn og þá var mikið fjör í London.  Hér koma myndir fyrir vini og kunningja (þið hin megið skoða líka elskurnar).

Gjörsvovel:

134

Andrea og Bjarki á leið heim með Mays.  Mays og Andrea-san           Andrea kom frá Íslandi til að plokka

268

Heba og Tom (Spánargifting)     Kvenþjóðin í partýinu             Dúndrandi stemming í Londres

9

Andrea fór í morgungöngu með Oliver


ALMÁTTAMINN..

1

..hvað íslendingar eru duglegir við að fjölga þjóðinni.  1489 krútt hafa fæðst á Landspítalanum fyrri hluta árisins.  Hugsið ykkur heilt Háskólabíó af megakrúttum á ekki lengri tíma.  Heil agú-ráðstefna bara.   Ég fæ krúttkast og kremju. 

Ég veit að eitt lítið snúllubarn sem fæðist á seinni hluta ársins tilheyrir þessari fjölskyldu hér.  OMG, hvað lífið er krúttlegt.

Óje.


mbl.is 1.489 börn fæddust á LSH fyrri hluta árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG VEIT EKKI MEÐ YKKUR...

..en ég er búin að vera í víðtækum fráhvörfum vegna bilunar í Moggablogginu.  Ekki skemmtilegt, get ég sagt ykkur.

Ég hef þurft að TALA í allan dag.


AUMINGJALEIKUR EINN GANGINN ENN..

 

..þegar einhverjir aular frömdu vopnað rán í 10-11 versluninni á Barónsstíg um miðnætti.  Það er eitthvað við þessar verslanir (halló þær eru opnar á nóttunni kona) sem gerir það að verkum að allir "lúserarnir" í afbrotadeildinni sækja þangað.  Vinirnir voru teknir á Skúlagötu og nú er beðið eftir að það renni af þeim. 

Mér finnst reyndar skelfilegt að vopnuð rán skuli vera komin inn í myndina.

Gleðilegan mánudag gott fólk.


mbl.is Tveir í haldi vegna vopnaðs ráns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HIÐ BLÆÐANDI HJARTA...

1

..Nicolas Sarkozy er töluvert í ætt við sama líffæri hjá Búska forseta USA þegar kemur að málefnum fanga og náðunum þeirra.  Þrátt fyrir hefð að náða fanga á Bastilludaginn þ. 14. júlí ætlar hann ekki að fylgja henni.

"Forsetinn segir þó hugsanlegt að hann eigi eftir að náða fanga við sérstakar aðstæður. Stökkvi til dæmis dæmdur maður í Signu til að bjarga þremur börnum frá drukknun".

Krúttleg kaldhæðni hjá forsetanum.  Takið eftir, þremur börnum, ekki tveimur eða fjórum.  Bara svo það sé á hreinu.

Maðurinn er einn tilfinningavöndull.


mbl.is Sarkozy neitar að náða fanga á Bastilludaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2988376

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.