Leita í fréttum mbl.is

Gullmolar í kommentakerfi

Stundum gerist það að í kommentakerfunum skilur fólk eftir frábærar hugmyndir eða tillögur.

Eftirfarandi fékk ég frá manni sem kallar sig Björn.

Takk kærlega fyrir þetta.

"Hugmyndir að Nýja Íslandi:

1) Jafnrétti í orði en ekki á borði

2) Siðferðisvitund á hærra plani sem myndi hafa áhrif á öll stig í hinu opinbera kerfi ásamt viðskiptalífinu. Verðum átta okkur á því hvað það er að búa í samfélagi. Það er hárfín lína á milli hreinnar einstaklings-hyggju og samfélags þar sem allir eru steyptir í sama formið sem drepar allt og alla.

3) Virkt lýðræði: eðlilegt jafnvægi á milli þess valds sem kjörnir fulltrúar fá og þess vald sem almenningur hefur. Verðum að geta valið bæði fólk og flokk.

4) Aðskilnað dóms-, framkvæmdar- og löggjafarvalds þannig að tryggt sé að engin skörun sé þar til staðar. Í kosningum eiga landsmenn að kjósa forsætisráðherrann annað er fáránlegt.

5) Samfélag sem snýst um börn. Þau eru framtíðin og munu taka við keflinu. Eigum að hanna samfélag sem er barnvænt. Ef þetta er grunnforsendan kemur restin að sjálfu sér.

6) Virðing fyrir náttúrunni bæði á sjó og landi. Við höfum þetta aðeins að láni. Eigum að nýta það sem við þurfum en ekki meir. Annars erum við að taka af næstu kynslóðum. Temjum okkur aðeins meiri auðmýkt og nægjusemi.

7) Eins sjálfbært samfélag og unnt er. Eigum að leitast við að vera í farabroddi við að knýja bíla- og skipaflota okkar með vistvænni orku; flytja sem minnst inn af jarðeldsneyti. Eigum frábærar uppsprettur af mat og síðan vatnið."

Hvað finnst ykkur um þessar tillögur gott fólk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst þetta frábært og tek undir hvert orð ! 

Jónína Dúadóttir, 18.1.2009 kl. 16:46

2 Smámynd: Einar Indriðason

Þetta eru alveg fínar uppástungur.  Kannski vantar inn í eitthvað meira með að fólk geti krafist breytinga (nýrra kosninga, eða hvað sem það er/verður) ef fólk er ekki nógu sátt.  X margir að skrifa undir eða biðja um breytingar, og þá verði að hlusta?

Annars fínir punktar.

Einar Indriðason, 18.1.2009 kl. 17:32

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábærar tillögur eins og þær leggja sig.

Helga Magnúsdóttir, 18.1.2009 kl. 18:03

4 identicon

Góðar hugmyndir, hann ætti að kíkja á Wikipediusíðuna http://lydveldisbyltingin.is/index.php?title=Fors%C3%AD%C3%B0a kjörinn cettvangur. En ætti liður eitt ekki frekar að vera jafnrétti ekki bara í orði en líka á borði. Það er nefnilega ágætis jafnrétti nú þegar í orði en minna fer fyrir því í reynd.

Solveig (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband