Leita í fréttum mbl.is

Í dag væmin með tár í augum - á morgun rífandi kjaft

Í ekki svo mjög fjarlægri framtíð, þegar Ísland verður hið fullkomna jafnréttis- og félagshyggjusamfélag, þar sem enginn þarf að svelta og búa á götunni, munu afkomendur okkar segja barnabörnum sínum hvernig og hvenær hið nánast fullkomna þjóðfélag varð til.

Þeir munu segja eitthvað á þessa leið:

Jú, sjáðu til, það varð hrun á Íslandi, peningahrun, siðferðislegt hrun og Ísland varð eitt skuldugasta ríki í heimi.

Þá voru erfiðir tímar.

En svo kom vinstri stjórnin sem kölluð var Norræna velferðarstjórnin og lagði grunn að því góða samfélagi sem við þekkjum í dag.

Og afkomendur okkar munu horfa stórum augum á sögumanninn og spyrja hvort það hafi ekki alltaf verið jöfnuður á Íslandi.

Hehemm...

Ókei, smá draumórar hérna en eiga fullkomlega rétt á sér í tilefni dagsins.

Ég er plebbi og tilfinningavöndull og ég táraðist þegar ég horfði á blaðamannafundinn frá Norræna húsinu áðan.

Kannski þarf maður ekkert að vera væmin til að það komi kökkur í hálsinn á manni nú þegar félagshyggjurstjórn er sest að völdum.

Ég var nefnilega að átta mig á því þar sem ég sat snöktandi í sófanum að s.l. átján ár hefur ekki verið gott að vera venjuleg manneskja á Íslandi.

Svo ég nú ekki tali um þá sem einhverra hluta vegna voru með skerta getu til að þræla myrkranna á milli til að halda heimilinu gangandi og til að fæða og klæða börnin sín.

Orkan var hrá, græðgisleg og það var vont að þurfa að leita ásjár hjá samhjálparkerfinu, segir fólk sem hefur hina bitru reynslu og dæmin eru mörg.

Jafn vont og að anda að sér rakvélablöðum ef þið getið ímyndað ykkur það fyrirkomulag.

Þess vegna er allt í lagi að grenja smá.

Og í dag ætla ég að leyfa mér að vera klökk, væmin og mössímössí.

En á morgun byrja ég að rífa kjaft.

Eins víst og það kemur nýr dagur á morgun.


mbl.is Óbreytt stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er alsæl með þessa stjórn og óska henni velfarnaðar í þeim erfiðu verkefnum, sem framundan eru

Sigrún Jónsdóttir, 10.5.2009 kl. 17:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju Jenný mín með ríkisstjórnina.  Ég vænti mikils af henni, og er sammála þér að það hefur verið virkilega vont að vera almenningur undanfarin ár, með græðgisvæðinguna á fullu.  Ég ætla að gefa þessu fólki sjens og ég ætla að láta rausið í sjöllum fram hjá mér fara, þeir eru að fara á límingunum yfir öllu því sem er að gerast.  Sterkast fannst mér yfirlýsing Svandísar að nú yrði reynt að fá orkuverð til stórfyrirtækja upp á borðið og þó fyrr hefði verið, segi ég nú bara.

Vonandi verður þetta sú velferðarstjórn sem lagt var upp með.  Ég ætla að sjá hvað spilast úr þessu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2009 kl. 17:17

3 identicon

Er enginn nema ég óhress með að konurnar í ráðherraliðinu eru ekki nema 5 meðan karlarnir eru 7?

Queen of Drama (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 17:37

4 identicon

Halt þú bara áfram að vera væmin, þér fer það sjálfsagt best en hafðu það bara fyrir þig.

Kristinn Magnusson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 17:38

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta mun bara batna.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2009 kl. 17:39

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sama hér, sat með familíunni og fékk líka tár í augun. Vonum að framtíðarsýnin þín verði að raunveruleika og við getum sagt barnabörnunum okkar svona sögu. Sammála þér Ásthildur með Svandísi.  Til hamingju Ísland.

Svo rífum við kjaft að venju eins og þurfa þykir.

Rut Sumarliðadóttir, 10.5.2009 kl. 17:47

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vissulega var ekki gott að vera manneskja á Íslandi en nú breytumst við öll í dýr!

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.5.2009 kl. 19:05

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er nokkuð sátt! Nú þarf bara að byrja að vinna eftir stefnunni!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2009 kl. 19:22

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gott kvöld,

Tilfinningarnar bera mann oftar ofurliði s.l. mánuði en maður vill stundum viðurkenna.  Alltaf tönglast á því að maður eigi að vera harður af sér, töffari og svoleiðis.

Skammast mín ekkert fyrir að hleypa tárakirtlunum lausum endrum og eins og þetta móment er eitt slíkt.

Þessi málalok voru fyrirséð og rökrétt, eftir kosningarnar þarna í síðasta mánuði.  Tók næstum því hættulega langan tíma að berja saman þessum sáttmála.

Hefði verið meira sátt við að sjá þá taka Borgarahreyfinguna inn í stjórn líka, finnst ómögulegt að vita af þeim þarna í stjórnarandstöðu, með sjöllum og framsókn. Stórhættulegt fyrirbæri enda þarf ekki nema örfáa til að leiðast út af sporinu, og þá springur stjórnin.   

Vonandi féllu vonartárin ekki til einskis, sniff sniff og snýt snýt.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 11.5.2009 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.