Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Loksins gerist eitthvað í þvagleggsmálinu

Þvagleggsmálið margfræga, hefur nú dregið dilk á eftir sér.

Læknir og hjúkrunarfræðingur hafa verið kærð til landlæknisembættisins fyrir að hafa tekið þvagsýni úr komu gegn vilja hennar, að kröfu lögreglu á Slefossi (Þvagleggs lögregluumdæminu) í mars s.l.  Einn af læknum konunnar kærði aðgerðirnar.

"Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur sent eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna upplýsingar um mál konunnar. Það er líka í skoðun hjá umboðsmanni Alþingis og hjá starfshópi sem samgönguráðherra skipaði."

Konan sem grunuð var um ölvun við akstur, var tekin með valdi og í hana settur þvagleggur til að ná úr heni þvagsýni.

Eins og fólk sjálfsagt man, ákvað ríkissaksóknari að aðhafast ekkert í málinu.

Þetta er eitt af óhuggulegri málum af ofbeldi lögreglu sem ég hef lesið um hin síðari ár.

Gott að það er ekki látið falla í gleymskunnar dá.

Svo er að fylgjast með.

Ójá.


mbl.is Kærð fyrir þvagsýnatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá jólasnúra

 

Þetta er jólasnúra.

Reykjavíkurborg leggur 55 milljónir til SÁÁ, til ýmissa verkefna,næstu þrjú árin.  Þakka skyldi þeim.  Mér finnst þetta sjálfsagt og eðllegt en hefði viljað sjá helmingi hærri upphæð frá borginni í málefnið.  Þá hefði ég framkallað vísi af hneigingu.

 Það fer hreint ótrúlega í taugarnar á mér að SÁÁ skuli sífellt vera að berjast í bökkum.

Svo er annað sem er merkilegt svo ekki sé meira sagt og svei mér ef ég legg ekki fyrirspurn fyrir hann Þórarinn Tyfiringsson,yfirlækni á Vogi varðandi það mál, bara hér á blogginu mínu.

Af hverju eru 50% líkur á, ef pabbi karlmanns hefur farið á Vog að sonurinn fari líka, áður en hann verður 70 ára en ekki dæturnar?

Mér finnst það svo merkilegt.  Er annað mynstur í gangi með konur?

Ég er að drepast úr forvitni. 

Hvað með mig alkann sem hefur farið í meðferð á Vogi?  Ég á dætur.

Eru einhverjar svona prósentulíkur á að þær endi á Vogi vegna þess?

Mikið skelfing vildi ég fá svar við þessu.

Merkilegt.

En til hamingju með peningana SÁÁ.  Mikið skelfing eigið þið þá skilið.

Nú er ég á leið í lúll, edrú og glöð, þrátt fyrir að ég hafi ekki verið í mínu besta skapi í kvöld.

Guð gefi mér æðruleysi

ójá.

 

 


Ertu í Sviðsljósinu í dag Gunna Jóns?

Ég veit um Sviðsljósið, þáttinn hennar Ellýjar á Mogganum.  Svona selebb dálkur þar sem hún talar við þá sem teljast "frægir" á Íslandi.  Flott hjá þeim á Mogganum, mjög margir æstir í slúður og að fá að fylgjast með þeim sem detta inn reglulega sem frægir og eftirsóknarverðir einstaklingar.

Ég fékk bara kast í dag þegar ég sá auglýsinguna í Mogganum varðandi Sviðsljósið.  Hún hljómaði eitthvað á þessa leið: Ert þú í Sviðsljósinu í dag?  Gáðu.

Líklegt að Jóna og Gunna, Siggi og Halldóra séu vaðandi uppi í Sviðsljósinu.  Hver býr til þessar auglýsingar?

Svo var ég að horfa á Kastljós.  Það var talað við Jón Ásgeir og Björgúlf Thor.  Um leið og farið er að tala við milljarðamæringana dett ég út, ég einfaldlega skil ekki tungumálið, hugsunarháttinn eða raunveruleika þeirra.  Með því er ég ekki að segja að það sé eitthvað að þeim, eða mér, þarna eru bara tveir heimar svo gjörsamlega óbrúanlegir.

Nú, nenni ekki meiru.

Langar að hella úr skálum reiði minnar hér, út af ákveðnum hlut.

Geri það þegar ég hef talið upp að 568745894

Úje


Ýtt undir mýtuna um klikkaðar konur

 

Skemmtilegt, eða hitt þó heldur, þegar þegar maður lifir klisjuna um konur, eins og í viðtengdri frétt hér.  Þrjú yfirlið takk fyrir á jafnmörgum konum á útsölu í Nexst í Birmingham.  Hm... Ein afgreiðslustúlka og tvær kúnnur.

Það er auðvitað engin lýgi að fólk er gjarnan tryllt á útsölum, en fyrr má nú aleilis fyrr vera.  Það mætti ætla að það væri mjólkurskortur í landinu og börn í sveltihættu.

Ég nenni nú yfirleitt ekki á útsölur.  Finnst svo leiðinlegt að láta rífa flíkurnar úr höndunum á mér.  Það var helst í gömlu Evu, þar sem maður fékk að fara á generalprufuna daginn fyrir opnun að ég læddi mér til að versla. 

Það er ekkert eins frústrerandi og að standa á rými á stærð við frímerki og færast áfram með straumnum og ná hvergi fótfestu.  Sautjándi júní er hátíð miðað við útsölur á fyrsta degi.

Og hvað ber fólk úr býtum fyrir að standa í röð tímunum saman, rífast um einhverja fatagarma og komast svo að því að viðkomandi flík er annaðhvort of lítil eða stór þegar heim er komið?  Jú ergelsi og ves.

Mitt ráð til kynsystra minna er að bíða fallega og fara þegar farið er að hægjast um, eða hreinlega endurskoða fataþörfia. 

Vantar okkur svona rosalega föt, allt í einu? 

Þetta minnir mig á vinkonu sem vantaði alveg svakalega styttu, einn daginn, þannig að hún varð að fara og kaupa hana.

Bítsmí.

Úje.


mbl.is Þrjár konur féllu í yfirlið á útsölu Next
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sukkjöfnun og perrafegurðarsamkeppni

 

Ég vaknaði í morgun með matarógeð. 

Renndi mér í huganum yfir inntöku á mat og fylgihlutum yfir jóladagana og varð óglatt.

Ég er sko ekki eins og hann Þórbergur sem elskaði að gera það en fékk ógeð á kynlífi um leið og hann fékk það.

Sko, róleg, varðandi mat, er ekki að ræða mitt kynlíf hérna, hef gert það sinnum þrír eins og börnin mín sanna svo fallega.Halo

Engar ríðingar án framleiðsluhugsunar hér, þið saurugu lesendur. (Þetta er heilagleikajöfnun, búin að vera svo væmin yfir jólin).

En án gamans þá er þetta beinlinis stórhættulegt að borða svona mikið af óhollum mat, fleiri daga í röð og ég er ekki sú versta, enda nokkuð fljót að verða södd.

En það er eins og ég sé ólétt af steini, algjörum grjóthnullungi.

Annars bara góð.  Ég og bandið ætlum að borða fjallagrös fram á gamló.

Það er skemmst frá því að segja, að þrátt fyrir lélegar prógnósur frá umhverfinu eigum við bandi 10 ára brúðkaupsafmæli í dag.  Takk og takk og allt það.  Sleppum hamingjuóskum á prenti, því ég hef fengið svo margar fallegar undanfarið.  Mig langar í umræður um mat, óheilbrigt líferni (með því auðvitað) og svo langar mig að koma upp heilafegurðarsamkeppni þar sem verðlaunað verður fyrir kvenfyrirlitningu og subbulegar hugsanir sem myndbirtast í bloggfærslum og athugasemdakerfum. 

Ég er með tilnefningu.  Alkóatalsmanninn rauðhærða sem hefur stofnað til fegurðarsamkeppni feminista inni á síðunni sinni og allar subburnar í kommnetakerfinu eru tilnefndir líka.

Komið endilega með tilnefningar.  Af nógu er að taka.  Ótrúlegustu menn hafa kynt undir sóðalegri umræðu um feminista og feminisma á árinu.  Egill Helga lagði t.d. sitt af mörkum.  Margir kvenhatarar sáu hann sem leiðtoga sinn í greininni, eins og sjá má í athugasemdum á blogginu hans.  Reyndar var Agli alls ekki gefið um það, þannig að honum er fyrirgefið.

Úrslit verða tilkynnt á gamló.  Verðlaunin eru ferð til Kolbeinseyjar, vetrarlangt.

Annars er þetta blogg um sukkjöfnun í mat.

Ég er ÖLL komin aftur, ég verð aftur góð og blíð þegar gamló gengur í garð.  Þangað til ætla ég að rífa kjaft.

Ég elska ykkur öll, bloggvinir og aðrir gestir.

En nú er ekkert falalalala í dag, það verður tekið á morgun.

Súmítúðedogskikkmíandbítmíækenteikitt!

Úje.

 


Ég og RÚV....

 

..höfum átt í eldheitu ástarsambandi frá því kl. 19,00 í kvöld og þar til að seinni bíómyndinni lauk, fyrir fimm mínútum eða svo.  Svo eldheitt var á sambandið að það slitnaði ekki slefan á milli okkar.  Ég daðraði ekki einu sinni við Stöð 2, hegðaði mér eins og ungmey í festum sem hugsar bara um sinn heittelskaða.

Fréttir eru nauðsynlegar.  Ég horfði frá upphafi til enda.  Só?

Ég horfði á heimildarmyndina um Jón Pál.  Hló og grét eftir pöntun.  Ég sá þennan merkilega persónuleika í þætti á gamlársdag úti í Svíþjóð, 1983, og féll fyrir þessu krútti.  Síðan þá hefur hann átt ponsu pláss í hjartanu mínu, þrátt fyrir að ég sé algjörlega laus við áhuga á íþróttinni sem hann stundaði.  Það á reyndar við um flestar íþróttir, en hva, JP var frábær.  Mér fannst þeir nú verða ansi hástemmdir í lok myndarinnar, með "Hærra minn Guð til þín" og allt það.  Stundum á að kunna sér hóf.  Saga JP snertir mann, það þarf enga englakóra til að framkalla jarðarfararstemmingu og sorg, þær tilfinningar koma af sjálfu sér, þegar ungar manneskjur deyja langt um aldur fram.

Ég er búin að bíða lengi eftir að sjá kvikmyndina Börn.  Allir segja að hún sé betri en Foreldrar, sem ég er auðvitað heldur ekki búin að sjá.  Og nú þegar ég hef séð hana,  veit ekki hvað mér finnst.  Hún er grípandi þessi mynd en samt svo vandamála sænsk og ég hef séð grilljón svoleiðis myndir.  Uppskriftin var pottþétt.  Sorgmædd börn, móðir í basli, ábyrgðarlaus faðir og andstyggileg stjúpmóðir, yfirvofandi forræðisdeila, sjálfsmorðstilraun, geðræn vandamál, krabbamein, ofbeldi og Breiðholtið, svei mér þá.   Ætla mætti að ég myndi krullast upp, eftir að hafa fengið óverdós af vandamálamyndum, og þessi var meira að segja í svarthvítu, en ég horfði með áfergju.  Hvers vegna veit ég ekki.  Allt var svo fyrirsjáanlega bömmerað eitthvað.  Ég held að mér hafi fundist hún ágæt, eða þá að hún hafi verið vænlegri kostur en Harðskafi sem beið mín á stofuborðinu, en eins og þeir sem lesa bloggið mitt vita, þá er ég ekki mikið fyrir svakamálasögur.

Og svo kom Íslenski draumurinn!! Tammtaratamm.  Ég hef séð hana áður og ég elskaði hana og nú elska ég hana enn meir.  Hvað er orðið af þessum dásamlega leikara í aðalhlutverkinu?  Hann á nottla að vera í vinnu við að gera lífið bærilegt hjá fólki (í Breiðholtinu svarthvíta?).  Sjaldan sem ég ligg í hlátri yfir bíómyndum en þarna er íslenskur plebbismi fangaður svo gjörsamlega að ég krullast upp af gleði og aðdáun.

Svona leið nú þetta jólakvöld hjá mér.  Með konfekti (skammastín Jenný með sykursýki, líka á jólunum), sjónkanum, húsbandinu og milljón kertaljósum.

Lífið er bjútífúl.

Ég held ég sofni þokkalega ánægð, einkum og sér í lagi vegna þess að það er komið veður.

Verða að minnast á að þegar ég var að kíkja á nýjustu bloggin þá sá ég einn bloggnörðvera að blogga um feminista og Sóleyju Tómasdóttur og ladídadída.  Fara sumir aldrei í jólafrí?  Er ekki hægt að njóta jólanna fyrir argaþrasinu? Alveg er ég viss um að Sóley er að borða konfekt eða gera eitthvað skemmtilegt og þetta tuð snertir hana minna en ekki neitt.  Ekki frekar en það snertir mig.

Sumir kunna ekki að vera í jólaskapi.´

Meira var það ekki í augnóinu.

Ég og jólasveinninn höfum lokað deginum.

Falalalalalala

 


Við og græðgin

 

Á jólunum höfum við leyfi til að liggja á meltunni, éta á okkur óþrif, sofa úr okkur meðan lágmarksmelting og þarmabalett fer fram og svo byrjum við aftur.

Ég er frekar matgrönn undir venjulegum kringumstæðum.  Get t.d. aldrei lokið af disknum mínum á veitingahúsum.  Skammtarnir eru einfaldlega of stórir.  Og ég er ekki að tala um ameríska skammta, enda á ég ekki sögu um að hafa snætt á veitingahúsum í Ameríku, gamli komminn, en á vellinum í denn, borðaði ég 1/4  af því sem fram var borið.

Nú en hvað um það.

Svo koma jólin og þá umturnast ég eins og aðrir landsmenn og nágrannar okkar í kringum okkur, eins og Danir og Svíar.  Veit ekki með Finna og Norsarana, norskur matur hugnast mér ekki og ég get ekki ímyndað mér að þeir geti verið ýkja hrifnir af honum sjálfir.

Ég úða í mig forréttum, aðalréttum, desertum, tertum og ullabjökkum í samlede verker.  Rétt kem upp til að anda, áður en ég gref fésið á mér ofan í næsta fat.  Ég spyr alla sem ég tala við, náið út í hvað þeir eru með í matinn og eins og það sé ekki nóg þá spyr ég; en í gær og hvað ætlarðu að hafa á morgun, en á gamlaárs?

Maður er nottla bilaður úr græðgi.  En ég sé samt ekkert athugavert við að stöffa sig til vansa á jólunum.  Kommon, lífið er táradalur alla hina daga ársins.  Segi sonna.

Minnir mig á myndina sem ég sá í Háskólabíó (örugglega Fellini) sem hét Átveislan.  Einhver hópur af körlum söfnuðust saman í einhverjum kastala og úðuðu í sig mat, kúkuðu og ráku við og átu og átu og dóu svo í eigin saur.  Fyrirgefið, þetta er ekki jólalegt en myndin var svona.

En ég get glaðst yfir því að hafa í dag aðeins borðað eitt egg og eina ristaða brauðsneið með andapaté (kæfu, arg patékjaftæði).  Ég ætla að láta það nægja þangað til ég hendi mér á svínasteikina í kvöld.

Reykt kjöt er út fram að næstu jólum.  Fólk er að deyja eða veikjast alvarlega af hangikjöti og hamborgarahryggjum, bæði hér (ok ekki deyja kannski) og í Köben.

Svo eru snapsarnir hjá Danskinum auðvitað efni í heila færslu, en ég nenni því ekki, mér finnst áfengi leiðinlegt umræðuefni nema þegar ég skrifa um fjarveru þess úr mínu frábæra edrúlífi.

Og komasho allir með andlitið ofan í kjötkaltlana.

Úje og falalalalalala

 


mbl.is Átu yfir sig um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag...

 

..mun ég hvorki hræra legg né lið nema til að teygja mig í bækur og eitthvað til að nærast á.

Ég er nefnilega gjörsamlega búin á því, er svo þreytt.  Sæl og þreytt.

Stóra fjölskylduboðið okkar Frumburðar tókst með þvílíkum ágætum að það verður lengi í minnum haft.

Við vorum 13 til borðs, en það varíeraði þó um tvo reglulega, þar sem Jenný Una og Oliver stukku frá borði reglulega, af því þau þurftu svo mikið að leika sér.

Kalkúnarnir, eldaðir á tveimur heimilum voru unaðslegir.

Það var sjón að sjá mig og minn heittelskaða þegar við hlóðum veitingunum í bílinn með okkur í boðið.  Alveg eins og veisluþjónusta en bara í okkar eigin þágu.

Annað eins hafði dóttir mín undirbúið á staðnum.

Borð svignaði undan kræsingunum.

Jesús minn, ég sagði við Frumburð að við værum gráðugir vesturlandabúar og hún hló að mér.

Ég hló líka, enda þessi dagur kannski ekki alveg passandi til að sýna samkennd með því að borða hrísgrjón.

Ég fékk minn elskaða Þórberg í jólagjöf eins og ég hafði þráfaldlega óskað mér og varð fyrir skelfilegum vonbrigðum.

Ekkert nýtt fyrir mig að lesa um fátækt meistarans, enda búin að lesa Ofvitann fyrir löngu og var þess vegna með það á hreinu.  Eina bitastæða er möguleg tvíkynhneigð Þórbergs, en samt ekki, mér hefur aldrei fundist kynhneigð fólks vera big díll, en þetta kom samt á óvart.  Maðurinn var svo kvensamur í þokkabót, sem hefur auðvitað bara verið gaman fyrir hann.

En bókin er leiðinlega skrifðuð og ég heiftarlega fúl.

Núna ætla ég að snúa mér að letilífinu, vera á náttfötum í allan dag (þessum sem Oliver gaf mér í jólagjöf), sofa og tjilla.

Það var yndislegt að fylgjast með Jenný og Oliver.  Hvað þau hafa gaman að því að leika sér saman.  Óþolandi að svona langt sé á milli þeirra.  Mays flytja heim.

Sé ykkur.

Lovfjúgæs.

Falalalalalala


Og nú stend ég við loforðið..

..sem ég gaf ykkur varðandi myndir af nýja fjölskyldumeðlimnum, Hrafni Óla.

Lítill krúttvöndull að koma heim til sín í fyrsta sin.  Maður lúllar sig í gegnum það.

Úff á leið í bílinn af fæðó.  Eins gott að verða ekki kalt.

Og hér er mynd af Jenný Unu, í sínum fyrsta bíltúr, í sama stól með sömu húfu.  Lík eða hvað, systkinin?

Og svo heilsar hún Jenný Una bróður sínum í fyrsta sinn, og hún er afskaplega mjúkhent af því hann er svo lítill.

Þannig er nú það.

Later.


Jólasnjór - já sæl

 

Ég er að elda kalkún, búa til Waldorfsalat og sýsla eitt og annað í eldhúsi.

Afurðirnar verða svo fluttar vestur í bæ.

Matur eldaður á tveimur stöðum, mikið stendur til.

En....

"Jólasnjór féll í höfuðborginni um hádegisbil" stendur í Mogganum.

Mesta vansögn sem ég hef heyrt lengi.

Hafa Moggamenn ekki litið út um gluggann?

Það sér ekki á milli húsa og ég er orðin verulega áhyggjufull varðandi selflutninga á sjálfri mér, húsbandi og  kalkún, milli bæjarhluta.

Eins gott að ég tékkaði sjálf á veðrinu.

Mogginn er örgla í jólaboði.

Falalalalalala

En ég er samt í eitruðu jólaskapi.


mbl.is Jólasnjór í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2985719

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband