Leita í fréttum mbl.is

Viskuþurrð og vitflótti

Það þarf svo sem enga rannsókn til að segja okkur að orðstír Íslands sé í frjálsu falli.  Það sér hvert barn.

Ég held að það líði laangur tími þar til íslenska þjóðarsálin getur leyft sér að horfa stolt framan í heiminn.

Ekki að við almenningur höfum eitthvað til saka unnið, síður en svo en bankadólgarnir og stjórnvöld lögðu landið og fólkið undir í græðgi sinni og oflæti.

Svo er það þetta með fólksflóttann.

Spekilekann margumtalaða.

Ég þoli ekki þetta orð "spekileki" þó það megi að sjálfsögðu nota það í rapp og rím.

Speki er ágætt íslenskt orð.

Spekingur er flott.  Ég t.d. er spekingur mikill en það vita bara allt of fáir að því. Mig vantar almannatengil.

Leki er orð sem á ekki upp á mitt pallborð (pallborð?  Hvað er að?).

Það er nefnilega þannig á Íslandi í dag að leki í meiningunni að koma nauðsynlegum upplýsingum út til fólks er farið að fá á sig leiðinda blæ.

Reyndar ættu persónur og lekendur að fá fálkaorðuna þá fyrst yrði hún þó einhvers virði.

Leki stendur líka fyrir að blotna í fæturna í mínum haus.

Vatnsleiki er vondur.

Manni verður kalt og þarf að byrja að ausa.

Hvað get ég gert að því þó orð fái svona merkingar í hausnum á mér?

Nei, ég reyki ekki kannabis, er svona klikkuð á eigin safa.

Hafiði aldrei orðið fyrir því að íbúðin er farin á flot og parketið festist við lappirnar á ykkur þegar þig stígið alsaklaus fram úr rúminu á morgnana?

Ekki?  Þá hafið þið ekki lifað.

Þess vegna vil ég skipta út spekilekanum og nota í staðinn viskuþurrð eða vitflótta.

Út með spekilekann.

Svo er heldur alls ekkert víst að viskubrunnarnir fari úr landi.

Kannski bara hvítflibbaglæpamenn.

Bjartsýn?

Jább, ég heldi nú það börnin mín á galeiðunni.

Og í dag er haustið formlegt á þessari síðu.

Blogga á morgun um frábæru Sveppabókina sem var að koma út.

Allir út að týna.


mbl.is Vörumerkið Ísland stórskaddað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Vilberg Ómarsson

Rétta orðið er einfaldlega vitsmunaflótti

Þó enn og aftur snilldar grein hjá þér.

Halldór Vilberg Ómarsson, 18.8.2009 kl. 18:13

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vitsmunaflótti er frábært orð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ahhh, ert sumsé að éta sveppi þessa dagana. hver þarf þá kanabis?

Brjánn Guðjónsson, 18.8.2009 kl. 18:47

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég auglýsti einmitt eftir öðru orði í stað spekileka sem mér finnst eins og þér Jenný, frekar óþolandi. Það bárust yfir 50 tillögur. Þær má sjá hér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.8.2009 kl. 19:07

5 identicon

Vitsmunaflótti er gott orð og mér líkar það.Ég er á förum svo ég er í þessum gáfaða hópi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 19:29

6 Smámynd: Dúa

Hvað er að orðunum fólksflótti og atgervisflótti? Ef að fólk flýr land á þá að kalla það spekileka þegar háskólamenntaðir fara eða á að mæla greindarvísitölu þeirra sem fara? Hvað með alla hálfvitana sem fara? Fólksflótti og punktur. Já ég veit að þetta er þýðing á brain drain en fólk fer og þá er nóg að tala um það. Eða við getum nefnt fólksflótta eftir öðrum líffærum en heilanum: gallblöðruflótti, nýrnaflótti....okok ég er búin að koma því á framfæri að mér finnst þetta bjánalegt

Blogga um sveppabók? Jæja góða...

Dúa, 18.8.2009 kl. 19:35

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekki í mínum huga til neinn sem er meiri eða minna virði og þess vegna finnst mer allt í lagi að meta alla jafn mikilvæga. Bæði þá sem eru menntaðir og ómenntaðir.

Það er að mínu viti skilningsleysi að meta ekki alla jafnt í þessu lífi, hvern á sinn hátt.

Annars verð ég að viðurkenna að þegar ég lærði að tala íslensku var þetta orð ekki til, ásamt mörgum öðrum orðum. Þetta er kanski aðferð til að gera íslendinga að ennþá meiri "ösnum og utangátta" en þeir hafa verið hingað til! Er bara hægt að taka upp orð í íslensku án þess að þjóðin almennt hafi fengið að læra þau? Fyrir hvern skyldu þau orð vera búin til?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.8.2009 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2985719

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband