Leita í fréttum mbl.is

VG PLÚS NÍU

8

Það er svo sannarlega byr í seglum vinstri manna þessa dagana.  Samkvæmt nýrri könnun sem Capacaent gerði fyrir Mbl. og Ríkisútvarpið er VG og SF með jafnmikið fylgi eða 21,2%.  Þetta segir þó ekki alla söguna.  Ef þetta væri staðan þegar talið væri upp úr kjörkössum bættu VG við sig níu mönnum en SF tapaði sex.  Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 31,9% og Framsókn 10%.

Ég er að láta mig dreyma um að bæði VG og SF bæti nú vel við sig.  Væri ekki draumur ef þessir tveir flokkar næðu að mynda ríkisstjórn bara sísvona án annara bragðefna.

Nú er að moða úr frjóum jarðvegi við VG þessa daga sem eftir eru fram að kosningum.  Ég minni á Sprotatorgið sem veriður í kosningamiðstöðinni við Grensásveg í dag milli 13-17. 

Framsókn er að tapa stórt en þeir fengu sex þingmenn en skv. þessu þá myndu þeir tapa jafnmörgum.

Úje hvað þetta er að verða spennandi.


mbl.is Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Baráttukveðjur!  

Ester Júlía, 28.4.2007 kl. 08:23

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kona góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 08:25

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætla bara að benda þér á að við verðum að vera með í kompaníinu það er vegna sjávarútvegsmálanna.  Enginn mun hreyfa við því óréttlæti nema Frjálslyndi flokkurinn.  Það er nokkuð ljóst.  Í velferðarmálunum erum við öll með mjög svipaða stefnu og áherslur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2007 kl. 10:27

4 Smámynd: 365

Það er greinilegt að eitt bragðefnið vill komast að.  Látið ykkur dreyma!

365, 28.4.2007 kl. 10:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Draumar eru góðir, veruleikinn vandmeðfarinn og kurteisi kostar ekkert.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2007 kl. 11:19

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Minn draumur um næstu ríkisstjórn er sá sami og þinn.   Þá verð ég í ESS-inu mínu.

Anna Einarsdóttir, 28.4.2007 kl. 11:41

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Okokok Ásthildur þið fáið sjávarútvegsmálin

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 11:49

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þá verð ég ánægð Jenný mín.  Þið megið fá forsætis og solis. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2007 kl. 12:16

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eg vil heilbrigðisráðueytið, sjóuð og sanngjörgn og full af vilja til að hjálpa öllum.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.4.2007 kl. 12:57

10 Smámynd: Ragnheiður

En segiði mér eitt (já ég veit að ég er sljó)  Eru kosningar og eurovísjón sama kvöldið ? Sko ég gæti alveg fundið þetta út en bara nennessuekkert

Ragnheiður , 28.4.2007 kl. 14:05

11 identicon

2 vikur í kjördag held að framsókn bæti Í

leeds (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 17:01

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

leeds framsókn bætir örgla ÍÍÍ-haha!

Dúa auli, það er skýring á þessu sem bæði ég og Björn sættum okkur við

Pelle það verður rauður sigur í vor en það verður ekki Eiríkur sem rakar honum saman.  Þorry.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2985742

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.