Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Neimdropping tækifæri aldarinnar

Í fyrsta skipti sem ég gifti mig var kirkjan svo lítil að ég og þáverandi vorum komin út á hlað þegar brúðarmarsinn var rétt í startholunum, þ.e. við gengum út á fyrstu tónunum.  Það kom hallærislega út og það var þá, í nepjunni fyrir utan litlu Hallgrímskirkju, sem ég ákvað að ég myndi ekki hafa músík í mínum brúðkaupum aftur.  Og ég stóð við það.

Ég gifti mig því alltaf í algjörri þögn eftir það og missti þess vegna af mörgum skemmtilegum tónleikum.Pinch

"Brúðguminn" sem var í fréttunum um daginn af því hann var ósáttur við að brúðkaupsveislan hans í Þróttarheimilinu yrði í miðjum tónleikum Bjarkar og Sigur Rósar í Laugardalnum, er búinn að redda málunum.  Hann flutti veisluna.

Hann er ánægður með það, fílar heldur ekki Björk og Sigur Rós.  Finnst músíkin þeirra væl.

Allt í góðu með það sko, smekkurinn er misjafn og ég fell heldur ekkert í stafi yfir Sigur Rós, við erum ólík eins og gengur.

En er hann ekki að missa af frábæru neimdropping tækifæri maðurinn? 

Það er ekki margt sem toppar það að geta sagt stórkostlega sanna sögu úr brúðkaupinu sínu.

"Þetta var frábær dagur, það var svo smekkfullt af gestum að ég gat ekki talið þá.  Björk og Sigur Rós spiluðu og brúðkaupið vakti heimsathygli".

Margir myndu gefa af sér höfuðleðrið fyrir að geta sagt svona lagað og vera að segja algjörlega satt og rétt frá.

Dem, dem, dem, ef ég væri ekki hætt að gifta mig þá hefði ég stokkið á þetta tækifæri.

Nú er að bíða og vona að Frumburður eða Maysan mín einhendi sér í að gifta sig næst þegar spilað verður með náttúrunni.

Svo vel við hæfi.

Til hamingju Thorvaldur Brynjar og frú.

 


mbl.is Brúðkaupinu reddað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannstu?

 seb

Mér finnst svo krúttlegt eitthvað þegar auglýsingar eru skrifaðar eins og fréttir og svindlað inn með alvöru stöffinu, þ.e. fréttum sem standa undir nafni.

Eins og t.d. þessi "frétt" um að miðasala á tónleika franska tónlistarmannsins Sebastien Tellier sé hafin, hvar megi kaupa miðana og hvar tónleikarnir verða haldnir.

Og þá kem ég að því sem ég ætla að blogga um.  Þegar ég sá þessa "frétt" var ég alveg: Hm, bíðið nú aðeins, hver er þessi Tellier? Algjörlega blankó sko.  Svo gúgglaði ég manninn og þá sá ég að þetta var franski júrósöngvarinn.  Það er ekki langt síðan Júróvisjón var haldin og ég gjörsamlega búin að blokkera þá skelfingu og grafa í óminnisdýpinu.

Ég er nefnilega ótrúlega minnug þegar það hentar.  Mínus þessi ár sem ég var í áfengi og pillum auðvitað, þá mundi ég ekkert stundinni lengur.  Algjörlega tóm á milli augna og eyrna.

Ég man auðvitað hvar ég var þegar Kennedy var myrtur eins og allir aðrir sem á annað borð voru farnir að skríða þegar það gerðist.

Ég man ótrúlega langt aftur, man hvað ég var að hugsa þegar ég var 4 ára og svona.  Ekki eðlilegt.

Munið þið hvað þið gerðuð daginn fyrir fermingardaginn ykkar? En daginn eftir?  Þetta er skítlétt, auðvitað munið þið það.

Munið þið hvað þið gerðuð á Þorláksmessu þegar þið voruð 8 ára?

Eða daginn fyrir Skírdag þegar þið voruð 9?

Eða fyrsta daginn í skólanum þegar þið voruð 6?  Ég man það og ég man í hverju kennarinn minn var og hverjir komu í fylgd mömmu sinnar og ég var ein af þeim.

Og áfram, fullt af undarlegum smáatriðum sem ég man. 

Ég hef líka ágætis hæfileika í pylsutroðningaraðferðinni við próflestur.  En þið?

Ok, segja Nennu sinni.

Og svo ætlaði ég skrifa eitthvað annað hérna en ég man ekki hvað!

Sjitt, mér er að förlast.


mbl.is Miðasala hafin á Tellier
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Felupenni og Skóflustingur

Okkur sem viljum ekki sjá náttúrunni misþyrmt enn frekar hefur borist liðsauki úr ekki svo óvæntri átt.

Ungir jafnaðarmenn hafa sent út tilkynningu þar sem kemur fram hörð gagnrýni á ráðherra Samfylkingarinnar, þá Össur Felupenna Skarphéðinsson og Björgvin Skóflusting Sigurðsson, fyrir að ganga gegn stefnu flokksins í umhverfismálum.

Fagra Ísland er orðin eins og lélegur brandari eftir að þessir stjörnuráðherrar fóru að praktisera stefnuna, eða svoleiðis.

Í tilkynningu UJ stendur eftirfarandi:

"Nú hefur Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra tekið skóflustungu að álveri í Helguvík og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra endurnýjað viljayfirlýsingu um byggingu álvers á Bakka. Ungir jafnaðarmenn telja að ráðherrarnir hafi með þessu farið gróflega gegn stefnu flokksins. Ekki þýðir að skýla sér bak við að ríkisstjórnin hafi ekki tæki til að stöðva það sem þegar hafi verið í farvatninu þegar Samfylkingin tók við ríkisstjórnartaumunum fyrir rúmu ári. Lágmark væri þá að slá sig ekki til riddara með því sem er andstætt stefnu flokksins."

Ég hefði ekki getað sagt þetta betur sjálf.

Og svo er beinlínis sorglegt að lesa yfirklórið og réttlætingarnar hjá þeim ágæta manni honum Dofra, sem ég að öðru leyti hef töluvert álit á.

Stundum er best að horfa á hlutina eins og þeir eru.  Ekki eins og maður vildi að þeir væru.

En jólsveinaráðherrarnir í Samfylkingunni eru hreinlega ekki að slá í gegn hjá mínu fólki í umhverfismálunum.  Mér þykir það leitt, ekki svo mikið Samfylkingarinnar vegna, af skiljanlegum ástæðum heldur einfaldlega vegna þess  að fórnarkostnaðurinn  á eftir að verða skelfilegur.

Ójá.


mbl.is Ungir jafnaðarmenn gagnrýna Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófarir spikfeitrar býflugu - eða hvað?

 543

Ég stend frammi fyrir vandamáli.

Það hefur með reykingar að gera.

Ég þyrfti að hætta þessum (ó)sið en ég nenni því ekki. 

Það er vandamálið sko.  Letin á eftir að verða minn bani.

Annars verð ég að segja ykkur frá því að í gær var ég nærri búin að yfirgefa.

Jájá og það var nokkuð dramatískt bara.

Sú kakófónía innihélt eftirfarandi: Svalahurð, stóra býflugu, stökk tvo metra í loft upp, flugnaspaða, fall á gólf og hönd sem festist á milli stafs og hurðar ásamt aumum raddböndum.

Persónur og leikendur: Undirrituð og  eitt býflugukvikindi, spikfeitt.

Ég minni á að býflugur hafa ekki hendur.

Nú getið þið raðað saman brotunum.

Ég nenni ekki að fara nánar út í atburðarrás.

Er að reykja sko.Devil


Helvítis frekjan í múgnum

Stundum tek ég upplýsta ákvörðun um að hlægja í staðinn fyrir að grenja.  Fer betur með húðina sko, saltvatn er eitur á andlit.

Geir Haarde var í toppsætinu hjá mér eftir að hann skammaði Sindra hjá Markaðsfréttum um daginn fyrir dónaskap og hroka.

En núna er kominn nýr vinningshafi, þ.e. Össur og aðstoðarmaður hans deila með sér efsta sætinu.

Sjá hér.

Fyrirgef oss Hr. iðnaðarráðherra að við skulum vera að blanda okkur inn í þín einkamál á skrifstofunni.  Helvítis frekjan í almenningi og einkum og sér í lagi þessum blaðaljósmyndara sem ætlaði að mynda undirskriftarathöfnina vegna Álversins á Bakka og leyfa okkur sótsvörtum að fylgjast með.

Ekki það að ég skilji ekki fullkomlega að Össur skammist sín fyrir að halda á pennanum í þessum gjörningi, það myndi ég líka gera.

En af því það er svo hipp og kúl, svo eðlilegt og sjálfsagt að bæta einu eldspúandi álskrímsli við hina dásamlegu málmframleiðslu á þessu landi þá hefði ég haldið að hann myndi breiða úr sér iðnaðarráðherrann.

Kannski er hann bara svona feiminn!

Svo svakalega feimin og lítillátur.

Það er þá af sem áður var.

Hm?


Vinkonuvæðing á húsbandi?

Guð hvað það væri notalegt ef ég gæti platað húsband til að horfa á Beðmál í Borginni, sko þættina sem einhver dætra minna á komplett.  Ef ég gæti hangið með honum í sófanum og við hlegið og ruglað yfir stelpunum og kommenterað á fötin og svona.

En.. það mun ekki gerast.  Ég horfi bara ein á svona stelpuþætti.  Hann horfir einn á fótbolta og er reyndar að því í þessum töluðu orðum.

Þess vegna öfunda ég svolítið Elton og kærastann, að hanga saman yfir Beðmálunum.  Krúttlegt, ef þið vitið hvað ég meina.  Sé þá alveg fyrir mér í heví umræðum um föt og uppáferðasögur stelpnanna.

Ég öfunda þá reyndar ekki af bökuðu baununum og ristaða brauðinu sem þeir graðka í sig á meðan þeir horfa - en þetta er samt svo svakalega huggulegt eitthvað.

En þegar ég hef hugsað þetta til enda þá er ég eiginlega nokkuð fegin að við húsband erum ekki með sama áhuga á sjónvarpsefni.

Hann horfir á sitt - ég á mitt. 

 Ég giftist honum eiginlega ekki til að vinkonuvæða hann.  Ég á nefnilega glás af vinkonum.

Við sláumst heldur ekki um spegilinn.  Þar hef ég forgang.

Enda erum við ekki hommar.

En maður getur látið sig dreyma.


mbl.is Vill helst horfa á Beðmálin með kærastanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldursblogg

 lucy-jump-large-coat-stand

Ég held að þetta með að verða gömul og allt það kjaftæði hafi náð mér.  Og það þrátt fyrir að ég hafi marglofað sjálfri mér að láta það ekki gerast.

Sko þegar ég var tvítug þá voru allir yfir þrítugt á grafarbakkanum.

Ég held meira að segja að ég hafi lýst því yfir í votta viðurvist að ég ætlaði ekki að verða eldri en fertug, en það var svo skelfilega hár aldur að ég náði ekki upp í það.

En ég er orðin fimmtíuogeitthvað og ég upplifi að flestir eru eldri en ég.

Ég býð eftir að áhugamálin breytist.  Mér er sagt að á mínum aldri komi músíksmekkurinn að breytast, útsaumur muni höfða til manns í ríkara mæli og eitt aðaláhugamálið verði að stunda  lestur minningargreina og að mæta í jarðarfarir hjá ókunnugu fólki.

Þetta er auðvitað ekkert annað en bölvað kjaftæði.

Jákvæða breytingin sem ég hef tekið fagnandi er að ég nenni sjaldnast lengur að fara í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut.  Ég segi hlutina hreint út.  Það er kosturinn við að eldast. 

Annars er ég að lesa bók um konu sem er með jarðarfarir sem áhugamál og erfisdrykkjur eru sérstaklega spennandi að hennar mati.  Það er út af þessari bók sem ég missti mig í aldurspælingarnar og ég varð alveg meðvituð um það í smástund að lífið styttist í annan endann.  Ekki gott mál.  Ég segi ykkur frá bókinni seinna þegar ég er komin yfir sjokkið, ef ég lifi það af.

Ég gæti alveg búllsjittað mig og aðra með því að segjast ekki óttast ljámanninn en þá væri ég ekki að segja satt.  Mér þykir alltof vænt um lífið til að kæra mig um að yfirgefa það.

Einhvern veginn finnst mér það alveg ágætlega heilbrigð afstaða.

En nóg um það, ég ætla að hríslast út á svalir í sólbað.  Með hitapoka, sjal og staf.  Jeræt. 

Lífið er bjútífúl.

Úje.

 


Aðstoðarkona með attitjúd

 e107e4072187d0e62515b45af4e50a69

Ég er orðin þreytt á þessum lestri á milli línanna hvað varðar ástandið í borginni.  Mig fýsir að vita hvaða rugl er í gangi þarna.  Aðstoðarkona Ólafs að hætta og gefur engar skýringar á því.´

Mér finnst eins og okkur borgarbúum komi við hvað þetta lið er að gera.  Eru þau öll að flippa út?

Tekið af visi.is

"Ólöf Guðný Valdimarsdóttir mun láta af störfum sem aðstoðarmaður Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra á næstunni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Ólöf Guðný varð aðstoðarmaður þegar Ólafur tók við í janúar á þessu ári. Samkvæmt samkomulagi meirihlutans í Reykjavík situr hann sem borgarstjóri til mars á næsta ári, en þá tekur Hanna Birna Krist­jáns­dóttir við.

Ólöf Guðný vildi hvorki staðfesta né neita þegar blaðamaður náði tali af henni. „Ég var í vinnunni í dag og verð í vinnunni á morgun, meira hef ég ekki um það að segja."- kóp"

Ólöf Guðný bara með attitjúd þegar hún er spurð eðlilegra spurninga.  Ég sver það ég er hætt að skilja upp né niður.

 P.s. Get ekki stillt mig um að birta þessa mynd af Ólafi með listakonunni sem hann hefur fengið til að skemmta okkur á Menningarnótt.  Ég nappaði henni hjá honum Herði á eyjunni.


Ofdekraðir andskotar

Ég hef heita samúð með launafólki, enda rennur mér blóðið til skyldunnar.

Ég styð það í hverri þeirri baráttu sem það fer í til að fá leiðréttingu á kjörum sínum.

Verkfallsrétturinn er mikilvægur, stundum eru yfirvofandi verkföll það eina sem bítur á viðsemjendur.

En nú er mér andskotinn hafi það, nóg boðið.

Hvaða skæruhernaður er í gangi hjá flugumferðarstjórum?

Þessir hálaunamenn eru á leiðinni í verkföll (já mörg) til að knýja fram kauphækkanir.

Rosa dúlllulegt hjá þessum hópi að taka til þessara vopna þegar verið er að segja upp fólki í hundraðatali út um víðan völl. 

Ég trúi því tæpast að þeir eigi stuðning vísan meðal almennings sem undirbýr sig fyrir atvinnuleysi, dýrtíð og verðbólgu.

Flugumferðarstjórar koma mér að þessu sinni fyrir augu sem ofdekraðir andskotar og þeir þekkja greinilega ekki sinn vitjunartíma.

Fyrirgefið á meðan ég garga mig hása.


mbl.is Hafa ferðaþjónustuna í hendi sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of margir? - Jesús minn á pallinum!

Er heimurinn eins og við þekkjum hann að verða minni eitt?

Hvað varð um eðlilega kröfu atvinnurekanda svona almennt um að launþegarnir séu edrú í vinnunni?

Sorrí, ég á ekki að vera svona fljót á mér, það var lengi til siðs að drekka í vinnunni.  Var ritari hjá Aðalvertökum uppi á velli hérna í denn, og þar voru margir fullir í vinnunni, þó þeim væri stranglega bannað það.  Reyndar veit ég ekki til þess að neinn úr þeim hópi væri atvinnuflugmaður í hjáverkunum.  Sjúhúkkit.

En þegar frétt um að það sé hópur af flugmönnum að fljúga fullir þá missi ég trúna á sans nútímans fyrir því hvað skuli  vera rétt og hvað ekki, þegar fyrirsögnin er "Of margir fljúga fullir".  Halló!  Hemjið ykkur á afslappelsinu kæru blaðamenn.

Sko þetta eru 50 flugmenn á Indlandi sem eru kyrrsettir árlega eftir að hafa  flogið farþegaflugvélum undir áhrifum..  Skelfileg tilhugsun.  Algjörlega martraðarkennd fyrir flughræðslumanneskju eins og mig.

Samkvæmt fyrirsögninni þá eru 50 of margir.  Eru þá 10 of fáir?  Hvað er ásættanleg tala á flugmönnum sem fljúga í glasi?

Og það leiðir mig að því sem ég kæri mig ekkert um að hugsa um.  Hversu margir fljúga fullir í þeim vélum sem ég flýg með?  Mér dettur ekki í hug að þetta sé eitthvað sérindverskt vandamál.

Ég legg til að það verði ráðinn flugumferðarlögga sem verður með testkitt í flugstjórnarklefanum þannig að maður eygi möguleika á að drepast úr einhverju öðru en flugslysi.

En áður en einhver fer á límingunum þá eru okkar flugmenn reyndar flottastir í heimi.

Eiginlega OF flottir ef það er hægt.

Og örugglega allir bláedrú.Whistling

Það er ekki grín að þessu gerandi.

Góða ferð þið sem eruð á leiðinni út í lönd.Halo


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband