Leita í fréttum mbl.is

Gerum eitthvað!

Margir ungir krakkar í neyslu lenda í að verða burðardýr til að greiða upp skuldir sínar.

Þau hafa val um það eða alvarlegar líkamsmeiðingar á eigin kroppi eða það sem verra er, sínum nánustu, eins og ég þekki dæmi um.

Þetta unga fólk er sent til fjarlægra landa, eða Evrópu, skiptir ekki öllu nema þegar þau nást, og eftir situr spikfeitur eiturlyfjabaróninn ósnertanlegur með öllu en líf ungrar manneskju er eyðilagt fyrir lífstíð.

Við teljum okkur vera góðar manneskjur Íslendingar og ég held að við séum það svona meira og minna.

Við getum ekki vitað af þessum manni þarna, þrátt fyrir að hann sé sekur um alvarlegan hlut og látið hann rotna þarna í ógeðsfangelsinu í Brasilíu ef nokkur möguleiki er á að grípa inn í.

Það meiðir mig inn í hjarta að lesa blogg fólks sem hlakkar yfir örlögum þessa unga manns.

Hversu ljótt og siðlaust er það?

Þetta gerir fólk sem er réttu megin við siðferðisstrikið og á að heita með eðlilega dómgreind.

Ég skil þetta ekki, hvaðan kemur þessi óþverraháttur?

En hvað um það.

Íslensk stjórnvöld verða að grípa inn í, reyna að koma Ragnari E. Hermannssyni til hjálpar.

Svo má setja allt á fullt við að finna bölvaðan glæpahundinn sem selur og flytur inn dóp og notar ánetjaða fíkla í skuld til að leggja líf sitt undir meðan hann gengur um í samfélagi manna óáreittur.

Gerum eitthvað!


mbl.is „Ég á eftir að deyja hérna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála.

Nonni (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:49

2 identicon

Ég þekki til Ragnars og þar fer enginn glæpamaður.Vissulega framdi hann glæp en þetta er bara strákur sem hefur misstigið sig illilega en á engan veginn skilið að dúsa í þessu fangelsi næsta áratuginn.
Munum að þetta getur komið fyrir börn allra.Það verður að gera eitthvað í málinu og koma honum heim.

Berglind (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:54

3 identicon

Höfum við einhverja hugmynd um það hvort hann lýgur eða segir satt.  Ekki myndi hann bara viðurkenna að hann hefði fjármagnað og skipulagt ferðina sjálfur.  Að sjálfsögðu þykist hann vera fórnarlamb aðstæðna.  En .....hann er fórnarlamb aðstæðna sem hann kom sér í sjálfur.

Við ættum frekar að þakka fyrir að hann náðist áður en hann kom efnunum hingað heim þar sem þau hefðu valdið mun meiri eymd hjá mun fleirum.  Að sjálfsögðu á hann að taka út sína refsingu í Brasilíu, hverslags fordæmi er það sem við sýnum ef við reddum alltaf glæpamönnum sem brjóta af sér erlendis og flytjum þá heim svo þeir geti haft það gott á hrauninu.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:57

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Tek ofan fyrir þér Jenný Anna, þú ert með rétta sýn á málið að mínu mati og sannarlega finn ég til með unga manninum, hann er sekur en gerum allt til að hann verði látin afplána hér á landi.

''Svo má setja allt á fullt við að finna bölvaðan glæpahundinn sem selur og flytur inn dóp og notar ánetjaða fíkla í skuld til að leggja líf sitt undir meðan hann gengur um í samfélagi manna óáreittur.''

kveðja

Eva Benjamínsdóttir, 6.5.2009 kl. 23:00

5 identicon

Kaup kaups.... flytja hann heim ef hann segir til höfuðpaursins  annars ekki... svoleiðis á þetta að vera um alla sem kalla sig "burðardýr" ef þau geta ekki sagt til höfuðpaursins þá fái þau fullan dóm ekki 1-2 ár eins og er núna Kaup kaups

kv Maggi

Maggi (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:07

6 identicon

Það er búið að handtaka mann fyrir glæp. Ef einhver annar fékk hann til þess er sá meðsekur og það mun vafalítið verða tekið tillit til þess við réttarhöldin ef hægt er að sýna fram á það á einhvern hátt.

Þeim svíður er undir mígur.

Hetjan (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:11

7 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Sammála Jenný,koma honum heim sem fyrst ef það er mögulegt!

Konráð Ragnarsson, 6.5.2009 kl. 23:13

8 identicon

Æ veistu það að ég bara verð að vera sammála mörgum þeim sem finnst sjálfsagt að leyfa honum að dúsa þarna úti.
Það er nú einu sinni þannig að þeir sem leiðast út í þessa lausn á málum  vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera og til hvers, hversvegna ættu þeir þá ekki að taka afleiðingum gjörða sinna. Nei þessi maður hefur ekkert með það að gera að hljóta fangavist á Hótel Lúxus Litla Hrauni. Ég tel að allir þeir sem koma að bankaránum og eiturlyfjasmyglum hvar sem er í heiminum ættu bara að fá að dúsa á þeim stöðum þar sem til þeirra næst. Afhverju þurfa íslendingar að vera virkilega svona sjálfhverfir að það sé nákvæmlega sama hvað við gerum hvar sem er í heiminum þá séum við svo sérstakir að vita af þvi að Ríkið sjái um okkur og sjái um að koma okkur heim. Nei Jenný við verðum bara fara að horfast í augu við það að íslendingar eru ekkert betri en annað fólk, þeir ræna banka þeir nauðga fólki, þeir smygla eiturlyfjum og við höfum lög eins og önnur siðmenntuð ríki og við eigum bara að leyfa þessum mönnum að falla undir þau.
Ég get ekki verið sammála þér í þessu máli, nema að því leytinu að ég er mjög ósáttur við að þegar svoan mál koma upp þá er oft á tíðum ansi harkaleg og óvægin ummræða, svo oft er það á mörkum þess að kallast siðsamlegt. Þar fyrir utan vitum við ekkert um hvernig fangelsi eru í Brasilíu. Þarna dæmir þú án nokkurrar þekkingar held ég.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:17

9 identicon

Ég er ekki sammála, ég er feginn að þessir glæpamenn og konur séu tekinn og þau látinn standa fyrir gjörðum sínum. Gef ekkert fyrir þetta píp um að "Hann er svo góður strákur, þetta var óvart" kjaftæði.  Hann gerði þetta og að sama skapi mun hann svara fyrir það.

Smá útúrdúr: 

Reyndar er ég á því að almennt sé ekki tekið nógu hart á glæpum á Íslandi og er ein ástæðan fyrir því svona tal um "Góða strákinn sem villtist af leið en er ekki glæpon innvið beinið"

Vonandi hefur þessi einstaklingur vit á því að sleppa þessháttar boðsferðum í framtíðinni.

Sigurður Hjörleifsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:19

10 identicon

Ég segi þetta..... semja við drenginn, hann segir frá hverjir það voru sem "hótuðu honum dauða" og ef hann lætur lögregluvaldið fá NÖFN þá eigum við að gera allt til að fá hann heim.

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:19

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

6 kg af kóki.. hmm þetta er bara dáðadrengur.. auðvitað hjálpum við svona fólki.. og rekum aðra í burtu í leiðinni en það er allt í lagi því hann er svo góður drengur .. alltof góður til að vera í fangelsi..

Svo vælir fólk um væga dóma.. daginn eftir er vælt um að sleppa alvöru glæpamönnum..  hvar eru mörkin hjá ykkur ?

Óskar Þorkelsson, 6.5.2009 kl. 23:20

12 identicon

Gaurinn ætlaði að koma með fleiri kíló af eiturlyfjum til að selja á götum landsinns ég vil ekki sjá hann aftur heim við höfum nóg af glæpamönnum förum ekki að eyða kröftum peningum í svona gaura. Samhryggist fjölskyldunni hans innilega enn if you cant do the time dont make the crime á vel við sorry enn þetta finnst mér alla vega

Sæmi (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:34

13 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Dæmigerð meðvirk viðbrögð Jenny, þú færð falleinkun.

Fólk virðist trúa leikritinu sem hann setur upp.

Og það virðast margir taka þátt í því leikriti, því miður.

Vissulega eru þetta erfiðar aðstæður sem hann þarf að sæta.  En allir vita að fangelsi í Brasilíu eru andstyggileg og ætti ekki að koma á óvart.

Og þetta kaus hann að taka þátt í.  Leyfum honum að taka afleiðingunum.  

Neyddur í þetta? Right.

Jón Á Grétarsson, 6.5.2009 kl. 23:37

14 identicon

Sammála Óskari, þegar menn brjóta af sér þá taka þeir einfaldlega út sína refsingu. 

Hverjar ætli undirtektirnar hér yrðu ef ég færi að hvetja til þess að resingar yfir dæmdum nauðgurum yrðu myldaðar vegna þess að þeir hefðu verið fórnarlömb aðstæðna og bara ekki ráðið við sig, þeir hefðu bara "lent" í því fyrir slysni að nauðga konu og myndu örugglega aldrei gera það aftur ef þeim yrði sýnd miskunn núna.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:39

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Á: Þú getur ekki gefið mér einkunn og ég er ekki að falast eftir vinsældum.  Mér gæti ekki staðið meira á sama.

En mér er ekki sama um innrætið hjá fólki sem er glatt og ánægt yfir örlögum fólks upp að því marki að það sér ekkert athugavert við að einhver sé látinn dúsa í landi þar sem mannréttindi fanga eru ekki virt.

Hvað varðar dóma fyrir nauðgunarmál þá eru þeir of vægir.

Svo er á ykkur að heyra að það sé lúxus að sitja á Litla-Hrauni.

Ég þekki aðstandendur fanga sem þar hafa stigið sín síðustu spor og gætu sennilega frætt ykkur um "lúxusinn" sem þar ríkir.

Viljið þið að við setjum fólk í hlekki, sveltum það og meiðum?

Þjónar það hugmynd ykkar um refsingar?

Ég skammast mín fyrir ykkar hönd.

Einhver verður að gera það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2009 kl. 23:45

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Maron: Ertu ekki að grínast?  Skilur þú ekki muninn á fangelsum í ýmsum löndum, mannréttindum og refsingu?

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2009 kl. 23:46

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Maron: Var aðeins og fljót að senda.

Þú ættir að kynna þér glæpinn nauðgun.  Á meðan skaltu sleppa því að tjá þig um hann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2009 kl. 23:47

18 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Upp í hugann rifjast  mynd "Midnight Express" eitthvað  (hugurinn náttúrlega þokaður) sem fjallaði um svipað, mann sem lenti í fangelsi í Tyrklandi.  Rosalega áhrifarík og hefur væntanlega varnað mörgum frá því að reyna eða verða neyddir til smygls á eiturlyfjum.

Það var greinileg örvænting hjá þessum dreng, og maður fann ofsalega  til með honum.

Hann þarf auðvitað að taka út dóm, en það má gjarnan vera á Íslandi, og íslensk stjórnvöld ættu auðvitað að beita sér fyrir því.

Svo er ég alveg sammála varðandi þessa dóma Jenný, það þarf að vera einhvert consistency í þessum dómum, og þeir í vitrænu samræmi við alvarleika brots.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.5.2009 kl. 23:55

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný: Sammála þér alla leið.

Midnight express var frábær mynd og tók einmitt vel á þessu máli.

Auðvitað er ég aldeilis ekki á því að piltinum eigi ekki að refsa, en þarna í Brasilíu, nei takk.

Enda skil ég ekki hvernig alþjóðasamfélagið leyfir meðferð á föngum í ýmsum löndum ja eins og USA, Brasilíu og víðar.

Engin manneskja á skilið svona meðferð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2009 kl. 23:58

20 identicon

Glæpamenn eru glæpamenn, þessi lagði það á sig að ferðast um hálfan hnöttinn og rúmlega það til þess að ná í efni sem gæti drepið fjölda manns og lagt líf ennþá fleiri fjölskyldna í rúst.  þetta er ekki minna alvarlegur glæpur en nauðgun, og ég er sammála þér um það að refsingar fyrir kynferðisafbrot eru allt of mildar hér á landi. 

En ef hann hefði nauðgað konu í Brasilíu værum við þá að tala um það hvað hann væri góður strákur sem hefði bara misstigið sig og við ættum að gera allt sem í okkar valdi stæði til að bjarga honum heim. 

Tvöfeldnin og hræsnin virðist engin takmörk sett.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 00:02

21 identicon

Ég vorkenni þessum manni bæði að hafa lent í klóm fíknar og líka að hafa tekið þá ákvörðun að hafa framið þennan stóralvarlega glæp í landi þar sem tekið er virkilega hart á svona glæpum.

Aftur á móti þá er ekki hægt að afsaka stóralvarlega glæpa á þeim rökum að afbrotamaður segir að hann hafi verið neyddur til þess, sérstaklega í ljósi þess að í öllu ferlinu hefur hann haft val að leita til lögreglu og skila efnunum og kjafta frá. Við þannig aðstæður er auðvitað rétt að gera allt í okkar valdi til þess að vernda manninn bæði frá fíkninni og þeim sem hann skuldar.

Ef við ætlum að "fyrirgefa" og afsaka glæpi á borð við smygla á kókaíni í massavís vegna þess að glæpamanninum var ógnað munum við þá fyrirgefa líka handrukkurum sem margir hverjir eru að vinna uppí fíkniefnaskuld? Hvað með þjófa og skjalafalsara? Morðingja?

Karma (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 00:03

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hann braut af sér í brasilíu Jenný.. hann á að afplána þar !

Óskar Þorkelsson, 7.5.2009 kl. 00:04

23 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Meðvirk eða ekki meðvirk, jú í þessu tilfelli ertu meðvirk í mínum huga.

Og jú Jenný, ég get gefið þér einkunn.  Það þarf samt ekki að skipta þig neinu máli.  Þetta er samt mín skoðun.  Af hverju?:

  • "Viljið þið að við setjum fólk í hlekki, sveltum það og meiðum?" 
Þarna ertu komin í fantasíu.

Jón Á Grétarsson, 7.5.2009 kl. 00:09

24 identicon

Fyrst Maron minnist á nauðgun er rétt að benda á að fangelsisvist á þessum slóðum er ávísun upp á mjög svo reglubundnar og óhugnanlegar nauðganir og annað ofbeldi. Af hálfu manna sem gjarnan eru með alnæmi sjálfir og margfallda lífstíðardóma á bakinu.

Það er ekki rétt að refsa fyrir einn alvarlegan glæp með því að dæma mann í að vera síendurtekið fórnarlamb alvarlegra glæpa svo áratugum skiptir. Hann verður strax sérstakt skotmark þarna inni af ástæðum sem þeir sem þekkja hið minnsta til hans vita. Það er bara óhugnanleg mannvonska að vilja að menn séu beittir kerfisbundnu ofbeldi, sama hvað þeir kunna að hafa gert af sér.

Gonz (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 00:13

25 identicon

Jenný,telurðu þá skútugaurana heppna að hafa náð landi,að vera ekki tekna þar sem refsingin hæfir glæpnum...

zappa (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 00:30

26 identicon

Gonz hefur horft á of marga Prison break þætti. 

Af hverju reynum við ekki frekar að styðja við bakið á þeim sem eru jafnvel öryrkjar fyrir lífstíð eftir að hafa orðið fyrir barðinu á glæpamönnum hér heima frekar en að styðja við bakið á íslenskum glæpamönnum erlendis. 

Ég skil ekki og mun vonandi aldrei skilja svona tvöfalt siðgæði eins og hér er predikað.

Góða nótt og dreymi ykkur fallega.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 00:33

27 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Aðeins að koma inn í þessa umræðu. Lög eru sett í hverju landi til að verja fólki fyrir ýmsu eins og eiturlyfjasmyglurum. Brasilía og Tæland eru með þetta svipað að refsa útlendingum margfalt fyrir svona smygl. Við verðum að átta okkur á að þetta eru 6 kíló af kókaíni sem maðurinn var að smygla. Hér á Íslandi fengi hann 16 ár. Einstaklingur sem leiðist út í svona er orðinn mjög veikur af alkahólisma og fíkn og hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Þetta er sambland af spennu fíkn og eiturlyfjafíkn. Þannig að það er ekki alveg að marka hvað svona einstaklingur segir og gerir til að koma sér úr svona aðstöðu. Íslenska ríkið gerir lítið af því að fá svona menn framselda. Bara minna á hvernig gekk að fá Aron Pálma hingað. Það sem þeir geta gert sem finna til með honum og eru illa meðvirkir geta stofnað sjóð og reynt að koma peningum til hans, þannig getur hann haft það bærilegt meðan hann situr af sér dóminn. Það hefur verið talað um myndina Midnight Express hérna þá er það þannig að þessi mynd er byggð á sönnum atburðum og þessi maður sem myndin fjallaði um var tekinn á landamærum USA og Mexíkó 5 árum eftir að hann slapp út að reyna að smygla kókaíni. Að endingu vil votta fjölskyldu Ragnars samúð mína.

Óli Sveinbjörnss, 7.5.2009 kl. 00:40

28 identicon

Þetta fólk sem vill að hann afpláni dóminn í Braselíu er örugglega líka sammála því að framselja erlenda glæpamenn á Íslandi til að þeir geti afplánað dómin í heimalandi sínu, ekki Íslandi.

En að mínu mati á enginn skilið að sitja í fangelsi í Braselíu, hvort sem hann er frá Braselíu eða Íslandi. 

Svo var enginn að tala um að hann ætti ekki að hljóta refsingu, þótt menn þurfi að sitja af sér þá er allt í lagi að menn geri það við mannsæmandi aðstæður. Að halda örðu fram er fáfræði!!

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 00:41

29 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bjöggi: Nákvæmlega.

Meðvirkni!  Eitt ofnotaðasta orð í íslenskunni nú um stundir.

Og ef maður tekur því ekki þegjandi þá er maður í vörn!

Chatch 22!

Meðvirkni er að mér skilst fjölskyldusjúkdómur og hefur ekkert með afstöðu mína amk. að gera til mannréttindamála.

Hvaða helvítis sjúkdómavæðing er þetta í allri umræðu.

Svo verð ég að segja að ég er nánast gapandi af undrun yfir dómgreindarleysi þeirra sem reyna að færa rök fyrir því að það sé allt í góðu að láta fólk vera í skelfilegri aðstöðu, innilokað í Brasilíu, bara út af því að það er mátulegt á manninn.

Hann er 24 ára hann Ragnar, í neyslu og með slævða dómgreind af þeim sökum, hræddur og stórskuldugur dópsalanum sínum.

En hver er ykkar afsökun?

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2009 kl. 00:51

30 identicon

Ég hef aldrei séð Prison Break þátt, en ég hef séð heimildamynd sem Ross Kemp gerði um fangelsi í Brasilíu, og reyndar aðra til eftir minna þekktan mann frá Ástralíu. Það er eitthvað það versta sem ég hef nokkurntíman séð í þessum málum, sé undanskilið eitthvað fangelsi  í Kambódíu sem ég sá stutt innslag um einusinni.

Þarna í Brasilíu hef ég séð viðtöl við menn í fangelsi þar sem fangarnir höfðu meira og minna tekið við af vörðunum sem hættu sér ekki inn á aðal samkomusvæði fanga lengur. Ég ætla ekki að fara að lýsa því sem þarna sást fyrir opnum tjöldum fara fram af nærgætni við þá sem tengjast föndum sem þar eru, en talaðu ekki við mig um einhverja hollywood fantasíu. Þetta er blákaldur þriðja heims raunveruleiki og mannréttindabrot á hæsta stigi.

Gonz (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 00:51

31 identicon

Afsakað, þessu innslagi var beint til Marons. Ég biðst líka velvirðingar á nafnleysinu, það eru flóknar en hversdagslegar ástæður fyrir því ;)

Gonz (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 00:53

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gonz: Takk fyrir þín innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2009 kl. 01:07

33 identicon

ég get ekki skilið þann hugsunarhátt hjá fólki sem finnst að strákurinn ætti að dúsa í fangelsi í brasilíu þar sem hann myndi að öllum líkindum annað hvort vera drepinn eða taka sitt eigið líf. Það verður að hjálpa honum heim og gefa honum annan séns í lífinu eftir að hann afplánar langan dóm á hrauninu.

Ingi Arnarsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 01:07

34 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ingi: Nákvæmlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2009 kl. 01:12

35 identicon

Skrýtið hvað okkur Íslendingum tekst oft illa að tala saman / ræða málin, við förum alltaf í fylkingar, með eða á móti.  Af hverju skyldi það vera????

Persónulega finnst mér, Óli Sveinbjörnss, 7.5.2009 kl. 00:40, með einna málefnalegasta innleggið so far.  Auk þess sem sé ekki betur en sá eini sem vottar saklausum aðstandendum Ragnars samúð sína.  Ég tek heilshugar undir þær óskir.

ASE (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 01:35

36 identicon

Ég tjái mig aldrei á moggabloggum en þessar umræður um hann Ragnar gera mig alveg hrikalega reiða og sára.

Þetta fólk sem finnst allt í lagi að hann afpláni dómnum í Brasilíu og að hann hafi tekið þessa ákvörðun um að gera þetta og bla, bla, bla, hefur greinilega aldrei átt náin vin eða fjölskyldumeðlim sem hefur verið eða er fíkill. Hann er fyrir það fyrsta veikur. Hann gerir allt fyrir fíknina, þess vegna er hann á þessum stað þar sem hann er núna. Ég er samt ekki að segja að þetta sé allt í góðu sem hann gerði af því að hann er fíkill.

Hann fékk að velja á milli lífs síns eða að smygla þessu kókaíni. Hvað hefðuð þið gert? 

Ef þetta væri sonur ykkar, bróðir eða vinur, hvernig væri þá ykkar afstaða til þessa máls? Væruð þið ennþá á þeirri skoðun að hann ætti það skilið að vera í Brasilísku fangelsi í tuttugu ár? Þar sem hann augljóslega mun koma mun verr út úr (ef hann kemur út lifandi) heldur en hann sæti á Litla hrauni.

Takk fyrir færsluna Jenný og þú ert ekki meðvirk.

Marta (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 01:40

37 Smámynd: Tiger

  Jenný, ég er sammála þér! Láta dæma hann þar sem glæpurinn var framinn - í Brasilíu - en flytja svo drenginn heim og láta hann sitja af sér refsinguna hérna heima. Annað mun sennilega þýða dauðadómur yfir honum..

Tiger, 7.5.2009 kl. 02:02

38 identicon

Nákvæmlega Marta. Þversögnin í málflutningi siðvitringanna sem vita allt um brasilísk fangelsi (og fangelsismál yfirhöfuð) er einmitt sú að Refsigleði með stóru ERRI gerir bara illt verra. Lúxus-Litla Hraun? Só wot? Ég er mjög HLYNNT stefnu fangelsisyfirvalda hér á landi. Þau hafa miklu heilbrigðari sýn á BETRUN (vs. refsingu) en brasilísk stjórnvöld og önnur 3. heims lönd hafa. Það sem fólk virðist sjaldnast átta sig á þegar það gargar á þyngri refsingar og að henda lyklinum er að ekki aðeins EYKUR það á afbrot (eins og sést skýrt og greinilega í USA) heldur koma fangarnir út miklu verri heldur en þegar þeir fóru inn. Siðvitringarnir hafa í raun sömu skoðun og við hin (þessi "meðvirku") - að vilja draga ÚR afbrotum. En skilja ekki þversögnina sem felst í refsigleði á borð við þá sem viðgengst úti í heimi.

Og hvað varðar nauðganir í fangelsum - það er engin urban legend. Þessi heimur er harður og ég vona að drengurinn finni í sér hráa sjálfsbjargarhvöt til þess að lifa af sem allra allra fyrst því ekki mun honum veita af. En mun það gera hann að betri manni? Heldur það einhver í alvörunni? Ætli hann sjái þá frekar að sér og verði góður og gegn borgari afþví að hann uppfyllti blauta drauma siðvitringanna um að "taka afleiðingunum" x 1000?

JS (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 02:08

39 Smámynd: Héðinn Björnsson

Karlar í eiturlyfjaneyslu fara að smygla/selja dóp og/eða stunda innbrot til að fjármagna fíknina meðan konur leiðast frekar út í vændi. Konurnar eru fórnarlömb sem allir vilja að sé hjálpað en karlarnir eru glæpamenn sem ber að búra inni og þá helst á sem viðbjóðlegustum stað.

Svona setja kynjahlutverkin mark sitt á siðferðismat þjóða vorrar!

Héðinn Björnsson, 7.5.2009 kl. 02:43

40 identicon

meina halló! datt honum ekkert í hug að hann myndi verða "böstaður" og þú velur þér þína vini og það er enginn annar en þú sem ákveður að prófa eina línu eða fá þér sopa eða smók! og eigum við þjóðin að þurfa að borga undir hann eikkurar rosa fjárhæðir útaf hans mistökum? það held ég ekki, fyrst að við gátum ekki bjargað Aroni Pálma heim þá getur þessi dúsað í fangelsinu þarna úti! oog þessi maður er ekki svona saklaus, þetta eru bara einkenni alkóhólistans að fá vorkun og þess háttar, trúið mér, ég þekki það! og það er enginn leið að sanna það að hann sé eikkað fórnalamb eða ekki þótt að hann segji það, því að A: við Íslendingar munum aldrei finna þennann mann sem á að hafa sent hann út og B: Alcóhólistar reyna að ljúga sig útur öllum vandræðum sem þau koma sér í og það er nánast sönnun, ég hef mistigið mig og það var varla orð sem kom útur manni satt! og já ég finn bara hrikalega til með fjölskyldu hans því að þeim líður eflaust jafn ílla eða verr!

og eitt svona undir lokinn

hann hlítur nú að hafa fengið einhvern pening til að fjárfesta í Kókinu, afhverju tók hann bara ekki næsta flug einhvert til suður Ameríku og hóf nýtt líf og lét bara ekki sjá sig hérna í góð 20 ár, væri ábygilega í fínustu málum núna!

Heiðar (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 04:03

41 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Já en ágæti Héðinn,

svona fljótt yfir skautað sýnist mér að konurnar á þessari síðu, sýni meiri hjartahlýju gagnvart aðstæðum drengsins, að ekki sé talað um fjölskyldu hans,  heldur en kynbræður þínir.   Kann að vera rangt hjá mér, enda hef ég ekki skerpt skautana lengi.  Svo gætir þú líka verið að meina að karlar séu körlum verstir, og konur konum verstar!

Þeir sem hafa kynnt sér og þekkja (vonandi ekki af eigin raun) mannfyrirlitningu og vonsku sem er látin viðgangast í fangelsum víða um heim, þ.m.t. Brazilíu, eru hér af veikum mætti að vekja athygli á hryllilegri harmsögu, sem gæti ef til vill  og vonandi farið betur en á horfir nú um sinn.

Þessi umræða var örugglega ekki stofnuð til þess að gera lítið úr öllum þeim hryllilegu harmsögum sem fjölskyldur neytenda og þeir sjálfir hafa gengið í gegn um, vegna þess að þessi eiturlyf eru yfirleitt  í umferð.  Það er "þjóðarvandamál", sem þarf að tækla á allt annan hátt.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.5.2009 kl. 04:11

42 identicon

Ég held að í fyrsta lagi sé Héðinn að leggja ummæli sín fram af hvötum sem ekki tengjast því beint að ná réttlæti fram í þessu máli en í öðru lagi sé hann misskilinn.

Ég hef sjálfur bent á það í góðra vina hópi, þó ekki opinberlega, að mikil samstaða virðist vera á milli allra stjórnmálaflokka og almennings um að leggja ekki bann við því að kvenkyns eiturlyfjafíkar selji ólöglega vændisþjónustu án þess að þær væru ábyrgar fyrir lögbrotinu. Ég er í sjálfu sér ekki ósammála því sjónarmiði, sérstaklega þar sem helsta röksemdafærslan er sú að um er að ræða konur sem ekki hafa stjórn á eigin lífi og gera hvað sem er fyrir næsta skammt. Þær niðurlægja sig og leggja sig jafnvel í mikla hættu við þessa hræðilegu iðju sem ekki nokkur manneskja vill stunda að öðrum kostum gefnum.

Ég spyr einfaldlega afhverju aðrar reglur ættu að gilda um karlmenn. Einn þeirra á nú á hættu að sæta nauðgunum á daglegum basís næstu tuttugu árin.

Mér finnst Héðinn hafa lagt málið fram með þeim hætti að hann vildi gera atlögu að réttindabaráttu kvenna. Það tel ég ákaflega lágkúrulegt. Ef það er rangt hjá mér biðst ég að sjálfsögðu afsökunar en rökin sem hann hefði getað fært eru engu að síður gild.

Gonz (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 04:40

43 identicon

Héðinn: Færslan sem ég var að setja inn var skrifuð áður en ég sá þína síðustu. Ég sé ekki betur en að við séum meira og minna sammála í þessu máli og ég biðst afsökunar á því að hafa haft þig fyrir röngum sökum. Ég sé ekki betur en að þú hafir fast land undir fótum í málflutningi þínum og aðrdróttanir mínar voru óviðeigandi.

Gonz (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 04:48

44 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gonz

Sá bara eina færslu frá ágætum Héðni ?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.5.2009 kl. 05:42

45 identicon

hae Jenny og allir hinir sem hafa skrifad herna,

nu er eg buin ad lesa nokkur af bloggunum sem eru fost vid thessa grein og svo oll kommentin herna. eg hef velt thessu fyrir mer, rokum med og a moti.. eftir allt saman situr eitt eftir: Mer gjorsamlega bloskrar ad lesa komment fra folki sem finnst ad thessi madur eigi ad afplana dom sinn i Brasiliu. Eg a varla til ord til thess ad lysa skomminni, thetta eru landar minir!! (ekki i fyrsta skipti sem eg skammast min fyrir ad vera Islendingur) Mer finnst thessi komment hljoma eins og onnur rok (otengt thessu) sem eg hef heyrt oft adur, rok A MOTI, bara til ad vera hord/hardur, vera toff. Veit ekki hvort thetta er islenskt fyrirbaeri en thetta er alveg otrulega hvimleitt og frekar algengt a Islandi. Eru sum okkar faedd med ovenjulitla manngaesku? Refsigledi finnst mer gott ord yfir thennan hrylling.

Sumir hafa meira ad segja dirfst ad tala um peninga i thessu samhengi, ad ekki eigi ad eyda peningum skattborgara i ad fangelsa hann herna.. mannslif er ALLTAF meira virdi en ALLIR peningarnir i heiminum!!! Thid skulud ekki efast um hver verda orlog thessa manns ef hann faer ad dusa tharna -eitt heimskulegasta kommentid sem eg las herna var thetta um ad hafa horft a of marga Prison Break thaetti (!!!) Kynntu ther adeins malin adur en thu bladrar eins og thu vitir allt um malid!

Eg legg thetta til: thid sem hafid sagt ad ragnar eigi ad sitja i fangelsi i Brasiliu, setjist nidur med fjolskyldunni ykkar og segid theim ad ef einhver theirra lendir i fangelsi i Brasiliu eda i odrum jafnhrikalegum adstaedum (vegna glaeps sem thau fromdu, tengdan fikn eda ekki) tha munir thu EKKI hjalpa theim thvi thu ert ekki su manngerd sem fyrirgefur. Sjadu sidan svipinn a theim og reyndu ad setja thig i spor fjolskyldu Ragnars.

halla (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 05:53

46 identicon

Jón:  Að sjálfsögðu var maðurinn neyddur í þetta.  Hann hefur væntanlega verið með handrukkara á bakinu sem hann ekki gat borgað.  Það hefur komið fram í fjölmiðlum að maðurinn var atvinnulaus og kannski hafði hann ekkert kredit í bönkum.  Hvað gerir maðurinn þá annað en að fara þarna út fyrir þessa menn?  Hann hefur bara verið skíthræddur drengurinn og þetta hefur verið það eina sem hann hefur séð í stöðunni.

Björn (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 07:24

47 identicon

Kókainsmyglari fær margfallt strangari refsingu en nauðgari. Þeim sem er nauðgað hefur EKKERT val, en sá sem tekur dópið hefur val. Ég sé ekkert sameiginlegt í þessu og fatta ekki hvað fólk er að bera saman. Þetta ætti að vera öfugt. Nauðgarinn ætti að fá strangari dóm. Fyrir utan það að lögin búa til smyglarana og við halda glæpunum í kringum þetta bölvaða dóp. Nóg er af lögleiddu dópi í apótekinu sem ekki er betra og enginn segir neitt við því.

Hversvegna eru íslendingar svona harðir gagnvart landsmönnum sínum? Er dagleg nauðgun í 20 ár mátuleg refsing fyrir kókainsmygl?? Viljið þið virkilega að ykkar sonur yrði dæmdur þannig ef til kæmi???

Og harðastir virðast þeir vera sem hafa gengið í gegnum "meðvirknis" heilareinsunina og vita hvaða heimur er í gangi  þarna. Er öll samúð hreinsuð burt úr heila fólks sem fer í meðferð og lifir streit? Reynið að sökkva ykkur aðeins milli spjalda sálfræðbókanna áður en þið æpið "meðvirkni, meðvirkni". Hvaðan kemur öll þessi fyrirlitning???

Vala (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 08:17

48 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Neyddur eða ekki neyddur! Hann á örugglega einhversstaðar ættingja sem þykir vænt um hann og líða nóg þótt ekki sé verið að hlakka yfir því að hann sitji í fangelsi í Brasilíu.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2009 kl. 09:00

49 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa færslu Jenný.  Ég veit að það sem þú segir þarna er satt.  Það þekki ég frá fyrstu hendi.  Fólk fær hótanir um limlestingar annað hvort sín, eða sinna nánustu.  Ég veit hvað systir þín á heima!

Málið er að þegar krakkar eru í neyslu og komin það langt niður að þau vinna ekki lengur, þá eru þau í raun og veru þrælar glæpahunda sem sitja ef til vill hátt upp í þjóðfélaginu og deila og drottna.  Þeir senda þau í vændi, til að stela eða sem burðardýr.  Og þar er enginn miskunn.  Fólkið sem hér er að dæma bæði þig fyrir skrifin og drenginn þekkir einfaldlega ekki til í þessu dýraríki undirheimum sem ríkir rétt framan við nefið á okkur.  Og enginn virðist hafa áhuga á að hreinsa til eða uppræta.  Það er bara verið að hamast við að taka þessa smáglæpona með núll komma eitthvað í vasanum. 

Þeir fjármagna ekki innfluttning, þeir hafa ekki viðskiptasamböndin og þeir vita ekki einu sinni hver er næsti yfirmaður.  Þeir þekkja bara einn tengilið milli sín og einhvers annars.  Það er passað upp á það að topparnir séu verndaðir.  Minn sonur ætlaði að sitja inni fyrir einn mafíósan á sínum tíma.  Honum var hótað að eitthvað yrði gert vil litla drenginn hans ef hann gerði það ekki.  Málið var hins vegar að á þeim tíma sem afbrotið átti sér stað var hann annarsstaðar og í dagmeðferð á sjúkrahúsinu, þar sem hann kom daglega og fékk meðul.  Rannsóknarlögreglan trúði honum því ekki og hafði samband við mig sem gat staðfest það.  En svo átti hann að fara inn fyrir eitthvað sem hann hafði sjálfur gert, og var dauðans hræddur við að fara á Litla Hraun.  Taldi að honum yrði refsað þar, fyrir að geta ekki setið inni fyrir glæpahundinn. 

Þetta er auðvitað ekki til að trúa fyrir venjulegt fólk, en svona er þetta samt eða var, og hefur örugglega versnað en ekki batnað.  Og gerir ekki, meðan ekki er tekið á höfuðpaurum og yfirmorðingjum myrkraheimsins.  Því þeir eru ekkert annað en morðingjar, því oftast enda fíklarnir í annað hvort að taka sitt eigið líf af því að þeir sjá ekkert annað framundan, eða þeir deyja vegna þess að líkamin er búinn, eða þeir eru einfaldlega drepnir með of stórum skammti. 

Ég styð því að stjórnvöld reyni að fá drenginn framseldan og fái að sitja af sér samkvæmt íslenskum lögum á Litla Hrauni.  Raunar er litið alvarlegar á fíkniefnamál hér á landi en nauðgun og barsmíðar ef marka má dóma hér.  Læt þetta gott heita.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 09:10

50 Smámynd: Garún

Lítum í eigin barm!   Setjum skóinn á okkur eða barnið okkar eða einhvern sem okkur þykir vænt um og svörum þessum spurningum síðan.  Það skiptir engu máli svo sem hvað fólk segir yfir höfuð, hvernig það bregst við.  Aðalmálið hér er aðbúnaður í fangelsum útum allan heim, þarna og annars staðar.  Hvað er í gangi þegar við segjum "leyfum öllum sem þarna eru að dúsa þarna" og fáum okkur svo kaffi latte og keyrum í vinnuna.  Þetta er ekki bara spurning um Ragnar!  Þetta er spurning um mannréttindi!  Okkar og annarra.  Hvernig maður verður sá sem hefur setið inní í svona fangelsi eftir 20 ár?  Eða eftir 5 ár.  Erum við orðin svona köld að þegar við heyrum fréttir af ormfylltum vantsglösum, 15 manns í herbergi sem er 5 fermetrar, nauðgunum og barsmíðum að þá erum við bara sátt og ánægð með framvindu?  Og hvernig haldið þið að réttarkerfið virki í svona umhverfi?  Já ok þú færð ekkert að borða í viku en lögfræðingurinn þinn kemur og á morgun og þá skulum við ræða málin!  Nei það held ég ekki. 

Garún, 7.5.2009 kl. 09:25

51 identicon

Ég er ekki að fatta hana Berglindi sem skrifar hér efst að vissulega hafi Ragnar framið GLÆP, en að þar fari samt ekki glæpamaður ???

Stefán (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 09:50

52 identicon

Segjum sem svo að Ragnar hefði komist með eitrið til Íslands og selt börnum einhvers sem hér predikar það að hann skuli fluttur heim.  Börn eða barn þessa einhvers tekur of stóran skammt og lætur lífið eða örkumlast fyrir lífstíð, myndi þá þessi sami yppa öxlum og hugsa með sér;  Ja dílerinn sem seldi barninu mínu eitrið sem drap það er nú ekkert svo slæmur náungi hann bara missteig sig en er ágætis strákur. 

Þetta er akkurat það sem hefði gerst ef Ragnar hefði komist með eitrið hingað heim, það hefði farið í umferð og valdið mun meiri skaða á Íslandi en skaðinn sem Ragnar verður fyrir úti í Brasilíu og þá er ég alls ekki draga úr villimennskunni í Brsilískum fangelsum.

Reynum að hugsa málið til enda, Ragnar ætlaði að flytja 6 kg. af eiturlyfjum til Íslands, hversu mörg líf hefði hann eyðilagt ef honum hefði tekist það, og ef honum hefði tekist það hvað hefði hann þá reynt að endurtaka leikinn oft.  Það er eins gott að hann var stoppaður þarna en ekki eftir að hann hefði komið heim og byrjað að drepa börnin okkar.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 10:27

53 identicon

Ef þú fremur glæp þá ertu væntanlega glæpamaður. Margir segja að fólk eigið skilið annað tækifæri og þeir sem dæman séu vond og allt illt og tala um að við hinn sem finnum ekki vorkun í okkur höfum aldrei átt fjölskyldumeðlum sem hafi lent í þessu. Það segir mikið til að hann sé kominn þarna út að smygla svona miklu magni, svona fer ekki framhjá neinni fjölskyldu, ég skal hundur vera ef enginn af hans vinum/fjölskyldu hafi aldrei reynt að hjálpa honum, beðið hann um að hætta. Hann hefur greinilega ekki hlustað, afhverju eigum við þá að hlusta á hann ?

Jenný, þú segir ,,gerum eitthvað''??? Þú alhæfir yfir allt þetta fólk sem kommentar hér hjá þér um að vera vond og illa innrætt og segir að aðrir vilji bara sjá hann kveljast, það er svo alls ekki rétt, en hver á að taka út sýna refsinu og ef þetta er okkar sköðun þá virðiru hana og ef þú getur ekki gert það þá held ég að þú eigir ekki að vera að tjá þig eða einfaldlega loka fyrir að fólk geti kommentað. Eing og ég segi svo marg oft, ekki biðja um ált ef þú villt ekki svarið. Eins og einhver tók hér framm hugsaðu um öll lífin og fjölskyldurnar þar á bakvið sem myndu rústast af því að fá þessi efni hingað inn.

 Þetta er mín persónuleg skoðun, ég vill ekki að skattpeningar mínir fari í að draga þennan mann hingað til landsins.

Og fyrir þá sem tala um harðari refsingar fyrir nauðgunarafbrot. Hvernig væri að læsa þá ekkert inni heldur eða frekar peningunum í að veita þeim sálfræði meðferð 1-2 sinnum á dag hjálpa okkur að skilja hvað liggur á bakvið svona hrylling? Hvað gerir maður sem situr inn í 2 ár fyrir að nauðga barni þegar hann kemur út? Beint í tölvuna að finna klám .. Því inn á hrauni mun hann bara brenglast meira til hins verra.

Og eins og ég segi þessi maður á að vera dæmdur eins og allir aðrir, hann er ekki betri maður en brasilíu búar þótt hann sé Íslendingur, það er alveg búið að sýna sig og sanna að við erum ekkert betri en aðrir.

Sigrún (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 10:49

54 identicon

Enginn vilji hjá stjórnvöldum til að fyrirbyggja vandann, þvert á móti. Eða bjóða uppá alvöru lausnir í meðferð vímuefnasjúklinga. Hvað ætli verði skorið mikið niður hjá vogi í nýjum fjárlögum?

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 11:10

55 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hjartanlega sammála þér Jenný.  Maðurinn er ísl. ríkisborgari og á rétt á vernd samkv. því.  Takk fyrir þennan pistil.

Sigrún Jónsdóttir, 7.5.2009 kl. 11:35

56 identicon

Merkilegt hvað íslendingar eru miklir Ragnar Reykásar - Einn daginn eru allir brjálaðir og hneykslaðir á vægum dómum á Íslandi, en svo þegar íslendingur fær harðan dóm erlendis er það ekkert nema aumingjagæskan, umburðarlyndið og samúðin. "Dæmið ekki og þér munið ekki dæmdir verða" segja menn með geislabaug yfir h0fðinu. Er eitthvað skrýtið að enginn útrásarvíkingana skuli hafa verið handtekinn í svona landi?!

Arngrímur (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 11:42

57 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er enginn að tala um að Drengurinn eigi að sleppa við fangelsi.  Það er verið að tala um að fá hann framseldan hingað heim og afplána hér.  Hvenær er maður glæpamaður og hvenær viljalaust verkfæri einhvers annars?  Það verður að gera greinarmun á slíku.  Þó ég ætli ekki að forsvara fyrir þennan pilt því ég þekki ekki til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 12:00

58 identicon

Mikið svakalega er ég ánægður með kvenmennina hér á síðunni. Frá mínum bæjardyrum séð skiptir það engu máli hvort maðurinn er íslendingur eða brassi hann á bara að lúta þeim lögum sem eru í viðkomandi landi.
Það að þessi maður sé langt leiddur af eiturlyfjafíkn eða einhverju öðru skiptpir engu máli í þessu sambandi. Það væri einsog að segja ég get farið hvert sem er í heiminum og gert það sem mig langar til ég kemst alltaf heim þó svo ég verði tekinn. Það getur ekki verið ykkar einlæga ósk að tala um þetta með þessum hætti. Það er ekki af mannvonsku sem ég hef þessa afstöðu heldur er það af þeirri einskæru trú minni að lög og reglur skuli jafnt yfir alla ganga.
Fyrir ekki svo löngu voru teknir hér menn við eiturlyfjasmygl og mér hefði verið nokk sama þó svo þeir hefðu reynt það í Brasilíu. En þessir menn vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera og þar sannast hið fornkveðna "Að hver er sinnar gæfusmiður."
Við getum vorkennt manngreyinu og haft mikla samúð með honum og við getum líka vorkennt foreldrum hans. En það er sama hvað við vorkennum fólki, það breytir ekki þeirri staðreynd að ef það brýtur lög þá finnst mér bara sjálfsagt að þeir hljóti dóma í samræmi fyrir það.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:02

59 identicon

Sæl Jenný,

Það er ómögulegt að láta þennan pilt fara svona. Lítið mál ætti að vera að finna mennina sem neyddu hann í þetta ferðalag og bjóða Brasilísku lögreglunni þá menn í staðinn.

Utanríkisráðuneytið þarf nú að leggja allt kapp á það að flytja þennan unga mann hingað til Íslands þar sem hægt er síðan að veita honum þá aðstoð sem hann þarf til þess að koma undir sig fótunum.

Ef þetta verður ekki gert þá mun hann ekki lifa vistina af. Því er nú vissara fyrir stjórnvöld að hafa hraðan á.

sandkassi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:19

60 identicon

Einu sinni var,! ! ! ungur maður.  Hann var kallaður Malagafanginn.  Ekki man ég nú hvað hann var gamall eða hvað af honum varð.   Hann var dæmdur fyrir eiturlyfjasölu-smygl-eða hafa undir höndum eiturlyf.  Hann fékk þungan dóm að okkar mati íslendinga. Það upphófst þvílíkt ramakvein á Skerinu að það yrði að hjálpa honum undan misþyrmingum og hryllilegum dauðdaga þarna á Spáni.  Síðan flyt ég frá Íslandi.  En ég man ekki betur en að hann kæmi oft við sögu á Íslandi í afbrotamálum eftir þetta.  Leiðrétti mig einhver ef ég hef rangt.

J.þ.A (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:28

61 identicon

Ég er sammála þér Jenný.  Að sjálfsögðu á hann að taka út dóminn, en við eigum að beita okkur fyrir því að það verði hér á landi.  Að gleðjast yfir þessum óförum hans er viðbjóður og lýsir ömurlegu innræti.

Það er sérstaklega athyglisvert að lesa komment mannvinarins, dhimmitrúðsins og pílukastarans Óskars Þorkelssonar.  Svona tvöfeldni er ótrúleg.  Persónuleikinn hlýtur að vera klofinn.

marco (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:28

62 identicon

Ég þakka bara fyrir að þessi 6 kíló af hreinu kóki - 6 KÍLÓ!! komust ekki á göturnar hérna heima. Þá hefðu fleiri fallið í valinn en þessi Ragnar. Við skulum ekki gleyma alvarleika málsins þó fangelsin í Brasilíu séu eflaust ömurleg og Ragnar að eigin sögn "ekki týpa til að vera í fangelsi"! Það þarf nú töluverða útsjónarsemi til að fara alla leið til Brasilíu, flakka þar á milli staða og hirða upp 6 kíló af hreinu kóki. Við skulum hætta þessu fórnarlambskjaftæði. Maðurinn er bullandi sekur og vissi nákvæmlega hvað hann var að gera. Honum fannst fínt að koma þessum kílóum í umferð hér heima - fannst hann greinilega vera týpan í það. Óska engum að lenda í brasilísku fangelsi þó ég viti ekkert um þau, en gerðir fólks hafa afleiðingar.

Soffía (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:35

63 identicon

J.Þ.A

Malaga er í fyrsta lagi ekkert í líkingu við Brasilíu. Síðan man ég ekki betur en sá maður hafi staðið alfarið að málinu sjálfur.

Þetta er annars konar tilfelli þar sem að pilturinn er neyddur í þetta ferðalag og held ég að það sé mjög líklegt að svo sé.

sandkassi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:37

64 identicon

Sigrún, þú hefur meiri samúð með barnaníðingi og nauðgara en dópsmyglara. Hvernig verður smyglarinn eftir 20 ára nauðgun í fangelsi? Af hverju ekki að eyða peningunum í sálfræðihjálp fyrir hann 1 sinni á dag??? 

..."Og fyrir þá sem tala um harðari refsingar fyrir nauðgunarafbrot. Hvernig væri að læsa þá ekkert inni heldur eða frekar peningunum í að veita þeim sálfræði meðferð 1-2 sinnum á dag hjálpa okkur að skilja hvað liggur á bakvið svona hrylling? Hvað gerir maður sem situr inn í 2 ár fyrir að nauðga barni þegar hann kemur út? Beint í tölvuna að finna klám .. Því inn á hrauni mun hann bara brenglast meira til hins verra." (sigrún)

Vala (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:47

65 Smámynd: Elínborg Skúladóttir

Burt séð frá allri manngæsku/vonsku þá þykir mér einstaklega öfugsnúið að sum ykkar kalla þennann fíkill pilt/dreng, þetta er nú HARÐFULLORÐINN maður og hefur örugglega sagt foreldrum sínum strax 18 ára að hann væri fullorðinn og að hann þyrfti ekki að hlusta á þeirra ráðleggingar svona rétt áður enn hann flutti að heiman. Ef fíkill kemst í feitan pott við að smygla álýtur hann sig himinn höndum tekið.

Það gráta allir og segja það var ekki mér að kenna þegar þeir eru gripnir.

Vissulega er ástæða til samúðar með foreldrum svona manna, en þau hafa nú örugglega barist lengi við þann djöful sem sonur þeirra tók upp á arminn, og augsýnilega lotið í lægra haldi.

Því sendi ég þeim baráttukveðju, ekki gefast upp. 

Elínborg Skúladóttir, 7.5.2009 kl. 12:50

66 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna, hér er bara ekkert meira að segja. Jú ég tek undir með Jenný og Ásthildur mín þú ert að segja bara sannar staðreyndir.
En vill bara segja að ég les helst ekki síður þar sem mokað er yfir allt og alla með drullugum skónum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2009 kl. 12:58

67 identicon

Hér er mikil harka á ferðinni,

Ekki þykir mér þó vera hér miklar áhyggjur af þeirri massífu skipulögðu glæpastarfssemi sem hér þrífst og mallar dag eftir dag burt séð frá þessu máli.

Þessi ógæfupiltur er bara dropi úr hafi og á meðan hlakkar í fólki yfir örlögum hans að því er mér virðist þá er verið að flytja inn og dreifa fíkniefnum hér dag hvern beint fyrir framan nefið á ykkur.

Það er stefnan í Íslensku réttarfari í dag að leggja áherslu á að ná til þeirra sem skipuleggja þessa gjörninga en ekki að fórna burðardýrum hægri vinstri.

Það er full ástæða fyrir því að slíkar umbætur nái fram að ganga sem fyrst þar sem að meðan þessi piltur situr inni í Brasilíu þá athafna yfirboðarar hans sig í fullu frelsi hér heima.

Það er því einnig rannsóknarhagsmunir Íslenskra Lögregluyfirvalda sem eru hér í húfi.

Ef að raunin er sú að hann var neyddur í þessa ferð sem ég tel mjög líklegt, þá á að ná honum heim.

sandkassi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:17

68 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Furðulegt, Jenný, að ekki skuli vera hægt að beina þessari umræðu að því sem mestu máli skiptir í heildarmyndinni: Mannréttindum.

Þetta eina, tiltekna mál er hluti af svo miklu stærra máli.

Eru ekki vel flestir sammála um að þótt menn gerist sekir um glæp eigi þeir ákveðin grunnréttindi? Byggjum við ekki okkar dóms- og fangelsiskerfi á slíkum hugmyndum?

Ef menn eru á því, að með því að fremja glæp hafi menn afsalað sér öllum réttindum sem mannverur, þá er auðvitað ekkert meira að ræða.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 7.5.2009 kl. 13:35

69 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég tek heilshugar undir pistil þinn Jenný Anna, það verður að koma drengnum heim til Íslands, það eru sjálfsögð mannréttindi hans að fá að taka út sinn dóm, í sínu heimalandi. Og það verður að bregðast skjótt við.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.5.2009 kl. 14:21

70 identicon

Vala,voru það mín orð að ég hafi samúð með þeim???? Ég sagði að mitt álit að afplánun á dómi er ekki eftir að gera þeim neitt rangt !!

Þetta eru kallaðar dylgjur. Komdu með rök fyrir þvi að það sé betra að láta barnaníðing settja inni í hálft ár skilorðsbundið ? En í staðinn veita honum hjálp. Það að vilja að horfa á barnaklám er geðveiki, það er sjúkdómur og hreinn viðbjóður og ég þarf greinilega að taka það fram að ég er ekki hlynnt því þar sem hér er alllt rangtúlkað. En ég ítreka aftur að fólk sem situr inni margt af því þyrfti bara hjálp frá sálfræðingum og geðlæknum.

 Nauðgarar og dópsmyglarar eru á svipuðum palli þeir eyðileggja báðir mannslíf bara á sitthvoran hátt.

Sigrún (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 14:21

71 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Í stríði eru allir saklausir nema fórnarlömbin.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.5.2009 kl. 14:39

72 identicon

Að mínu mati er lögbrot ekki  það sama og glæpur þegar það bitnar ekki á einum né neinum. Nauðgun er td. glæpur því að það skaðar eitthvern(þolenda). En ef eitthver snorkar td. kók, þá bitnar það ekki á einum né neinum (nema kannski viðkomandi) Dóp hefur alldrei drepið einn né neinn, en margir hafa drepið sig á dópi. Allveg eins og með hnífinn, hann drepur ekki neinn heldur sá sem heldur á hnífnum. Ef dóp drepur, eigum við þá ekki að refsa dópinu?

Hver er sinnar gæfu smiður. Og að refsa fíklum fyrir að ver þeir er nákvæmlega eins og þegar samkynhneigðum var refsað fyrir að vera þeir.Hver ætli nú eigi þennan líkama sem við erum í. Það hlýtur að vera sá sem ákveður hvað fer ofan í hann og ekki, semsagt ríkið. Ef ríkið á okkar líkama, erum við þá ekki þrælar? 

Ég hélt virkilega að þrælahald væri bannað með alþjóðalögum.

Kv. Þræll

Alex (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 15:00

73 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þegar flíkur hafa gegnt hlutverki sínu og eru orðnar gatslitnar, er þeim hent. Hið sama gripir og verkfæri. Slík endalok eiga hins vegar aldrei að gilda um fólk.

Flosi Kristjánsson, 7.5.2009 kl. 15:01

74 identicon

Hræsnin í fólki..... það vilja allir halda dópinu frá börnunum sínum en það er enginn tilbúinn að gera það sem þarf til þess að svo geti orðið

LÖGLEIÐING

Siggi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 15:59

75 identicon

Það er mikill fjöldi fanga í Brasilíu og margir þeirra sitja inni fyrir eiturlyfjasmygl. Einn þeirra situr þar vegna þess að hann ákvað að flytja, til að losna úr skuld, sex kíló af kóki á íslenska markaðinn. Hann setti semsagt sína eigin hagsmuni, og etv fjölskyldu sinnar. framfyrir hagsmuni annarra hérna, fórnaði þeim fyrir sig.

Núna gengur maður undir manns hönd að reyna að koma í veg fyrir að hann taki út refsingu í Brasilíu, vegna ómannúðlegra aðstæðna.

Ég finn ekki til neinnar samúðar með þessum manni umfram það sem ég finn til með hverjum og einum skoðanalausum ógæfumanni. Mér finnst ekki neinum manni bjóðandi að sitja í fangelsi við þær aðstæður sem lýst hefur verið í Brasilíu.

En mér finnst klikkað að þeim einum skuli kippt út úr þeirri dýflyssu sem sannarlega ætlaði að gera Íslendingum mein, sem fórnaði hagsmunum Íslendinga fyrir sína eigin.

Jóhannes (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 17:10

76 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Tek undir með þér Jenný, enda ert þú Mench

Líka með Ragnhildi Sv.  og öllum öðrum, sem vilja taka mannlega vinkilinn á þetta.

Enginn er að segja að ekki eigi að refsa fyrir glæpi.

Ómannúðlegar refsingar eiga hins vegar ekki heima í siðuðum samfélögum, enda eru slíkar m.a. fordæmdar í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Fangar eiga ekki að missa öll grundvallarmannréttindi við það að verða fangar.   Þeir hætta nefnilega ekki að vera menn.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.5.2009 kl. 17:11

77 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þakka fyrir frábæra umræðu.

Ég þakka líka þeim sem ganga fram af hvað mestri hörku og fordómum vegna þess að það er nauðsynlegt að vita hvernig fólk hugsar.

Nú er ég að vona að við fáum þennan MANN heim og að hann afpláni í íslensku fangelsi.

Við getum sennilega ekki bætt aðbúnað fanga í Brasilíu þó við fegin vildum, en við getum beitt okkur gagnvart okkar eigin fólki.

Og fjandinn hafi það við erum liðleskjur ef við gerum það ekki.

Mannréttindabrotin í Brasilíu og fleiri löndum eru því miður skelfileg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2009 kl. 18:05

78 Smámynd: halkatla

Það verður að senda eftir honum!

halkatla, 7.5.2009 kl. 23:59

79 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Kannske hann geti tekið 6 kíló af kóki með sér , ef hann kemur í garðyrkjuna hér í bullandi samkeppni , "gott" fyrir börnin okkar . 

Hörður B Hjartarson, 8.5.2009 kl. 01:21

80 Smámynd: halkatla

það er magnað hvað "börnin ykkar" eru rosalega veik fyrir dópi...

halkatla, 8.5.2009 kl. 10:38

81 identicon

Ég hef svo mikla samúð með fjölskyldu hans, en ég verð að segja segja að ég hef séð göfugri málstað en þennan björgunarmálstað sem tröllríður öllu núna. Mig langar samt til að leggja fyrir þig eina spurningu Jenný og vona að þú sért nógu hugrökk til að svara. Ef Ragnar hefðu verið tekinn fyrir nauðgun í Brasilíu myndi þér enn finnast að við ættum að gera allt til að fá hann heim til Íslands? Að öðru leyti þakka ég fyrir gott blogg.

steina (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 18:40

82 Smámynd: Jeremía

Það er svo oft sem svona umræður fara í skotgrafirnar og fara að snúast um hversu illa innrættir þeir eru sem hafa aðrar skoðanir en maður sjálfur.

Jenfo segir: "En mér er ekki sama um innrætið hjá fólki sem er glatt og ánægt ..."

En fyrst þú ert svo vel innrætt.  Hvað um Brasilíumenn sjálfa sem verða eftir í þessum fangelsum, eftir að einn hreinræktaður íslendingur hefur verið frelsaður þaðan?  Skipta þeir engu máli.  Væri ekki nær að mótmæla þessum aðstæðum og reyna að gera hlutina mannúðlegri fyrir alla?

Jeremía, 8.5.2009 kl. 19:28

83 identicon

Jeremía, hvað þetta er lélegur útúrsnúningur hjá þér! Ertu smábarn?

Ef við gætum þá ættum við náttúrlega að bjóðast til að fá alla þessa ólánsömu menn til Íslands svo þeir fái að sitja af sér dómin við mannsæmandi aðstæður. En við getum það ekki. Það sem við getum er að reyna, og okkur er skilt, að hjálpa íslendingum sem eru í jafnmikilli nauð og Ragnar.

Bjöggi (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 22:32

84 identicon

Ég er á því að það eigi að senda drengin til Íslands þegar búið er að dæma í máli hans, en ég er líka á því að það eigi að senda alla fanga til síns heimalands, því þeir eiga að vera vandamál síns þjóðfélags.

Annars vorkenni ég þessum dreng ekkert að vera í þessum aðstæðum sem hann er í. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að fara útí!

Eitt sem ég skil ekki við þetta mál er: Af hverju núna? Af hverju vorkenna allir honum svona hrikalega, en ekki hinum 2(Minnir að það séu 2 aðrir íslendingar í fangelsi í Brasilíu)? Ég tók ekki eftir neinni umræðu þegar greint var frá hinum 2 aðilunum sem eru í fangelsi þarna. Ég las nú ekki alveg öll kommentin núna, en ég tók ekki eftir neinum sem minntist á þá. Er það kanski viðtalið sem kveikti í vorkunnseminni? Þar sem hann grét sínum krókódílatárum.

FST (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 21:24

85 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jeremía: Mér finnst skelfilegt að í Brasilíu og víða um heim séu mannréttindabrot framin á hverjum degi í fangelsum, þar sem farið er með fólk eins og sorp.  Ég get ekki bjargað því, því miður þó ég sé til í að leggja ansi mikið á mig fyrir breytingar þar að lútandi.

En við getum kannski haft áhrif á afdrif þeirra Íslendinga sem þarna dúsa og við eigum ekki að hætta fyrr en þeir fá að koma heim í afplánun.

Hefurðu eitthvað við það að athuga?

FST: Ég sá ekkert viðtal.

Ertu ekki full brattur á fullyrðingunum þegar þú segir manninn hafa grátið krókódílatárum.

Þú myndir sennilega skælbrosa við þessar aðstæður?

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2009 kl. 21:47

86 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég var að gera athugasemd við aðra svipaða færslu og lími hana bara inn óbreytta.

Ég er búinn að fara á hundavaði yfir þessar athugasemdir og ég verð að segja að mér finnst sumir ótrúlega harðbrjósta.  Maðurinn er í helvíti og ég tek undir með þeim sem segja að við eigum ekki að sætta okkur við að íslenskir þegnar sæti svona meðferð.  Ekki einu sinni fyrir morð.  Við eigum að reyna að gera eitthvað fyrir manninn, sem og hina íslendingana sem eru þarna í haldi, -ef það er hægt.

Svo er annað sem mig langar að benda á.  Þetta ömurlega mál, og mörg önnur, eru bein afleiðing af arfavitlusri löggjöf.  Það verður sífellt meira vandamál allstaðar í heiminum, að öll fangelsi eru yfirfull af fólki sem er lokað inni fyrir fíkniefnamisferli, og árangurinn af öllum þessum innilokunum og hörmungum er enginn.  Þetta er gersamlega tilgangslaust.  Ef við stæðum ekki í þessu  glórulausa stríði væru þessi fangelsi í Brasilíu ekki yfirfull, og við þyrftum ekki að vera að byggja fleiri fangelsi hér.  Ef þetta rusl væri allt gert löglegt, og reynt að hafa áhrif á neysluna með öðrum og mannúðlegri aðferðum, myndi enginn freystast til að smygla fíkniefnum milli landa vegna þess að gróðavonin væri ekki lengur inni í myndinni.  Svona aðgerðir myndu leysa miklu fleiri vandamál en þær valda.

Á meðan ástandið er eins og það er, munu alltaf einhverjir freistast til að fullnægja eftirspurn markaðarins.  Gróðavonin er svo gífurleg að harðsvíraðir glæpamenn munu halda áfram að nýðast á illa stöddu fólki, eins og Ragnari, og neyða það til að taka skellinn fyrir sig.

Theódór Gunnarsson, 9.5.2009 kl. 22:30

87 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er algjörlega sammála þér Jenný frá a-ö svo og öllum sem virða mannréttindi og skrifa hér og vita hvað mannréttindi snúast um.

Þegar við samþykkjum mannréttindasáttmála, þá eigum við að fara eftir þeim.  Það gerir okkur siðmenntuð.  Það eiga allir ákveðin mannréttindi, sama hverjir eiga í hlut.  það ber að virða.

Að hjarta einhverja sé svo forhert að þeir vilja sjá þennan ungan mann daga uppi í 3ja heims fangelsi þar sem vistinni er lýst sem helvíti af mannréttindasamtökum og öll mannréttindi þverbrotin og mikið er um ofbeldi, sjálfsvíg og önnur voðaverk, lýsir bara ömurlegri grimmd og vanhugsun.

Að koma alltaf með börnin sín í umræðuna og halda að þeim hefði verið boðið þetta dóp ef smyglið hefði tekist, er bara fáviska.   Það átti að flytja efnið til Spánar og svo var þetta kókaín en það er sjaldan eða aldrei boðið almenningi til neyslu af því það er svo dýrt. Það er dóp ríka fólksins.

Við getum ekki sætt okkur við gróf mannréttindabrot gagnvart þegnum okkar og láta bara hlakka í okkur þegar við vitum af einstaklingi íslenskum sem er fangi og býr við skelfilegar aðstæður sem eru verri en nokkru dýri eru boðnar hér í sláturhúsum.

Við viljum svo gjarnan reyna að koma erlendum föngum í fangelsum hér til síns heima, og þá er bara sjálfsagt að við tökum á móti íslenskum föngum í fangelsum erlendis.

Þegar við krefjumst framsals íslenska fanga þá erum við í leiðinni að mótmæla aðbúnaði þeirra og þá allra annarra.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.5.2009 kl. 00:47

88 Smámynd: Óskar Þorkelsson

egar við samþykkjum mannréttindasáttmála, þá eigum við að fara eftir þeim.  Það gerir okkur siðmenntuð.  Það eiga allir ákveðin mannréttindi, sama hverjir eiga í hlut.  það ber að virða.

ísland hefur skrifað undir svona sáttmála.. en fer ekki eftir þeim.. það veit ég af eigin reynslu af íslensku dómskerfi.. svo hættið þessu bulli .. vinsamlegast

Óskar Þorkelsson, 10.5.2009 kl. 01:48

89 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Óskar:  Eigum við þá bara að hætta að berjast fyrir því að mannréttindi séu virt af því það var brotið á þér?  

Ég veit að íslenska dómskerfið fer ekki alltaf eftir mannréttindasáttmálaunum en því verður að breyta.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.5.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 2985622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband