Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

SNEMMA BEYGÐIST KRÓKURINN

22

Var í einsemd minni að glugga í bók í kvöld sem inniheldur sögur af gyðjum og konum.  Þar var ég að lesa um tunglgyðjurnar þar sem bent er á að tunglið hafi alveg sérstaka þýðingu í gyðjusögunum. Kvartilaskipti tunglsins líkjast bæði tíðahring konunnar og hinum þremur aldursskeiðum hennar (nýtt tungl táknar meyjuna, fullt tungl hina þroskuðu konu og minnkandi tungl er tákn hinnar vitru konu sem er þá ég ofkorse). 

Ég rakst á þessa gömlu þjóðsögu á sanskrít um sköpunina á konu og manni í áðurnefndri bók og þar fékkst tvennt á hreint.  Við vitum núna hvaðan "you can´t live with them, you can´t live without them" er sennilega komið og að það hefur loðað svolítið við karlmenn gengum tíðina að reyna að skila sinni heittelskuðu heim til föðurhúsanna eins og gallaðri vöru séu þær ekki almennilega til lags.

"Þegar skaparinn skapaði manninn skapaði hann um leið konuna úr bogalínum tunglsins, lipurð eðlunnar, léttleika laufanna, gráti skýjanna, grimmd tígursins, mjúkum yl eldsins, kulda snævarins og blaðri skrækskaðans.  Síðan gaf hann karlmanninum hana.  Á þriðja degi kom maðurinn til Drottins allsherjar og sagði: "Þessi kona sem þú gafst mér blaðrar í sífellu, hún lætur mig aldrei í friði, krefst mikillar athygli, tekur allan tíma minn, grætur út af engu og gerir aldrei neitt.  Taktu hana aftur".  Drottinn gerði það.  En skömmu síðar kom maðurinn aftur og sagði: "Hún var vön að dansa og syngja fyrir mig, hún sendi mér svo fallegt augaráð og hún naut þess að leika sér, hún þrýsti sér að mér þegar hún var hrædd, hlátur hennar var eins og tónlist og hún var svo falleg.  Láttu mig fá hana aftur".  Drottinn gerði það.  Á þriðja degi kom maðurinn aftur með konuna og bað Drottinn að eiga hana.  "Nei" sagði hann "þú getur ekki lifað með henni og ekki án hennar þú verður að ráða fram úr þessu sjálfur"."

Hm... gæti hafa gerst í gær "eller hur"?

LofjúgæsHeart

P.s. Smá hugleiðing eftir að ég las þjóðsöguna.  Sko þetta er upphaf mannsins.  Guð skapar manninn og svo konuna og gefur karlinum konuna síðan að gjöf.  Fékk konan ekkert?


LOKSINS...

22

...hefur þjónustusamningur á milli SÁÁ annars vegar, og heilbrigðis- og tryggingarráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins, hins vegar, verið framlengdur en bara út yfirstandandi ár.  Ég veit svo sem ekki hvaða háttur hefur verið á þessu til þessa en Vogur tam er sjúkrahús með mikla sérfræðikunnáttu í fíknisjúkdómum og litið er til sérfræðinga SÁÁ víða að, þannig að mér finnst það undarlegt að þeir skuli ekki vera á föstum fjárlögum eins og aðrar sjúkrastofnanir.  SÁÁ mun ma fá 80 milljón króna eingreiðslu þegar skrifað verður undir viðauka við þjónustusamninginn í næstu viku.  Ég veit að samtökin hafa búið við fjárskort og mér finnst það súrt í broti.  Ergilegast finnst mér að trúfélög hafi fengið mikla peninga til meðferðarstarfs, meðan Vogur hefur soltið, eins og lækningar og trúboð fari saman.  Ég veit að sum þessara félaga hafa lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk en meðferðirnar eru byggðar á trúarlegum grunni og ég held að flestir sem veikir eru af öðrum sjúkdómum rækju upp stór augu yrði þeim vísað á trúfélög til að fá bót meina sinna. 

Ég get ekki horft á myndina af Vogi sem fylgir fréttinni án þess að um mig fari hlýjir straumar.  Þarna fékk ég lífgjöfina og þar fékk ég þá bestu þjónustu sem völ er á þar sem valinn maður er í hverju rúmi.  Ég tek ofan fyrir SÁÁ


mbl.is Heilbrigðisráðuneytið framlengir þjónustusamning við SÁÁ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVO KRÚTTLEGT EITTHVAÐ!

22

Svo dúllulegur gjörningur niðri við Tjörn í dag.  List án landamæra.  Það þarf bara 1000 sálir til að dekka hringinn í kringum Tjörnina. 


mbl.is Tekið höndum saman umhverfis Tjörnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVONA FÓR UM SJÓFERÐ ÞÁ

22

Í dag ætlaði ég í heimsókn í konsningamiðstöð VG og ég ætlaði að kjósa.  Hvorugt gerði ég en það er út af því að ég þekki of mikið af skemmtilegu fólki sem er alltaf heimsækjandi mig í tíma og ótíma (Wink).  Ég var að passa Jenny í nótt og við fórum út á róló í morgun og lékum okkur í vorinu og Jenny sagði mér að hún væri alltaf glöð og að maður ætti alltaf að skiptast á.  Ég þekki marga sem mættu taka sér félagsþroska þessa tveggja ára barns sér til fyrirmyndar.  Hún knúsaði mig líka í morgun þegar hún vaknaði af því henni finnst svo gaman að það skuli alltaf renna upp nýr dagur og þegar ég þakkaði henni fyrir sagði hún mér að hún væri "umsyggjusöm".  Barnið stefnir fullum fetum í að verða gangandi stefnuskrá vinstri-grænna. 

Nú að gestunum.  Hér var fólk í stríðum straumum í dag.  Sænski tengdasonur minn hann Erik pabbi Jenny að ná í hana.  Helga dóttir mín og Jökull barnabarn, þrjár vinkonur sem komu allar í einu og fylltu út í eldhúsið með fyrirferðarmikilli nærveru sinni (ég meina andlegri fyrirferð, er ekki að segja að þær séu feitar) og gerðu það að verkum að ég fór ekki lönd né strönd.  Rosalega pírí að vera svona vinsæll.  Þær eru hins vegar líka örlítið skemmtilegar.  En bara örlítið. 

Það sem gerði þennan dag þolanlegan var að gestirnir voru Vinstri-grænir og Samfylkingarfólk.  Þannig að það myndaðist smá kosningastemming í eldhúsinu en við greiddum ekki atkvæði. 

Enginn úr Framsókn kom í heimsókn frekar en alla aðra daga og ekki neinir Sjálfstæðismenn heldur. Mamma og pabbi voru í Kolaportinu.

Hef ekki kynnst neinum í Ómarsflokki og ekki heldur neinum nema elskunni henni Ásthildi úr Frjálslynda og hún komst því miður ekki.

 


VG PLÚS NÍU

8

Það er svo sannarlega byr í seglum vinstri manna þessa dagana.  Samkvæmt nýrri könnun sem Capacaent gerði fyrir Mbl. og Ríkisútvarpið er VG og SF með jafnmikið fylgi eða 21,2%.  Þetta segir þó ekki alla söguna.  Ef þetta væri staðan þegar talið væri upp úr kjörkössum bættu VG við sig níu mönnum en SF tapaði sex.  Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 31,9% og Framsókn 10%.

Ég er að láta mig dreyma um að bæði VG og SF bæti nú vel við sig.  Væri ekki draumur ef þessir tveir flokkar næðu að mynda ríkisstjórn bara sísvona án annara bragðefna.

Nú er að moða úr frjóum jarðvegi við VG þessa daga sem eftir eru fram að kosningum.  Ég minni á Sprotatorgið sem veriður í kosningamiðstöðinni við Grensásveg í dag milli 13-17. 

Framsókn er að tapa stórt en þeir fengu sex þingmenn en skv. þessu þá myndu þeir tapa jafnmörgum.

Úje hvað þetta er að verða spennandi.


mbl.is Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERT ER LJÓÐSKÁLDIÐ?

22

Vegna fjölda áskorana (hm) hef ég verið beðin um að koma með aðra "hver er mannveran?" getraun.  Í þetta skiptið er ekki verið að fíflast.  Þessi kona hefur gefið út ljóð á bók.  Hún elskar kántrítónlist, bloggar hér á moggabloggi af og til og er brjáluð í ís.  Hún er sem sagt skáld, tónlistarunnandi, móðir og fædd í meyjarmerkinu.  Þeir sem blogga hér hljóta að kannast við gripinn.  Verðlaunin eru ferð í Sundhöll Reykjavíkur.


AF REYK, SVEFNI OG ATKVÆÐAGREIÐSLU

p

Þessi er ein af mínum uppáhalds kerlingum.  Kannski af því ég er enn reykjandi.  Jabb ætlaði að hætta 26. apríl á afmælisdegi húsbandsins en við gleymdum því bæði.  Nú verðum við að hætta sama dag að ári. Hehe.  Það er samt merkilegur fjári að kona skuli geta gleymt því að hún ætli að hætta að reykja.  Eins gott að ég gleymdi ekki að fara í meðferðina í fyrra.  Þá hefði ég nefnilega ekki fengið tækifæri til að drepa í ég væri dauð.Halo

Ég bloggaði í dag um að ég hafi sofið yfir mig.  Til klukkan 13,00 hvoki meira né minna.  Dagurinn hefur verið dálítið í merki kerlingarinnar á myndinni.  Smá öfugsnúinn og pirringslegur.  Þegar ég vaknaði þarna seint og síðarmeir rifaði rétt svo í augun á mér og það var hægt að lesa aldurinn upp á dag í árhringjunum sem höfðu myndast undir augunum.  Ég átti erfitt með að hreyfa mig og gera það sem ég þurfti að gera.  Ég er með Jenny Unu Errrriksdótturrr og hana Ástrósu skádóttur mína til gistingar en það er hún Ástrós sem hendist með mér um allt blogg á myndinni minni.  Núna í kvöldkyrrðinni þegar miðnættið nálgast er ég að vakna.  ´

Ég fer og kýs utankjörstaðar á morgun.  Svo ætla ég á kosningaskrifstofu VG við Grensásveg líka en þar er skemmtileg uppákoma sem kallast Sprotatorg á milli 1-5.  Fullt af skemmtilegu fólki, vöfflur, músik, ljóð og fleira dúndur.  Nú á að gíra sig upp fyrir kosningar.  Ég tek Jenny með mér en hún fær ekki barmmerki og verður ekki heilaþvegin. 

SíjúgæsWizard


HELGI SELJAN!! SKAMMASTÍN!

04

Alveg finnst mér forkastanlegt þegar fréttamenn eru að ganga svona á fólk. Eins og Helgi Seljan í Kastljósinu bæði í dag og svo aftur í dag þegar hann var að reka fréttanefið á sér í einkamál hennar Jónínu Bjartmarz.  Það er nottla einkamál konunnar að tengdadóttir hennar fékk íslenskan ríkisborgararétt vegna sérstakra aðstæðna eftir 15 mánaða dvöl í landinu á takmörkuðu námsdvarlarleyfi.  Meiri heimtufrekjan í fréttamanninum.  Enda var Jónínu misboðið og það all herfilega.  Konan er bara venjulegur ráðherra.  Heldur fólk að hún ráði einhverju?  Nebb og hvernig eiga vinnufélagar hennar að vita að hún eigi eiginmann, hvað þá heldur börn og tengdadóttur.  Heldur einhver að það takist með fólki einhver kynni þarna niðri í Alþingi?  Ó nei ekki frekar en á Kárahnjúkum en þar þekkist nottla enginn. Iss.  Þetta er nú meiri fréttamennskan. 

Takk fyrir Kastljós og sérstaklega þakka ég þér Helgi Seljan fyrir að láta ekki þagga niður í þér.


FIMM VILLURÁFANDI SÁLIR EI MEIR

22

Eins og ég blogaði um fyrr í dag þá biðu mín fimm símtöl þegar ég staulaðist á fætur.  Ég hringdi samviskusamlega í hringjendur og allir þessir vinir mínir ætluðu að segja sig úr þjóðkirkjunni með sama.  Mér fannst það ekki leiðinlegt.  Síminn hefur ekki stoppað og öllum er heitt í hamsi og ég tek það fram að mín fjölskylda ásamt vinum eru ekki upp til hópa trúlausir efahyggjumenn.  Venjulegt fólk með snefil af víðsýni er bara nóg boðið.  Að segja sig úr þjóðkirkjunni er einfaldlega gjörningur sem við getum framið til að sýna að okkur hugnast ekki viðhorf kirkjunnar manna þessa dagana.

Nóg sagt.


HÚN GUÐ SAGÐI MÉR AÐ TJILLA

22

Ég svaf yfir mig.  Ekkert lítið bara til klukkan 1 í dag.  Ég vaknaði í fári.  Guðmíngóð ég er orðin of sein.  Guð sem er lesbísk, gagnkynhneigð, bisexuell, húmanisti, kærleiksrík og alltumvejandi orka og elskar konur og karla jafn mikið (líka Jón Val) hvíslaði í eyra mér huggunarorðum og sagði mér að hún hefði veitt mér þennan svefn því ég hafi þurft að hvíla mig á blogginu.  Hún sagði mér líka að ég ætti ekki að vera reið út í fólk sem ætti erfitt með að skilgreina kærleikann því það væri atvinnuvandamál mannkynsins og yrði þannig enn um hríð eða þar til við vöknuðum hvert og eitt til vitundar um að við værum öll frá sömu uppsprettuni, það er uppsprettu hinnar miklu orku skilyrðislauss kærleika.  Guð gef mér þolinmæði STRAX! Hm..ég dró sem sagt þá ályktun að ég þyrfti að bíða soldið lengi.

Ég missti af:

Læknisheimsókn á sykusýkis en blóðsykurinn er að falla ískyggilega oft og mikið og ég þarf sennilega að auka við insúlínið eða sprauta mig oftar á dag.

Mínum lífnauðsynlega bloggvinahring sem heldur mér gangandi.

Fréttunum í hádeginu

Þeim fimm sem höfðu hringt í mig í morgun

Minni hefðbundu bænastund þar sem ég bið fyrir stjórnarflokkunum (segi sonna)

Morgunmat, millisnarli, hádegismat og hinu millisnarlinu

AA-fundi

Yndislegri samverustund með ryksugunni og skúringartuskunni aðalsmerki hinnar frómu húsmóður

Ég misti af einhverju smotteríi til viðbótar en eins og sjá má af lista þá er ég ófrávíkjanlega merkileg persóna.  Vó hvað ég er heppin að ég þurfti ekki að þvo gluggana í dag (jeræt).

Ég er viss um að með mikilli elju tekst mér að vinna þetta allt upp.Whistling.  Ég fékk í staðinn deit með Guði og það er ekki á hverjum degi.  Þegar komið var á hana fararsnið þarna í morgun þá spurði ég hvort Jónína Bjartmarz væri nokkuð að "plataokkur" hina krakkana þarna í tengdamóðurlögheimilisríkisborgaramálinu og Guð svaraði mér af sinni djúpu visku, dró augað í púngWink og sagði: MUHAHAHAHAHAHAHAHA!

SúmígæsHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 2985714

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.