Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Agnes rífur kjaft og Árni fer í ljósabað

Svei mér þá ef það er ekki pirringur í loftinu.  A.m.k. er ég urluð í lengd og bráð.

Ég er svo leið á prímadonnuduttlungum fólks sem stöðu sinnar vegna getur fengið athygli út á alla skapaða hluti. 

Eins og hann Árni, sem stöðugt virðist næra athyglisþörf sína.

Agnes rífur kjaft það er rétt og hún er ekki að spara sendingarnar þegar hún á annað borð hefur skoðanir.

Mér finnst alveg að Agnes mætti fara á námskeið í naumhyggju tungunnar, en það er annað mál.

Aðfarir hennar að forsetanum t.d. eru út í hött.  Ólafur lætur sig samt hafa það.  Kannski er forsetanum bannað að fara í mál, hvað veit ég.

En Árni lætur tækifærið ekki úr greipum sér ganga.  Agnes gaf honum færi á að ljósabaða sig.

Fyrir utan ljótt orðfæri þá sagði Agnes í raun aðeins það sem allir vita og gengur að lesa í hæstaréttardómi yfir þingmanninum.

En Árna er misboðið og hann ætlar að vera móðgaður í gegnum fjölmiðla og dómstóla.

Árni fer í ljós - sviðsljós

Get a fucking live!


mbl.is Árni stefnir Agnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á útihátíðina og klósettið með vini og óvini

Samkvæmt henni Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, fyrrverandi hægri hönd borgarstjóranefnunnar í Reykjavík, skulu heilindi borgarstjóra ekki dregin í efa. Absólútt ekki. Fyrir utan þennan fáheyrða hroka karlsins í brúnni og gleði hans með eigið ágæti, þá hefur þessi stuðningsmaður hans nú vikið fyrir öðrum sem hann treystir betur þessa dagana.

Mér þætti forvitnilegt að vita hvort Ólöf Guðný er enn á því að borgarstjórinn í Reykjavík sé hafinn yfir gagnrýni á störf sín og heilindi hans séu enn jafn óumdeilanleg eftir þennan gjörning.

Það fækkar í fanklúbbi karls.

Ég þekki mann fyrir norðan (bloggvinur minn) sem stendur með Ólafi.  Svo er það Jakob Frímann og væntanlega Magnúns Skúlason, arkitekt sem verður varaformaður í skipulagsráði Reykjavíkur í staðinn fyrir Ólöfu Guðnýju.  Ég veit ekki um fleiri en þeir eru ábyggilega einhverjir.  Það fer að verða fátt um fína drætti.

Það eru ekki margir eftir til að dissa. 

Ekki gamanmál.

Embættissaga borgarstjórans í Reykjavík gefur manni tilefni til að grínast með þróunina, en auðvitað er þetta grafalvarlegt mál.  Það er ekki eins og maðurinn sé skrifstofustjóri á tveggja manna kontór, hann er æðsti yfirmaðurinn borgarinnar. 

Ólafur má lýsa því yfir munnlega og skriflega oft á dag hversu rosalega hann er hafinn yfir allan vafa þegar kemur að heilindum, mín vegna, ég tala nú ekki um ef það færir honum sálarfrið.  En ég eins og fleiri trúum honum ekki augnablik.  Bara sú staðreynd að hann telji sig knúinn til að minna stöðugt á viðkomandi heilindi, segir heilmikla sögu.

Ég sá ekki betur en að þeir félegar Kobbi og Óli væru í sjónvarpinu þegar sýnt var frá Borgarfirði eystra um helgina.

Þá datt mér í hug gömul speki..

Hafðu vini þína nálægt þér en farðu á útihátíðir og á klósettið með óvinina (hehemm).

Fýkur Kobbi næst??

Segi svona


mbl.is Borgarstjóri skiptir um varaformann skipulagsráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru það sokkarnir - eða jakkinn?

 rbv0110077

Einhver spurði mig um daginn hvað ég hefði á móti Sound of Music bíómyndinni, en ég hafði gefið blankan skít í þá ræmu í bloggfærslu.

Ég þurfti alveg að hugsa mig um, búin að liggja undir feld í marga daga.  Hvað er að "Tónaflóði" hvað er að söngvamyndum svona yfirleitt??

Og loksins datt ég niður á svarið.  (Döh veit nákvæmlega hvers vegna, bara að byggja upp spennu).

Ef mig langar að hlusta á músík, þá skelli ég disk á spilarann eða fer á tónleika.

Ef ég fer í bíó og leikhús vil ég horfa á fólk gera og skera, ég vil alls ekki að það bresti út í söng við allar mögulegar og ómögulegar aðstæður.  Hér eru auðvitað undantekningar, en ekki margar.

Ég og minn heittelskaði ætluðum að horfa á mynd með Johnny Depp um daginn (húsbandi finnst hann góður leikari mér líka plús fullt af öðru sem ekki verður rætt hér) og haldiði ekki að dúllurassinn, sjarmörinn og töffarinn hafi brostið í söng?  Aaaaalgjört törnoff.  Ég fyrirgef ekki manninum, alveg hár og hand.

Varðandi Sound of Music þá tilkynnist það að ég óð í Háskólabíó með systragerið mitt (þær dauðskömmuðust sín fyrir síðu kápuna, lennongleraugun og hnéháu stígvélin) og ástarviðfang mitt þá stundina var með í för. 

Og svo hófst myndin.  Skotmark gelgjuástar minnar söng með helvítis myndinni, hann grét og hann snökkti, hann hló og svo blikkaði hann mig í myrkrinu og sagði; er þetta ekki unaðsleg mynd?  Ef kynhvötin hefði verið farin að kræla á sér fyrir alvöru, hefði hún horfið og aldrei átt afturkvæmt.W00t

Ég labbaði út úr bíóinu 100% minna ástfangin en þegar ég kom inn, með krakkagrislingana, Gretu, Jónu, Guslu og Ingunni á eftir mér, blóðrauðar af skömm.

Ég sagði söngfuglinum upp fyrir utan bíóið.  Hann skildi ekki hvað hafði gerst, voru það sokkarnir?  Jakkinn?

Og síðan þá krullast ég upp yfir söngvamyndum.

Lái mér það hver sem vill.


Selbitarnir í lífi mínu

markí

Ég hefði gjarnan viljað að lundinn sem beit leiðindaeiturbrasarann Ramsey í nefið, hefði bitið hann fast í rassinn og fengið til liðs við sig alla fjölskylduna.

Þar fyrir utan er mér slétt sama um þennan karl.  Mér er slétt sama um Mel Gibson og alla aðra Íslandsvini, nema hvað ég vona að þeim líði vel hérna, eins og öllum öðrum ferðamönnum.

En ég fékk alveg í magann í fyrra þegar ég keyrði fram á Jodie Foster í miðbænum.  Hún er ein af mínum uppáhalds.

Ég fór í öreindir mínar í framsætinu (ók, ég tók þessu með stóískri ró),  en ég sá konuna áður en blöðin vissu að hún var hér.  Nananabúbú.

Og við höldum áfram.  Ég hitti Freddy Mercury í Oxfordstreet og bókstaflega hnééé að fótum hans.  En ég lét samt eins og ég hefði dottið heiðarlega, af því að ég myndi aldrei, aldrei, vilja sýna einhverjum selbitum að ég væri svag fyrir þeim.  Það skal tekið fram að þetta var áður en ég vissi að hann væri hommi, maður bar enn vonir í brjósti.  Muhahahaha.

Annars hef ég áður bloggað um hittinga mína við hetjurnar í lífi mínu, en aldrei er góð vísa of oft kveðin.  David Bowie á Marquee klúbbnum og á Speek Easy.  Ómæfokkinggodd hvað hann var bjútífúl.

Ég hékk inni á Vanilla Park í heilt kvöld til að bíða eftir Bítlum, þeir komu ekki en mér leið eins og þeir hefðu gert það.  Jájá, þurfti ekki mikið til að gleðja mann í þá daga.

Og ég sá Gilbert O´Sullivan (leim) spila á hvítan flygil á efstu hæð í Biba í Londres hérna um árið.

Dubie Brothers voru á Speak Eeasy og ég horfði á þá með fyrirlitningu.  Til að hemja aðdáunina.  Alltaf kúl, sko alltaf í öllum aðstæðum hún Jenný Anna.

Svo leið bara yfir mig uppi á herberginu mínu á Regent Palace þegar engin vitni voru til staðar.

Ó mín elskaða "Swinging London" hvernig er komið fyrir yður?

Meira seinna,

Farin að leita að stórstjörnum á Laugaveginum.

I´m so excited.

Úje


mbl.is Óblíð náttúra og lundar hrelldu Ramsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af spíttrúminu og öðrum dóphúsgögnum

pull%20down%20bed%203 

Eftir að hafa sofið í lúxusrúmi hér á Leifs, svona betrabak fyrirkomulagi þá er eitt orðið ljóst.

Gamla hjónarúmið með neonljósunum og rekkverkinu verður ekki lengur notað af mér.

Fyrir liðlega tíu árum var spíttrúmið keypt eftir smáauglýsingu þegar við húsband vorum að byrja alvöru sambúð. 

Ég hef sagt ykkur frá téðu rúmi, með áföstum ljósum og hillusamstæðu, klósetti og innskotsborðum á við meðal tveggja herbergja íbúð.

Margar atlögur hef ég gert að rúmfjandanum, sem er svo ljótt að ég treysti mér ekki til að færa það í orð en ein elskuleg dóttir mín sagði við mig um daginn; mamma, nú skaltu hætta baráttunni við að losna við rúmið, það er svo ljótt, svo áttundi áratugurinn eitthvað að það fer að hrynja inn í Saltfélagið "anyday now".

Húsgögn á svipuðum aldri og rúmið eru kölluð spítthúsgögn á þessu heimili.  Minna á svona vodka í kók partý, slagsmál og kúfulla öskubakka.  Þið þekkið fílinginn.  Ég eyddi ekki löngum tíma í spíttpartíum en ég held að þau hafi farið fram í svona mubleríi.

En nú er húsband allur að koma til.  Hann nefnilega sefur eins og mófó í rúminu hennar Söru og Eriks.

Er allur eitthvað svo ungur og léttur á sér.

Ekki að hann sé gamall.  Ónei,

En þið ættuð að vita að rúm eins og okkar gerir manni hluti og einn af þeim er að maður yngist ekki rassgat enda ekki ætluð til eilífra nota hjá fólki sem helst aldrei vill skipta neinu út (á við suma ekki mig).

Farin að lúlla.

Újebb.


Elskulegheit er miðnafnið mitt - úje

 thanksgiving-sunbathing-turkey

Ég ætla að vera elskuleg - í 101 um næstu helgi.

Ég er svo mikill innipúki að ég fer ekki einu sinni á innipúkahátíðina, vill bara vera heima.

Það er auðvitað þessi eiginleiki minn að vera sífellt á skjön (segir pabbi) sem gerir það að verkum að þegar allir fara út - nú - þá fer ég inn.

Þegar allir fara í ferðalög - læsi ég dyrunum og hendi lyklinum.

En sumarið er búið að vera frábært.  Mín frönsku gen hafa stokkið í húðina á mér og nú er spurning um hvort mér verður ekki vísað úr landi, ef einhver frá Útlendingastofnun gengur í flasið á mér.Devil  Ég er búin að búa í garðinum á Leifsgötunni þar sem hitinn er ólýsanlega mikill unaður.

 Ég held áfram að passa hús dóttur minnar og í Sverige er 30 stiga hiti.

Jenný Una týnir ber og blóm og baðar sig á strönd.  Hrafn Óli kemur bara með agíar hinn ánægðasti.

Kisan Núll er dálítið pirrandi þegar hún stekkur á mig á nóttunni en æðruleysi mitt kemur í veg fyrir að það gerist hlutir.

Jökklinn minn, elsta barnabarnið er á leið með afa sínum í sólina í Króatíu.  Ekki leiðinlegt.

Annars vona ég að Akureyringar fái svefnfrið um Verslunarmannahelgina og að allir verði glaðir og ánægðir, að kaupmenn þéni mikla peninga, að gleðisafinn í Vínbúðinni seljist ekki upp, að allir dílerar detti á hausinn og fótbrotni og að andi almættisins svífi yfir vötnunum.

Vestamanneyingar mega líka nota þessi áhrínisorð.

Farin að ...

æi ykkur kemur það ekki við.  En það er djúsí - bílív jú mí.

Úje


mbl.is Þemað er elskulegheit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlahúmor - ekki kafna úr hlátri af eigin krúttheitum

Bloggheimar eru í langdregnu krúttkasti yfir jakkafötunum í Sjálfstæðisflokknum.  Fólki finnst svo krúttlegt að drengirnir ósnertanlegu gantist hvor við annan.

Hahahahaha.

Karlahúmor, jakkafatahúmor, vindlahúmor, bakherbergishúmor,égáÍslandhúmor og allir krullast upp af gleði. 

Nenni ekki að pæla frekar í því.  Allir þurfa að skemmta sér, líka ofurmenninn.

Og svo að henni Agnesi Bragadóttur, sem mér finnst flottur blaðamaður.

En þegar ég sé hana reiða í sjónvarpinu þá stekk ég á bak við næstu mublu og fel mig.  Ég er skíthrædd við þessa konu, ef ég hitti hana í ham, augliti til auglitis myndi sjást undir iljarnar á mér.

Kannski átti hún ekkert að vera að kalla Árna Johnsen stórslys og mælast til þess að hann héldi kjafti, frekar brussulegt hjá henni, en ég held að hún sé ekki ein um þá skoðun.  Það eru bara ekki allir sem þora að segja það upphátt.

  En ég segi það og meina að ég myndi taka lykkju á leið mína frekar en abbast upp á Agnesi. 

Agnes í Kastljósi

Annars finnst mér alltaf gott þegar pólitískir andstæðingar sjá sjálfir um að minnka fylgi flokksins síns.  Árni er búinn að standa sig vel í því.

Mér fannst ekki par smekklegt af honum að bera sitt mál saman við Bónusmálið, en samt er það ákaflega "árnískt" að gera það.

Ef maðurinn ætlar í mál við Agnesi, þá hann um það, en rosaleg viðkvæmni er þetta.  Magnús Geir bloggaði um offramboð á Árna og ég er á því að sá mæti maður hafi rétt fyrir sér.  Árni ætti að hafa sig hægan um hríð.  Öllu má ofgera og ég er rosalega mettuð af þessum manni.

Og eitt í viðbót hérna sem er búið að vera að pirra mig í einhverja daga.

Sigmar með BB í drottningarviðtali.  Sumir sjónvarpsmenn mættu fara að kíka á starfslýsinguna.  Kastljós er fréttatengdur þáttur og ég vil að það sé reynt að fá eitthvað út úr pólitíkusum þegar þeir mæta til yfirheyrslu.  Viðtalið var eins og hátíðarútgáfa af Séð og Heyrt, svo ég taki nú ekki sterkara til orða.

Sigmar er ekki beittur nú um stundir.

Björn og Simmi.

Hvar er Helgi Seljan?  Enn á sjó?

Ég sakna drengsins.

Ajö í bili


mbl.is Davíð boðaði Sigurð Kára á leynifund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hoppsassa på sängekanten

Jæja, nú klæmumst við í góða veðrinu.

Nei, perrarnir ykkar, ekkert klám á minni síðu.

En ég var að heyra að gömlu dönsku "klammararnir" með Ole Söltoft - Hoppsassa på sängekanten og ég er forvitin gul, rauð, blá og marin séu orðnar rosa vinsælar aftur. (Eða voru þær sænskar?)  Ekki út af erótíkinni heldur vegna þess að Dönum finnst gaman að sjá hvernig fólk lifði á þessum tíma.  Þá meina ég settöppið ekki sexið aularnir ykkar.

Ef ég er spurð hvort ég hafi gaman af klámi þá er svarið nei.

Ég hef aldrei skilið gluggagægisþörfina hjá fólki sem nennir að horfa á annað fólk riðlast hvort á öðru undir formerkjunum "The more the merrier".

Ég er ekkert að fordæma þessa erótíkurþörf þeirra sem vilja glápa. (Eða kannski er ég að því, þorrí, er ógeðslega fordómafull í þessa veru).

En ég er á móti klámi, mér finnst það niðurlægjandi fyrir alla innblandaða.

Fyrir nú utan mansalið, ofbeldið og allan pakkann sem virðist fylgja þessum bransa.

Svo er að telja upp að tíu.  Höfum það tuttugu.

Anda inn - anda útDevil inn - út - inn - út.  Ó, þorrí þetta var óvart.Blush

Skeyta svo skapi sínu á veggjum, ekki kommentakerfinu.

Langaði bara að koma þessu snyrtilega á framfæri.Halo


Tími reykingamanna er að renna upp - úje

Ég er í aðgerðum.  Hér á Leifsgötunni sko.  En það er leyndarmál, því ef það klikkar hjá okkur rokkhjónunum þá nennum við ekki að láta rukka okkur um það.  Þið farið með þessa færslu í gröfina - eðaeggi?

Við erum að trappa niður sígóið.  Kannski að hætta bara.  Það væri þá saga til næsta bæjar.

Tilvalið að gera á meðan við erum í húsapössun.  Út í garð að reykja og svona, ekki alltaf nenna fyrir því á kærleiksheimilinu.

Og ég keypti nikótínúða (þennan sem slengir manni í vegg) og munnstykki.

Ég segi ykkur að þetta gengur bara ljómandi vel.  Verð komin niður í karton á dag áður en grísinn nær að blikka.  Eða þannig.

Svo sá ég þessa frétt af honum Damien Rice sem reykti á sviðinu á Nasa í gær.

Er ég tímaskekkja?  Er ég að gefast upp í nikótínstríðinu á kolröngum tímapunkti þegar sigur mökkaranna er að ná landi?

Damien smókaði sig á sviðinu og reykingalöggan var ekki kölluð til.  Ha?

Það þýðir bara eitt, tími reykingamannanna er að renna upp.

Eða getur verið að maðurinn hafi fengið einhverja sérmeðferð af því hann er frægur, hipp og kúl?

Neh það getur ekki verið.  Við erum svo laus við snobb vér Íslendingar.Devil

Æi,ég held áfram niðurskurðaraðgerðum.

Það er ekki á vísan að róa með neitt.

Farin út í garð í morgunsígóið.

En ég mæli með úðanum.  Djöfuls kikk.


mbl.is Damien Rice lék á als oddi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er í lagi með borgarstjórann í Reykjavík?

Ég er vel upp alin og því ætla ég ekki að segja á mannamáli hvað mér finnst um borgarstjórann í Reykjavík.

En ég spyr; er allt í lagi með manninn?  Af hverju finnst mér alltaf eins og hann sé að segja eitthvað eftir handriti þegar ég sé hann tala?

 Svo eru þessar undarlegu uppákomur.  Maðurinn í Færeyjum með söngkonuna Sölvu við hliðina á sér, þau samvaxin frá mjöðm og niðurúr og hann er búin að bóka hana í gigg alveg á eigin vegum.

Það getur verið að það hafi tíðkast að borgarstjórar reddi giggum á Menningarnótt, en það hefur alveg farið fram hjá mér.  Ekki að ég hafi nokkurn skapaðan hlut á móti söngkonunni.  Ónei

Og svo skilaboðin um að heilindi hans skuli ekki dregin í efa.

Halló mister hershöfðingi yfir Borg Óttans.  Í mínum bókum er það leyfilegt að setja spurningamerki við orð og gjörðir pólitíkusa.  Á annað að gilda fyrir þennan mann?

Og svo yfirlýsingar varðandi Kárahnjúkavirkjun þar sem maðurinn hikar ekki við að segja ósatt til að fegra sjálfan sig svo ekki sé minnst á fulltrúa borgarstjórans sem skyndilega hætti í vinnunni upp úr þurru að því er virðist.

Enn eitt bíóið er svo Jakob Frímann sem er eins og skuggi Ólafs, svona einkalífvörður eða ámóta.

Þetta er ógeðslega undarlegt í laginu alltsaman.

Ég er bara almennur borgari sem fylgist vel með fréttum og læt mig borgina mína varða.

Og þegar ég súmmera upp það sem ég sé þá spyr ég;

er í lagi með borgarstjórann í Reykjavík?


mbl.is Segja borgarstjóra fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.