Leita í fréttum mbl.is

Jói morðingi

aaa 

Jenný Una fékk að gista "há" okkur í nótt.

Það er ekki leiðinlegt.

Svo fórum við inn að lesa, þrátt fyrir að Jenný Una væri á því að það væri engin nótt komin.

"Sjáðu amma, það er ekki myrkur úti".

Við lásum Jóa og baunagrasið eftir að hafa tekið Emmu, sem hún kann utan að, en ég held að Emma hafi verið kríuð út til að lengja í lestímanum.

Að minnsta kosti var barn með forstokkað glott og einstaka hláturrokur þegar ég tók Emmu öfugsnúnu.

Alveg þessi: Ég leyfi ömmu að halda að ég sé spennt fyrir þessum smábaddnabókmenntum.

Og svo lásum við Jóa og baunagrasið ógurlega, sem náði langt upp í geim þar sem ljóti og vondi risinn bjó, hann sem drap pabba hans Jóa og stal af honum hverri krónu.

(Merkilegt hvað þessi gömlu ævintýri eru hryllilega blóðug).

Í lokinn heggur Jói á baunagrasið og risinn steypist til jarðar og stendur ekki upp aftur.

"Amma; Jói drepti risann, það er ekki fallett".

"Nei, Jenný mín, risinn datt þegar Jói hjó í sundur baunagrasið".

"Já þá drepti hann risann".

Ég spurði hvort henni fyndist það leiðinlegt.

"Nei, nei, þaer allt í lagi afðí Risinn drap pabba hans Jóa og þau þurftu peningahænuna".

(Róleg á miskunnarleysinu barn guðs og lifandi, hugsa ég og er orðin dauðhrædd við þetta fjögurra ára kaldrifjaða barn).

Barnið er farið að glotta háðuglega af ömmunni þegar hún finnur að tekist hefur að ganga fram af henni.

Hvar endar þetta?

Ég þarf að verða mér út um pedagógískar nútímabókmenntir fyrir barnabörnin.

Gömlu ævintýrin eru löðrandi glæparit með bullandi ofbeldisinnrætingu, mannáti, þjófnaði og morðum.

Nema hvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Ásthildur Cesil er búin að finna nýtt orð, nú er allt ógeðslegt.  En takk fyrir þessa yfirhalningu með Jenný Unu.  Það er gott að hlæja smá fyrir svefninn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2009 kl. 00:09

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þau vita sko sínu viti þessi 4ra ára kríli.  Ótrúlega skemmtileg.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2009 kl. 00:38

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þrátt fyrir hroðalegt innihald gömlu ævintýranna komumst við frá þessu sæmilega heilar á geði. Eða hvað? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.6.2009 kl. 01:13

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

já.... eða hvað?

Ævintýri æsku minnar - þetta hljómar eins og titill á skáldsögu... ;) áttu það þó öll sameiginlegt að það "sást" aldrei blóð. Maður gat ímyndað sér alllan fjárann um hvernig sögupersónurnar litu út eftir að hafa fallið til jarðar.... eða verið sett í pottinn.... eða sofið hjá dvergum, það var kannski það sem gerði þær mest spennandi?

Hrönn Sigurðardóttir, 4.6.2009 kl. 07:33

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þau reyna sko ætíð að snúa á okkur og við höfum gaman að.
börnin eru bráð vel gefin og vita alveg hvað þau vilja, þó þau séu góð með sig þá þarf nú stundum að sitja með minni 5 ára er horft er á gömlu góðu myndirnar, hún er ekki mjög spennt fyrir einveru er hún horfir á Mjallhvít og dvergana sjö, nornin er ekki beint árennileg.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.6.2009 kl. 07:34

6 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 08:53

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Arg.

Þið hinar, við þekkjum þetta allar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband