Leita í fréttum mbl.is

ESB - já takk!

Einhvern tímann fyrir margt löngu þegar verið var að ræða dýrar sólarlandaferðir á Íslandi, svo dýrar reyndar að það borgaði sig að fljúga t.d. til Kaupmannahafnar og kaupa ferðir í sólina þaðan, réttlæti íslenskur ferðaskrifstofufrömuður verðlagið þannig:

"Jú, það er svo dýrt að vera Íslendingur, sjáið þið til og við eigum að vera stolt af þjóðerninu og tilbúin að kosta meiru til fyrir þau forréttindi".

Ha?  Ertu ekki að fokking kidda mig, hugsaði ég með mér. (Orðaði það reyndar aðeins öðruvísi en þið skiljið hvert ég er að fara).

Þetta var á þeim tíma sem það var ekkert sérstaklega verið að pressa viðmælendur í fjölmiðlum um svona smáatriði eins og að rökstyðja mál sitt.

Skyldi þessi hugsunarháttur enn vera við líði?

Þ.e. að það séu pjúra forréttindi að vera Íslendingur og að það kosti meira en allir (flestir) aðrir þurfa að borga fyrir að halda í sér lífi, byggja, leigja, ferðast og svoleiðis?

Ég veit ekkert um stýrivexti, hvernig þeir verða til og um forsendurnar fyrir þeim, ekki nema það sem allir vita á því að lesa fréttirnar.

En hvað er það sem veldur því að íslenskir stýrivextir eru himinháir en í USA t.d. 0.25%?

Hvernig stendur á því að kostar miklu, miklu meira að taka lán á Íslandi en í Evrópu?

Af hverju, af hverju?

Ég er búin að fá leið á því að vera Íslendingur upp á þessi býti.

Ég held svei mér þá að ég vilji ganga í Evrópusambandið strax á morgun.

Ég trúi því varla að ég sé að segja þetta, hvað þá meina það.

En ég er að segja ykkur villingarnir ykkar að það getur ekki orðið verra ástand hér en nú er.

Ég ætla að skipa mér í Já-flokkinn þangað til annað kemur í ljós.

Og hana nú á himni og jörð.


mbl.is Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Velkomin Nafna,  á nákvæmlega sömu forsendum tók ég þessa já afstöðu fyrir 15 árum believe it or not.  Auk þess taldi ég þá og enn frekar nú, að þetta væri eina von landsins til að brjótast undan grasserandi spillingu, sem var líka þá ...... ó já. 

Venjulegt fólk biður um stöðugleika fyrst og fremst, ekki 6 stiga jarðskjálftarita helstu hagtalna, gengis, verðbólgu, og vísitölur.

Venjulegt fólk vill gera plan um kaup á íbúð sem stenst!

Kaffi á þriðjudaginn? 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.9.2009 kl. 20:38

2 identicon

-lega velkominn!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 20:47

3 identicon

Velkomin í hópin. Lágir vextir, engin verðtryggin er já takk í mínum huga! :)

Ég reikna með að það slíkt sé einnig velkomið í huga annara íslendinga líka.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 20:57

4 Smámynd: Kama Sutra

Velkomin í hóp okkar "landráðasinna".    Fínt að fá kjarnakonu eins og þig í hópinn.

Jibbbíííí...

Kama Sutra, 23.9.2009 kl. 21:11

5 identicon

Er'ett'ekki bara stundar-brjálæði hjá þér ?

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 21:15

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Sama hér. Hef reyndar sveiflast.

En þegar öllu er skellt á borðið: vextir. vöruverð. gagnsærra verð og hagkerfi, þá fjandinn hafi það... held ég að við verðum að fara að gera kröfur um sambærilega aðstöðu og nágrannalöndin.

hilmar jónsson, 23.9.2009 kl. 21:18

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Og þú líka bróðir minn Brútus?

Þetta á eftir að versna því 70% fyrirtækja eru í vandræðum. Við skulum samt ekki blekkja okkur. Íslendingar eru með háar þjóðartekjur en gríðarlegar skuldir. Skuldirnar hverfa ekki þó skipt sé um gjaldmiðil. Við eru með gjaldeyrishöft vegna þess að stór hluti tekna okkar fer í vaxtagreiðslur. Við þurfum ekki meiri lán við þurfum að borga lán og það gerum við ekki ef við missum forræði yfir auðlindum okkar.  

Miðað við stöðu þjóðarbúsins og fyrirhugaða samþykkt ríkissjónarinnar á Æsseif gætum við í fyrsta lagi tekið upp Evru eftir 36 ár þó við værum í Evrópusambandinu. 

Sigurður Þórðarson, 23.9.2009 kl. 21:40

8 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Velkomin í hóp sannfærðra Evrópusinna. :)

Þetta er eina leiðin út úr feninu. Nú þurfa fleiri í VG að koma út úr ESB skápnum.

Svala Jónsdóttir, 23.9.2009 kl. 23:21

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Það verður dásamlegt að fá Barroso, Berlusconi og Gordon Brown sem æðstu valdamenn Íslands.

Það verður dásamlegt þegar nýja reglur Lissabon samningsins taka gildi og atkvæðavægi miðast mun meira við íbúatölu: Þeir stóru ráða. Öllu!

Það verður dásamlegt að fá frjálshyggju-kratann Tony Blair sem forseta Evrópuríkisins.

Það verður dásamlegt að missa forræði yfir eigin velferð í flestum málaflokkum og láta strákana í Brussel hugsa fyrir okkur.

Fyrir þá sem líta á inngöngu í ESB sem "aðgerð í efnahagsmálum" eða "stefnu í peningamálum" skiptir þetta líklega ekki máli. Þeir munu ekki koma auga á skaðann fyrr en eftir 15 ár eða svo.

Þá verður bara orðið of seint að fatta.

Haraldur Hansson, 23.9.2009 kl. 23:33

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Evrópufylkinguna  dreymir um nokkrir útvaldir sérfæðingar komist í vel launaða vinnu í Brussel en lýðurinn fari á fátækraframfærslu hjá Evrópusambandinu, þess vegna vill hún ólm koma þjóðinni undir Ísklafa.  En áður en niðjar okkar verða gerðir að þurfamönnum þarf að koma þjóðartekjum niður fyrir lönd eins og Albaníu og Litháen. 

 Tálbeitan er Evra sem ekki er hægt að taka upp hér næstu áratugi sé reglum Evrópusambandsins fylgt.  Fórnarkostnaðurinn er fiskveiðilögsagan og útilokun frá fiskmörkuðum Asíu vegna tollmúra.

Sigurður Þórðarson, 24.9.2009 kl. 00:01

11 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég líka með Jenný!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.9.2009 kl. 00:01

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrst verðuruðu að ganga í gegnum það helvíti, sem Litháar eru að ganga í gegnum næstu 5-6 ár til að reyna að uppfylla Maastricht sáttmálann. Ástandið er svona dapurt þar vegna þessarar evrópumaníu.

Ef þú vilt afsala þér fullveldinu til að geta ferðast ódýrt á krepputímum, þá verði þér að góðu. Hvað um að flytja bara til Litháen? Þeir verða komnir in eftir 10 ár.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 00:09

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stýrivextir hafa verið svona lágir í USA, s.l. áratug a.m.k. Það er ein höfuð orsökin fyrir kreppunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 00:12

14 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þú ert stór stúlka, Jenný Anna, og þú hefur fullt leyfi til að ganga í ESB. En ég mun sakna þín.

Emil Örn Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 00:12

15 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sammála!

Helgi Jóhann Hauksson, 24.9.2009 kl. 00:20

16 identicon

Fínt að komast í ESB þá fáum við loksins betra heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Ótrúlegt hvað við erum með sósíalíst heilbrigðiskerfi og menntakerfi, ég er farin að hlakka til að geta fengið regluverk ESB í þessum málaflokkum og fært okkur 50 ár fram í tíman.

Þá finnst mér líka tímabært að fá nýjan gjaldmiðil. Það er miklu heilbrigðara að sveiflan í gjaldmiðlinum komi fram í atvinnutölum. Af hverju eigum við sem erum í verðmætum störfum alltaf að taka á okkur skell af krónunni í niðursveiflum til þess eins að halda einhverjum í starfi sem meiga betur fara til austur-evrópu þar sem starfsaflið er samkeppnishæfara. Ef fólk vill starfsöryggi getur það bara menntað sig.

Velkominn í hópinn Jenný

Landið (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 00:56

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jenný ter tilfinningavera um henni þykir örugglega vænt um að fá öll þessi hjörtu frá Samfylkingunni. En Jenný er líka greind og hún mun væntanlega spyrja um rök. Hún mun líka kynna sér skuldastöðu þjóðarinnar og skilyrði Evrópusambandsins fyrir því að ríki taki upp Evru og hvort líklegt sé að af því verði meðan hún er ofan moldu. Þ´s mun hún spyrja flokkssystu sína og hagfræðinginn Lilju Mósesdóttur 

Lilja Mósesdóttir
Lausn OECD á öllum efnahagsvandamálum landsins er innganga í ESB og þátttaka í myntbandalaginu. Hittu sérfræðingar OECD aðeins krata í heimsóknum sínum til landsins! Í skýrslu Seðlabankans um Icesave kemur fram að við uppfyllum ekki Maastricht skilyr...ðin fyrr en um 2043?? Hvað gerum við næstu 34 árin????

Sigurður Þórðarson, 24.9.2009 kl. 01:14

18 Smámynd: Páll Blöndal

Já Jenný, og við sendum alla kristilega íhaldsmenn til Vestmannaeyja.

Páll Blöndal, 24.9.2009 kl. 01:14

19 identicon

við losnum ekkert við heimafengna fjötra með því að tengjast öðrum!

Hristum þetta af okkur!

Gunnar Þór Jónsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 01:21

20 identicon

?

Gunnar Þór Jónsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 01:22

21 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Þú verður bara þroskaðri með aldrinum;-) Ekki spurning,ESB sem fyrst!!

Konráð Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 07:40

22 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Jæja. Nù er èg ekki sammàla kæra vinkona.

Hef svefilast til og frà en sèrstaklega eftir ad èg fòr ad vinna hèrna ùti, tha er èg meira sannfærdur ad ESB er ekki eitthvad sem èg mun stydja.

Einar Örn Einarsson, 24.9.2009 kl. 07:54

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hér fljúga hjörtu og ylhýrar kveðjur um staðfesta væntumþykju. Gott mál. Ætlið þið elskulegu ástarpungar bara að stunda kærleiksríkt hópefli mæra Evruna og bregða kíkinum fyrir blinda augað varandi ábendingar  seðlabankans og Lilju Mósesdóttur.

Sigurður Þórðarson, 24.9.2009 kl. 08:05

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það verður dásamlegt að fá Barroso, Berlusconi og Gordon Brown sem æðstu valdamenn Íslands.

Það verður dásamlegt þegar nýja reglur Lissabon samningsins taka gildi og atkvæðavægi miðast mun meira við íbúatölu: Þeir stóru ráða. Öllu!

Það verður dásamlegt að fá frjálshyggju-kratann Tony Blair sem forseta Evrópuríkisins.

Það verður dásamlegt að missa forræði yfir eigin velferð í flestum málaflokkum og láta strákana í Brussel hugsa fyrir okkur.

Fyrir þá sem líta á inngöngu í ESB sem "aðgerð í efnahagsmálum" eða "stefnu í peningamálum" skiptir þetta líklega ekki máli. Þeir munu ekki koma auga á skaðann fyrr en eftir 15 ár eða svo.

Þá verður bara orðið of seint að fatta.

Haraldur Hansson, 23.9.2009 kl. 23:33

Flott þá getum við grætt á daginn og grillað á kvöldin.  Engar áhyggjur af neinu, bara opna munninn og láta fæða okkur, eins og indíjánarnir upp í norður Mexícó.  Þeir sitja allan daginn og fá mat tvisvar í viku frá ríkisstjórninni.  Eru orðnir algjörlega ófærir um að bjarga sér, og börnin þeirra neita að tala tungumálið, og fara burtu.  Skemmtileg framtíð svo sannarlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2009 kl. 08:39

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Róleg gott fólk, hvoru megin sem þið standið.

Mér finnst svo fyndið þegar fólk málar ESB svo svörtum litum að það hefur þveröfug áhrif á mig.

Auðvitað eru bæði jákvæðir og neikvæðir punktar í málinu.

Þannig er að ég tek það fram að svona líður mér með þetta á þessari stundum.

Við erum nefnilega öll að geta í eyðurnar og vitum jafn mikið eða lítið um hvað aðild inniber fyrir okkur.

Þess vegna fagna ég því að við skulum ætla að ganga til samninga og fáum svo umræðuna í kjölfarið þegar við vitum hvað hangir á spýtunni.

Ég ætla að leyfa mér að skipta um skoðun eins oft og mér þurfa þykir.

En núna, á þessari stundu held ég að við getum ekki hjakkað áfram í sama gamla farinu.

Svo erum við ekki að fá útlenda landstjóra yfir okkur, hvorki Berló, Brown eða nokkurn annan.  Af hverju skyldi það vera, aðrar þjóðir hafa haldið sjálfstæði sínu.

Núna, hins vegar stjórnar AGS Íslandi og mér persónulega hugnast það ekki par.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2009 kl. 09:15

26 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ugglaust eru bæði til jákvæðir og neikvæðir punktar í málinu, Jenný Anna. En hefur þú komið auga á þessa jákvæðu? Það hef ég ekki gert þrátt fyrir mikla leit.

Svo er spurning að hve miklu leyti þjóðir innan ESB halda sjálfstæði sínu. Nú á t.d. enn að leggja Lissabon-samkomulagið undir þjóðaratkvæði á Írlandi. Írar hafa þegar hafnað þessu samkomulagi en hjá ESB kemst enginn upp með að segja nei. Einu valmöguleikarnir virðast vera "já strax" eða "já seinna". ESB heldur áfram að ýta á þar til jáið er komið og allt báknið styður þann einhliða áróður sem til þarf. ESB er ekki lýðræðissinnað bandalag.

Emil Örn Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 09:48

27 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er hárrétt að ekki er hægt að "hjakka áfram í sama gamla farinu". En það eru til fleiri en ein leið upp úr því. Það er ekki bara hægt að gefast upp, heldur er líka kostur að standa upp, dusta af sér rykið, hafa trú á sjálfum sér, læra af reynslunni og gera betur.

Samruninn innan ESB núna er ekki efnahagslegur heldur pólitískur. Alveg hápólitískur. Það þarf ekki að "geta í eyðurnar", samningar og reglur ESB eru ekki leyndarmál. Það geta allir lesið þessi plögg. 

Án þess að mála eitthvað svörtum litum, bendi ég mönnum á að kynna sér breytingar á atkvæðavægi einstakra ríkja innan Ráðherraráðsins fyrir og eftir Lissabon. Þær gefa sterka vísbendingu um framhaldið. Það er fámennum ríkjum ekki í hag.

Haraldur Hansson, 24.9.2009 kl. 10:30

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Flott innlegg hjá Ásthildi.

Ég er alveg sammála þér Jenný varðandi AGS  ......!  En þá er kannski rétt að huga að því hverjir það eru sem biðja AGS að kúska okkur?  Herra Brúnn gekkst við  því í beinni útsendingu.

Það er alveg kominn tími til að fólk fari að kynna sér málin.  Það er því miður rangt að stökkbreyttar kanínur muni koma upp úr hatti samningaviðræðna.  Við þekkjum Rómarsáttmálann, sem er stjórnarskrá Evrópusambandsins. Þar stendur að svart á hvítu að við verðum að afsala okkur fiskveiðiauðlindinni. Undanþágur eru einungis tímabundnar.   Við myndum líka loka flestum mörkuðum okkar fyrir fisk utan Evrópu vegna hárra tolla sem Íslendingar hafa fengið lækkaða eða niðurfellda ýmist beint eða í samvinnu við EFTA. Við erum langt komin með fríverslunarsamning við Kína en ef að aðild verður myndi hann falla niður og tollar á fisk skrúfast upp í 40-60%.  

Gegn öllu þessu lofa samfylkingarmenn Evru þó allir viti að íslenska ríkið er eitt það skuldugasta í heimi.  Hið rétta er að ef við hefðum efni á að borga Jöklabréfin upp gætum við tekið beint upp erlenda mynt. Við getum það bara ekki og enn fjarlægara er að við uppfyllum skilyrði fyrir Evru.  

Sigurður Þórðarson, 24.9.2009 kl. 15:56

29 identicon

Ásthildur, eitthvað mundi nú allir forsætisráðherrar aðildarríkjanna kvarta yfir þessari fullyrðingu sem þú setur fram, og ég tala nú ekki um alla forsetana og kongunsfólkið. Enda er þessi fullyrðing ekkert nema eintóm þvæla við nánari skoðun, og hræðsluáróður.

Við inngöngu í ESB, þá verður Íslenska opinbert tungumál ESB. Eins og önnur tungumál aðildarríkja ESB. Það mun einnig þýða að Íslenska mun njóta verndar ESB sem slíkt, og einnig íslensk menning.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 16:15

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikil er trú þín Jón Frímann.  Bullið er allt þín meginn minn kæri.  Þetta er dagljóst þeim sem skoða málin, og sjá hvað er í gangi í þessu Evrópubatteríi.  Það er löngu hætt að vera viðskiptaveldi og stefnir hraðbyri í pólitíska sameiningu í eitt ríki að hugmyndafræði Hitlers. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2009 kl. 16:21

31 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég hef nú stundum sagt, og brosað út í annað, að Evrópusambandið er ekkert annað en lúmsk aðferð Þjóðverja til að vinna stríðið og leggja undir sig Evrópu.

Emil Örn Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 16:48

32 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég veit ekki hverju Þjóðverjar ráða í EB en það er ljóst að Mið-Evrópuþjóðirnar ráða sjávarútvegsmálunum og það skiptir okkur Íslendinga mestu.

Sigurður Þórðarson, 25.9.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband