Leita í fréttum mbl.is

Guði sé lof fyrir heila í lofttæmdum umbúðum!

Mér fannst ekki leiðinlegt að sjá þessa nýju skoðanakönnun til að fá það staðfest sem ég þegar vissi að ríkisstjórnin er að verða með óvinsælli ríkisstjórnum sögunnar.

Og það fjarar undan, meira og meira.  7 af hverjum 10 styðja hana ekki.

Svo segir Bjarni Ben eitthvað á þessa leið í fréttinni. 

"Við erum á leiðinni með aðgerðarpakka fyrir heimilin og þá mun viðhorfið breytast".

Guði sé lof fyrir heila í lofttæmdum umbúðum!

Ég er alltaf að sjá það betur og betur að margt af þessu fólki í meirihlutanum er með lok og læs á púlsinn í þjóðfélaginu. 

Það þarf svo mikið meira en einn aðgerðarpakka hér, oggulaunalækkun ráðamanna þar til að snúa viðhorfi fólks til ráðamanna.  Ef það er þá ekki orðið of seint svona "alltogether".

Ég minni á að enginn hefur sagt af sér, enginn hefur verið látinn taka pokann sinn og verið rekinn frá borði og ekki kjaftur hefur stigið fram meinsstaðar og tekið ábyrgð.

Eftir situr bálreiður og sár almenningur með skuldir sem sífellt bætist í.  Nú síðast frá Þýskalandi.

Löndin í kringum okkur og víða reyndar skilja ekki hvers lags barbarí er við líði hérna.

Hér er það "buisness as usual " og sömu skemmdarvargarnir sitja við völd og dingla augnhárunum.

Aðgerðarpakki fyrir heimilin minn afturendi.

Vaknið í guðanna bænum.


mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Inga

Hey, ég sá að ummæli eftir þig eru notuð í auglýsingu um bókina Borða, biðja elska. Það er ekki ónýtt að eiga ummæli við hliðina á ummælum frú Oprah Winfrey um sömu bók

Berglind Inga, 23.11.2008 kl. 13:12

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, það munar ekki um það.  Ég og Operah.  Ég skal segja ykkur það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2985734

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband