Föstudagur, 25. september 2009
"Sjúkt" þjóðfélag
Ég er svo sannarlega ekki hrifin af Davíð Oddssyni.
Það hefur komið fram, ég þarf ekki að tíunda þá skoðun mína.
En....
Þegar Margrét Tryggvadóttir sendi Alzheimerbréfið til varaþingmanns Þráins Bertelssonar þá blöskraði mér að því marki að ég hef ekki getað litið konuna réttum (?) augum síðan.
Svo kom Birgitta Jónsdóttir (sem hefur lokað á mig í athugasemdakerfinu sínu væntanlega af lýðræðisást nú eða beint upp úr hugmyndafræði Dalai Lama)og mælti þessum ógeðslega gjörningi bót, kallaði hann umhyggjusemi og þá missti ég endanlega trú á þessu fólki.
Ég get lifað með því.
Jafn ógeðslegt finnst mér af Jóhannesi í Bónus að sjúkdómsvæða Davíð Oddsson eins og hann gerir hér.
Jóhannes segir að Davíð sé óheilbrigður maður.
Bíddu, bíddu, hvað hefur hann fyrir sér í því?
Ég hef megnustu skömm á því þegar fólk grípur til þess ráðs að sjúkdómsgera þá sem þeim er í nöp við.
Hvaða aumingjaskapur er þetta?
Það er ekki hægt að leggjast lægra.
Af hverju segir maðurinn ekki að honum líki ekki skoðanir Davíðs?
Það er mál sem ég skil. Þoli ekki Davíð sjálf og það sem hann stendur fyrir og ég þarf ekkert að gera hann að sjúklingi til að ljá orðum mínum vægi.
Þetta þjóðfélag er sjúkt (djók).
Ætli maður verði ekki settur í bönd einn góðan veðurdag og færður á geðdeild vegna þess að maður er með skoðanir sem sökka?
Ésús minn á galeiðunni.
Fortíðin til framdráttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Föstudagur, 25. september 2009
D-day
Davíð mættur.
Nú skríð ég til kojs og dreg eitthvað gamalt yfir mig.
Ussss
Ekki hafa hátt, mar er skíthræddur. Jeminneini.
Jeræt.
Nýir ritstjórar til starfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 25. september 2009
Skammast mín ekki fyrir mína frábæru fordóma
"Kaupandi stofnfjárbréfa í SPRON sumarið 2007 hefur fengið staðfest að seljandi bréfanna var Halldór Kolbeinsson, eiginmaður Hildar Petersen, þáverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. Maðurinn keypti bréf að upphæð um þrjár milljónir króna."
Innherjaupplýsingar?
Nei, örugglega ekki, ég bíð eftir að Halldór Kolbeinsson nú eða konan hans sem hann talar ekki við um fjármál, komi nú og segi okkur að hann hafi ekkert vitað um hvað til stóð.
Hann seldi auðvitað bréfin í góðri trú samkvæmt heiðarlegum viðskiptaháttum.
Mig hefur alltaf grunað að peningaelítan væru öðruvísi fólk en ég og þú.
Hef skammast mín fyrir fordómana.
Hef aldrei getað séð fyrir mér eftirfarandi senur á milli þessa fólks:
(Nöfn valin af handahófi og eiga ekkert skylt við fólkið í fréttinni).
Dóri, viltu kaupa klósettpappír og tannkrem á leiðinni heim úr vinnunni og ekki gleyma að fara í Sorpu með flöskurnar sem eru í poka á svölunum! Þar má ná í pening fyrir sígó.
Hann alveg: Já Hildur mín, en segðu mér verða kjötbollur með káli í kvöldmatinn esskan?
Þetta eru sennilega ekki fordómar hjá mér sko heldur hef ég þarna hitt nagla á höfuð aldrei þessu vant.
Koddahjalið er greinilega ekki um fjármál. Það er kannski verið að ræða veðurspánna.
Nú eða jafnvel kyssist svona fólk, hangir í sleik á koddanum og kemur ekki orði að fyrir heitum ástríðum?
Hvað veit ég.
Hér á kærleiks veit ég upp á hár hvað við eigum inni á reikningum.
Röng fullyrðing, ég reyni aftur:
Hér á kærleiks veit ég upp á hár hvað við erum í miklum mínus á reikningum.
Og ég ræði það hástöfum við minn heittelskaða.
Líka á koddanum.
Við erum auðvitað peningapöbull sem kunnum ekki að fara með viðskiptaleyndarmál.
Svo förum við í sleik út um alla íbúð, hugsið ykkur viðbjóðslegt lágstéttalíferni.
Sleikur gott fólk er ánægja fátæka fólksins. Hm....
Meiri fjandans subbuskapur í manni. Þá er nú betra að nota koddana í kynlíf og tala aldrei um fjármál.
Það kemur sér vel þegar svona spurningar koma upp.
Þá getur Dóri sagt með hreina samvisku að hann hafi engar upplýsingar um fjármál haft frá sinni konu.
Þau séu einfaldlega í öðru heima hjá sér en að ræða um auðvirðileg peningamál.
Cosa Nostra hvað?
Eiginmaður Hildar seldi stofnbréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 24. september 2009
Orðlaus - orðlausari - kjaftstopp
Ég er enn að melta þetta með Davíð og Moggann.
Eins og vel flestir held ég.
Ég er eiginlega orðlaus.
Orðlaus yfir því hvernig allt leggst á þessu landi.
Bara í kvöld í Kastljósinu leið mér eins og ég væri í súrrealískri martröð.
Óskar Magnússon sá ekkert athugavert við að ráða einn umdeildasta mann þjóðarinnar sem ritstjóra.
Ókei, hann má hafa þá skoðun á því en verra fannst mér að hann gat í raun ekki skilið að fólk væri hissa, hneykslað og með réttu bálillt.
Hann um það. En við erum sérstök við Íslendingar.
Já, ég er kurteis, enn einn kurteisisdagurinn hjá mér sko.
Svo kom umfjöllun um Ragnar Önundarson nýjan stjórnarformann Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.
Mér varð allri lokið þegar ég áttaði mig á því að hinn nýi formaður Kristinn Örn, hafði fengið manninn til starfans.
Mann sem átti þátt í einu stærsta samráðsmáli sem hér hefur komið upp. Kreditkortamálinu stórkostlega.
Og hvernig bar Kristinn Örn sig að við að svara spurningum?
Jú, hann svaraði með útúrsnúningum og sama búllsjittinu og fyrrverandi formaður þegar hann var spurður um sína gjörninga sem þóttu orka tvímælis.
Vitið þið, ég held að maður fari að tygja sig.
Úr landi sko.
Harmar uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Fimmtudagur, 24. september 2009
Meltanlegt?
Ég ætla að melta þessa frétt, þ.e. ef hún er meltanleg.
Davíð kemur alltaf aftur, aftur og aftur.
Hans tími kom og enn sér ekki fyrir endann á málinu.
Búmmerang hvað?
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 24. september 2009
Bloggi lokað?
Hm.. ég var að heyra slúður sem kannski er ekki slúður heldur sannleikur.
Sagan segir að blogginu verði lokað af nýrri ritstjórn.
Spurningin er hvort maður þarf ekki að fara að líta í kringum sig eftir nýju bloggsvæði.
Án tillits til hvað verður.
Ég velti þessu fyrir mér af öllu afli.
Það verður þá saga til næsta bæjar.
Merkilegir tímar sem við erum að ganga í gegnum núna.
Eftirspurn eftir óvinsælum skoðunum er líka í sögulegu lágmarki þegar margt er að fela.
Eða svo er mér sagt.
Ég veit hins vegar minna en ekki neitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 24. september 2009
Þekkja ekki ekta vöru
Á DV má lesa að meðal annarra blaðamanna hafi Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, þeim frábæra blaðamanni verið sagt upp.
Sumir þekkja ekki ekta vöru þó hún sé hengd á augnhárin á þeim.
Frusssssssssss
Uppsagnir hjá Árvakri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 24. september 2009
Hættið að mála með rauðri málningu og það strax!
Ég er alvarlega pirruð á þessu málningarmáli.
Viljið þið hætta að sletta rauðri málningu á hús útrásarvíkinga og annarra hrundólga!
Þetta er orðið óþolandi og til háborinnar skammar.
En vissuð þið að horgræni liturinn er að koma sterkur inn í húsamálningartískunni krakkar?
En það er þessu máli algjörlega óviðkomandi.
En í guðanna bænum hættið að valda eignaspjöllum með rauðri málningu og skammist ykkar bara.
Farin í morgunbænir.
Rauðri málningu slett á hús Hreiðars Más | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 24. september 2009
Afneitun, afneitun - (uppfærsla)
Fyrir hvern vaxtaávöxtunardag Seðlabankans er talað um að sá dagur muni marka straumhvörf.
Ég væri sammála ef ég tryði því eitt augnablik en við höfum ekki ráð á að vera í þessari dásamlegu afneitun.
Sko, ASG er okkar landsstjóri.
Fyrir utan að vilja ekki lána okkur fyrr en við undirgöngumst eitt og annað þá vilja þeir ekki heldur hækka vexti.
En eins og allir vita þá hefur AGS farið sigurför í heiminn í sinni fjármálapolisiu. Eða þannig.
Afneitun okkar felst í því að láta okkur detta í hug að eitthvað gerist í vaxtamálum þessarar þjóðar annað en AGS býður.
Kannski þarf ég að éta alla mína trefla og vextirnir munu fara niður fyrir tveggja stafa tölu.
En ég mun snæða þá glöð.
Þeir eru allir úr úrvalsefni og ekki neinu fokkings draloni og viðlíka rusli.
Bíð spennt eftir stýrivaxtaákvörðun. Jeræt.
Ég þarf ekki örðu af trefli að éta. Hahahaha. Stýrivextir, haldið ykkur, óbreyttir!
Hverjum hefði dottið það í hug?
Vaxtaákvörðun á morgun markar straumhvörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 23. september 2009
ESB - já takk!
Einhvern tímann fyrir margt löngu þegar verið var að ræða dýrar sólarlandaferðir á Íslandi, svo dýrar reyndar að það borgaði sig að fljúga t.d. til Kaupmannahafnar og kaupa ferðir í sólina þaðan, réttlæti íslenskur ferðaskrifstofufrömuður verðlagið þannig:
"Jú, það er svo dýrt að vera Íslendingur, sjáið þið til og við eigum að vera stolt af þjóðerninu og tilbúin að kosta meiru til fyrir þau forréttindi".
Ha? Ertu ekki að fokking kidda mig, hugsaði ég með mér. (Orðaði það reyndar aðeins öðruvísi en þið skiljið hvert ég er að fara).
Þetta var á þeim tíma sem það var ekkert sérstaklega verið að pressa viðmælendur í fjölmiðlum um svona smáatriði eins og að rökstyðja mál sitt.
Skyldi þessi hugsunarháttur enn vera við líði?
Þ.e. að það séu pjúra forréttindi að vera Íslendingur og að það kosti meira en allir (flestir) aðrir þurfa að borga fyrir að halda í sér lífi, byggja, leigja, ferðast og svoleiðis?
Ég veit ekkert um stýrivexti, hvernig þeir verða til og um forsendurnar fyrir þeim, ekki nema það sem allir vita á því að lesa fréttirnar.
En hvað er það sem veldur því að íslenskir stýrivextir eru himinháir en í USA t.d. 0.25%?
Hvernig stendur á því að kostar miklu, miklu meira að taka lán á Íslandi en í Evrópu?
Af hverju, af hverju?
Ég er búin að fá leið á því að vera Íslendingur upp á þessi býti.
Ég held svei mér þá að ég vilji ganga í Evrópusambandið strax á morgun.
Ég trúi því varla að ég sé að segja þetta, hvað þá meina það.
En ég er að segja ykkur villingarnir ykkar að það getur ekki orðið verra ástand hér en nú er.
Ég ætla að skipa mér í Já-flokkinn þangað til annað kemur í ljós.
Og hana nú á himni og jörð.
Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr