Leita í fréttum mbl.is

Klofnir persónuleikar í bloggheimum?

Það er varla að ég hafi geð í mér til að tengja við þessa frétt, ekki vegna innihalds fréttarinnar heldur vegna orðfæris á góðum hluta þeirra bloggfærslna sem tengdar eru við frétt.

(Og ég las bara fyrirsagnirnar).

Ég er sammála Herði Torfasyni um að kosningar í vor eru hænuskref í rétta átt.

Hann hefði að sjálfsögðu getað komist öðru vísi að orði um veikindi Geirs Haarde, ef þetta er rétt eftir honum haft.

Ég ætla að láta Hörð njóta vafans þar til annað kemur í ljós.

Ég er líka sammála Herði varðandi mótmælin, við þurfum sem aldrei fyrr að láta í okkur heyra.

Ef þessi ríkisstjórn heldur áfram, og fer í kosningabaráttu þar að auki, heldur fólk að henni verði úr verki?

Það er ekki eins og það liggi mikið eftir ríkisstjórnina frá því að hrunið varð þegar hún fékk sitt vinnusvigrúm, andrými og allt það kjaftæði sem sífellt var verið að sífra um.

En það er svo týpískt fyrir tvískinnung sumra að fá hland fyrir hjartað þegar þeir lesa um það sem haft er eftir Herði,sem ég get alveg tekið undir að hefði mátt orða með aðeins penni hætti, gapa af vandlætingu og geysast svo fram á bloggvöllinn í tugatali, með lyklaborð á lofti.

Sýnishorn af orðalagi úr fyrirsögnum þessa tillitsama og viðkvæma  fólks, fyrir hönd sumra - ekki allra, gjörið þið svo vel:

Úrþvætti, aumingi, farðu í rassgat Hörður, siðleysingi, fífl,  Hörður með sótsvart innræti og svo mætti lengi áfram telja.

Gott og vel, kannski eru þessir bloggar ofurviðkvæmir fyrir hönd þeirra sjúku, þola ekki kaldranalegt tal um veikt fólk, þá tek ég ofan fyrir því.

En hvar eru þessi skilningsríku góðmenni þegar þeir blogga við fréttina?

Eru þetta klofnir persónuleikar upp til hópa?

Ég er algjörlega gáttuð yfir þessum mjög svo ólíku birtingarmyndum á persónuleikum.

En burtséð frá því, það er á hreinu, við þurfum að koma ríkisstjórninni frá.

Það þarf að gerast strax í gær og við höldum að sjálfsögðu áfram að mótmæla.

Og í leiðinni sendi ég bæði Geir Haarde og ISG hlýjar batakveðjur.

Maður þarf ekki að láta af skoðun sinni þó fólk veikist og maður vilji því allt hið besta.

Svo á auðvitað ekki að persónugera vandann eða hvað?


mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir þessa færslu.. þú sagðir það sem mig langar til að segja en skorti hæfileika til að tjá mig þannig að það skiljist !

Óskar Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 16:40

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er algjörlega sammála þín hugrenningum um þetta mál.  Alveg ótrúlegt hvað fólk hefur látið út úr sér varðandi Hörð.  Margir hommahatarar komnir út úr skápnum í dag

Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.1.2009 kl. 16:42

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Það varð enginn svona reiður þegar forsætisráðherra kallaði mótmælendur skríl, þótt vafalaust hafi verið í hópi mótmælenda veikt fólk.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.1.2009 kl. 16:44

4 identicon

rétt eftir honum honum haft er sko sannarlega og það þarf ekki annað en að hlusta á viðtalið og tóninnn í manninum til að sjá hverlags mann hann hefur að geyma

 hér er viðtalið

http://www.mbl.is/media/96/1196.wav

Kristinn (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:45

5 identicon

Má nú ekki gagnrýna Hörð nema stimplast hommahatari.   Á fólk virkilega að geta tekið alvarlega !!!!!!!

Kristinn (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:46

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hélstu að við værum einhverjir englar sem höfum att okkur út í það forað sem bloggið er?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 23.1.2009 kl. 16:48

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála þér Jenný

Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2009 kl. 16:51

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hvað myndi fólk gera ef einhver útrásarvíkinganna sem liggur undir grun um spillingu og glæpsamlegt athæfi, kæmi fram og segðist vera alvarlega veikur, myndi fólk þá hætta að gagnrýna hann og hætta við allar rannsóknir?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.1.2009 kl. 17:05

9 Smámynd: halkatla

TAKK FYRIR!

halkatla, 23.1.2009 kl. 17:07

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kristinn: Þú þarft ekki að kafa djúpt til að þekkja fólk.

Reyndar virkar þessi linkur ekki.

Ég fer ekki ofan að því að það sem Hörður hefur þá væntanlega sagt er ekki svona alvarlegt.  Má hann ekki hafa skoðun og setja hana fram?  Ekki það að hann hefði alveg mátt sleppa þessu það er rétt.

Mótmælendur hafa verið kallaðir skríll, aumingjar, letingjar, bótaþegar, ofbeldisseggir og listinn er endalaus.

Enginn hefur farið á límingunum yfir því, ekki fundist ástæða til að missa sig út í tilfinningaklám vegna þess og ekki einu sinni þegar uppnefnin hafa komið frá margumræddum ráðherrum.

Annars læt ég þetta duga, bloggfærslurnar sanna mál mitt.

Svo minni ég á að veikt fólk á ekki að vera í vinnu.  Enginn er ómissandi og þegar fólk verður fyrir alvarlegum búsifjum með heilsufarið á það að vera heima og fara vel með sig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 17:07

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

hjartanlega sammála þér Jenný

Birgitta Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 17:09

12 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

já.... það er von að þér blöskri Jenny

Jón Ingi Cæsarsson, 23.1.2009 kl. 17:11

13 Smámynd: Zaraþústra

Þetta eru alveg skiljanleg viðbrögð, það er mjög hollt fyrir forsprakka mótmælanna að fá að heyra að þeir komast ekki upp með hvað sem er.  Hörður er ekkert einstaklega skarpur einstaklingur en bætir sér það upp með miklum guðmóð sem rekur fólk áfram, en þarf að vita að það þarf stundum að gæta sín.

Zaraþústra, 23.1.2009 kl. 17:11

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Zaraþústra: Ertu með litgreiningu jafnframt greindarprófum?  Hvar panta ég tíma?

JIC: Skil þig ekki.  En takk samt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 17:20

15 identicon

Ég tek undir með þér Jenny.

Arnheiður Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:26

16 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sammála!!!! Geir er veikur og Ingibjörg hefur verið við mjög laka heilsu undanfarið og berst við erfið veikindi.. Þau ættu að taka sér frí og leyfa okkur að hafa fullfrískt fólk við stjóirn á þessum gríðarlega krefjandi verkefnum sem við blasa. Taka sér verðskuldað veikindafrí og jafna sig vel áður en snúið er aftur til vinnu. Meðvirkni íslendinga er til trafala...hvað með fólkið sem er með krabbamein og hjartasjúkdóma og alls kyns önnur erfið veikindi sem þarf að taka hruni samfélagsins eins og það leggur sig og jafnvel heimilismissi, atvinnumissi ásamt mun dýrar og getulausra heilbrigðiskerfi ofan á allt annað. Hafa ráðamenn reynt að sýna tilfinningum og aðstæðum þessa fólks tillitssemi undanfarið?

Eða er ekki sama Jón og séra Jón þegar út í þessi mál er komið???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 17:34

17 identicon

Þetta fólk er bara að notfæra sér veikindi Geirs í pólitískum leik gegn mótmælendum. Gera þeim upp skoðanir um að þeir séu allir hjartalausir og grimmir og hlakki yfir þessu, segir meir um þá en mótmælendur sjálfa. Önnur vinsæl taktík hægri manna er að nota lætin á aðfaranótt fimmtudags, og upphrópa alla mótmælendur ofbeldisskríl, þetta fólk augljóslega kýs að hunsa það sem margoft hefur komið fram í fréttum um að þetta var lítill hópur góðkunningja lögreglunar. Það er alveg á hreinu. Hversu oft þarf að hamra á því svo það síist inn. Sýnir hversu auman málstað þeir hafa að verja, að þeir geti ekkert komið með nema svona dellu, eða persónulegar árásir á Hörð. Sem er nú ennþá lægra lotið.

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:37

18 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

JENNÝ HÖRÐUR fór yfir strikið það öllum frjálst að ræða sýn veikindi og rétt hjá geir að upplýsa fólk um sín veikindi

Ólafur Th Skúlason, 23.1.2009 kl. 17:44

19 identicon

Hvað er málið þó að Hörður hafi orðað þetta svona, ekki sýndist mér hann óska Geirs neins ills,.  Ísland stendur ekki og fellur með Geir eða Ingibjörgu.  Maður kemur í manns stað. Og mætti Ingibjörg huga að því.

Skrýtið að í okkar framtíðar verkefni sem er ansi mikið að ekki skuli vera hægt að ganga í að vinna úr málunum af fullri hörku.  Í stað þess er fólk í startholum gamallar pólitíkur.

Auðvitað á að persónugera störf fólks.  En það þarf ekki ráðast á viðkomandi með fjúkyrðum.

Óska þeim báðum góðs bata og hamingju á öllum sviðum lífsins.

itg (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:55

20 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Við höfum horft frammhjá gjörningum Herði Torfa gegnum árin. Ég man vel þegar hann grenjaði til að fá að spila á pöbb á Akureyri um árið. Þegar ekki nema um 20 manns mættu til að hlusta á kappann vældi hann um að þjóðin væri haldin fordómum gagnhvart sér, Akureyringar væru heilalausir og hann þyrfti aldrei að koma þangað aftur.

Endalaust fékk hann að koma aftur og aftur.

Þessi orð hans í dag eru hommanum til skammar og best væri fyrir alla að hann læsti sig aftur í skápnum!!

S. Lúther Gestsson, 23.1.2009 kl. 18:40

21 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ummæli þín lúther toppa alla vitleysuna.. 

Óskar Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 18:50

22 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Það má vel vera Óskar, enda alger vitleysa að tala svona um mann sem var að fá þær fréttir að hann sé með íllkynja krabbamein sem hefur leitt stóran hóp þjóðarinnar til dauða.

Ég á margar sögur af Herði Torfasyni en læt staðar numið við grenjusöguna hér að ofan.

Það sem Hörður er að sega er að Geir hafi notað krabbameinið sem afsökun til að sega af sér og þetta sé Rödd fólksins að þakka og þá náttúrulega honum aðalega þar sem hann er í forsvari fyrir þann annars góða hóp.

Óskar þetta er bara afskaplega ömurleg orð hjá honum.

S. Lúther Gestsson, 23.1.2009 kl. 19:04

23 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Geir H harde og Ingibjörg sólrún eru veik. Svo einfalt er það. Slíkt fólk á þá að vera í veikindafríi og fá að vera í fríi frá þessu politíska óviðri.

 Hörðu Torfason var að fara með rétt mál. Þetta er AÐEINS HÆNUSKREF... 

 Burt með seðlabankastjóra og handtökum útrásarvíkínga. 

Brynjar Jóhannsson, 23.1.2009 kl. 19:19

24 identicon

Er Geir Hýena? og Ingibjörg?. Ja hvað skal segja. Þið Hörður ætuð að tala sama tungumál. Eruð með þekkinguna. Þau fara hins vegar fljótlega á örorkubætur. Þá fer fólk að tala sama tungumál. Elsku kerlingin mín....bið að heilsa Heiðu..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:09

25 identicon

Skemmtilegur lýður þetta er sem hefur sig mest frami!!!

 Algjörlega búin að missa marks og eyðileggja fyrir fólki sem vill mótmæla, nú dettur engum heilvita manni að fara niður í  bæ að umgangast þessa vitleysingja.

Hafið góða heilsu.

Óskar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:14

26 identicon

  Til þess að vera samkvæmur sjálfum sér ætti Hörður Torfa að axla sín skinn.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:19

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lúter minn: Ekki láta svona.

Þakka ykkur þátttökuna í umræðunum.

Allir hafa skoðun en það sem skiptir máli hér er auðvitað að baráttan heldur áfram, hvað sem hver segir.

En mikið skelfing vorkenni ég fólki sem drekkur og bloggar og fær útrás fyrir skítlegt eðli sitt.

Fólk sem er ekki treystandi fyrir lyklaborði.

Fólk sem er huglaust og þarf að hressa andann áður en það stekkur af stað.

Þetta datt mér nú svona hug þar sem ég sat hér og leit yfir land mitt og akra.

Lifi byltingin og munum að sýna hvort öðru lágmarks kurteisi og það á við gagnvar bæði Herði Torfasyni og forsætisráðherra og öllum þar á milli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 20:31

28 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Talandi um klofna persónuleika :)

Heiða B. Heiðars, 23.1.2009 kl. 20:55

29 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Segðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 20:59

30 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Grátandi Sjálfstæðismenn að fá útrás fyrir tilfinningar sínar,notfæra sér veikindi formannsins til að úthúða Herði,þeir þola hann ekki! Nota hvert tækifæri til að koma högg á hann,meira segja veikindi formannsins!

Mýs til hópa!!!

Konráð Ragnarsson, 23.1.2009 kl. 21:00

31 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Leiðinlegt fólk sem sem bæði drekkur og hefur skítlegt eðli. Þú ættir að hafa innsýn í það. Hvað varðar yfirlýsingu Geirs og viðbragða Harðar þá segir það manni nokkuð. Hið Nýja Ísland er væntanlega græðislaust fólk en laust við allar tilgangslausar tilfinningar líka er það ekki?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 21:18

32 Smámynd: Þór Jóhannesson

Sjálfstæðimenn hafa setið heima í næstum fjóra mánuði og beðið eftir tækifæri til að springa út á blogginu í réttlátri reiði. Vissulega talaði Hörður óvarlega í dag, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Innst eðli fólks kemur í ljós og hommahatrið sprettur fram af hverjum hugleysingjanum af öðrum. Hvað er þetta með Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins (SS) - þetta er baru fordómar af verstu gerð og voandi sýna þessi viðbrögð ekki hinn dæmigerða SS mann.

Mér finnst að Hörður ætti einfaldlega að biðjast afsökunar á þessari framhleypni sinni en rökin sem hann færir fyrir eru aftur á móti fullgild - þetta var bara sagt á versta tíma. Hann gleymdi því sem Einar Ben sagði okkur að hafa í huga, "aðgát skal höfð í nærveru sálar", og er svo sannarlega ekki sá fyrsti sem það gerir á þessum síðustu mánuðum.

Þór Jóhannesson, 23.1.2009 kl. 21:21

33 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi góða Sólveig... djöfull ertu hallærisleg

Landið er á kúpunni og eigum við að vorkenna Geir svo mikið að við leyfum honum að keyra það á haugana!? Hann er nú kominn með það langleiðina þangað.......... Er þetta ekki orðið fínt?

Heiða B. Heiðars, 23.1.2009 kl. 21:22

34 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hér er smá tilkynning frá mér til þeirra sem eiga að hafa vit á að láta sig málið varða.

Langlundargeð mitt gagnvart sýkkópötum og fyllibyttum á blogginu er þrotið.

Þá sem ráðast að persónu minni með dylgjum eða beinum árásum, mun ég kæra.  Til bloggs og síðan til lögfræðing.

Ég þekki ykkur, þið sem stöðugt þurfið að standa í leiðindum í bloggheimum.  Ég fylgist með ykkur og tek afrit af því sem þið bullið og skrifið í mis góðu ástandi.

Ég er nefnilega brennd og ég er því fyrirfram aðvöruð og fyrirfram vopnuð.

Svo langar mig til að vita hvort þið ógeðismanneskjur eruð að vinna á opinberum stöðum, eða á stöðum þar sem þið hafið aðgang að persónuupplýsingum.

Ef svo er þá skuluð þið fara með bænirnar ykkar.

Kapíss svínin ykkar?

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 21:23

35 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er fólk að tapa sér hér í langrækni?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 21:24

36 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já ég fékk nóg núna.  Þetta er komið helvíti gott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 21:25

37 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Nei Hrönn mín.... "fólk" er að tapa sér... punktur.

Ef "fólk" væru nú sæmilegir pennar og kynnu að skrifa þannig að fólk skyldi hvað lægi á milli línanna væri nú kannski amk hægt að hafa gaman að því.... En illa skrifandi fylliraftar ættu ekki að koma nálægt tölvum

Heiða B. Heiðars, 23.1.2009 kl. 21:27

38 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott hjá þér Jenný! Djöfull er ég ánægð með þig!

Læf is tú short for sillí pípól!

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 21:56

39 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Góð færsla hjá þér Jenný. Hörður hefði örugglega getað hagað orðum sínum öðruvísi en hann gerði í dag. En orð hans réttlæta sko ekki orðbragðið sem birtist hér á síðunni og víðar í bloggheimum.

Það er erfitt að trúa því að það sé til einhver Íslendingur sem ekki óskar Geir og Ingibjörgu góðs bata, svo illa innrætt erum við ekki. Mætum öll á Austurvöll á morgun til friðsamlegra mótmæla. Leikurinn er ekki búinn þó fyrirliðarnir hafi verið dæmdir úr leik vegna veikinda.

Áfram Ísland!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.1.2009 kl. 21:58

40 Smámynd: Þór Jóhannesson

Af hverju mótmælin halda áfram af fullum þunga

Seðlabankastjórar - starfa enn

Yfirmenn Fjármálaeftirlitsins - starfa enn

Útrásarvíkingar - starfa enn (undir nýjum kennitölum)

Yfirstjórnir bankanna - starfa enn (hægri hendur gömlu stjóranna nú bankastjórar)

Ríkisstjórnin sem gerði ekkert í 4 mánuði - starfar enn

Stjórnlagaþing - ekki rætt af núverandi ríkisstjórn (Þeir vilja ekki laga lýðveldið)

--- Það er ekki mjög flókið að átta sig á af hverju mótmæli halda áfram ---

Þór Jóhannesson, 23.1.2009 kl. 22:01

41 Smámynd: Steingrímur Helgason

Rituð orð annara á sínum eigin skjá eiga ekki að fá upphandleggzhárin til að rísa.  Skoðanir annara þar er dáldið einz &  einstefnuventillinn á þeim.  Maður veit að þetta er þarna, þeim til góða, en manni er sjálfum eiginlega alveg nákvæmilega sama.

Steingrímur Helgason, 23.1.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband