Leita í fréttum mbl.is

Grill og dill

 grill

Ég er eiginlega í stökustu vandræðum.

Ég þjáist af bullandi afneitun á ástandið.

Það hlýtur að vera því ég er í blússandi hamingju þessa dagana.

Fyrsta mál á dagskrá er auðvitað að eyða peningum.

Ég ætla að kaupa mér grill.

Kolagrill, alvöru stöff, engar gaseldavélar í minn garð, takk kærlega fyrir.

Skildi svona gashlussu eftir þegar ég flutti í haust.

Nú eru nýir tímar, ég hverf aftur um 30 ár eða svo.

Sulta, rækta kartöflur, gulrætur og rófur.

Smá rósmarín, steinselju og dill.

Ég tek aftur það sem ég sagði í upphafi pistils, ég er ekki í neinni afneitun, mér þykir bara gaman að vera til.

Þrátt fyrir allt.

Mikið djöfull er ég hamingjusamur alkóhólisti. Úps, allsgáður slíkur, til að fyrirbyggja að það verði náð í mig af hvítklæddum mönnum.  Segi svona.

Þetta er ekki normal, ég sverða.

Kannski er þetta geðslagið sem ég fékk í vöggugjöf, nú eða lækkandi verðbólga.

Hverjum er ekki sama?

Nefndin.


mbl.is Verðbólgan nú 11,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannast soldið við ástandið. Þegar manni líður bara allt í einu vel án nokkurrar sjáanlegrar skynsamlegrar ástæðu þá fyrst verður maður alvarlega hræddur um að eitthvað sé ekki í lagi og að það hljóti að vera til eitthvað sjúkdómshugtak yfir þetta :)

Og ekki er til neitt heimilislegra og "mysigara" en kona í eldhúsi að gera sultu :)

Jón Bragi (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Bragi: Rétt, þú skilur hvert ég er að fara.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2009 kl. 12:25

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nema..... það er kannski doltið erfitt að sulta á þessum tíma árs!

Hrönn Sigurðardóttir, 29.4.2009 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.