Leita í fréttum mbl.is

HRÆÐILEGUR RAUNVERULEIKI

 

Það er vont að byrja daginn á því að lesa meðfylgjandi frétt.  Það er heldur ekkert sérlega huggulegt af mér að skella henni á bloggið mitt en þetta er eitthvað sem allir verða að lesa og kynna sér.  Talið er að um 10 milljónum fóstra hafi verið eytt á Indlandi síðustu tvo áratugina þegar í ljós hefur komið að mæðurnar gengu með stúlkur.

"Margar indverskar fjölskyldur telja fæðingu stúlkubarns af hinu slæma vegna þeirrar hefðar að fjölskyldur þurfa að greiða heimamund með þeim er þær ganga í hjónaband."

Nú hafa á annan tug plastpoka fundist í austurhluta Indlands.  Lögreglan telur að um sé að ræða fóstur eða nýfædd stúlkubörn.  Lýsingar á aðferðum við að drepa stúlkurnar fylgja fréttinni, því miður.

Það er náttúrulögmál að fátækt bitnar verst á konum og börnum.  Í þessu tilfelli stúlkubörnum.

Umhugsunarvert.

 


mbl.is Fjöldi barnslíka finnast á Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er hryllilegt að heyra  .

Kristín Katla Árnadóttir, 23.7.2007 kl. 11:49

2 Smámynd: halkatla

halkatla, 23.7.2007 kl. 11:52

3 identicon

*GRÁT*

Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 12:14

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta er hræðilegt. Hvernig er hægt að láta hefðir réttlæta morð á börnum. Hvernig væri að banna heimanmund með lögum? En sennilega myndi það ekki breyta neinu. Hefðir eru sumstaðar ódrepandi partur af samfélagi s.b. umskurði kvenna á vissum stöðum, þrátt fyrir lögbann.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.7.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband