Leita í fréttum mbl.is

Skammist ykkar!

Ég hef alltaf haft megna andstyggð á því að blanda saman skólastarfi og peningum.

Þ.e. að fjárhagsstaða foreldra geti haft áhrif á að þarfir barna í skólastarfi séu uppfylltar.

Það er í fyrsta lagi engin hemja að skólamáltíðir skuli ekki vera ókeypis, þ.e. við borgum skatta og útsvar, þaðan má taka þessa peninga.

Ég bjó um árabil í Svíþjóð og þar höfðu fríar skólamáltíðir tíðkast frá árinu 1947.

Núna í þessu árferði sem ekki fer fram hjá neinum er verið að gefa út rukkanir á foreldra sem skulda mataráskrift síðan í fyrra og þangað til að búið er að ganga frá því geta börnin ekki fengið að borða.

Sé skuldin ekki greidd innan 10 daga fer hún í milliinnheimtu.

Afskaplega er mikill Intrum-bragur á þessu orðalagi.  Eru matarskuldirnar sendar í lögfræðiinnheimtu til að toppa ósómann?

Hvað er að gerast í hausnum á okkur Íslendingum ef okkur finnst svona framkoma við börnin okkar í góðu lagi?

Flestir meðal almennings telja sig saklausa af gróðærisástandinu og ég er nokkuð viss um að það er ekki fjarri lagi.

Til dæmis grunar mig að hið einstæða foreldri á strípuðum töxtum hafi ekki lagt mikið af mörkum til sukkpartísins, þyrlupallamenningarinar og gullátsins.

Það er svo algjörlega hafið yfir allan vafa að börnin í þessu landi bera ekki ábyrgð á kreppunni.

Skólayfirvöld í Reykjavík Sjálfstæðisflokks og Framsóknar mega skammast sín og það ofan í tær fyrir að sjá sér ekki fært að gefa börnunum í borginni að borða og bíta svo höfuðið af skömminni með hótunum um innheimtu og loka fyrir mataráskrift til barnanna. 

Hysjið upp um ykkur og lagið þetta.

Eða á að láta börnin í borginni sem eiga foreldra í fjárhagsvandræðum að líða fyrir það og ganga svöng í skólanum?

Er það lögmál á Íslandi að allt sem miður fer þurfi fyrst og fremst að koma niður á þeim sem alsaklausir eru?

Nú er mér fjandinn hafi það nóg boðið.

Hvernig getur þetta fólk sem svona hagar málum sofið á nóttunni og dragnast með sjálft sig í gegnum daginn?


mbl.is Sagt að semja um eldri skuld til að fá nýja mataráskrift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju ekkert er gert veit ég ekki hvar er litla Katrín ?Þetta er til skammar eins og svo margt annað í samfélaginu í dag,T.d GREIÐSLUAÐLÖGUN er fínt orð yfir gjaldþrot.Ríkisstjórnin og allir þingmenn fullir og ófullir ættu að skammast sín og laga þetta.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 08:50

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fríar skólamáltíðir í svíþjóð var staðreynd þegar um 1880 Jenný.. það var oft eina leiðin til þess að krakkar nenntu að leggja á sig margra km langa göngu í skólann var.. að þar fengu þau þó að borða.

Óskar Þorkelsson, 26.8.2009 kl. 08:51

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já ég hélt þetta Óskar, þ.e. að það hafi verið fyrir aldamótin 1900 en svo fór ég inn á Wiki og fékk þetta ártal.  Takk fyrir að leiðrétta þetta.

Birna Dís: Þetta er fyrst og fremst borgarmálefni. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2009 kl. 09:13

4 Smámynd: Berglind Berghreinsdóttir

 Sammála ...þetta er með ólíkindum... skil ekki hvers vegna þau fá

ekki fríar máltíðir.

Þetta skánaði þó aðeins þegar það var samræmt gjald yfir alla skólana í rvk því áður var mjög misjafnt hvað þurfti að greiða...

En auðvitað á þetta að vera tekið af sköttunum ..nógu háir eru þeir nú ...

Berglind Berghreinsdóttir, 26.8.2009 kl. 09:47

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta verður að laga og það strax

Sigrún Jónsdóttir, 26.8.2009 kl. 10:02

6 identicon

Hæ Jenný.

Ég get ekki svarað þér á Facebookinu af einhverjum ástæðum, en við erum að gera allt sem hægt er. Læt þig fylgjast með.

Bestu baráttukveðjur,

s

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 10:10

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sóley: Takk og ég bíð spennt og reikna með að þessu verði kippt í liðinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2009 kl. 10:16

8 identicon

Ertu þá að segja að það sé í lagi fyrir sumt fólk að borga ekki skuldir sínar?

Guðbjörg (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 10:55

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðbjörg: Ég er að segja að það hefur orðið algjör forsendubrestur vegna bankahrunsins. 

Fólk sem náði endum saman gerir það ekki lengur af skiljanlegum ástæðum.

Samneyslan þarf að koma til bjargar þegar börnin eru annars vegar.

Að sjálfsögðu er ég ekki að segja almennt og yfirleitt að það sé í lagi að fólk borgi ekki skuldir sínar.

Rosaleg tregða er í gangi hérna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2009 kl. 11:00

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En hverjum á fólkið að trúa, Fjármálastjóranum eða fræðslustjóranum?  Annar segir að það verði ekki gengið að fólki, hinn segir að rukkunin verði send í innheimtu.  Það er vont þegar fólk fær svona tvíbent skilaboð frá sama fyrirtækinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2009 kl. 11:12

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Guðbjörg já jafnvel - ekki ef það á að bitna á börnum viðkomandi þannig að þau fái ekkert að borða!

Og Birna Dís, þetta kemur ekkert inn á borð ríkisstjórnar, enda er svonalagað misjafnt eftir sveitarfélögum. Ég veit líka til þess að í amk. einum skóla í Reykjavík er börnum gefinn hafragrautur á morgnana, án þess að rukka.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.8.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband