Leita í fréttum mbl.is

Við hvern er að sakast?

Þó ég verði þúsund ára gömul mun ég aldrei skilja ofbeldi.

Fyrirfram útpælt ofbeldi framið af hóp á einum einstaklingi er þó það ljótasta sem ég heyri um.

Ég spyr hinna hefðbundnu spurninga út í loftið eins og við gerum þegar okkur er fyrirmunað að skilja það sem gengur á í kringum okkur.

Hvernig getur þetta gerst?

Hvernig verða börn og ungmenni fær um að fremja svona voðaverk?

Ég fæ verk í hjartað við að hugsa til þessarar stúlku og fjölskyldu hennar.

Það verður að bregðast við þessu með afgerandi hætti. 

Aldrei aftur.

 


mbl.is Stúlka varð fyrir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Börn sem alast upp við ofbeldi, beita ofbeldi?  Það gæti verið skýringin.  Þegar margir rotta sig saman til þess að beita annann ofbeldi, er það árás fyrirfram ákveðin árás og þarf að dæmast sem slík.  Þetta er algjört ógeð. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.4.2009 kl. 00:46

2 identicon

og varanlegur skaði á sálinni hlýst af svona óþverraskap.

zappa (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 01:07

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þetta er sorglegt. 

Þó margt sé örugglega til í skýringu Jónu Kolbrúnar, er ég hreint ekki tilbúin til að taka undir það.  Kæmi ekki á óvart að þessar stúlkur kæmu frá "ósköp venjulegum kærleiksríkum íslenskum heimilum".

Einhvers konar múgsefjun, stundarbrjálæði, og svo gæti verið að fórnarlambið hefði böggað þessar 5 upp úr skónum, sem er auðvitað aldrei réttlæting á þessu ógeði, en skýrir kannski stundarbrjálæðið.

Hér í fangelsi í Bresku Kolumbíu situr 23 ára stúlka sem er búin að sitja þar meira og minna s.l. 7 ár.  Hún var í hópi með öðru ungu fólki sem drekktu jafnöldru sinni í útilegu við fallega á.  Eftiráskýringin var hún böggaði þau of mikið, var leiðinleg!

Hvort að einhverja samsvörun er að finna með þessum ungmennum veit ég ekki, en þetta er harmsaga fyrir fórnarlömb, gerendur og fjölskyldur þeirra allra.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.4.2009 kl. 01:11

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já þetta er sorglegt.  Ég verð líka að taka undir orð nöfnu þinnar hér þar sem ég er henni sammála um að börn eða unglingar sem haga sér svona koma ekki endilega frá slæmum heimilum.  Stundarbrjálæði svo og  múgsefjun gæti líka komið til greina. En þetta er hrikalegt mál satt er það.

Eigðu góðan fimmtudag vinkona.

Ía Jóhannsdóttir, 30.4.2009 kl. 07:25

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hryllingur...

Jónína Dúadóttir, 30.4.2009 kl. 08:01

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ömurlegt! Mér finnst svolítið billegt að skella skuldinni á uppeldið! Þetta er náttúrulega eitthvert brjálæði sem grípur þessa einstaklinga og svo espa þær hver aðra upp!

Hrönn Sigurðardóttir, 30.4.2009 kl. 08:31

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Einar! Ég skil alveg hvað þú ert að fara.

Hrönn Sigurðardóttir, 30.4.2009 kl. 09:13

8 identicon

Þetta er allt körlum, klámi og vændi að kenna - það hlýtur að vera augljóst!

Gamall kunningi (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 09:14

9 identicon

Þessar stelputuðrur eru búnar að horfa of mikið á raunveruleikasjónvarpið. Þær eru orðnar so veruleikafyrrtar að þær halda að allt sé ok eftir barsmíðar. Fólk standi bara upp eftir og dusti af sér rykið. Láta þær dúsa í kvennó í Kópó og mæla veröldina út frá möskvastærðinni í girðingunni sem aðskilur almennilegt fólk og þær.

RedJacket (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 10:12

10 Smámynd: M

Fer í mínar fínustu þegar fólk byrjar á því að skella skuldinni á uppeldi og heimilisaðstæður árásarmanneskjunnar.   Tek undir orð Jennýjar hér að ofan.  Ég finn til með fórnarlambinu og fjölskyldu en ég finn líka til með foreldrum árásarmannana.

Þetta er ógeðfellt mál

M, 30.4.2009 kl. 10:55

11 identicon

Held að það sé engin ein einföld skýring á þessu hegðunarmynstri, heldur margar. Bendi sem dæmi á að alltof mörg börn og unglingar alast upp með tölvuleikjum og ofbeldisfullum sjónvarpsmyndum og kvikmyndum. Held bæði að það skerði raunveruleikaskyn ungs fólks, sem og þrói með þeim réttlætingu á ofbeldi sem og hefndarþorsta. Svo tek ég undir það, að samfélagsgerð okkar stuðlar ekki að hollum samvistum foreldra og barna. Þegar svo kynslóðir, sem alist hafa upp við þvílíka samfélagsgerð, fara aftur að ala upp sín börn, er ekki á góðu von.

Undrandi (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 11:15

12 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ofbeldi er í eðli sínu óskiljanlegt, Jenný Anna. Engin furða að við munum aldrei skilja það.

Uppeldi fer fram víða og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Kannske liggur meinið að nokkru í því hugarfari sem einkennir samfélagið. Það má ekki banna neitt og það má aldrei segja neinum að hann hafi rangt fyrir sér. Gömul gildi þykja bara hallærisleg og gamaldags og það eitt er rétt sem manni sjálfum finnst. Hlustaðu bara á tízkusálfræðingana.

Emil Örn Kristjánsson, 30.4.2009 kl. 11:35

13 identicon

Því miður eru íslensk börn frekar illa öguð heiman frá þó heimilin geti verið ágæt.  Borið saman við Norðurlandaþjóðir og Evrópu þá vantar sárlega aga í íslenskt uppeldi.  Það er eitt af því sem skýrir þetta stjórnleysi.

bryndis (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 12:55

14 identicon

Það er erfitt að svara þessu.Ekki þekki ég neitt til þessara stelpna. þetta er óásættanlegt og það  á að stoppa strax þessar stelpur.Ljótt ,ljótt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:16

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

þetta er yfirleitt ekkert uppeldinu að kenna. Unglingarnir í dag eru í því að gera sig meiri en þau eru, hópa sig saman og eru með stæla, það þarf ekki mikið til að þau snabbi og taki einhvern og tuski á honum/henni (afsakið orðbragðið) ófyrirgefanlegt í alla staði.
þetta eru yfirleitt börn sem vita ekki hvað siðferði er, eða og loka á það til að geta verið eins og hinir, enda eru það undantekningarlaust 2-3 sem hafa sig mest frammi hinir standa hjá.

Það sem aftur á móti vantar hjá foreldrum er komið er til þeirra með  gerendur sem eru börnin sem þau eiga að bera ábyrgð á, þá bera þau og taka ekki ábyrgð, en hitt er svo einnig til að vel er tekið á málum.

Ef við ekki stoppum svona hegðun hvernig haldið að næsta kynslóð verði.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2009 kl. 13:29

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko, það þýðir auðvitað ekki að taka uppeldisaðferðina; "gerðu eins og ég segi en ekki eins og ég geri" á börn.

En ég er á því að það sé ekkert endilega við foreldra að sakast.

Fyrst og fremst held ég að samfélagsgerðin eins og hún var (er) orðin sé um að kenna, amk. að stórum hluta.

Fólk (börn þar með talin) rúmuðust ekki inni í því Íslandi sem hér hefur ríkt lengi.

Áherslurnar voru aðrar.

Takk fyrir frábæra og líflega umræðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2009 kl. 14:04

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvernig lærir maður siðferði, spyr Einar, við kennum börnunum okkar siðferði í einu og öllu, en stundum loka þau á það sem þeim var kennt í uppeldinu bara til að vera mem.
Varst þú aldrei unglingur Einar?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2009 kl. 14:58

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Einar það þýðir ekki endilega það. það er heldur engin afsökun fyrir svona gjörning, ég var að tala um að þau gleyma sér er einhver töff og cool kemur og þau vilja vera mem, þetta er afar algengt, kemur uppeldi ekkert við.
Ég er búin að vinna með börnum í áraraðir og veit nokkuð um málið.
Svo er annað þetta er mín skoðun, þú mátt alveg hafa þína.
Tel samt að við myndum geta mæst á miðri leið.

Ég var líka svona heppin eins og þú og ég á 4 börn eitt þeirra fór smá tíma á unglinginn hin slepptu því bara.
Takk fyrir umræðuna við þig

Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2009 kl. 15:40

19 identicon

Nú væri gott að hafa gapstokk.

Setja þessar sex dömur í einn slíkann og planta þeim niður á lækjartorg.

Þar getur svo almúginn séð þessar misheppnuðu skvísur og það yrði þá kannski öðrum víti til varnaðar.

FMB (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 15:45

20 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ég held að þú Anna Sigríður hafir alveg svipaðan skilning og flestir á því sem skilgreint er gott heimili.

Enginn er að spá í fágaða stóla, sessur og borð  í þessu sambandi, enda er slíkt dulbúið sálarmorð, eins og skáldið sagði svo vel.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.4.2009 kl. 19:39

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það var nú ekkert sjónvarp er ég var að alast upp, við vorum bara úti að leika okkur alla daga og mátti víst þakka fyrir ef við höfðum tíma til að borða, en ég átti afa sem bjó á heimilinu líka bróðir hennar mömmu langafa og langömmu aða og ömmu, mömmu sem var heima,
Fengum alveg fullt af kærleik og við vorum höfð með í gangi mála.
Það er engin ein lausn til á þessu vandamáli sem er að gerast í dag, það er bara afar sorglegt er börn byrja lífið með flekkað sakavottorð og þau pæla sko ekki í því.
Vonum bara að hægt sé að snúa þessari þróun við.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2009 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband