Leita í fréttum mbl.is

Rasískt og fasískt

 ragna

Fyrst langar mig að hnykkja á þeirri skoðun minni að við eigum frábæran dómsmálaráðherra.

Hún var snögg að afturkalla brottrekstur nokkurra hælisleitenda sem átti að senda til Grikklands.

Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt lönd til að senda ekki hælisleitendur þangað að svo komnu máli vegna slæmra aðstæðna.

Hafi hún þakkir fyrir.

Ég er algjörlega sammála fólkinu sem hitti Rögnu í gær fyrir framan húsið hennar, og í morgun á fundi.

"Á fundinum afhenti hópurinn ráðherra áskorun þar sem m.a. segir að Útlendingastofnun hafi starfað á rasískum og fasískum grunni að undanförnu. Þá segir að þar sem ekki virðist lengur jafn fjarstæðukennt og áður að Íslendingar geti þurft á hjálp umheimsins að halda, ættu Íslendingar nú að skilja betur en nokkru sinni þörfina fyrir samhjálp."

Ég held að okkur væri nær að koma almennilega fram við fólk sem hingað leitar og þá meina ég ekki að við eigum að bjóða öllum dvalarleyfi sem hingað koma heldur eigum við að hafa mannúð að leiðarljósi og leyfa fólki að lifa með reisn á meðan það bíður.  Allt annað er óásættanlegt.

Ég vil að ömurlegum dvalarstað hælisleitenda að Fitjum í Njarðvík verði lokað.

Þetta er ekki fólki bjóðandi.

Svo mætti stytta afgreiðslutíma mála ef kostur er.

Eins og þessum málum er fyrirkomið nú er það okkur til skammar.

Húrra Ragna.


mbl.is Segja Útlendingastofnun starfa á rasískum grunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnupenni

Ég veit nú ekki hvort Fit Hostel í Njarðvík séu það ömurleg að það þurfi að loka þeim, en það má svo sannarlega gera betur fyrir hælisleitendur á Íslandi og um allan heim.

Takk fyrir góða pistil, Jenný

Stjörnupenni, 30.3.2009 kl. 12:19

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir þetta, vonandi verður ekki mokað yfir þig eins og mig á sínum tíma er ég ritaði um þessa rottuholu í Njarðvík sem boðið er upp á.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2009 kl. 12:46

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Get vel tekið undir það Jenný.

hilmar jónsson, 30.3.2009 kl. 14:26

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Góð færsla.  Við Íslendingar höfum allar forsendur til að standa betur að þessum málum en aðrir.  kv. Baldur

Baldur Kristjánsson, 30.3.2009 kl. 14:28

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Vildi að þessi mynd væri táknræn fyrir öll samskipti, en þessi mæta kona er því miður á förum eftir nokkrar vikur. Sæi ekki Björn Bjarnason alveg fyrir mér í þessari stöðu.

Finnur Bárðarson, 30.3.2009 kl. 14:56

6 identicon

Talandi um rasískt og fasískt, þá langar mig að benda á greinina um uppruna Útlendingastofunar sem nú er að gera allt vitlaust á Nei-inu: http://this.is/nei/?p=4242

BB (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:51

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það stendur heldur ekki til að hann gegni þessari stöðu lengur.
Þessi kona er frábær og afar vel gefin, ekki vill hún gefa sig í pólitíkina.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2009 kl. 16:19

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

BB: Þessi grein á Nei er algjörlega frábær og upplýsandi.  Ekki hafði ég hugmynd um þetta.

Takk öll fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 2985622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.