Leita í fréttum mbl.is

Er Davíð búinn að svara?

"Er draumurinn á enda?", spyr Mogginn með öndina í hálsinum og á við að Baugsveldið geti mögulega verið að líða undir lok.

Ég veit ekkert um það, en ég veit að draumur almennings um þokkalegt samfélag er brast í haust og þess vegna eru nýir hlutir að gerast.

Varðandi mína persónulegu drauma þá hafa þeir ekki verið góðir undanfarið og í hitasótt næturinnar dreymdi mig skelfilega.

Mig dreymdi að ég væri dottin í það.  Læddist eins og glæpamaður á milli bara til að kaupa mér áfengi og var skelfingu lostin yfir þeirri staðreynd að ég væri fallin og jafnframt dauðhrædd um að það sæist til mín við athæfið.

Alkar tala oft um svona drauma.

Og allir lýsa gífurlegum létti yfir að vakna og átta sig á að um draum hafi verið að ræða.

Svo var um mig líka - ég var ólýsanlega fegin.

Reyndar vaknaði ég við að minn heittelskaði stóð við rúmið og var að tékka á sjúklingnum.

Ég settist upp og starði í skelfingu á hann og stundi:

Er Davíð búinn að svara?

Ég veit ekki með ykkur en hjá mér hefur forgangurinn riðlast í hitasóttinni.

En ég er vöknuð.

Bláedrú og í góðum málum hvað það varðar en...

Davíð er ekki búinn að svara.

Fjandinn sjálfur.


mbl.is Er draumurinn á enda?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alka-lín skemmdir í þér?

Færð bara svona martröð af því að þú varst að hóta honum Vigga þínum sem adrei hefur sýnt annað en hlýju og huggulegheit.

Vignir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 10:10

2 identicon

Ég hef líklega misst af einhverju, en hvað á að gerast þegar "Davíð svarar" ?

Fransman (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 10:12

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vignir: Alkalískemmdir for sure.  Hehe, lofa að hóta ei meir, geri allt til að fá að sofa svefni hinna réttlátu.

Fransman: Ég er ekki þín persónulega upplýsingaveita, lesa blöðin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2009 kl. 10:25

4 identicon

Fransmann

Sólin fer að skína, peningar vaxa á trjám, sjór fyllist fiski, heimskreppan endar.   Þetta er svona það helsta

Kristinn (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 10:33

5 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það er gott að vakna bláedrú. Þannig var það með mig og köttinn í morgun. Verra með með gamla sauðinn minn hérna um árið.

Einu sinni átti ég sauð

hann ákavíti drakk af stút.

Tóm er flaskan, tóftin auð

tími hans er runninn út.

Það sem mér finnst best við að fara að sofa alsgáður, er vissan um að vakna ótimbraður að morgni. Kveðja úr blíðunni. Hösmagi.

Sigurður Sveinsson, 8.2.2009 kl. 10:36

6 identicon

Gerirðu svo kröfu á að fá að sofa annarra svefni? Hvurskonar dómadags frekja er þetta?

Vignir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 10:44

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Í fyrrinótt dreymdi mig að ég væri í afar fjölmennum sértrúarhópi, sem væri verið að leiða í fjöldasjálfsmorð.  Vissi af því sem til stóð og var alltaf að reyna að komast undan.  Átti hins vegar erfitt með það, þar sem búið var að byrla okkur ollum einhverja ólyfjan, sem gerði okkur slöpp og hreyfihömluð.   Þetta var alveg skelfileg nótt, þar sem ég var milli svefns og vöku allan tíman.

Þarf þó varla mikla draumspeki til að draga vissar samlíkingar þarna við ástand ísl. þjóðarinnar.   æ, æ,æ,  Hjálp !

(Er sko ekki ennþá alveg búin að jafna mig eftir þennan skelfilega draum.   Hann situr enn í mér...)

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 10:53

8 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Fróðleg lesning um draumfarir.  Sérstaklega fyrir mann sem er svo fatlaður að hann dreymir yfirleitt harla lítið og þá sjaldan að það gerist man ég aðeins slitrur.

Já Davíð.  Alltaf haft tímasetningar á hreinu og "grand entrance" þegar hann birtist.   Fólk vaknar orðið með andfælum útí bæ og hann er það fyrsta sem kemur í hugann.  Auk þess sem stór hluti hins vestræna heims fylgist líka spenntur eftir svari, samkvæmt erlendu pressunni.  Ég vissi að karlinn hefur spilað töluverða rullu, en er þetta ekki ofmat?

P.Valdimar Guðjónsson, 8.2.2009 kl. 12:10

9 identicon

Davíð mun ekki svara, hefur aldrei svarað skilaboðum. Hann mun gera eitthvað. Það hefur hann alltaf gert. Ég bíð og þá reynir fyrir alvöru á Jóhönnu og spillingarlið eins og Lúðvík í Samfylkingunni. Hann á eftir að sýna okkur spil sem Samfylkingin heldur að hann hafi ekki.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 12:49

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Gaman af skondnum draumum.

Einu sinni dreymdi mig að konan mín kallaði í angist á mig. Hún hrópaði: Hilmar hvað hefur eiginlega komið fyrir páfagaukinn ? Þegar ég kom inn í eldhús, stóð páfagaukurinn okkar ( sem hét Gutti ) á miðju gólfi, var orðinn jafn stór og meðal unglingur. Honum lét hátt rómur og kvartaði yfir skilningleysi okkar á tilfinningum sínum. Talaði óðamála um að við hugsuðum eingöngu um okkur sjálf, færum út þegar okkur sýndist, og að okkur væri alveg sama um hvort hann lifði eða ei.

Ég man vel hve glaður ég var þegar ég vaknaði eftir þennann draum, hálf snöktandi af samviskubiti. Draumar geta verið ansi freaky.

Nei á nokkur von á því að Davíð svari ?

hilmar jónsson, 8.2.2009 kl. 13:16

11 Smámynd: Auður Proppé

Davíð svarar ekki, hann mætir í vinnuna í fyrramálið eins og ekkert sé.

Auður Proppé, 8.2.2009 kl. 13:45

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Við áttum í alvöru ekki von á svari frá honum! Var það?

Hrönn Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 14:01

13 identicon

Auðvitað svarar Davíð engu.  En Jóhanna þarf að hafa hraðar hendur og svæla manni út áður en honum tekst að gera meiri usla.  Því fyrr, því betra.

núll (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 2985622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband