Leita í fréttum mbl.is

..og fólk fékk nóg

Ingibjörg Sólrún hefur talað.

Það voru arabar sem mótmæltu af hita fyrir utan Borgina áðan.

Ó, ég er að misskilja,

þetta voru Íslendingar en samt ekki Íslendingar,

með arabatakta.  Svona Al Queada týpur auðvitað.  Morðingjar og fól.

Sjúkkitt, ég sem hélt að þetta væri þjóðin.

Og þið sem nú geysist fram á ritvöllinn og hneykslist á aðgerðunum, munið að það hefur verið mótmælt í rúma þrjá mánuði á allan mögulegan máta og oftast lýðræðislega og friðsamlega.

Enginn hefur hlustað en að sjálfsögðu finnst ráðherrum ríkisstjórnarinnar bara krúttlegt að mótmælendur standi friðsamir á Austurvelli á ákveðnum tíma einu sinni í viku.

Á meðan taka ráðherrarnir vikuþrifin heima hjá sér og finna ekkert fyrir lýðnum.

Og svo, og svo,

kemur að því að fólk fær nóg.

Því miður.

Er einhver hissa?


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér sýnist að ýmir fulltrúar Vinstri grænna  hér verji þessi skemmdar og ofbeldisverk... spurning ... af hverju ?

Jón Ingi Cæsarsson, 31.12.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Fullkomlega sammála þér Jenný, og þetta á aðeins eftir að versna ef ríkisstjórnin fer ekki að sjá að sér. Rétt er líka að benda á að Solla táknræna veit fullvel að ein ástæða þess að sumir kjósa að hylja andlit sín er að á morgun öðlast lögreglan heimild til að handtaka fólk og hneppa í varðhald án þess að þurfa að gefa upp ástæðu. Fasistalög í boði dómsmálaráðherra.

Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Nei ég er ekki hissa á þessum viðbrögðum frá fólki. Því miður bregst stór hluti þjóðarinnar við eins og barin eiginkona og þorir ekki að rísa upp gegn þessari óstjórn og lætur endalaust bjóða sér hverja vitleysuna á fætur annarri, það þarf miklu kröftugri mótmæli heldur en verið hefur....þið sjáið nú hverju það hefur skilað að standa á austurvellinum vikum saman.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 31.12.2008 kl. 15:29

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta voru mest arabar...og svo við Sigrún og Heiða og Katrín og Hörður  og ég heyrði einhverja fleiri tala íslensku

Hólmdís Hjartardóttir, 31.12.2008 kl. 15:32

5 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll Jón Ingi, elsku litli kratinn. Þakka þér fyrir að benda á að við í VG styðjum mótmæli gegn ríkisstjórninni, útrásarvíkingum, nýfrjálshyggjunni og afleiðingum alls þessa, kreppunni. Enn fremur er virðingarvert af þér að benda fólki á að þið í Samfylkingunni viljið greinilega óbreytt ástand.

Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 15:39

6 identicon

Ég er sammála Sigmundi Erni sem sagði í viðtali við mbl.is ( http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/31/folk_slasad_eftir_motmaeli/ ).Það er allveg ömurlegt að starfsfólk stöðvar 2 sem var bara að sinna sinni vinnu, hafi þurft að líða fyrir svona lagað :(

Haukur (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:39

7 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Það er þó ömurlegra að út um allt land skuli vera saklaust fólk að líða fyrir gerðir ríkisstjórnarinnar og afleiðingar nýfrjálshyggjunnar.

Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 15:42

8 Smámynd: Neddi


Neddi, 31.12.2008 kl. 15:48

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Björgvin Rúnar staðfestir hér að Vinstri grænir styðji ofbeldis og skemmdarverk sem við sáum hér í dag. 

"Þakka þér fyrir að benda á að við í VG styðjum mótmæli gegn ríkisstjórninni, útrásarvíkingum, nýfrjálshyggjunni og afleiðingum alls þessa, kreppunni"

Jón Ingi Cæsarsson, 31.12.2008 kl. 15:59

10 identicon

Hvers eiga  starfsmenn  Stöðvar 2 að gjalda ?

Það er ótrúlegt að hlakka  skuli í  fólki yfir  ofbeldi og líkamsmeiðingum og  sagt sé::  Heyr , Heyr.  Nær  væri að segja :  Svei, svei !

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:11

11 identicon

Já ég varð hissa að mótmælendur skemmdu búnað St2 og slógu tæknimenn. Kennarinn Björgvin Rúnar kemur mér á óvart og virðist sem Vg forystan styðji slík mótmæli. Um leið veit ég að þú Jenný ert lítið fyrir ofbeldi. Óska öllum gleðilegs árs og friðar.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:22

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Arabarnir búnir að læra íslenzkuna svona vel?

Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 17:05

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú ert ágæt Jenný!

 Gleðilegt nýtt ár

Sigurður Þórðarson, 31.12.2008 kl. 17:09

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk takk og ljúfar kveðjur og takk fyrir yndisleg kynni á árinu sem er að líðaog megi nýja árið veita þér og fjölskyldu þinni ljúfar stundir .

Knús knús og ljúfur faðmur af yndislegri hlýju og ljúfa vináttu

Linda Linnet og Gunnar Óla

og dæturnar:):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.12.2008 kl. 17:43

15 Smámynd: Isis

Það er nú alveg ótrúlegt að lesa sumt af því sem hér fer fram í þessu bloggkerfi og svo í bloggum annara moggablaðsmanna.

Talandi um "ofbeldi" og skríl og það eigi að henda manni í fangelsi... já fínt hendið mér í fangelsi, ég skal dúsa þar, en áttiði ekki þá á því í leiðinni að þið borgið þá fyrir mig 2 máltíðir sem og gistingna í klefanum.

Ég botna stundum ekkert í Íslendingum, þeim er eina sekúnduna gróflega misboðið þegar kemur að þessari spillingu í landinu, en svo þegar einhverjir ákveða að nú sé nóg komið og það þurfi að gera eitthvað í ástandinu þá oftar en ekki, rísa hinir sömu upp og tuðu á kaffistofunni yfir því að þurfa borga skuldir annarra, að það breytist ekki neitt... og tala um skríl, ólátabelgi, hálfvita, hryðjuverkamenn og svo nýjasta niðurlæjingarheitið "ungmenni".

Er fólki í alvörunni ekki nóg boðið? Og talandi um væl! 

"Það hafði enginn rétt til þess að skemma fyrir mér sjónvarpsútsendingu sem ég er búinn að greiða fyrir. Þó að Síldin sé í opinni dagsskrá"

Fyrirgefðu að ég raskaði þægilegu sjónvarpsglápi þínu í dag, viltu kannski ekki bara borga mínar skuldir bara líka? Mig nefnilega langar ekkert sérstaklega til að borga þær sjálf... 

En að þessu mmótmælum, þá er það einfaldlega lygi að halda því fram að þarna hafi farið fram einhverjar barsmíðar og slagsmál, það var tekið fram og öskrað hátt og skýrt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að þetta ættu að vera friðsöm mótmæli en lögreglan öskraði á móti að ef við færum ekki út myndi hún beita táragasi.

Hvað réttlætir táragas í friðsömum mótmælum? Afhverju er lögreglan að æsa fólk upp sem er æst fyrir, þannig að það missi stjórn á sér í réttlátri reiði sinni? Langar þeim í alvörunni að vera í einhverjum Rambó-leik?

Hvað réttlætir það síðan að króa mann af þannig að maður komist hvorki lönd né strönd og úða piparúða beint í augun á manni? Afhverju er ekki talað um það í fréttum? Mér persónulega finnst það mun meiri frétt heldur en það að það hafi verið fólk sem mætti til að mótmæla fyrir utan beina útsendingu af plebbaskap og einhverju sem einhver var svo klár að kalla "lýðræðislega umræðu"...

Ég veit það ekki, en stundum er ég ekki alveg viss hverrar þjóðar ég er...

Lifi byltingin!

Ps: Gleðilegt nýtt ár elsku Jenný Anna mín og takk fyrir skemmtileg blogg ár af þinni hálfu... þú bjargar oft deginum með fáránlegri íróníu sem ég kann að meta

Isis, 31.12.2008 kl. 18:41

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir sem stöðvuðu skrípaleikinn á Hótel Borg eru mín þjóð. Gleðilegt baráttuár 2009

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.12.2008 kl. 18:45

17 Smámynd: Isis

Sji.. ég afsaka óþarfa og lélegar týpur af stafsetningarvillum í fyrri pósti... ég las ekki yfir...

Isis, 31.12.2008 kl. 18:49

18 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Isis, þú þarft ekker t að afsaka. Frábær athugasemd hjá þér.

Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 19:43

19 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Tek EKKI undir með þér Jenný. Finnst stundum eins og þú sért að kynda undir svona mótmæli.

Finnst undarlegt að sumir þeir sem eru að mótmæla því að "VIÐ" munum borga þetta, hafa komið sér undan að greiða skatta í langan tíma. Sú þjóð sem í myrkri gengur, má ekki gleyma sér í náttmyrkrinu, heldur að reyna að koma sér út úr þessum aðstæðum og finna skímuna. Hatur og ofbeldi leysa aldrei neitt, heldur bæta á vandann. Kurlin eru ekki komin til grafarinnar öll. 

Anyways gleðilegt ár Jenný, gaman að vera sammála og ósammála þér.

Einar Örn Einarsson, 31.12.2008 kl. 20:03

20 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ja hérna.... nú er síða Jennyar orðin vettvangur fólks sem telur ofbeldi og skemmdarverk réttlætanleg í okkar friðsama landi... hér á ég víst ekkert erindi... biðst afsökunar á nærveru minni hér áður.

Jón Ingi Cæsarsson, 31.12.2008 kl. 20:13

21 Smámynd: Hulla Dan

Sammála þér eins og svo voða oft áður. Fatta bara ekki að séu ekki fleiri að mótmæla. 

Óska þér og þínum gleði og glaums í kvöld og alltaf.
Knús á á ykkur skötuhjú.

Hulla Dan, 31.12.2008 kl. 20:30

22 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Jón Ingi, þú "gleymir" því að með afstöðu þinni styður þú ofbeldi og skemmdarverk ríkisstjórnarinnar gagnvart almenningi.

Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 20:35

23 Smámynd: Isis

Mér þykir það afsakpalega sorgleg afstaða að mótmæla mótmælum. Ég persónulega hef aldrei skilið slíka lógík og spyr því Jón Inga og fleiri þá sem deila hans skoðun í þeóríunni;

Finnst ykkur stjórnarhættir ríkisstjórnarinnar ásættanlegir?

Finnst ykkur vinnubrögð Seðlabanka Íslands ásættanlegir?

Finnst ykkur vinnubrögð Fjármálaeftirlitsins ásættanlegir?

Finnst ykkur í lagi að sama ríkisstjórn og sagði í jan,feb,mar,apríl og síðast 15 september að hér væri engin alvarlegur vandi á ferðinni heldur einungis "tímabundin vandræði" vegna "aðstæðna á heimsmarkaði" sitji enn á alþingi og semji ofan í okkur lög og ólög um allt og ekki neitt?

Finnst ykkur í lagi að fyrrverandi starfsmenn bankana séu skipaðir í rannsóknarnefnir síns gamla vinnustaðs til þess að "rannsaka" það sem fór úrskeiðis?

Finnst ykkur í lagi að eyða næstu árum og áratugum í það að borga skuldir sem koma ykkur ekkert við?

Finnst ykkur bara í lagi að þetta sé svona? Eigum við kannski bara að halda kjafti og borga og brosa eins og við erum svosem vön?

Ég segi nei, og ég neita að láta koma svona fram við mig, landið mitt og fólkið mitt sem býr í landinu mínu, þínu, okkar. Mér er gróflega misboðið, svo misboðið að mig langar hreinlega til þess að gráta, ég stóð mig að því áðan yfir Íslenskum fréttaannál á Rúv að bíta í vörina á mér til þess að fara ekki að grenja.

Þetta er allt saman sorglegra en tárum taki, og ég mun berjast þangað til réttlætið nær fram að ganga. Ég mun þá allavega geta sagt börnunum mínum og barnabörnum þegar ég verð gömul að ég allavega reyndi allt sem gat.

Ég trúi á samstöðu þjóðarinnar, og ég trúi því að fólk muni almennt opna augun og hætta að einbeita sér að eilífum smáatriðum og nöldri um það hvernig má og hvernig má ekki mótmæla.

Það er nefnilega fáránlegt að vera rífast um smáatriði þegar framtíðin liggur að veði. Ekki myndum við standa úti á götu eftir að hafa lent í bílslysi, eða orðið vitni að bílslysi og rífast um það hver það var sem "keyrði á fyrst"....

Stöndum saman og lifi byltingin!

Isis, 31.12.2008 kl. 22:15

24 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Glæsilega að orði komist, Isis. Gæti ekki hafa orðað þetta betur.

Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 22:23

25 Smámynd: Tína

Gleðilegt ár elsku vinkona. Takk fyrir yndisleg kynni á árinu þó takmörkuð séu. Bind ég miklar vonir við að ég fái að kynnast þér betur á komandi ári.

Tína, 31.12.2008 kl. 23:49

26 identicon

Ég á ekki til orð. Þegar fólk segist þurfa að gera eitthvað svona róttækt svo hlustað sé á það ætti það að athuga að kannski eru bara ekkert svo margir nægilega sammála þeim. Ef allir væru sammála skoðunum þessa fólks væru mótmælendur fleiri. Þegar fólk hylur andlit sín í mótmælum er það ekki vegna þess að það óttast að "hverfa" í hreinsunum lögreglu líkt og í þeim löndum þar sem þetta er algengt að sjá heldur vegna þess að þegar búið er að hylja andlit sitt er auðveldara að haga sér á hátt sem það aldrei myndi leyfa sér óhulið, auk þess sem þetta er meira ógnvekjandi fyrir þá sem verða fyrir þessum skríl því þetta er akkúrat skrílsleg hegðun.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 01:49

27 Smámynd: Isis

Adda... segja þér smá fréttir.

Í Lýðveldisríkinu Íslandi taka í dag 1.1.09 ný lög gildi sem gefa lögreglu heimild til að handtaka fólk sem það telur "ógna friði". Ég skal skýra þetta út fyrir þig á einfaldan hátt. 

Ég, sem mótmælandi gæti átt það á hættu að lenda í gagnagrunni lögreglunar (ef ég er ekki þar nú þegar) með mynd, kennitölu og skónúmeri. Svo er ég úti að labba niður í bæ með hundinn minn niður laugaveginn eða eitthvað, löggan sér mig, og ákveður að handtaka mig, af eigin geðþótta, kannski vont kaffið í vinnunni eða eitthvað. 

Þetta má hún gera undir formerkjum þess að hún sé að vernda almenning, samt er ég bara að labba niðrí bæ. 

og ekki nóg með það að hún komi til með að mega gera þetta, heldur má hún halda mér í fangageymslu sinni í sólarhring án þess að birta yfir mér einhverjar ákærur eða ástæður fyrir því afhverju ég var handtekin, og svo getur hún látið mig lausa. 

Þetta kallast á góðri Íslensku: Skoðanakúgun. 

Þess vegna hlyjum við mörg hver andlit okkar í mótmælum, en það eru líka aðrar ástæður fyrir því eins og t.d það að lögregla á það til að nota piparúða af tilefnislausu, af því að það er svo auðvelt og hentug lausn fyrir þá. Eins og þú kannski hefur lesið um í dag. 

Sjálf, og það er greinilegt að maður þarf að taka það fram, styð ég ekki ofbeldi, og ég fordæmi það að fólk kasti múrsteinum að fólki, lögreglumönnum sem óbreyttum, og minna óbreyttum. En ég get ekki tekið ábyrgð á því sem aðrir kjósa að gera. Ég er þarna af því að ég er reið, mér er misboðið og réttlætiskenndin í mér hreinlega getur ekki látið þetta bara vaða yfir sig án þess að gera nokkuð. 

Við vorum einhver hundruð þarna í dag, það var einn sem kastaði steini, ekki dæma heila hjörð af einum sauð. Og ekki glata gagnrýnni hugsun. 

Isis, 1.1.2009 kl. 02:28

28 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Viva la revolution!

Sigríður Hafsteinsdóttir, 1.1.2009 kl. 05:09

29 Smámynd: Njáll Harðarson

Ég tek undir það að mótmæli, jafnvel æsingur á fyllilega rétt á sér þegar verið er að mótmæla því að stjórnmálamenn hafi ekki hag þjóðarinnar að leiðarljósi, sem er auðvitað það sem orsakaði ástandið eins og það er í dag, ekki kreppan í bandaríkjunum, sem virðast vera í hætt við að liðast í sundur.

EN það að íslendingar skulu hylja andlit sitt og koma fram sem bleyður er óásættanlegt athæfi og aðeins fallið til þess að hart verði tekið á málum. Það á að vera sekt við slíku athæfi. Við Íslendingar erum ekki bleyður.

Njáll Harðarson, 1.1.2009 kl. 10:58

30 identicon

Isis ég held að þú lifir í bíómynd. Hingað til hefur lögreglan hér sýnt af sér einstakt æðruleysi og hefur ekki spreyjað á fólk nema því aðeins að það sé að ryðjast eitthvert inn þar sem það hefur ekki heimild til að fara eða hefur ekki eftir ítrekuð tilmæli farið að kröfum lögreglu og þannig brotið lög. Lögreglan æðir ekki út til fólksins og byrjar að spreyja á það að ástæðulausu. Múgur er sem einn, því er svo að um leið og einhverjir missa sig þarf að grípa til viðbragða til að gæta að lífi og limum annarra. Þið eruð þeir sem lifa í afneytun hér og ég veit engin dæmi þess að fólk sé hyrt upp hér af götunni að ástæðulausu. Ég fagna nýju lögunum sem ég harma að hafi þurft að setja til að verja okkur hin fyrir svona fólki. Ég segi enn og aftur að þetta voru skrílslæti. Friðsöm mótmæli innihalda aldrei ofbeldi og með nægum fjölda hafa þau áhrif.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 10:59

31 Smámynd: Isis

Veistu, Adda, stundum líður mér eins og í bíómynd þegar þessi fíaskó byrja.

Það hryggir mig mjög að það sé til fólk með þessa skoðun sem þú lýsir hér að ofan, að þér í alvörunni finnist það í lagi að lögreglan fá heimildir til þess að brjóta sjálfsögð mannréttindi á fólki sem ekkert hefur til saka unnið.

Þú missir líka alveg af þeim punkti að það var ekki "skríllinn" sem átti upphafið af þessu rugli í gær, það er allt runnið undan rifjum lögreglunar sjálfrar. Það segir líka sitt um þig að þú hafir aldrei"séð dæmi þess að fólk sé hyrt upp af götunni að ástæðulausu" því Það er nánast reglan frekar en undantekning. Það trúir því hinsvegar enginn fyrr en hann upplifir. Ég er kannski ekki gömul, en þó of gömul til þessað teljast "ungmenni", en ég hef upplifað svona hluti oftar en einu sinni að lögregla misnoti vald sitt eins og þeir gerðu í gær.

Fyrir mér er það ekki fréttir, heldur staðreynd.

Isis, 1.1.2009 kl. 11:05

32 identicon

Isis á hverju eigiði von þegar þið t.d. brjótið niður hurð á lögreglustöð? Finnst þér í alvöru að lögreglukórinn eigi að bíða fyrir innan með vöfflur og heitt kaffi þegar 500 manna lýður er að brjóta niður hurðina? Þið eruð heppin að búa á Íslandi, í USA hefði skotvopnum verið beitt. Þú segir að ýmislegt megi segja um mig að ég hafi ekki séð fólk hirt að ástæðulausu upp af götunni. Það segir ýmislegt um þig að þú umgangist fólk sem iðulega þarf að hirða af lögreglunni. Þú segir að mannréttindi séu brotin á þér, hefurðu lesið mannréttindalögin? Hvernig væri að þú kynntir þér þau. Hver er réttur þeirra sem verður fyrir svona innrás skríls sem ekki hefur fengið leyfi til að fara þarna inn? Hver er réttur þeirra sem er ósammála ykkur?

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 11:18

33 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Njáll Harðar segir Það á að vera sekt við slíku athæfi. Við Íslendingar erum ekki bleyður.

Njáll íslendingar eru huglausar bleyður.. liddur og aumingjar ! aðeins hugleysingjar láta ganga fyrir sig á skítugum skónum eins og sjálfstektin og framsókn hafa gert sl 17 ár eða svo.. aðeins aumingjar mæta ekki og  mótmæla þegar 30 % þjóðarinnar er að missa atvinnuna, 80 % fyrirtækja landsins eru í raun gjaldþrota og 100 % fyrirtækja á landinu hafa EKKI lánstraust á erledri grundu og þurfa því að STAÐGREIÐA allar vörur sem koma til landsins.. nema ef ske kynni um einstaka undantekningatilvik þar sem vinattraust ríkir á milli erlenda birgjans og þess íslenska.

Áfram mótmælendur. 

Óskar Þorkelsson, 1.1.2009 kl. 11:31

34 Smámynd: Isis

Adda, ég kýs að taka ekki þátt í skítkasti, enda hefur það ekkert upp á sig. Og já ég hef lesið mannréttindalög, og ég þekki rétt minn sem Íslenskan ríkisborgara í landi  þar sem á að ríkja skoðanafrelsi og lýðræði. Hinsvegar er hvorugt virt.

Ég ætla síðan að benda þér á þetta blogg um mótmælin ígær, ljósmyndari sem var á stðanum og tók myndir, tímasetningar og annað fylgja myndunum. lestu, skoðaðu og segðu mér svo hvað þér finnst.  hér er bloggið

Isis, 1.1.2009 kl. 11:42

35 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Í mínum huga er fólkið sem var að "mótmæla" við Hótel Borg, hyski.  Því miður.  Það sem mér finnst alvarlegast er að ég hef mjög traustar heimildir fyrir því að óvandað fólk úr röðum ungliða vinstri grænna eru að skipuleggja þessar uppákomur.  Fólk eins og Álfheiður Ingadóttir og hennar fólk.  Þetta eru ekki mótmæli þjóðarinnar, heldur skrílslæti fólks sem vill ríkisstjórnina frá vegna þess að þau vilja annan flokk í ríkisstjórn og nota til þess niðurrifsaðferðir og upplausn.

Ég mun aldrei styðja slíkt.  Ég tel mig fulltrúa hins mikla þögla meirihluta sem vinnur vinnuna sína, fer með börnin sín í skóla og leiksskóla og reynir að halda þjóðfélaginu gangandi með því að lifa eðlilegu lífi en ekki leysa það upp. 

Við búum í lýðræðisþjóðfélagi.  Ef þið viljið hafa áhrif, þá einfaldlega takið þið þátt í því. Ýmist með því að taka þátt í stjórnmálaumræðu eða jafnvel reyna að komast til áhrifa í stjórnmálaflokki.  Skrifið greinar, haldið málfundi, skrifist á eða hafið samband við þingmenn.  Síðan að sjálfsögðu notið þið atkvæðisréttin ykkar í kosningum. 

Ég kalla líka eftir málefnum mótmælenda.  "Að mótmæla ástandinu" segir mér ekki neitt og jafn fáránlegt og að mótmæla vondu veðri.   Fólk sem vill ríkisstjórnina, seðlabankastjóra og FME frá segir mér ekki hvað það vill í staðinn.   Eruð þið kannski bara reið...punktur.  Andið með nefinu og byrjið að hugsa hvað þið viljið áður en þið skundið með kufla fyrir andlitinu niður á austurvöll me múrstein í hendi.  Er kannski ástæðan ykkar eigin mistök í lífinu, sjálfskaparvíti eða óhamingja.   Eruð þið virkilega búin að kynna ykkur málin...eða eruð þið kannski "atvinnumótmælendur", þeir hinir sömu og mótmæltu Falun Gong og Kárahnjúkum hehe...þ.e. alltaf til í að mæta í mótmæli burtséð frá málstaðnum.

  Það fór helmingur banka vesturlanda á hausinn og lítil ríkisstjórn á Íslandi gat ekkert gert í því, ekki neitt! Það er alltaf að koma betur og betur í ljós.  5 af 7 stærstu bönkum Bretlands t.a.m. fóru í þrot! Í sjálfu  Það er hinsvegar hið mikla björgunarverkefni sem liggur fyrir sem þarf að ráðast í af fumleysi og SAMSTÖÐU.  Eðlileg rannsókn á því sem gerðist fer fram og tekur tíma. 

Megi 2009, þó það ár verði erfitt, verða árið þar sem við íslendingar komum okkur aftur uppá lappirnar.  Til þess þarf samstöðu, uppbyggingu, fumleyis, vissu,  vinnusemi og og ekki síst skynsemi.

Góðar stundir.

Helgi Már Bjarnason, 1.1.2009 kl. 12:07

36 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Helgi már Bjarnason.. þú ert persónugerfingur þeirra aumingja sem lifa í þessu landi hugleysingja..

sjáðu þetta blogg :

http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/759218/#comment2063266 

Ef þú ert enn sama sinnis eftir að hafa skoðað þessar myndir þá óska ég þér alls hins versta á árinu.. atvinnuleysis, gjaldþrots og missir stöðvar tvö.. svo þú drullist upp úr sóffanum og gerir eitthvað af viti í þínu lífi annað en að tuða út í fólk sem vill breytingar.  

Óskar Þorkelsson, 1.1.2009 kl. 12:19

37 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Ertu ekki að djóka Óskar??? Djöfull eru þið rugluð, að styðja ofbeldi eins og þið gerið sýnir okkur hinum hvaða manneskju þið hafið að geyma.

Þið eigið lítið gott skilið fyrir að ýta yndir ofbeldi og þú Jenný ert fremst í flokki til þess, drullist til að skoða þetta myndband hérna og segið mér að löggan hafi beitt ofbeldi er ekki í lagi með ykkur, endilega spjallið við lögreglumanninn sem var kinnbeinsbrotin og segið honum að hann hafi verið í órétti!

http://fgh123.blog.is/blog/fgh123/#entry-759448

Kreppa Alkadóttir., 1.1.2009 kl. 16:29

38 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kreppa: Ég hef engan tolerans fyrir nafnleysingjum sem nýta sér það til að rífa kjaft og vera með attitjúd.

Til að fyrirbyggja misskilning þá hef ég ekkert á móti nafnlausum bloggurum.  Sumir geta einfaldlega ekki bloggað undir nafni.  En það eru "hetjurnar" sem fara um rífandi kjaft í skjóli nafnleysis sem mér er uppsigað við.

Takk öll fyrir málefnaleg innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 17:53

39 identicon

Sýndu smá manndóm eða kvenndóm kreppa alkadóttir og komdu fram undir nafni ræfils tuskann.

Ég held að hvorki Jenný né aðrir hérna inni séu að styðja ofbeldi sem eitthvað almennt úrræði. Sögum ber hinsvegar ekki saman um það hvernig ofbeldið sem slíkt hafi byrjað og raunar má sjá á myndböndum að lögreglan fer að úða gasi yfir fólk án þess að nokkur átök hafi átt sér stað þá. 

Inntak bloggfærslu Jenný er einfaldlega það að þegar öll önnur úrræði þrýtur þá kemur að því að fólk grípur til óyndis úrræða vegna þess að annað dugar ekki til. Því miður má segja. En þegar siðleysingjarnir og atvinnukrimmarnir sitja sem fastast og láta sem ekkert sé mánuð eftir mánuð án þess að nokkrar siðrænar og eðlilegar athafnir eigi sér stað þá hlýtur langlundargeð fólks að þverra.

Svo kemur Óskar réttilega inná það að helv.... sófabesserwisserarnir og "góðborgararnir" sem slefa utan í valdhöfum og hvítflibba glæpalýð mættu gjarnan fá sinn skammt af óáran.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 18:17

40 Smámynd: Isis

ekki nóg mað að þeir hafi beitt táragasi án þess að til einhverra átaka hafi komið áður, heldur beita þeir því þegar fólk snýr baki í þá, og með hendur fyrir ofan haus til þess að sýna myndavélum og öðru fram á það að þessi mótmæli voru aldrei og áttu aldrei að vera með ofbeldi, skemmdarverkum eða öðrum leiðindum. Til eru myndir af því, en hinsvegar hafa fréttamiðlar ekki viljað sýna þær einhverra hlutavegna.

Isis, 1.1.2009 kl. 18:20

41 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þeim sem eru að mótmæla ber engin skylda til að koma með aðgerðaráætlun í 40 liðum, eins og sumir hér gefa í skyn.

Við höfum kjörna fulltrúa á Alþingi sem ber að gera það, til þess voru þeir kjörnir. Þegar þeir eru ekki starfi sínu vaxnir ber þeim að fara frá án tafar.

Það þarf að skipa nýja embættismenn í Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og í lykilstöður í bönkunum.

Við getum ekki treyst á handónýta ríkisstjórn til þess verkefnis, því hún mun aðeins halda áfram að skipa sínar eigin tuskudúkkur í öll embætti og brjóta öll lög og reglugerðir um heilbrigða stjórnsýslu.

Eins og hún gerði við skipun Þorsteins Davíðssonar, Björns Rúnars Guðmundssonar og við ótal aðrar ráðningar. Tími til kominn að veita þessari ríkisstjórn ærlega ráðningu.

Theódór Norðkvist, 1.1.2009 kl. 18:38

42 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Theódór: Rétt hjá þér.

Isis: Sammála þér eins og oft áður.

Eggert: Þú ert nákvæmlega með þetta.  Ég hef andstyggð á ofbeldi en þarna gerðust hlutir og fólki ber ekki saman um hvað.  Ég hef eytt töluverðum tíma í dag við að skoða myndir og ég sé ekki betur en að táragasi sé beitt á bak mótmælenda.

Andskotans fasismi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 19:39

43 Smámynd: Halla Rut

Sammála þér Jenný.

ISG vill velja úr hverjir eru Íslendingar og hverjir ekki. Þeir eru þó nú, að ég tel, orðnir ansi fáir eftir sem talist geta hennar þjóð. ISG er föðurlandssvikari á allan þann hátt sem til er.

Gleðilegt ár til þín.

Halla Rut , 1.1.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2985731

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband